Dagblaðið Vísir - DV - 30.03.1996, Page 58

Dagblaðið Vísir - DV - 30.03.1996, Page 58
66 iafmæli Erlendur Einarsson Erlendur Einarsson, fyrrv. for- stjóri Sambands íslenskra sam- vinnufélaga, til heimilis að Sei- vogsgrunni 27, Reykjavík, er sjötíu og fimm ára í dag. Starfsferill Erlendur fæddist í Vík í Mýrdal og ólst þar upp. Hann stundaði nám við Samvinnuskólann 1939-41, var í bankanámi í New York 1944-45, námi í vátryggingum í Manchester og London 1946 og námi í Harvard Business School í Bandaríkjunum 1952. Erlendur starfaði við Kaupfélag Skaftfellinga í Vík 1936-41 og við Landsbankann 1942-46. Hann hóf störf hjá SÍS 1946, vann að stofnun og varð framkvæmdastjóri Sam- vinnutrygginga það ár, var ráðinn forstjóri SÍS í ársbyrjun 1955 og gegndi því starfi til 1986 er hann lét af störfum vegna aldurs. Erlendur var stjórnarformaður Samvinnutrygginga 1955-88, í mið- stjórn Alþjóðasamvinnusambands- ins 1955-92, í stjórn norræna sam- vinnusambandsins og Norræna út- flutningssambandsins 1955-87, í stjórn Alþjóðasamvinnubankans í Basel 1984-88, í stjórn íslands- nefndar Alþjóðaverslunarráðsins 1983-90, í nefnd dr. Pehr G. Gyllen- hammars, aðalforstjóra Volvo, um aukna efnahagssamvinnu Norður- landa 1984-85 og í stjórn norrænu iðnþróunarstofnunarinnar frá stofnun 1986, í stjórn Þróunarfélags íslands frá 1989, stjórnarformaður Samvinnulífeyrissjóðsins 1955-86, Regins hf. 1955-86, Iceland Seafood Corporation í Bandaríkjunum 1955-86 og í Bretlandi 1980-87, Osta- og smjörsölunnar 1958-88, Samvinnusparisjóðsins 1955-62 og Samvinnubankans 1962-87, Sam- vinnuferða frá 1975 og í stjórn Sam- vinnuferða-Landsýnar 1987, í stjórn Bréfaskóla SÍS og ASÍ, í mið- stjórn Framsóknarflokksins 1955-86 og í framkvæmdastjórn um árabil, í stjórn Krabbameinsfélags íslands 1955-90, í stjórn Almenna bókafélagsins um árabil til 1989, í stjórn Landakotsspítala um skeið og forgöngumaður um stofnun JC á íslandi. Erlendur hefur verið sæmdur stórriddarakrossi íslensku fálka- orðunnar, riddarakrossi með stjörnu, finnsku lejonorðunnar, heiðursmerki ÍSÍ og er í heiðurs- ráði Krabbameinsfélags íslands. Fjölskylda Erlendur kvæntist 13.4. 1946 Margréti Helgadóttur, f. 13.8. 1922, húsfrú. Hún er dóttir Helga Jóns- sonar, b. í Seglbúðum, og Gyðríðar Pálsdóttur húsfreyju. Börn Erlends og Margrétar eru Helga, f. 5.12. 1949, meinatæknir í Reykjavík, gift Sigurði Árnasyni krabbameinslækni og eiga þau þrjú börn; Edda, f. 31.12. 1950, pí- anóleikari í París, gift Olivier Manoury hljómlistarmanni og eiga þau einn son; Einar, f. 15.5. 1954, ljósmyndafræðingur, kvæntur Ástu Halldórsdóttur fatahönnuði og eiga þau fjórar dætur. Systur Erlends: Steinunn Fink, f. 1924, yfirhjúkrunarkona í Kalifor- níu; Erla, f. 1930, íþróttakennari og skrifstofumaður á Sauðárkróki. Foreldrar Erlends: Einar Er- lendsson, f. 1.2. 1895, d. 1987, skrif- stofumaður, og k.h., Þorgerður Jónsdóttir, f. 20.1. 1897, húsfrú. Ætt Einar var sonur Erlends, smiðs í Vík í Mýrdal, Björnssonar, b. á Dyrhólum, bróður Þuríðar, langömmu Bergsteins brunamála- stjóra og Ólafs G. Einarssonar al- þingisforseta. Móðir Erlends var Ólöf Þorsteinsdóttir, b. í Eystri-Sól- heimum, Þorsteinssonar, bróður Finns, langafa Péturs Guðfinnsson- ar, framkvæmdastjóra Ríkissjón- varpsins, og afa Lárusar, afa Er- lends Lárussonar, forstöðumanns Tryggingaeftirlits ríkisins. Móðir Einars Erlendssonar var Ragnhild- ur, systir Þórunnar, ömmu Jóns Þórs Þórhallssonar, forstjóra SKÝRR. Ragnhildur var dóttir Gísla, b. í Norður-Götu, Einarsson- ar, bróður Jóns á Fossi, fóður Eld- eyjar- Hjalta, afa Hjalta Geirs Kristjánssonar forstjóra. Móðir Erlendur Einarsson. Ragnhildar var Sigríður Tómas- dóttir frá Varmahlíð. Þorgerður var dóttir Jóns, smiðs í Höfðabrekku, Brynjólfssonar, b. á Litlu-Heiði, Guðmundssonar. Móð- ir Brynjólfs var Guðrún Hallgríms- dóttir, systir Helgu, ömmu Þor- steins Erlingssonar. Móðir Guð- rúnar var Guðrún Ögmundsdóttir, systir Sæmundar, föður Tómasar Fjölnismanns. Móðir Þorgerðar var Rannveig Einarsdóttir, oddvita á Strönd í Meðallandi, Einarsson- ar, og Rannveigar Magnúsdóttur. Erlendur er að heiman. Eyjólfur Ragnar Eyjólfsson Eyjólfur Ragnar Eyjólfsson, fyrrv. sjómaður, verkamaður og bóndi, Dúfnahólum 4, Reykjavik, verður sjötíu og fimm ára á morg- un. Starfsferill Eyjólfur fæddist í Hafnarfirði. Hann lauk fullnaðarprófi frá kaþ- ólska barnaskólanum í Hafnarfirði en fór annars að vinna fyrir sér ell- efu ára. Eyjólfur var sjómaður í rúm tuttugu ár, lengst af á togurum, en hann sigldi stríðsárin 1940-45. Hann kom í land 1959 og hóf þá bú- skap á Gauksmýri í Línakradal í Vestur-Húnavatnssýslu, keypti síð- an jöröina Geitafell á Vatnsnesi 1961 og bjó þar til 1973. Þá flutti hann til Hvammstanga þar sem hann átti heima til 1995 er hann flutti til Reykjavíkur. Eyjólfur hefur unnið mikið að félagsmálum. Hann sat í stjórn Verkalýðsfélagsins Hvatar, var einn af stofnendum Félags eldri borgara í Vestur-Húnavatnssýslu og formaður þess, sat í stjóm Al- þýðubandalagsins í Vestur-Húna- vatnssýslu, situr i stjórn SÁÁ og stjórnarformaður stjórnarnefndar meðferðarheimilisins að Staðar- felli í Dölum. Fjölskylda Eyjólfur kvæntist 8.11. 1941 Hansínu Sigurbjörgu Hjartardótt- ur, f. 13.7. 1919, húsmóður. Hún er dóttir Hjartar Cýrussonar, verka- manns og sjómanns á Hellissandi, i Keflavík og í Reykjavík, og k.h., Sigurrósar Hansdóttur húsmóður. Börn Eyjólfs og Hansínu eru Ragnheiður Sæbjörg Eyjólfsdóttir, f. 26.3. 1943, starfsmaður við Land- spítalann, en maður hennar var Skúli Ámason sem lést 1994, bóndi á Gnýstöðum á Vatnsnesi og síðar sláturhússtjóri hjá Verslun Sigurð- ar Pálmasonar og Ferskum afurð- um á Hvammstanga, og á Ragn- heiður tvo syni og tvö barnabörn; Guðbjörg Jóna Eyjólfsdóttir, f. 19.2. 1950, snyrtifræðingur, en maður hennar er Jón Aðalsteinsson og á hún tvo syni frá fyrra hjónabandi og eitt bamabarn; Eyjólfur Óskar Eýjólfsson, f. 24.1. 1952, bókagerð- armaður í Prentsmiðjunni Odda en kona hans er Birna Guðmunds- dóttir þroskaþjálfi og á hann einn son og eina dóttur. Foreldrar Eyjólfs voru Eyjólfur Gíslason, f. 1890, d. 1921, sjómaöur á fraktskipum og togurum, og unnusta hans, Ragnheiður Guð- mundsdóttir, f. 20.8. 1894, d. 17.2. 1932, húsmóðir. Ætt Eyjólfur var sonur Gísla, b. í Hleinagarði, Hannessonar, b. á Hnausum í Meðallandi, Jónssonar, b. á Núpsstað, Hannessonar, b. þar, Jónssonar, b. þar, Bjarnason- ar. Móðir Jóns Hannessonar var Guðrún Bjarnadóttir. Móðir Hann- esar á Hnausum var Guðný Bjarnadóttir, b. á Hofi í Öræfum, Þorvarðarsonar, b. þar, Salómons- sonar. Móðir Guðnýjar var Ing- veldur Vigfúsdóttir, b. á Skálafelli, Vigfússonar. Móðir Gísla var Helga Jónsdóttir, prests á Hnaus- um, Jónssonar, prests í Holti und- ir Eyjaljöllum, Jónssonar. Móðir Helgu var Dómhildur Jónsdóttir, lrm. á Fossi á Síðu, Vigfússonar, og Sigurlaugar Sigurðardóttur. Móðir Eyjólfs Gíslasonar var Sólveig Þorkelsdóttir, b. á Hóla- stekk í Mjóafirði, Þorsteinssonar, b. á Geitastekk, Halldórssonar. Móðir Þorkels var Sigríður Ög- mundsdóttir, b. í Breiðuvík í Borg- arfirði eystra, Oddssonar, b. á Nesi í Loðmundarfirði, Guðmundsson- ar. Móðir Sólveigar var Björg Vil- hjálmsdóttir, b. á Kirkjubóli í Norðfirði, Árnasonar. Móðir Bjargar var Björg Magnúsdóttir, b. á Bakka, Björnssonar og Þórunnar Stefánsdóttur. Ragnheiður var dóttir Guð- mundar, b. í Brandsbúð á Stapa og í Bárðarbúð við Hellna, Vigfússon- ar, b. á Neðri-Yxnakeldu, Vigfús- sonar, b. á Hraunhafnarbakka, Ás- grímssonar, prests á Laugar- brekku, Vigfússonar, spitalahald- ara og skálds á Hallbjarnareyri, Helgasonar. Móðir Vigfúsar Ás- grímssonar var Sigríður Ásgeirs- dóttir. Móðir Guðmundar var Mar- ía Gísladóttir, b. í Böðvarsholti, Guðmundssonar. Eyjólfur Ragnar Eyjólfsson. Móðir Ragnheiðar var Herdís Árnadóttir, b. í Bárðarbúð, Björns- sonar, b. í Holti hjá Hellnum, Steindórssonar, b. á Brimilsvöllum í Fróðárhreppi, Bjömssonar. Móð- ir Árna var Þorbjörg Ámadóttir, b. á Einarslóni, Þorkelssonar, og Guðrúnar Jónsdóttur. Móðir Her- dísar var Guðbjörg Eiríksdóttir, b. á Stóru-Dumpu, Jónssonar og Höllu Kristínar Jónsdóttur. 111 hamingju með afmælið 30. mars 85 ára Sigtryggur Johannsson, Helgafelli, Svarfaðardalshreppi. Ásgerður Ragnardóttir, Háagerði 89, Reykjavík. Högni Skaftason, Hlíðargötu 18, Fáskrúðsfirði. Steingrímur E. Stefánsson, Höfðahlíð 11, Akureyri. Sigríður Guðmundsdóttir, Flétturima 19, Reykjavík. Ingimundur Ingimundarson, Hóli, Kaldrananeshreppi. Þorsteinn Bjamason, Starrahólum 3, Reykjavík. 75 ára Erika Björnsson, Þinghólsbraut 56, Kópavogi. 70 ára 40 ára Þórunn Ósk Kristjánsdóttir, Brúnagerði 11, Húsavík. Ólafur Rafn Jónsson, Hverafold 138, Reykjavík. Sybil Gréta Kristinsdóttir, Laugavegi 51, Reykjavík. Sigrún Harðardóttir, Guðrún Kristmannsdóttir, Brekkholti, Stokkseyrarhreppi. Kristján Hjartarson, Sólvangsvegi 1, Hafnarfirði. 50 ára Friðrik Sveinn Kristinsson, Engjaseli 52, Reykjavík. Helga Gunnarsdóttir, Helgamagrastræti 5, Akureyri. Sigmundur Þórisson, Mýrarvegi 114, Akureyri. Reykási 43, Reykjavík. Jónas Rafn Jónsson, Leifsgötu 22, Reykjavík. Anna Steinunn Jónsdóttir, Frostafold 2, Reykjavík. Til hamingju með afmælið 31. mars Birgir Matthias Indriðason, yfirmatreiðslu- maður hjá varn- arliðinu á Kefla- víkurflugvelli, Flétturima 15, Reykjavik. Eiginkona hans er Esther Ævarr Jónsdóttir húsmóðir. Þau em að heiman. 80 ára Karl Haukur Kjartansson, Miðholti 5, Þórshöfn. Jón A. Jónasson, Hrauni, öxnadalshreppi. 70 ára Aðalheiður Þorsteinsdóttir, húsfreyja I Litlu-Tungu I, Holta- og Landsveit. Hún verður heima og með heitt á könnunni. Ólafur D. Hansen, Austurbergi 4, Reykjavík. 60 ára_________________ Sjöfn Ásgeirsdóttir, Espigerði 4, Reykjavík. Hákon Sófusson, Bleiksárhlíð 63, Eskiflrði. Matthías B. Jakobsson, Öldugötu 11, Dalvík. 50 ára Gunnveig Hulda Gunnarsdóttir, Hlíöarvegi 82, Njarðvík. Benoný Halldórsson, Eystra-Reyni, Innri-Akranes- hreppi. Elín Helga Jónsdóttir, Varmahlíð 3, Hveragerði. Edda B. Aspar, Hraunholti 6, Akureyri. Guöbjöm Ásbjörasson, Borgarvegi 42, Njarðvík. María Loftsdóttir, Brekkubæ 24, Reykjavík. 40 ára_____________________ Ásbjöm Garðarsson, Túngötu 3, Vestmannaeyjum. Garðar Björgvinsson, Kleppsvegi 134, Reykjavík. Hafdís Ólafsdóttir, Hrauntungu 107, Kópavogi. Hildur Eðvarðsdóttir, Brekkubraut 22, Akranesi. Margrét D. Kristjánsdóttir, Hagalandi 16, Mosfellsbæ. Óskar Aðalgeir Óskarsson, Norðurgötu 11, Akureyri. Davíð Magnússon, Hvassafelli 1, Borgarnesi. Jóhanna Gunnarsdóttir, Birkigrand 10, Kópavogi. Fjóla Kristín Árnadóttir, Háteigsvegi 8, Reykjavík. Kristín Gunnarsdóttir, Lxmdi I, Lundarreykjardal. Vemharður Stefánsson, Háengi 1, Selfossi. Aðalheiður Björgvinsdóttir, Unnarbraut 4, Seltjarnamesi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.