Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 02.04.1996, Qupperneq 20

Dagblaðið Vísir - DV - 02.04.1996, Qupperneq 20
24 ÞRIÐJUDAGUR 2. APRÍL 1996 íþróttir Bandarísku atvinnumannadeildinni í knattspyrnu hleypt af stokkunum á laugardaginn: Tekst knattspyrnunni að brjóta niður síðasta vígið? - og ná sömu eða meiri vinsældum og körfuboltinn, hafnaboltinn eða ameríski fótboltinn Þegar ákveðið var að Bandaríkjamenn fengju að halda heimsmeistarakeppnina í knattspyrnu árið 1994 var það með einu skil- yrði: Að þetta fjölmenna og víðlenda riki setti loksins á stofn alvöru atvinnudeild. Alan Rothenberg, formaður bandaríska knattspymusambandsins og framkvæmda- stjóri HM, taldi að ekki yrði vandamál að koma því um kring og lofaði að fyrstu leikirn- ir færu fram vorið 1995. Hann neyddist síðan til að fresta því um eitt ár, þetta var viða- meira verkefni en svo að því yrði lokið á nokkrum mánuðum eftir að HM-hasarinn var úti sumarið 1994. Byrjað um páskana En nú er bandaríska deildakeppnin orðin að veruleika. Hún heitir MLS-deildin (Major League Soccer) og fyrsti leikurinn verður háð- ur á Spartan leikvanginum í San Jose laugar- daginn 6. apríl. Þá tekur heimaliðið, San Jose Clash, á móti Washington DC United. Þetta er önnur tilraun Bandaríkjamanna til að stofna alvöru deildakeppni. NASL-deildin var sett á laggimar árið 1968 og lifði til 1984 en þá var hún lögð niður. Ástæðan var aðal- lega sú að New York Cosmos var eina félagið með verulega traustan fjárhagsgrundvöll og gat keypt til sín gamlar stjörnur á borð við Pele og Beckenbauer. Flest önnur félög urðu gjaldþrota eftir tilraunir til að hnekkja veldi Cosmos. Deildin drottnar MLS-deildin á engan sinn líka hvað skipu- lag varðar. Deildin sjálf drottnar yfir félögun- um tíu sem hana skipa og þrjú þeirra eru al- farið í hennar eigu. Það er deildin sem semur við leikmenn og sér um að deila þeim út til fé- laganna á eins jafnan hátt og mögulegt er. Fé- lögin eru bundin af „launaþaki" til þess að útilokað sé að eitt eða tvö þeirra sogi til sín alla bestu leikmennina eins og Cosmos gerði forðum. Stjörnum útdeilt eftir þjóðerni Þann 7. febrúar var leikmönnunum skipt niður á félögin. Áður haíði fjórum þekktustu leikmönnunum verið komið fyrir hjá ákveðn- um félögum og þar var tekið mið af þjóðerni þeirra. Italinn Roberto Donadoni fór til New York/New Jersey þar sem margir landar hans búa. Talsvert er af Bólivíumönnum í Was- hington og þangað fór Marco Echteverry, Jor- ge Campos, markvörðurinn litríki frá Mexíkó, hittir fyrir marga landa sína í Los Angeles og Carlos Valderrama, Kólumbíumaðurinn hár- prúði, er i Tampa Bay af sömu ástæðum. Áhersla á sóknarleik Það vekur athygli að af 34 erlendum leik- mönnum í deildinni eru aðeins fimm Evrópu- búar og Donadoni er sá eini sem kallast má verulega þekktur. Sá sem mestu ræður varð- andi útlendingana er indverskættaður knatt- spyrnusérfræðingur deildarinnar, Sunil Gulati að nafni. Hann vill______________ að sóknarleikur verði alls ráðandi í deildinni og tel- ur að því markmiði verði best náð með því að fá leikmenn frá Suður- og Mið-Ameríku. í þeim hópi eru Valderrama, Echteverry, Adrian Paz frá Uruguay og Hugo gamli Sanchez frá Mexikó. Þá náði Gulati einnig í Doctor Khumalo frá Suður-Afriku en sá piltur hefur vakið mikla athygli að undanfómu og i raun merkilegt að hann skuli hafna hjá Columbus Crew en ekki hjá einhverju af stórliðum Evrópu. Þá er athyglisvert að útlendingarnir 34 koma frá 19 löndum. Þar af eru þrír Mexíkan- ar, þrir Nígeríumenn og þrír Jamaíkubúar og siðan eru einn eða tveir frá hverju hinna land- anna. Evrópubúamir skiptast þannig að tveir koma frá Italíu, tveir frá Júgóslavíu og einn frá Englandi. Landsliðsmenn á heimleið Flestir leikmenn bandariska landsliðsins munu spila í deildinni, þar með taldir margir sem hafa leikið sem atvinnumenn í Evrópu undanfarin ár. Alexi Lalas er á heimleiö frá Italíu og spilar með New England, John Harkes er kominn frá Englandi til Was- hington, Roy Wegerle frá Englandi til Colorado og Eric Wynalda frá Þýskalandi til San Jose. Þessir leikmenn líta á það sem skyldu sína að koma heim og taka þátt í að byggja upp deildakeppnina. Af 10 þjálfurum í deildinni eru aðeins þrír sem hafa getið sér einhverja frægð. Það eru ír- inn Frank Stapleton hjá New England, ítalinn Eddie Firmani hjá New York/New Jersey og Englendingurinn Bob Houghton hjá Colorado. Stóru leikvangarnir „minnkaðir" Forráðamenn deildarinnar gera sér grein fyrir því að Róm verður ekki byggð á einni nóttu. Þeir vonast eftir 10 til 12 þúsund áhorf- endum að meðaltali á leik til að byija með og að nægilega vel takist til að sú tala fari smám saman hækkandi. Leikirnir fara fram á hin- um risastóru leikvöngum sem byggðir voru fyrir ameríska fótboltann, eins og Rose Bowl í Los Angeles, Giants Stadium í New York og Cotton Bowl í Dallas. Þeir taka allt að 100 þús- und áhorfendum en „fyrir útlitið" verður stór- um hluta áhorfendasvæðanna lokað, allavega fyrst í stað. Góðir leikvangar sem taka 20-30 þúsund áhorfendur eru einfaldlega ekki til í Bandaríkjunum. Knattspyrnan er vinsælust allra íþrótta en hún á eftir að brjóta niður síðasta vígið, Bandaríkin. Þar ráða ameríski fótboltinn, hafnaboltinn og körfuboltinn ríkjum. MLS-deildin virðist njóta mikils velvilja, sjón- varpsstöðvar og auglýsendur hafa tekið hana upp á arma sína en deildin mun ekki fá lang- an tíma til að sýna sig og sanna. Þegar nýja- brumið fer af þarf hún að spjara sig á hörðum markaði og þá verða gæðin og vinsældimar að vera til staðar. -VS 12 leikmenn 10 - í MLS-deildinni 8 6 Suður-Ameríka Miönoröur-Ameríka Afríka Evrópa i San Jose Clash Denver / 1 Colorado Raplds I ® Columbus Crew Kansas Clty Wiz ;/ V Boston ■ W New England Revolution NY/NJ Metrostars I é Washingtc DC Únlted "0 Los Angeles Galaxy Harðjaxlinn Alfreð Gíslason meiddist undir lok leiksins að Hlíðarenda á laugardaginn og þurfti að fara af leikvelli en hann segist verða tilbúinn í slaginn í kvöld þegar KA fær Val í hemsókn. Handknattleikur: Tryggja Valsmenn sér titilinn fjórða árið í röð? - þriðji úrslitaleikur KA og Vals á Akureyri í kvöld Valsmenn geta tryggt sér tslands- meistaratitilinn i handknattleik fjórða árið í röð vinni þeir sigur á KA í þriðja úrslitaleik liðanna um titilinn á Akureyri í kvöld. Höfum ekki lagt árar í bát „Við gerum okkur alveg grein fyrir því að staðan er erfið en við höfum engan veginn lagt árar í bát. Við höfum leikið illa i þessum tveimur fyrstu leikjum. Vömin hef- ur ekki fundið taktinn og í sökninni höfum við verið að gera allt of mörg mistök. Það er ekki það að Vals- menn hafa verið að leika svona vel heldur höfum við leikið langt undir getu,“ sagði Alfreð Gíslason, þjálfari KA, við DV í gær. Alfreð gat ekki klárað leikinn að Hlíðarenda á laugardaginn. Han fór meiddur af leikvelli eftir að hafa fengið þungt högg á hnéð. Höfum allt að vinna „Ég get ekki sagt að ég sé mjög brattur en ég mun ekki láta þessi meiðsli aftra mér frá því að spila þennan leik. Við ætlum að selja okkur mjög dýrt. Við höfum allt að vinna og engu að tapa og við lítum á leikinn sem bikarleik. Ef við vinn- um erum við komnir aftur með í baráttuna en tapist leikurinn, sem ég veit að verður ekki, er tímabilið búið. Auðvitað er fólk hér fyrir norðan ekki ánægt með stöðu mála og við ætlum að sýna því að miklu meira býr í liðinu eins og við höfum við höfum sannað í vetur,“ sagði Al- freð. -GH

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.