Dagblaðið Vísir - DV - 30.03.1996, Page 41

Dagblaðið Vísir - DV - 30.03.1996, Page 41
LAUGARDAGUR 30. MARS 1996 lönd 4» Bob Dole loks öruggur með útnefningu sem forsetaefni repúblikana: Heiðruð stríðshetia og kænn samningamaður Bob Dole fagnar sigri ásamt eiginkonu sinni, Elizabeth Hanford. Hún er gegnheill repúblikani eins og hann og hefur reynslu sem ráðherra. Símamyndir Reuter Fréttaljós á laugardegi endanlega niður í efasemdaröddum birti hann læknaskýrslur um sig sem sýndu að hann var við hesta- heilsu. Gortaði hann meira að segja af því að hafa lægra kólesterólmagn i blóði en Clinton forseti. „Ef ég væri jafn gamall í anda og líkamlegur aldur segir til um væri ég ekki hér. Ég er í góðu formi og hugsa vel um sjálfan mig. Ég stunda líkamsrækt og sé til þess að hafa nóg að gera,“ sagði Dole í nýlegu viðtali. Kynslóðaslagur En þrátt fyrir fullyrðingar Doles er fullyrt að kosningabaráttan verði komst hjá herskyldu en er nú æðsti yfirmaður öflugasta herveldis í heimi. Ófáir hafa sagt að Dole sé of gam- aO til að standa í þessum slag og sé að auki rúinn allri framtiðarsýn. Þetta með aldurinn þóttist hann reyndar hafa afgreitt með vottorð- um læknanna. Annars segist Dole standa öðrum frambjóðendum fram- ar hvað varðar þroska og yfirsýn. Dole þykir afar raunsær og snjail samningamaður. Sá hæfileiki þótti koma vel í ljós þegar fjárlagadeilan stóð sem hæst fyrir jólin. Dole sá að lokun ríkisstofnana skaðaði Repú- blikanaflokkinn og ákvað að semja. En þessi styrkur er einnig túlkaður sem veikleiki en andstæðingar Doles segja hann of fljótan til að leita málamiðlana. Dole var orðinn þreyttur á þeirri gagnrýni og í pirr- ingi lét hann afar umdeild orð falla verði hann kjörinn forseti 5. nóvember næstkomandi verð- ur hann elstur manna til að verða forseti Bandaríkj- anna. Ronald Reagan á ald- ursmetið, var tæplega sjö- tugur þegar hann sór emb- ættiseið sinn í fyrra skiptið. En Dole tekur aldurinn ekki alvarlega og gefur andstæðingum ekki tæki- færi á að smjatta á þeirri staðreynd að hann var skor- inn upp við krabbameini í blöðruhálskirtli 1991. Til að þagga ekki síst slagur kyn- slóðanna þar sem heiðruð stríðshetja etur kappi við 23 árum yngri frambjóðanda sem hlaut þroska á tím- um Víetnam- stríðsins, upp noroum nonaum. Robert Joseph Dole fæddist 22. júlí 1923 í smábænum Russel í Kansas. Hann ólst upp á litl- um sveitabæ með foreldr- um sínum, tveimur systrum og bróður. Faðir hans seldi rjóma og egg en móðir hans saumavélar. Á tímum krepp- unnar flutti fjölskyldan í kjallara húss- ins og leigði efri hæðina út til að endar næðu sam- an. Dole réð sig í vinnu sem búðar- drengur í Russel þar sem hann lærði gildi þess að vinna og mik- ilvægi fjárhagslegs sjálfstæðis. Fyrrum nágrann- ar segja að Dole hafi ungur þótt dæmi- gerður bandarískur unglingur sem tók virkan þátt í íþróttum, þótti skemmtilegur og var eftirlæti stelpnanna. Síðar varð hann virtur fyrir heiðarleika og ríka fóðurlands- ást. i viuicui. „rtin i iagi, eg annar Ronald Reagan, ef það er það sem þið viljið." Ólst upp við kröpp kjör Þegar Steve Forbes var kynntur á þessum vettvangi fyrir nokkrum vikum kom fram að hann hafði enga sögu að segja, hafði ekki orðið fyrir neinni lífsreynslu sem höfðaði til Bandarikjamanna. Öðru máli gegnir um Dole og sá þáttur verður óspart notaður í baráttuni sem er fram undan. Dole er stríðshetja af gamla skólanum og kominn á eilíf- an stall sem slíkur. En hann barðist líka til metorða úr fátækt, vann sig Konan harður repúblikani Dole er fráskilinn en núverandi eiginkonu sinni, Elizabeth Hanford, kynntist hann á miðjum áttunda áratugnum. Elizabeth er harður repúblikani og var samgönguráð- herra í ríkisstjórn Ronalds Reagans og ráðherra atvinnumála hjá George Bush. í dag er hún formaður bandaríska Rauða krossins. Hvergi var heimildir að finna um börn Doles en ekkert er minnst á þau í persónuupplýsingum á heima- síðu hans á Intemetinu. Forskot Clintons Þótt Dole hafi tryggt sér útnefn- ingu repúblikana er erfið barátta fram undan. Það er löng leið aö Hvíta húsinu. Hann er 10-20 pró- sentustigum á eftir Bill Clinton for- seta í skoðanakönnunum og svo . kann að fara að Ross Perot, og jafn- vel Pat Buchanan, steli af honum at- kvæðum með óháðu framboði. Clinton hefur mikið forskot á Dole, hefur ekki þurft að fara í gegnum af- hjúpanir og átök við flokksbræður á leið sinni til tilnefningar enda eng- inn mótframbjóðandi. Þá hefur Clinton aðgang að digrum kosninga- sjóðum og kosningavél hans er vel smurð. Engu að síður eru allir sammála um að baráttan verði jöfn og tvísýn þegar á hólminn verður komið og Clinton sé engan veginn öruggur með endurkjör. Reuter Öldungadeildarþingmaðurinn Bob Dole fagnaði sigri í baráttunni um útnefningu sem forsetaefni Repúblikanaflokksins á þriðjudag. Þá hafði hann sigur í þremur ríkj- um, Kaliforníu, Washington og Nevada, og náði þeim lágmarks- íjölda kjörmanna sem þarf til að fá útnefningu á flokksþingi repúblik- ana sem fram fer í San Diego í ágúst. Þetta er í þriðja skipti sem Dole reynir að fá útnefningu sem forseta- frambjóðandi en hann tapaði i slag um útnefningu árin 1980 og 1988. Er talað um að hann sé nú í síðasta verkefni sínu fyrir stríðsárakyn- slóðina. Enda hefur Dole verið hampað mjög sem stríðshetju sem barðist fyrir málstað frelsis og lýð- ræðis. Nær dauða en lífi Dole gaf kost á sér sem forseta- frambjóðandi í aprU síðastliðnum en þá voru liðin 50 ár síðan hann hlaut alvarleg sár í orrustu í seinni heimsstyrjöldinni. Sem ofursti í Bandaríkjaher leiddi Dole áhlaup á fallbyssuhreiður nasista á hæð í Pódalnum á Ítalíu. En sprengja varð hon- um næstum að fjörtjóni. Hægri öxlin eyðUagðist, hægri handleggurinn lamað- ist, hann hryggbrotnaði, varð fyrir ótal sárum af völdum sprengjubrota og missti annað nýrað. Dole var sæmdur tveim- ur orðum fyrir hetjulega framgöngu í stríðinu en barátta hans til að ná heUsu á ný kostaði þrautseigju og þolinmæði þar sem hann lá rúm þrjú ár á sjúkrahúsi. Tvísýn barátta Og það er einmitt þolinmæð- in og þrautseigjan sem hafa gagnast Dole í baráttunni um tilnefningu. í upphafi baráttunnar var útlitið heldur svart þar sem helsti keppi- nautur hans, íhaldsmaðurinn Pat Buchanan, hafði betur í fyrstu for- kosningunum. Flestir héldu að Dole yrði að bíða sinn þriðja ósigur í bar- áttu um tUnefningu sem forseta- frambjóðandi. Dole varð að bíta á jaxlinn og gæta þess að láta mikla skapsmuni sína ekki koma sér í koll. Þetta var orrusta sem hann ætlaði að koma heill og óskaddaður út úr. Með naumum sigri í forkosning- unum í Iowa fór að birta til en efa- semdaraddirnar hljóðnuðu ekki. En eftir öruggan sigur í Suður-Kar- ólínu hófst sigurgangan. Flokksveldið stóð á bak við Dole og hann hafði aðgang að nægu fé. Vel smurð og öflug kosningavél á lands- vísu fór að skUa árangri og fagnaði Dole hverjum sigrinum á fætur öðr- um. Keppinautarnir játuðu sig sigr- aða og ákváðu aö styðja Dole, utan Pat Buchanan sem gaf sig ekki fyrr en eftir sigur Doles sl. þriðjudag. Buchanan hélt þá heim til Wash- ington þar sem hann ráðfærir sig við stuðningsmenn sína. Hann ætl- ar að halda þátttöku í forkosningun- um áfram og reyna hvað hann getur að koma skoðunum sínum á fóstur- eyðingum, innflytjendastraumnum og viðskiptamúrum í gegn. Er tak- mark hans að fá flokksþingið til að fallast á sjónarmið sín svo Dole neyðist til að gera þau, eða hluta þeirra, að sínum. Gæti brölt Buchanans orðið Dole skeinuhætt. Heilsuhraustur á áttræðisaldri Bob Dole er 72 ára gamall og wS| - Slegist um tilnefningu 24. febrúar 1985 Phil Gramm, öldungadeildar- þingmaður frá Texas, fyrstur til að gefa kost á sér sem forseta- frambjóðandi repúblikana. 27.febrúar ívi Lamar Alexander, fyrrum ríkis- stjóri Tennessee, fer að dæmi Gramms. 2Ð. mars Hinn íhaldssami Pat Buchanan gefur kost á sér. 10. apríl IBob Dole, for- seti öldunga- deildar þings- ins, býður sig fram seiu for- setaframbjóð- andi í þriðja sinn. 21-júlí í tilefni 72 ára afmælis síns ger- ir Dole læknaskýrslur opinberar en þær sýna að hann er við hestaheilsu. 22. september Auðkýfingurinn og útgefandinn Steve Forbes gefur kost á sér, segist reiðubúinn að eyða um 2,3 milljörðum af eigin fé í barátt- una. Auðkýfingurinn Ross Perot hef- ur uppi áform um stofnun þriðja stjórnmálaflokksins. 6. febrúar 1996 Pat Buchan- í: an hefur sig- ur í forvali í ; Louisiana þar sem hann Íatti kappi við Gramm. Úr- slitin eru ekki talin hafa 12. febrúar Dole mer sigur á Buchanan í for- kosningum í Iowa. 14. febrúai Gramm hættir við framboð eftir útreið Howa. 20. febrúar Buchanan hefur nauman sigur á Dole í New Hampshire. 24. febrúar Forbes vinn- ur í j i Delaware. 27 febtúar ?! Forbes vinn- ur í Arizona með Dole og Buchanan á hælum sér. 2.mais Dole sigrar í Suður-Karólínu. 5. mars Á „littla þriðjudegi“ sigrar Dole í forkosningum í átta ríkjum og tekur afgerandi forustu í kapp- hlaupinu um útnefningu. 6. mars Alexander hættir. Styður Dole. 12. mais Dole vinnur auðveldlega í sjö stórum ríkjum á stóra þriðju- degi. 14. mais : Forbes viðurkennir ósigur sinn og hættir. Ákveður aö styðja Dole. Buchanan gefur sig hins vegar ekki. 19. mais Dole sigrar í fjórum ríkjum. 26. mais Dole klárar dæmið með sigri í Kaliforníu, Washington og ÍNevada. Buchanan játar sig sigr- aðan en leggst undir feld. Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.