Dagblaðið Vísir - DV - 30.03.1996, Blaðsíða 18
18
LAUGARDAGUR 30. MARS 1996 JLlV
Dagur í lífi Margrátar Guðjónsdóttur, ferðamálafulltrúa Reykjavíkurborgar:
Slappað af í sundi eftir strembinn dag
fólkið. Við erum þrír fastir starfs-
menn en auk þess hafa ýmsir góð-
ir embættismenn sest að hjá okkur
til lengri eða skemmri tima þannig
að umræðurnar á kafílstofunni
eru alltaf frjóar og skemmtilegar. í
þetta sinn hófst vinnudagurinn á
því að undirbúa fund með for-
stöðumönnum helstu menningar-
stofnana í borginni en ég hef fund-
að með þeim reglulega frá því ég
hóf störf. í þetta sinn var ætlun
mín að reyna að komast að niður-
stöðu varðandi svonefnda safna-
rútu sem fyrirhugað er að fara af
stað með nú í sumar.
Maetingin á fundinn var góð og
umræður opinskáar. Við komumst
að samkomulagi um akstursleið og
flestir voru opnir fyrir því að
breyta og samræma sýningartíma
safnanna. Þegar ég gekk út af fund-
inum fannst mér sem þetta hefði
verið einn árangursríkasti fundur
sem ég hef setið í langan tíma og
hófst þegar handa við að fylgja
málinu eftir.
Hugmyndin að safnarútunni er
sótt erlendis frá en hún byggist á
því að rúta (í þessu tilfelli einn af
vögnum SVR) ekur með reglulegu
millibili milli safna og menningar-
stofnana.
Ég var um það bil að hlaupa út
til fundar við vin minn í hádeginu
þegar Þórhildur ritari á skrifstof-
unni stoppaði mig og tilkynnti að
búið væri að slá upp veislu á kafíi-
stofunni. Tilefnið var svolítið sér-
stakt (látum það liggja milli hluta)
en svona er þetta hjá okkur - ynd-
islegt fólk sem kann að njóta
augnabliksins og krydda tilveruna.
Eftir hádegi tóku við hefðbundin
störf hjá mér, þ.e.a.s. að svara sím-
hringingum en talsvert hafði hlað-
ist upp frá morgninum. Inn á borð
til mín berst mikið af alls kyns fyr-
irspurnum enda ferðaþjónusta at-
vinnugrein sem kemur inn á
marga þætti. Ég náði að greiða úr
nokkrum málum áður en Baldvin
Jónsson hjá Upplýsingaþjónustu
landbúnaðarins kom til mín um
tvöleytið.
Landbúnaður
og Reykjavíkurborg
Hann var kominn til að kynna
fyrir mér tvö áhugaverð mál, ann-
ars vegar komu erlends sérfræð-
ings á sviði umhverfismála og
hins vegar stefnumótun í landbún-
aði með áherslu á vitræna búskap-
arhætti. Nú kann eflaust margan
að undra að ferðamálafulltrúi
Reykjavikurborgar skuli blandast
urborgar tók þar á móti ferðafröm-
uðum í Lúxemborg. Móttakan var
stutt, aðeins um klukkutími,
þannig að ég gat sem betur fer
staðið við loforð mitt um að bjóða
börnunum út að borða um kvöldið.
Tilefnið var ærið, Hildur hafði
staðið sig vel á prófum, þannig að
hún verðskuldaði svo sannarlega
að dekrað væri við hana. Vita-
skuld naut Haukur góðs af því
líka.
Það var gott að koma heim um
tíuleytið og ég gerði lítið annað en
að njóta þess að vera heima hjá
mér og undirbúa ferð í drauma-
landið.
Þegar vekjaraklukkan hringdi
upp úr kl. 7 fannst mér eins og ég
hefði ekkert náð að sofa enda varla
nema von þar sem ég hafði kvöld-
ið áður verið við opnun á nýjum
veitingastað i borginni og því farið
óvenju seint i rúmið.
En hvað um það - skyldan kall-
aði og mér var því ekki til setunn-
ar boðið. Ég vakti Hildi dóttur
mína, sem er tæplega 13 ára, en
hún þarf að fara fyrst að heiman á
morgnana. Hún er sem betur fer
mjög dugleg að drífa sig á fætur og
hafa sig til, þannig að það er aldrei
vandamál að koma henni af stað á
morgnana. Öðru máli gegnir um
Hauk sem er sjö ára. Honum þykir
mjög gott að sofa fram eftir (nema
á laugardögum og sunnudögum)
þannig að á morgnum sem þessum
er stundum hætt við að við
mæðginin séum á seinni skip-
unum úr húsi, Þetta hafðist þó allt
saman og við vorum bæði mætt á
tilsettum tíma, hann í skólann og
ég til vinnu.
Skemmtilegur vinnustaður
Vinnustaður minn, Atvinnu- og
ferðamálastofa, í gömlu Moggahöll-
inni er alveg einstaklega skemmti-
legur og á það bæði við um um-
hverfið en ekki síður samstarfs-
Anna Margrét Guðjónsdóttir, ferðamálafuiltrúi Reykjavíkurborgar.
DV-mynd
inn í landbúnaðarmál en því er til
að svara að ferðaþjónustan í borg-
inni byggist mikið á landsbyggð-
inni og öfugt og því nauðsynlegt að
tengslin séu góð milli þessara að-
ila.
Eftir að Baldvin var farinn tók
ég til við verkefni sem vegur mjög
þungt í mínu starfi núna en það
heitir „Stefnumót 2002“ og snýst
um mótun stefnu fyrir ferðaþjón-
ustu í Reykjavíkurborg. Að þessu
verkefni koma mjög margir og er
hlutverk mitt sem verkefnisstjóra
að halda utan um starfið. Að þessu
sinni fór ég í það að ganga frá
fundargerð verkefnisstjórnar og
útbúa skrá yfir þá sem hugsanlega
munu starfa í vinnuhópum.
Áður en ég vissi af var kominn
timi til að hlaupa út og sækja
Hauk á skóladagheimilið. Ég stakk
upp á að við færum í sund en hann
vildi frekar fá að vera heima með
vini sínum. Þar sem Hildur var
farin í tónlistarskólann fór ég ein í
þetta sinn en oftast reynum við að
fara þrjú saman. Að fara I sund eft-
ir erilsaman vinnudag er ein besta
hvfíd sem ég þekki og því reyni ég
að komast eins oft og ég get. Um
kvöldmatarleytið var síðan skyldu-
mæting í hanastél á Kjarvalsstöð-
um en ferðamálanefnd Reykjavík-
Myndirnar tvær virðast
við fyrstu sýn eins en þeg-
ar betur er að gáð kemur í
ljós að á myndinni til
hægri hefur fimm atriðum
verið breytt. Finnir þú
þessi fimm atriði skaltu
merkja við þau með krossi
á myndinni til hægri og
senda okkur hana ásamt
nafni þínu og heimilis-
fangi. Að tveimur vikum
liðnum birtum við nöfn
sigurvegaranna.
1. verðlaun:
ELTA útvarpsvekjari að verðmæti kr.
4.275, frá Bræðrunum Ormsson, Lág-
múla 8, Reykjavík.
Fyrir litlar 100 þúsund krónurfærðu stærri vél með hjólinu þannig að
hægt sé að aka því með allan þennan aukabúnað.
Nafn:
Heimili:
Vinningshafar fyrir þrjú hundruð og fimmtugustu
getraun reyndust vera:
1. Kristinn Hlíðar Grétarsson 2. Þórdís Sigurðardóttir
Jörundarholti 19 Vitastíg 15
300 Reykjavík 415 Bolungarvík
2. verðlaun:
Tvær Úrvalsbækur að verðmæti kr.
1.790. Vinningarnir verða sendir heim.
Merkið umslagið með lausninni:
Finnur þú fimm breytingar? 352
c/o DV, pósthólf 5380
125 Reykjavík