Dagblaðið Vísir - DV - 30.03.1996, Side 44

Dagblaðið Vísir - DV - 30.03.1996, Side 44
LAUGARDAGUR 30. MARS 1996 52 tónlist 1 >■: I Topplag Það tók Robert Miles ekki nema tvær vikur að ná topplagi íslenska listans sem er einstak- ur árangur. Fyrir tveimur vik- um var lagið Children hæsta nýja lagið, komst á toppinn í síð- ustu viku og situr þar enn, aðra vikuna í röð. Hástökkið Hástökk vikunnar kemur í hlut hinnar sænsku og vinsælu rokksveitar Roxette. Lagið er June Aftemoon, sem var í 24. sæti í síðustu viku en stekkur nú upp í það 16. Lagið fór rólega af stað, var til dæmis í 25. sæti fyrir hálfum mánuði en hefur nú tekið stefnuna upp á við. Hæsta nýja lagið Gamli popparinn Paul Carrack, núverandi meðlimur hljómsveitarinnar Mike & The Mechanics og fyrrum meðlimur hljómsveitarinnar Ace, er að ná aftur vinsældum með nýja út- setningu á gömlu lagi sínu, How Long, sem vinsælt var á áttunda áratugnum. Carrack gerði lagið vinsælt með hljómsveitinni Ace á sínum tíma. Hvurt þó í logandi Hljómsveitin Cast hélt tón- leika á dögunum sem er í sjálfu sér ekki í frásögur færandi. Þessir tónleikar enduðu þó á annan veg en ætlað var því skyndilega stigu dökkir reykjar- bólstrar upp af magnara gítar- leikarans og skömmu síðar skíð- logaðimagnarinn. Sembeturfer brugðust snarráðir rótarar við, kipptu magnai-anum úr sam- bandi og slökktu því næst eld- inn. Merkilegast við allt þetta var þó sú staðreynd að flestall- ir tónleikagestir héldu að þetta væri hluti af sjóinu og fógnuðu því ákaflega! Fjölskyldufár Whitney Houston hefur sem kunnugt er ekki verið jafn gæfu- söm í einkalífmu og starfsfram- anum. Eiginmaður hennar, Bobby Brown, er alræmdur vandræðagepill og sukkari og nú bætist bróðir hennar við. Gary Garland Houston var á dögunum handtekinn af lög- reglu í Norður-Karólínu og i fór- í boði á Bylgjunni á laugardag kl. 16.00 1 |J 1 JLe JLi J t *- T T' ' C 30-3 * - 5 r 4 r ' £ ÞESSI VIKA SÍÐASTA VIKA FYRIR 2 VIKUM VIKUR Á USTANUM r < 1 MwMrsr ...Z VIKA NR. U. 1 1 12 3 CHILDREN ROBERT MILES O) 4 23 3 YOU LEARN ALANIS MORISSETTE 3 2 1 6 PEACHES THE PRESIDENTS OF THE USA 4 3 2 5 AREOPLANE RED HOT CHILI PEPPERS 7 9 5 SLIGHT RETURN BLUETONES m 13 - 2 I WEAK SKUNK ANANSIE 7 6 3 6 | I WILL SURVIVE DIANA ROSS 8 5 5 9 DON'T LOOK BACK IN ANGER OASIS f9) 10 - 2 CHARMLESS MAN BLUR 10 8 7 4 CALIFORNIA LOVE 2 PAC & DR. DRE 11 9 10 6 IRONIC ALANIS MORISSETTE 12 12 4 11 ONE OF US JOAN OSBORNE 13 11 11 4 | RISE&SHINE CARDIGANS (14) 16 20 3 BIG ME FOO FIGHTERS 15 14 6 6 HOW DEEP IS YOUR LOVE TAKETHAT ... HÁSTÖKK VIKUNNAR ... as) 24 25 5 JUNE AFTERNOON ROXETTE 17 15 13 4 ÉG GEF ÞÉR ALLT MITT LÍF STJÓRNIN 18 18 14 6 OPEN ARMS MARIAH CAREY 19 19 19 11 TIME HOOTIE & THE BLOWFISH ,ÍÍ2} 25 28 3 FALLING INTO YOU CELINE DION ®) 22 26 3 STREET SPIRIT RADIOHEAD 22 20 24 5 IJUST WANT TO MAKE LOVE TO YOU ETTA JAMES 23 28 30 3 Ó UÚFA LÍF VINIR VORS OG BLÓMA (24, 27 33 4 LET YOUR SOUL BE YOUR PILOT STING (25) 26 - 2 THESE DAYS BON JOVI 26. 34 34 4 GIVE ME A LITTLE MORE TIME GABRIELLE 27 33 - 2 GREAT BLONDINO STAKKA BO 28 17 8 10 SPACEMAN BABYLON ZOO ... NÝTTÁ LISTA .. • (29) NÝTT 1 HOW LONG PAULCARRACK 30 38] 2 HALLO SPACEBOY DAVID BOWIE & PET SHOP BOYS 31 1 YOU DON'T FOOL ME QUEEN 32 29 22 4 COUNT ON ME WHITNEY HOUSTON & CE CE WINANS ,33 NÝTT 1 WHATEVER YOU WANT TINA TURNER 34 21 16 5 HYPERBALLAD BJÖRK 35 36 - 2 HÆTTULEGT S.S.SÓL 36 40 - 2 DARLING PRETTY MARK KNOPFLER iZ. 1 DON'T WANNA LOSE YOU LIONEL RICHIE 38 23 18 4 I WISH SKEELO 39 31 31 5 ANYTHING 3T I 40 |[ 1 ONLY LOVE (BALLAD OF SLEEPING BEAUTY) SOPHIE B. HAWKINS um hans fannst krakk og kókaín. Ekki bætti piltur ástandið með því að lenda í handalögmálum við verði laganna. Þá stendur Whitney nú í málaferlum við mann sem þykist vera frændi hennar og hefur haft talsverða fjármuni upp úr því krafsi. Ná- ungi þessi heitir Wellington Stewart en kallar sig Wellington Houston þegar mikið liggur við og hefur haft fé af fólki undir því nafni. I Tveir alræmdir Rapparamir og tugthúslimim- ir 2Pac og Snoop Doggy Dogg hafa nú tekið höndum saman og ætla í tónleikaferð. Samkvæmt áreið- anlegum heimildum hafa þeir í hyggju að kynna túrinn undir nafninu Tveir eftirsóttustu menn Ameríku eða „Two of America’s Most Wanted." Hver stal hverju? Rapparinn Coolio hefur feng- ið á sig málshöfðun fyrir lagast- uld. Það em tveir óþekktir aðil- ar í Los Angeles, Ruben Morrow og Sean McNair, sem halda því nú fram að þeir hafí samið lagið Gangsta’s Paradise í maí 1994 og að Coolio hafi síðan stolið því af þeim. Eitthvaö eru þetta sein- heppnir og illa upplýstir náung- ar því það liggur fyrir að lagið Gangsta’s Paradise er endurgerð á gömlu lagi eftir Stevie Wonder sem heitir Pastime Paradise. Því má ljóst vera að ef Coolio verður sakfelldur fyrir að hafa stolið lag- inu af þeim Morrow og McNair ætti leiðin að vera greið fyrir Stevie Wonder að lögsækja þá í kjölfarið. fréttir Ný plata frá hljómsveitinni Pomo For Pyros hefur verið til- búin um nokkurt skeið en drátt- ur orðið á útgáfunni. Platan hef- ur hlotið nafnið Good Gods Urge og verður víst ekki fáanleg fyrr en í júní... Ian Astbury sem eitt sinn var forsprakki hljómsveitar- innar Cult er langt kominn með fyrstu sólóplötu sína og gengur hún undir nafninu Cream and Astbury. Útgáfudagur verður 28. maí . . . Og Beck sem sló eftir- minnilega í gegn í hittiðfyrra er langt kominn með nýja plötu. 0- De-Lady á hún aö heita og kem- ur út í byrjun júní... -SþS- Kynnir: Jón Axel Ólafsson íslenski listinn ersamvinnuverkefni Bylgjunnar, DVog Coca-Cola á Islandi. Listinn erniðurstaða skoðanakönnunar sem er framkvæmd af markaðsdeild DVihverri viku. Fiöldi svarenda er á bilinu 300 til 400, á aldrinum 14 til 35 ára af öllu landinu. Jafnframt er tekið mið af spilun þeirra á islenskum útvarpsstöðvum. Islenski listinn birtist á hverjum laugardegi i DV oq er frumfluttur á Bylgjunni kl. 14.00 a sunnudögum i sumar. Listinn erbirtur, að hluta, i textavarpi MTV sjónvarpsstöðvarinnar. Islenski listinn tekur þátt i vali "World Chart" sem framleiddur er af Radio Express í Los Angeles. Einnig hefur hann áhrif á Evrópulistann sem birtur er i tónlistarblaðinu Music & Media sem errekið af bandariska tónlistarblaðinu Billboard. Yfirumsjón meö skoðanakönnun: Hrafnhildur Kristjánsdóttir - Framkvæmd könnunar: Markaðsdeild DV - Tölvuvinnsla: Dódó - Handrit: Sigurður Helgi Hlöðversson, Ágúst Héðinsson og ívar Guðmundsson - Tæknistjórn og framleiðsla: Þorsteinn Ásgeirsson og Þráinn Steinsson - Útsendingastjórn: Halldór Baclcman og Jóhann Garðar Ólafsson - Yfirumsjón með framleiðslu: Ágúst Héðinsson - Kynnir: Jón Axel Ólafsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.