Dagblaðið Vísir - DV - 30.03.1996, Side 16
16
LAUGARDAGUR 30. MARS 1996 DV
Panasonic
/ /
Anna Mjöll Olafsdóttir undirbýr evrópsku söngvakeppnina í Osló:
Ferðatæki RX DS25
Ferðatæki með geislaspilara,
40W magnara, kassettutæki,
útvarpi m/stöðvaminni og
fjarstýringu.
Bandarískir söngvarar syngja bakraddirnar
JAPISS
8RAUTARHOLTI OG KRINGLUNNI
Anna Mjöll Ólafsdóttir söngkona
er þessa dagana með fulltrúum
Sjónvarpsins í myndveri og hljóð-
veri að taka upp lagið Sjúbídú, en
hún flytur það ásamt fóður sínum,
Ólafi Gauki, sem verður hljómsveit-
arstjóri fyrir íslands hönd, og
bandarískum söngvurum í
Söngvakeppni evrópskra sjónvarps-
stöðva í Ósló um miðjan maí. Anna
Mjöll og félagar hennar fá aðeins
Qóra daga til að taka lagið upp og
búa til myndband meö því, þó að
venjulega taki slík vinna nokkrar
vikur.
„Öll lögin verða sýnd í sjónvarpi
fyrir keppnina og þetta video verð-
ur að vera tilbúið áður en það hefst
þannig að þetta er eitt lítið maraþon
hjá okkur,“ sagði Anna Mjöll þar
sem hún var við upptökur ásamt
nokkrum mönnum frá Sjónvarpinu
nú í vikunni. Hún sagði að upptök-
urnar gengju mjög vel.
Á þeytingi
Það fylgir því heUmikið umstang
að " vera fulltrúi íslands í
Söngvakeppni evrópskra sjónvarps-
stöðva. Norska ríkissjónvarpið er
með nokkur upptökulið, sem það
sendir til allra landanna 23ja, til að
gera heimildarmynd um flytjendur
laganna og gera stuttar kynningar-
myndir um löndin. Myndirnar
verða sýndar meðan lögin eru
kynnt og áður en tónlistarmennirn-
ir stíga á sviðið. Norskt upptökulið
kom hingað til lands í vikunni og
var Anna Mjöll á miklum þeytingi
með upptökumönnunum.
„Við æddum um allt í tólf klukku-
tíma og vonandi kemur eitthvað út
úr því. Fyrst vildu þeir fá myndir
inni á heimili, síðan fórum við upp
í Bláfjöll og þaðan fórum við í Bláa
lónið. Ég var drifin ofan í það án
þess að hafa ætlað ofan í. Þeir eru
mjög ákveðnir, Norðmenn. Síðan
fórum við niður í miðbæ og tókum
myndir af miðbænum, Tjörninni,
öndunum og svoleiðis," segir Anna
Mjöll.
ROBERT
DOWNEYJR.
DYLAN
McDERMOT
A JODIE FOSTER FILM
TIOME
FORTHE fiOLIDÆTS
GERALDINE
CHAPLIN
HOLLY
HUNTER
CHARLES
DURNING
ANNE
BANCROFT
CYNTHIA
STEVENSON
Jakob Frímann
sár um kynningu
Það er um tíu manns sem fara til
Óslóar 12. eða 13. maí, Anna Mjöll,
Ólafur Gaukur, pabbi hennar sem
er höfundur lags og texta ásamt
henni, fjórir bandarískir stúdíó-
söngvarar, sem sungu lagið með
Önnu Mjöll úti í Bandaríkjunum áð-
ur en hún sendi það til Sjónvarps-
ins, og fulltrúar Sjónvarpsins, auk
þess sem Jakob Frímann Magnús-
son ætlar að sjá um kynninguna,
halda blaðamannafundi og þvíum-
líkt.
„Þar sem þessir söngvarar eru
búnir að syngja þetta og eru í æf-
ingu þá ætla ég að fá þá með mér.
Þeir hafa sungið inn á hundruð af
plötum og syngja með mörgum af
helstu poppstjörnunum í dag. Einn
þeirra var að segja mér að hann var
ráðinn til að syngja með einhverri
Ninu Hagen. Hann hafði aldrei
heyrt um hana,“ segir Anna Mjöll
og bendir á að í fyrra hafi verið
fenginn útlendur útsetjari og ís-
lenskir söngvarar. í ár verði það ís-
lenskur útsetjari og útlendir söngv-
arar.
Mikið lagt
í keppnina
Fyrsta æfingin af tveimur hjá ís-
lenska keppnisliöinu verður 14. maí
en sjálf keppnin er 18. maí. Anna
Mjöll segir að söngvakeppnin verði
haldin á risastórum leikvangi í
Ósló.
„Sviðið verður víst alveg risa-
stórt, 60 metrar að lengd, og það
komast þrjú atriði fyrir á því í einu,
sem auðveldar alla uppsetningu.
Þetta á að vera voðalega flott og þeir
ætla að nýta sér tölvutækni og
leggja ofsalega mikið í þetta," segir
hún.
Anna Mjöll er búin að klára tón-
listarnám í Bandaríkjunum og hef-
ur verið að taka upp með hljóm-
sveitinni Garden of Joy með útgáfu
í huga. Hún hefur einnig verið að
syngja sem aðalsöngkona með 10-15
manna big böndum.
„Þetta er svona Michelle Pfeiffer-
týpan að syngja litlu standardana
og stundum eru Las Vegas-dansarar
með okkur eins og í bíómyndun-
um,“ segir Anna Mjöll um vinnu
sína úti og er ekki á leiðinni heim í
bráðina.
-GHS
PASKAMYND HASKOLABIOS
Anna Mjöll Ólafsdóttir hefur undanfariö veriö að taka upp myndband fyrir
Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva sem haldin verður í Ósló um
miðjan maí. Myndbandið verður sent til allra landanna, sem taka þátt í
keppninni, til kynningar í sjónvarpi. DV-mynd GS