Dagblaðið Vísir - DV - 30.03.1996, Side 12

Dagblaðið Vísir - DV - 30.03.1996, Side 12
12 LAUGARDAGUR 30. MARS 1996 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjóri: JÓNAS KRISTJÁNSSON Aðstoðarritstjóri: ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL STEFÁNSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLTI 11, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLT114,105 RVÍK, SÍMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - Aðrar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 6272. Áskrift: 800 6270 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Ritstjórn: dvritst@centrum.is - Auglýsingar: dvaugl@centrum.is. - Dreifing: dvdreif@centrum.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 461 1605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Filmu- og plötugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftan/erð á mánuði 1550 kr. m. vsk. Lausasöluverð 150 kr. m. vsk., helgarblað 200 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Þróun bankakerfisins Afkoma viðskiptabankanna batnaði á síðasta ári. Hagnaður íslandsbanka, Búnaðarbanka og Landsbanka nam alls 709 milljónum króna. Hagnaður bankanna var 291 milljón króna meiri en árið þar á undan. Þrátt fyrir bata er staðan ekki viðunandi. Arðsemi eigin fjár bank- anna nam 4,9 prósentum í fyrra en 3 prósentum árið 1994. Frá því er greint í Viðskiptablaðinu að um áramótin hafi eigið fé bankanna numið um fjórtán milljörðum króna og um síðustu áramót var það komið í nær 14,9 milljarða króna. Eðlilegt er að gera kröfu til þess að arð- semi eigin fjár sé að minnsta kosti um 10 prósent á ári. Til þess að standa undir þessari arðsemi hefðu bankarn- ir þurft að skila sameiginlega nær einum og hálfum milljarði króna í hagnað. Birgir ísleifur Gunnarsson seðlabankastjóri kom inn á arðsemi eigin fjár bankanna í ræðu sinni á aðalfundi bankans í fyrradag. Hann sagði hana of litla og ekki yrðu verulegar breytingar þar á nema til kæmi aukin hagræðing. Ekki léki vafi á því að breyting ríkisbanka í hlutafélög gæti orðið til þess að auðvelda nauðsynlega hagræðingu. Bankarnir halda uppi dýru útibúaneti um land allt. Mörg dæmi eru um fleiri en eitt útibú á smáum stöðum. Samræming á þessu kerfl og fækkun útibúa er aðkall- andi. Sú vinna er þegar hafrn og heldur væntanlega áfram. Fólk nýtur áfram bankaþjónustu þótt ekki sé um að ræða mörg útibú á sama stað. Einnig verður að líta til þéttbýlisins. Bankaútibú eru þar gjaman hlið við hlið. Það er ofrausn. Seðlabankinn hefur bent á að bankaútibú séu allt of mörg eða sem svarar einu útibúi fyrir aðeins um 1300 íbúa. Afkoma stærstu sparisjóða er betri en viðskiptaban- kanna. Arðsemi þeirra er viðunandi eða nær tíu prósent af eigin fé. Bót, bæði banka og sparisjóða, milli ára stafar einkum af verulegri lækkun afskriftarframlaga. Miklar breytingar hafa orðið á íslensku bankakerfi undanfarin ár. Jóhannes Nordal, fyrrverandi seðla- bankastjóri, rifjar þetta upp í Viðskiptablaðinu. Banka- kerfið hefur verið opnað, vextimir em frjálsir og sam- keppni hefur aukist bæði innan bankakerfisins og milli bankakerfisins og annarra íjármálastofnana, ekki síst verðbréfamarkaðarins. Það sem vantar aðallega, segir seðlabankastjórinn fyrrverandi, er samkeppni utan að. Lítið hefur orðið úr erlendri samkeppni. Bankakerfið er lokað að því leyti að engir erlendir aðilar eru virkir á markaðnum. Vandinn er sá að erlendir aðilar telja íslenska markaðinn of lít- inn og því ekki áhugaverðan. Aðrar leiðir em þó fyrir hendi til þess að koma á virkri samkeppni. Tæknin og bankafrelsið gera íslensk- um aðilum gerlegt að eiga bein samskipti við erlenda banka. Með þessum hætti geta fyrirtækin borið saman kjör íslensku bankann'a og það sem býðst á erlendum markaði. Ríkisstjómin stefnir að því að gera ríkisbankana að hlutafélögum og þriðji bankinn, íslandsbanki, er einka- rekinn. Jóhannes Nordal nefnir að æskilegt væri að er- lendir aðilar verði í einhverjum mæli hluthafar í ís- lenskum flármálastofhunum í framtíðinni. Þróun í bankamálum er ör og skammt er síðan ein- staklingar og fyrirtæki vom háð skömmtunum í gjald- eyrismálum og lítilli fyrirgreiðslu í erlendum viðskipt- um. Aukin samkeppni og bættur rekstur bætir stöðu bankakerfisins og um leið viðskiptavinanna. Jónas Haraldsson Pólitísk meðferð á nautariðu hefnir sín Hrun markaðar Breta fyrir slát- urafurðir nautgripa sýnir framar öðru hvað hlotist getur af þegar stjórnvöld taka langtímum saman á alvarlegu máli af kæruleysi og þekkingarskorti og láta pólitíska stundarhagsmuni ráða meiru en eðlileg varúðarsjónarmið. Og eins og margt annað sem Breta þjakar á þessi plága upptök sín á löngum valdaferli lafði Margaretar Thatcher. Upp úr 1980 tók nautgripariða að herja í stórum stO á hjarðir breskra kúabænda og liðu svo ár að lítið sem ekkert var aðhafst tU sóttvarna. Loks í júní 1989 voru sláturhúsum gefin fyrirmæli um að sleppa ekki á markað þeim slát- urafurðum sem sóttnæmastar eru taldar, svo sem heUa, mænu, háls- eitlum, skjaldkirtli og mUta. Ári áður hafði bann verið lagt við því að nota í fóðurblöndur malaðan sláturúrgang. Þá þegar var kominn upp grunur um að riðufárið í nautpeningnum væri komið frá slátri af riðusjúku sauð- fé í fóðurblöndum. Nú ber mönnum saman um að þessar varúðarráðstafanir hafi komið aUtof seint. Vísindamenn- irnir, sem geta sér þess tU að tug afbrigðUegra sýkinga í tUtölulega ungu fólki af Creutzfeldt-Jakob- veiki, banvænni mænu- og heUa- hrörnun, megi rekja til naut- gripariðunnar, telja að sýking muni hafa átt sér stað á tímabU- inu meðan engar hömlur voru á markaðssetningu afurðanna en meðgöngutími sjúkdómsins í mönnum skiptir áratugum. Óttinn meðal neytenda við nautgripariðuna, sem með öðru hefur smátt og smátt dregið úr neyslu nautakjöts svo skiptir tug- um prósenta, hefur síðan vaxið og dafnað af einstakri tíðni sjúk- dómsins í Bretlandi. Þar hafa á síðustu tíu árum verið feUdir Erlend tíðindi Magnús Torfi Úlafsson 161.663 nautgripir vegna riðu, en tala frá öðrum Evrópulöndum, þar sem sjúkdómsins hefur gætt, nema yfirleitt einhverjum tugum. Þar er beitt niðurskurði. Nú þykir sýnt að meginástæða fyrir þessari gífurlega útbreiðslu riðu í breskum nautgripastofnum sé að ríkisstjórn Thatcher hafnaði á sínum tíma algerlega að grípa tU niðurskurðar á sýktum býlum eða svæöum. Ástæðan var að forusta íhaldsflokksins óttaðist að styggja nautgripabændur, einn tryggasta máttarstólpa sinn við kjörborðið. Þar að auki var jámfrúin eitil- hörð á móti því að efna tU nýrra útgjalda, eins og bóta fyrir skorna gripi, sem hún taldi að undan mætti víkjast. Nú súpa eftirmenn lafðinnar seyðið af aðgerðaleysi hennar. Evrópusambandið hefur útUokað aUan útflutning sláturafurða naut- gripa frá Bretlandi hvert sem vera skal. Nautakjötssala í Bretlandi sjálfu er dottin niður í smámuni. Þar með er atvinnugrein sem skU- að hefur um fjögurra mUljarða sterlingspunda verðmæti á ári hrunin í rúst. Þá hafa bændur á Breflandi snúið við blaðinu og leggja tU nið- urskurð á elsta hluta nautgripa- stofnsins til að byrja með. Douglas Hogg landbúnaðarráðherra virðist á þeirra bandi en aðrir ráðherrar streitast á móti, meðal annars af því að þeir telja að með niður- skurði nú væri viðurkennt að misráðið hefði verið að hafna hon- um í tíð fyrri íhaldsstjórna. Þá er með fádæmum hvernig Stephen Darrell heUbrigöismála- ráðherra hélt á sínum þætti máls- ins. Hann kunngerði grun um samband mUli nautgripariðu og Creutzfeldt-Jakob- sjúkdóms í mönnum á þingfundi með mestu hugsanlegum tUþrifum, án þess að ríkisstjórn Johns Majors hefði gert sér nokkra grein fyrir hvern- ig bregðast skyldi við uppnáminu sem hlaut að fylgja slíkri meðferð málsins. Vísindamönnum ber saman um að eins og stendur sé sýkingar- hætta fyrir menn af neyslu slátur- afurða af nautgripum hverfandi lítU, þó ekki sé unnt að fuUyrða að hún sé engin. Útflutningsbann ESB stafar ekki af sýkingarhættu heldur er það ráðstöfun tU að ein- angra nautakjötsmarkaðinn á meginlandinu frá þeim breska svo trausti neytenda þar sé ekki fyrir- gert eins og í Bretlandi. Riðuvaldurinn sjálfur er líka óljós, böndin berast að eggjahvítu- sambandi sem nefnt hefur verið prion, en færustu vísindamenn eru hvorki vissir um hversú beri að skUgreina né skýra hvernig verkar. Breskir rannsóknarmenn telja að sýkingar í mönnum eigi enn eftir að koma í ljós þar í landi en talan gæti verið frá því innan við tug úpp í hálfa miUjón. Stephen Darrell heilbrigðismálaráðherra (t.v.) og Douglas Hogg landbúnaðarráðherra á fréttamannafundi í London að ræða hrun nautakjötsmarkaðarins. Símamynd Reuter tpkoðanir annarra Evrópskt sambandsríki „Maastricht-samningurinn var tilraun til aö koma á pólitísku skipulagi í álfú sem ekki er reiðu- búin fyrir það og verður ekki næstu árin. Við lifum á tímum þegar rikjabandalög hrynja. Að koma á al- ríkisstjóm í Brussel sem stjóma mundi svæðinu frá íshafmu í norðri tU Miðjarðarhafsins í suðri og frá Svartahafi í austri að Atlantshafi í vestri er tilraun tU að synda gegn straumum sögunnar á okkar tim- um. Það er fáránlegt og ögrar heUbrigðri skyn- semi.“ Peter Smithers í Herald Tribune 27. mars. Hættíð notkun iarðsprengna „Rökin með notkun jarðsprehgna em ekki nægi- lega sterk tU að réttlæta andstöðu viö bann á notk- un þeirra. Tuttugu og fjögur rUci hafa ákveðið bann við notkun jarðsprengna. Bandaríkin, sem tekið hafa fomstu í málum er varða takmörkun á út- breiðslu annarra vopna, ættu að varða leiðina í þessum efnum. Hermálaráðuneytið og BUl Clinton förseti eiga að hraða ákvöröun um að Bandaríkja- her hætti notkun jarðsprengna." Úr leiðara New York Times 26. mars. Hlutun Bosníu óumflýjanleg „Fréttir frá Bosníu sýna aö málsaðilar trúöu ekki á Dayton- samkomulagið við undirritun þess og að Bosnía mun hlutast í sundur ffernur en að samein- ast. Án stóraukins vilja af hálfu þjóðarbrotanna í Bosníu og án fjármagns frá Vesturveldunum er ekk- ert sem getur hindrað hlutun Bosníu. Það er ekki versti kosturinn og betri en mannskætt stríð. Verði hlutunin stöðug má tryggja víðtæk samskipti milli svæðanna. En til að hlutun Bosníu verði stöðug verður aö kalla hana sínu rétta nafhi og viröa þær takmarkanir sem hún setur.“ Thomas L. Friedman í New York Times 28. mars.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.