Dagblaðið Vísir - DV - 30.03.1996, Síða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 30.03.1996, Síða 32
32 LAUGARDAGUR 30. MARS 1996 JLj’V UV LAUGARDAGUR 30. MARS 1996 41 Rúrik í hlutverki Jóns bónda í Gullna hliðinu sem sýnt var í Þjóðleikhúsinu fyrir rúmlega 15 árum. Flosi Ólafsson, Rúrik Haraldsson og Baldvin Halldórsson í Lé konungi í Þjóðleikhúsinu fyrir um 15 árum. Rúrik, Haraldur Björnsson, Lárus Páisson og Helga Valtýsdóttir. Myndin er tekin á Kiljanskvöldi. Rúrik Haraldsson og Ragnhildur dóttir hans ræða um lífið og leiklistina á tímamótum: Ætli hlutverkin séu ekki orðin um 400 - segir Rúrik sem heldur upp á hálfrar aldar leiklistarafmæli á meðan dóttir hans hugar að framanum Óhætt er að segja að þetta sé ár stórafmælanna hjá Rúrik Haralds- syni leikara. Fyrr á árinu varð hann sjötugur og um þessar mundir heldur hann upp á 50 ára leiklistarafmæli sitt en ferill hans hófst í Leikfélagi Reykjavíkur árið 1946. Þótt liðið sé á feril Rúriks í leiklistinni segist hann á engan hátt hættur en hefur þó hægt á sér. Hvað sem því líður munu gen hans halda áfram að bregða sér í gervi annarra persóna því að dóttir hans, Ragnhildur Rúriksdóttir, er leikkona sem sjá má á sviði og á hvíta tjaldinu þessa dagana. Feðginin gáfu sér tíma á milli æf- inga og sýninga á dögunum til að ræða við blaðamann. Rúrik stiklaði á stóru í ferli sínum og sagði frá því hvað hann er að fást við á þessum tímamótum og Ragnhildur um lífið sem leikarabarn og leiklistina. Tónlistarmaður varð leikari „Ég held að þetta hafi verið að blunda í mér frá unglingsaldri. Ég byrjaði ungur í tónlist, fyrst í Lúðra- sveit Vestmannaeyja. Þegar ég fluttist síðan til Reykjavíkur fór áhugi minn á tónlist vaxandi. Ég spilaði meðal annars í hljómsveit Bjarna Böðvars- sonar. Um þær mundir fór leiklistar- bakterían að gera vart við sig. Það varð því úr að ég dreif mig í leiklist- arnám,“ segir Rúrik Haraldsson. Hann er fæddur í Vestmannaeyjum og bjó þar til 16 ára aldurs. Hann lék sitt fyrsta stóra hlutverk hjá Leikfé- lagi Reykjavíkur árið 1946 en það var stúdentinn í Vermlendingunum. Þá var Rúrik í leiklistarskóla Lárusar Pálssonar en eftir þetta fór hann til Englands og hóf nám í The Central School of Dramatic Art and Speech- training og var þar í hálft fjórða ár. Hann kom heim í desember 1950 og var fastráðinn við Þjóðleikhúsið strax næsta ár. Það var svo 1989 að Rúrik sagði upp sínum fasta samningi við Þjóðleikhúsið en frá þeim tíma hefur hann verið „freelánce“leikari. Nú birtist hann aftur eftir hálfrar aldar fjarveru hjá Leikfélagi Reykjavikur því 12. apríl verður frumsýnt nýtt verk eftir Jónas Árnason í Borgarleik- húsinu, Kvásarvalsinn, þar sem Rú- rik leikur aðahlutverkið. Nokkur hlutverk minnisstæð Rúrik er tregur til að nefna til eitt- hvert eitt verk sem hann heldur meira upp á en annað. „Það sem maður er að fást við hverju sinni tekur auðvitað hug manns allan. Hins vegar eru sum hlutverk minnisstæðari en önnur, t.d. þótti mér gaman að My Fair Lady þar sem ég lék Henry Higgins þegar leikritið var sett upp fyrir 34 árum. Síðan lék ég Lé konung fyrir um 15 árum, þá lék ég í ítölskum stráhatti, Jón gamla bónda í Gullna hliðinu fyrir rúmlega 15 árum og Jón Arason í samnefndu leikriti." Leiklist skyldi það verða Ragnhildur segir ekki annað hafa komið til greina en leggja leiklistina fyrir sig. „Ég man ekki eftir öðru en að hafa stefnt á þetta frá því ég var smá- stelpa. Maður var alltaf niðri í leik- húsi hjá pabba og sá margar leiksýn- ingar. Honum leist nú ekki vel á þessa hugmynd og reyndi allt sem hann gat til að forða mér frá þessu hlutskipti. Ég lék til dæmis aldrei í barnaleikritum í Þjóðleikhúsinu. Pabbi vildi að ég einbeitti mér að lærdómnum og þegar maður hugsar út í það þá er þetta mjög krefjandi fyrir ungar sálir,“ segir Ragnhildur. Rúrik hefur verið einstaklega af- kastamikill leikari, ef svo má að orði komast. Þeim sem komnir eru til vits og ára finnst sem hann og fleiri af gömlu meisturunum hafi leikið í flestum leikritum sem sýnd hafa ver- ið í Þjóðleikhúsinu. Slíkt hlýtur að hafa haft áhrif á fjölskyldulífið. „Þegar ég var yngri var pabbi oft í nokkrum hlutverkum í viku hverri og maður sá hann stundum ekki svo vikum skipti. Það kom fyrir að mað- ur áttaði sig ekki á þvi hvaða maður þetta var í eldhúsinu þegar hann sást loks heima. Þetta þekkja líklega flest leikarabörn enda er þetta mikil kvöld- og helgarvinna. Pabbi æfði kannski frá 10 til 4 á daginn, kom þá heim og lagði sig og fór að leika klukkan 7 um kvöldið. Vegna þessa héldum við fjölskyldan okkur á fótum til klukkan 1 á nóttunni og biðum þess að pabbi kæmi til að drekka með honum kvöldkaffi," segir Ragnhildur. - Samt valdirðu þetta starf: „Þetta er bara eitthvað sem kallar á mig. Þetta er baktería sem maður fær. Pabbi hélt alltaf að þetta myndi eldast af mér en það gerði það ekki.“ „Já. Það er rétt, ég reyndi að halda henni frá þessu - kannski óafvitandi líka. Þetta er svo mikill barningur og óvenjulegt líf fyrir fjölskyldur. Þegar hún lauk svo menntaskóla þá sagði hún við mig að hún væri á leið í leik- listarnám og kvaddi. Ég fékk engu þar um ráðið,“ segir Rúrik. Leiklistin stendur vel Ragnhildur segir mjög gaman að ræða við föður sinn um leiklistina enda sé hann mjög jákvæður óg op- inn gagnvart ungum leikurum og þeirra hugmyndum. Aðspurður segir Rúrik líka gaman að sjá hve íslensk leiklist sé í miklum blóma í dag og margir spennandi hlutir að gerast, jafnt í leikhúsi, kvikmyndagerð og sjónvarpi. Hann segir íslendinga eiga marga hæfileikaríka leikara sem standi sig með prýði en þó hái oft óskýr framburður yngri leikurum. „Ég veit ekki hvemig stendur á þessu en einn ungur leikari sagði við mig: „Við þurfum ekkert á því að halda. Við leikum bara eins og við séum að leika í kvikmynd." Þá sagði ég við hann að hann ætti ekki mikið erindi á svið ef það heyrðist ekkert í honum. Skortur á ágætri framsögn þarf hins vegar ekki að há leikurum í kvikmyndum eða útvarpi." Nám vestan hafs og austan Ragnhildur er ein fjölmargra ís- lenskra leikara sem hafa lært vestan hafs, ólíkt foður sínum sem fór í hina áttina. Þannig er óhætt að fullyrða að leiklistarnám þeirra sé nokkuð ólíkt. Rúrik nam í hinni frekar formföstu og klassísku Evrópu en Ragnhildur í Bandaríkjunum þar sem vissulega er farið inn á klassíkina en mikil áhersla lögð á sjónvarps- og kvik- myndaleik og ýmsar tilraunir gerðar í leiklistinni. Ragnhildur hélt utan til náms fyr- ir u.þ.b. 10 árum. Hún fór fyrst til Danmerkur og nam leiklist. Þaðan hélt hún til Bandaríkjanna fyrir sjö árum í sama tilgangi og stundaði nám við The American Academy of Dramatic Arts. Til þessa má segja að hún hafi hvort tveggja verið að vinna í Bandaríkjunum og hér heima. í Bandaríkjunum er hún með sinn um- boðsmann og hefur gengið ágætlega að fá verkefni. Nú hyggst hún hins vegar flytja heim og snúa sér að leik- list hér. Hún hefur þegar leikið i nokkrum leikritum á sviði hér en fyrsta verkið var með leikhópnum „Erlendur", sem að stóð hópur leik- ara sem allir lærðu erlendis, árið 1994. Á síðasta ári gafst henni síðan tækifæri til að leika á móti fóður sín- um í leikritinu Herbergi Veróniku sem sýnt var í Kaffileikhúsinu við góðar undirtektir. „Ég sá þetta leikrit í skólanum og það kviknaði strax sú hugmynd að setja það upp hér. Ég sá sjálfa mig í einu hlutverki og pabba í öðru. Ég sendi því pabba leikritið og honum leist svo glettilega vel á það að úr varð að við fengum leikstjóra, Þór- unni Sigurðardóttur, og létum þýða verkið.“ . - Hvernig var að leika á móti föð- ur sínum? „Auðvitað var það mjög ánægjuleg og skemmtileg reynsla. Mér fannst líka gaman að því að ég kom að máli við pabba en ekki öfugt, þ.e. að hann skipaði mér í hlutverk. Þetta var skemmtileg reynsla og mjög gaman enda er þetta leikhús, KafFileikhúsið, mjög sérstakt og leikarar í návígi við áhorfendur. Ég held að pabbi geti tekið undir það að við höfðum bæði mjög gaman af þessu.“ Hvorugt þeirra vill gefa upp hvort frekara samstarf sé á döfinni en úr andliti þeirra má lesa að það sé þó ekki ólíklegt. „Það er aldrei að vita hvað maður gerir," segir Ragnhildur. „Þetta gekk mjög vel. Mér finnst gaman að geta sagt að hún stóð sig mjög vel, stelpan," segir Rúrik og bætir við að hann hafi verið stoltur af framtaki dóttur sinnar og frammi- stöðu. Ljómandi gott að koma aftur Þrátt fyrir að stormasamt hafi ver- ið hjá Leikfélagi Reykjavíkur síðustu vikur segir Rúrik ljómandi gott að starfa með því á ný en hann hefur ekki áðui' leikið í Borgarleikhúsinu. Sjálfur segist hann ekki hafa orðið var við þau átök sem hafa átt sér stað enda hafi hann verið upptekinn við æfingar á þessu þrælskemmtilega verki Jónasar Árnasonar - Kvásar- valsinum. „Þetta er nýtt og sérlega gott leik- rit. Jónas hefur engu gleymt og er í fmu formi, karlinn, með sinn ramm- íslenska og góða húmor á lofti. Við- fangsefnið er gamalt fólk á elliheim- ili. Karlinn sem ég leik, prestur af Austfjörðum - heiðarlegur íslenskur sagnamaður, kemur á elliheimilið og fer að segja sögur af sínu lífi. Hann var sjósóknari og hefur gaman af að segja sögur og fólk lifir sig inn í þær. Þetta er fyndið og svo er heilmikil dramatík í þessu líka enda segi ég að þetta leikrit sé beggja blands, gaman- leikrit og alvarlegt. Það má segja að þetta sé margréttað leikrit ef maður líkir þessu við matargerð. Þarna kemur raunveruleikinn hjá eldra fólki fram og fólk hlær að þessu,“ segir Rúrik. Fær fólk til að hugsa upp á nýtt Inga Bjarnason er leikstjóri verks- ins en með aðalhlutverk auk Rúriks fara Guðrún Ásmundsdóttir, Margrét Ólafsdóttir og Jóhanna Jónas. Tón- listin er hins vegar frumsamin af eig- inmanni Ingu, Leifi Þórarinssyni. „Ég verð að segja það einu sinni enn að mér líst ljómandi vel á þetta verk og hef trú á því. Jónas hefur kafað rækilega í gegnum ýmislegt við gerð verksins og það fær fólk til að hugleiða ýmislegt. Margir á þess- um aldri eru farnir að spá í dauðann og óttast missi lífsförunautar síns en presturinn, sem ég leik, hefur ein- mitt misst maka sinn sem hann sakn- ar mjög. Hann rekur þetta og er með Um þessar mundir eru miklar þverstæður í hlutverkavali þeirra feðgina. Á meðan Rúrik leikur prest í Borgarleikhúsinu er Ragnhildur að túlka hóru í leikritinu Engillinn og hóran. Hér er hún ásamt samleikkonum sínum, þeim Bryndísi Petru Bragadóttur og Bergljótu Arnalds. DV-mynd GS Rúrik Haraldsson reyndi lengi vel að telja Ragnhildi, sem alltaf vildi verða leikari, hughvarf. I dag er hann þó stoltur af frammistöðu hennar. Hér eru þau saman eftir frumsýningu á Herbergi Veróniku sem sýnt var í Kaffileikhúsinu í fyrra og þau léku saman í. ýmiss konar vangaveltur um lífið og tilveruna. Ekki síst í þessu ljósi á verkið líka að höfða til yngra fólks,“ segir Rúrik. Rúrik segir að auk þess að létta fólki lund ætti leikritið að fá fólk til að hugsa um sitt líferni. Þá er komið inn á trúmál, kirkjuna og andatrú, sem allt hefur verið í brennidepli, í leikritinu. Um þessar mundir eru miklar þverstæður í hlutverkavali þeirra feðgina. Á meðan Rúrik leikur prest í Borgarleikhúsinu er Ragnhildur að túlka hóru í leikritinu Engillinn og hóran sem Jón Gústafsson leikstýrir í Kaffileikhúsinu. Auk þess leikur Ragnhildur harðsvíraða og kaldrifj- aða konu í viðskiptum í nýrri kvik- mynd Ásdísar Thoroddsen, Drauma- dísir, sem sýnd er í Stjörnubíói þessa dagana. - Hefur það haft áhrif á frama þinn að vera dóttir Rúriks Haraldssonar? Hefur það hjálpað þér? „Ég hef nú verið svo mikið erlend- is að vinna að mínum málum svo ég hef aldrei fengið það á tilfinninguna. En ég held það sé svo að börn leikara þurfti oft að sanna sig sérstaklega og samanburðurinn við foreldrið loðir alltaf við. Þessi samanburður er fá- ránlegur því stórstirni á borð við pabba, Róbert, Gunnar og Krist- björgu, svo einhverjir séu nefndir sem flestir íslendingar hafa alist upp við að sjá á sviði, hafa verið að þroska sjálfa sig í áratugi og þeir komu ekki fullskapaðir út úr skóla. Það tekur mörg ár að þroska rödd- ina, skrokkinn, tilfinningarnar og hugmyndaflugið." Gagnrýni á rátt á sér - Heldurðu að það verði eitthvert framhald á veru þinni hjá Leikfélag- inu nú, Rúrik? „Það er aldrei að vita. Auðvitað væri gaman ef verkið yrði vinsælt." - Hvað finnst þér um þá umræðu sem verið hefur um leikhúsgagnrýni í fjölmiðlum undanfarið? „Auðvitað er hún á stundum harkaleg og tillitslaus. Á hitt verður þó að líta að þessir menn hafa fullan rétt á að segja sína skoðun eins og ég hef rétt tU að gagnrýna skapandi verk annarra. Krítík er samt vand- meðfarinn hamar. Sleggjudómar ein- kenna, finnst mér, gagnrýnendur of mikið í dag.“ - En ætlar Rúrik að halda lengi áfram í leiklistinni? „Ætli maður haldi ekki eitthvað áfram á meðan heilsan endist og áhuginn er enn fyrir hendi. Auðvitað spUar líka hér inn í hvernig manni gengur að læra textann. Það er nú vitað mál að með aldrinum verður það ekki auðveldara. Það hefur þó ekki háð mér til þessa, 7, 9, 13. Það er nú liðin tíð þegar maður var kannski í 2 tU 3 hlutverkum í viku hverri hérna á árum áður. Ja! Sú var tíðin ...“ Rúrik hefur leikið um 200 hlutverk á sviði á ferli sínum, líklega annan eins fjölda í útvarpi, auk rúmlega 20 hlutverka í bíómyndum og sjónvarpi. Þegar Ragnhildur var spurð að því hvort hún ætti 40 farsæl ár og 400 hlutverk eftir eins og pabbi hennar reyndist hún raunsæ og treysti á guð og gæfuna. Hann hafi stigið spor sem áskorun sé að feta í. -PP

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.