Dagblaðið Vísir - DV - 30.03.1996, Side 6
6 (útlönd
LAUGARDAGUR 30. MARS 1996
stuttar fréttir
Dæmdir fyrir morð
Níu hægriöfgamenn í Suður-
; Afríku voru fundnir sekir um að
hafa myrt 20 manns í sprengjutil-
ræði sem ætlað var að trufla
| fyrstu lýðræðislegu kosningarn-
ar í landinu 1994.
Sprengt fyrir mistök
Rússnesk sprengja, sem kastað
var á griðasvæði í Tsjetsjeníu
; fyrir mistök, varð að minnsta
: kosti tiu óbreyttum borgurum að
bana og jók spennuna á svæðinu.
Jeltsín hæðir komma
Boris
Jeltsín Rúss-
landsforseti
1 hæddist að
frambjóðend-
I um kommún-
?: ista í kom-
andi forseta-
kosningum og
kallaði þá
menn gærdagsins sem væru á
leið út úr stjórnniálum.
Mannskæður bruni
Talið er að 77 manns hafi
g farist í bruna sem geisaði í versl-
unarmiðstöð í Bogor í Indónesíu.
Barði ungbarn til bana
Breskur hermaður, með aðset-
ur i Þýskalandi, var dæmdur í
lífstiðarfangelsi fyrir að hafa
barið þriggja mánaða dóttur sína
til bana í reiðikasti.
Frekar reykja en skera
James Parkinson, 67 ára Breti,
| neitaöi að láta skera sig upp
I vegna meins í blöðruhálskirtli
: þar sem hann fær ekki að reykja
á spítalanum. Spitalinn stendur
við reykingabannið.
Hvetur til samstöðu
Á kosn-
ingafundi
hvatti for-
setakandídat
repúblikana,
Bob Dole, til
samstöðu fyr-
ir forstakosn-
ingamar og
hvatti enn fremur Pat Buchanan
og Ross Perot til að láta af fram-
boðshugleiðingum undir merki
’ þriðja stjórnmálaflokksins.
Hættu að sýna Nixon
Kvikmyndahús i Mexlkó
| hættu skyndilega sýningum á
mynd Olivers Stones, Nixon, eft-
ir að hann hafði lýst yfir stuðn-
ingi við zapatista- skæruliða.
Efast um sakleysi
Antanas Mockus, borgarstjóri
Bogotá í Kólumbíu og með vin-
sælli mönnum þar í landi, sagð-
ist efast um sakleysi Sampers
forseta en hann er grunaður um
að hafa fjármagnað kosningabar-
áttu sína með eiturlyfjagróða.
Reuter
Erlendir markaðir:
Verð á olíu
og bensíni
hækkaði
Verð á bensíni og olíu hefur
hækkað verulega undanfarna viku.
Þannig hækkaði til dæmis 92ja okt-
ana bensín úr 197 dollurum tunnan
í 205 dollara og gasolía hækkaði úr
197 dollurum í 214 dollara þegar
mest var. Verðið lækkaði örlítið í
lok vikunnar en hélst þó hátt.
Sigurgeir Þorkelsson hjá Esso
segir að í byrjun hafi verið talið að
verð á olíu og bensíni hafi hækkað
vegna pólitísks óstöðugleika í Asíu,
sérstaldega út af ógnun Kínverja við
Taívan. Svo virðist þó ekki hafa ver-
ið og því kenni menn nú um auk-
inni eftirspurn eftir eldsneyti.
Hlutabréfavísitalan í New York,
Lundúnum, Hong Kong og Frank-
furt lækkaði í vikunni en hækkaði í
Tokyo. Ekki barst verð á sykri og
kaffi. Reuter
Fjögur fyrrum Sovétlýöveldi stofna til ríkjasamvinnu:
Talið kosningabragð
af hálfu Jeltsins
Fjögur fyrrum Sovétlýðveldi:
Rússland, Hvíta-Rússland, Kasakst-
an og Kirgistan, tóku skref saman í
átt til náinnar samvinnu á ýmsum.
sviðum í gær þegar þau gerðu
samning um ríkjasamvinnu. Samn-
ingurinn, sem byggður er á evr-
ópskri fyrirmynd, gerir ráð fyrir
frjálsu flæði vara, þjónustu, vinnu-
afls og fjármagns milli ríkjanna.
Ríkin munu hafa samvinnu um
verðlagsstefnu og stefnu I félagsmál-
um og saman mynda fjölda yfirþjóð-
legra stofnana.
Borís Jeltsín Rússlandsforseti
undirstrikaði að samkomulagið
væri ekki skref í átt til endurreisn-
ar Sovétríkjanna. í sjónvarpsávarpi
sagði hann að það samfélag sem
myndaðist með samvinnu ríkjanna
væri mun traustara en heimsveldi
og með því hefði verið skapaður nýr
grundvöllur fyrir samvinnu sjálf-
stæðra og óháöra ríkja.
Stjórnmálaskýrendur túlkuðu
samkomulag ríkjanna sem kosning-
abragð af hálfu Jeltsíns en hann
hafi stolið og útfært á eigin hátt
sameiningarhugmyndir sem komm-
únistar hefðu viðrað undanfarnar
vikur. Samþykkt rússneska þings-
ins á dögunum, þar sem gerð var til-
raun til að ógilda samþykktir sem
sundruðu Sovétrikjunum, ollu ugg
og óróa í mörgum fyrrum Sovétlýð-
veldum sem óttuðust að sjálfstæði
þeirra væri í hættu. Öll ríkin þrjú,
sem gera samkomulagið við Rússa,
undirstrikuðu að þau mundu halda
fullkomnu sjálfstæði gagnvart
Rússlandi.
Reuter
Til skotbardaga kom í gær milli sérsveita lögreglunnar og glæpamanna í bænum Roubaix í Norður-Frakklandi. Þrír
féllu í bardögunum og tveir lögreglumenn særðust. Til skotbardaganna kom eftir að glæpamenn höfðu reynt að
ræna brynvarinn peningaflutningabíl. Á myndinni forðar maður sér af vettvangi með börn sín meðan lögreglumenn
athafna sig í bakgrunni, gráir fyrir járnum. Símamynd Reuter
Bótagreiöslur streyma til íbúa Thule á Grænlandi:
Milljónirnar valda gullæði
Pálmi Jónasson, DV, Kaupmannahöfn:
I Qaanaaq við Thule glíma menn
við allsérstakt vandamál. Það er
alltof mikið af peningum í umferð í
þessu 820 manna samfélagi á Norð-
ur-Grænlandi. Lager verslunarinnar
er á þrotum og fyrsta skip ársins
nær fyrst að brjótast gegnum ísinn í
júlí. Útvarps- og sjónvarpstæki eru
löngu uppurin en aukasendingar
hafa komið með flugi. Einnig hefur
gríðarlega mikið verið pantað af bát-
um og utanborðsmótorum. Vegna
skömmtunar á áfengi hafa auðæfi
heimamanna einkum beinst að ýmis
konar varningi. Á mánudaginn
verður áfengisskömmtun hins vegar
aflétt með ófyrirséðum afleiðingum.
Ástæðan fyrir þessu gullæði er að
danska Thulenefndin er að borga
300 Grænlendingum í bænum sem
svarar 600.000 íslenskum krónum
hverjum í skaðabætur sem þýðir 180
milljóna króna efnahagssprautu fyr-
ir samfélagið.
Bandaríkjamenn byggðu árið 1953
herstöð við Thule samkvæmt samn-
ingi viö dönsk stjórnvöld og árið
1968 brotlenti þar B-52 sprengjuflug-
vél með fjórar atómsprengjur. Gögn
um málið hafa smám saman verið
að koma fram og það komst í há-
mæli í fyrra þegar leyniskjal H.C.
Hansens, þáverandi forsætisráð-
herra Dana, frá 1957 var birt. í skjal-
inu veitir hann heimild til notkunar
kjarnavopna. í kjölfarið var ákveðið
að grænlenskir og danskir starfs-
menn herstöðvarinnar og veiðimenn
sem voru við slysstaðinn fengju bæt-
ur upp á 50.000 danskar krónur hver
eða um 600 þúsund krónur íslensk-
ar. Nefnd hefur nú farið yfir 2000
umsóknir um skaðabætur en alls
mun danska stjórnin borga út 90
milljónir eða rúman milljarð.....is-
lenskra króna.
Kauphallir og vöruverð erlendis
Bretarnir
fengu lífstíöar-
fangelsi
Bresku hermennirnir þrír,
sem fundnir voru sekir um að
| hafa rænt danskri leiðsögukonu
!! fyrir hálfu öðru ári, reynt að
nauðga henni og siðan bariö
hana til dauða, voru dæmdir í
j líístíðarfangelsi á Kýpur í gær.
Þeir neituðu allir sakargiftum en
fengu tvo fimm ára dóma fyrir
mannrán og nauðgunartilraun
en lífstíðardóm fyrir manndráp.
Mennirnir geta ekki áfrýjað
dómnum en samkvæmt nýju
lagafrumvarpi geta þeir losnað
úr fangelsi eftir 20-25 ár.
Kúariðan:
Gripirnir eyöi
jarðsprengjum
John Major fékk stuðning ann-
arra leiðtoga Evrópusambands-
ríkja á rikjaráðstefhunni á Ítalíu
þegar hann sagði að óttinn við
kúariðu væri ekki sérstakt
breskt vandamál heldur sameig-
inlegt vandamál allra Evrópu-
þjóða. Tóku leiðtogarnir einnig
undir þá skoðun Majors að of
mikið hefði veriö gert úr málinu.
Það var síðan túlkað sem samúð-
argjörð gagnvart Bretum þegar
embættismenn ESB samþykktu
kaup á 140 tonnum af bresku
nautakjöti fyrir verslanir.
Annars komu Kambódíumenn
með frumlega hugmynd til lausn-
ar vandanum. Lögðu þeir til að
nautgripir yrðu fluttir i þús-
undatali til Kambódíu, látnir
ráfa þar um og eyða jarðsprengj-
um sem árlega valda dauða og
limlestingum í Kambódiu.
Drap sig á
yfirvinnu
Réttur í Japan hefur dæmt
stærstu auglýsingastofu lands-
ins, Dentsu, til að greiða rúmar
73 milljónir króna í skaðabætur
til foreldra fyrrum starfsmanns
sem framdi sjálfsmorð 1991.
í dómsúrskurði kemur fram
að maðurinn hafi framið sjálfs-
morö vegna stanslauss yfir-
vinnuálags og svefnleysis. Mað-
urinn var ráðinn til auglýsinga-
stofunnar í apríl 1990 og vann
langt fram eftir á hverjum ein-
asta degi þar til hann fyrirfór sér
í ágúst 1991. Dómarinn segir aug-
lýsingastofúna hafa sýnt ábyrgð-
arleysi þar sem hún hugaði ekki
að velferð og heilsu starfsmanns-
ins. Dómurinn er sá fyrsti í Jap-
an þar sem fyrirtæki er dæmt tíl
skaðabóta vegna sjálfsmorðs
starfsmanns.
Ekkja Schindlers:
Óskar var eng-
in hetja
Emilie Schindler, ekkja Ósk-
ars Schindlers, mannsins sem
bjargaði um eitt þúsund gyðing-
um undan helfór nasista í seinni
heimsstyrjöldinni, fer ekki fógr-
um orðum um eiginmann sinn
sáluga í nýútkomnum endur-
minningum sínum. Hún lýsir
honum sem eigingjörnum og
harðbrjósta manni og bætir við
að þau verk sem leikstjórinn
Steven Spielberg hafi byggt á við
gerð myndarinnar, Lista
Schindlers, hafi verið eintómar
1 lygar.
„Mynd Spielbergs dregur upp
mynd af hetju en hvorki hann né
ég vorum hetjur. Við höguðum
bara seglum eftir vindi. í stríði
erum við öll reikandi sálir,“
sagði ekkjan þegar hún kynnti
bókina.
Emilie segir að þegar Óskar
hafi bjargað gyðingum frá ferö til
útrýmingarbúðanna í Auschwitz
hafi hann einungis verið að
hugsa um að hafa nægt vinnuafl
i til postulínsframleiðslu sinnar.
Án verksmiðjunnar hefði hann
| verið sendur til vígstöðvanna.
Reuter