Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.1996, Side 2

Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.1996, Side 2
LAUGARDAGUR 18. MAÍ 1996 2 *< fréttir Hjónin sem misstu allt sitt í eldsvoða í vikunni í viðtali við DV: Miðill hafði seð fyrir brunann á Nönnugötunni „Ég fór fyrir rúmu ári til miðils sem varaði mig við. Hún sagði: „Það kviknar í húsinu ykkar.“ Ég spurði þá hvernig það gerðist. „Ég veit það ekki, ég sé að það kviknar í, það er til alls konar sjúkt fólk.“ Ég reikn- aði ekki meö að þetta gerðist en mér hefur ekki verið sama,“ sagði Júlí- ana Torfhildur Jónsdóttir, kona Guðna Ragnars Þórhallssonar sem bjargaði tveimur drengjum þeirra, Daníel, 5 ára, og Sverri, eins árs, úr eldsvoða við Nönnugötu í vikunni. Hörður Jóhannesson, yfirlög- regluþjónn hjá RLR, sagði að elds- upptök væru enn ókunn og vildi ekkert segja um hvort grunur væri um íkveikju þótt slíkt væri vissu- lega ekki útilokað. Hjónin segja að ekki hafi kviknað í út frá kerti enda hafi ekkert slíkt verið logandi. Guðni Ragnar og Júlíana fengu að fara heim af spítalanum í gær eftir meðferð vegna reykeitrunar, sára á handlegg Guðna Þórs auk þess sem augnhimnur höfðu brunn- ið í Júlíönu. Drengirnir þeirra höfðu fengið að fara á undan og voru hjá afa sínum og ömmu í Keflavík. Tjörureykur og rosalegur hitaveggur „Lungun fylltust alveg, ég hélt að mig væri að dreyma og ætlaði bara að fara að sofa aftur en þá dró Guðni mig áfram. Mér fannst ég vera heila eilífð á leiðinni út,“ sagði Júlíana. „Konan mín ætlaði að hörfa und- an þessu,“ sagði Guðni Ragnar. „Síðan hugsaði ég: Ef við förum til baka þá komumst við ekki af. Ég ákvað strax að draga hana með mér, þreifaði mig áfram í gegnum eldhús- ið og alltaf magnaðist reykurinn því meira sem við nálguð- umst útidymar. Þegar ég mætti þessum mikla reyk og hita fann és Að því búnu fór ég inn og „ tók eldri strákinn Guðni Ragnar var óþægi- lega lengi inni Vilborg og Júlíana sögðu báðar að óþægilega „langur tími“ hefði liðið frá því að Guðni Ragnar hvarf aftur inn í reykjar- kófið þangað til hann birtist með yngri drenginn. Einnig hefði liðið góð stund þangað til hann komst síð- an sjálfúr út. „Hann var svo lengi inni. Allir voru hræddir m °s - héldu að Guðni Ragnar og Júltana fengu að fara heim af spítalanum í gær eftir meðferð vegna reykeitrunar, sára á handlegg Guðna Þórs, auk þess sem augnhimnur höfðu brunnið í Júlíönu. Drengirnir þeirra höfðu fengið að fara á undan og voru hjá afa sínum og ömmu í Keflavík. DV-mynd GS Sverri hafði verið komið til góðrar meðvitundar hefði hún sjálf farið að eiga erfítt með öndun og fengið taugaáfall - það hefði fyrst þyrmt yfir hana þegar henni varð ljóst að barninu væri loksins borgið. Nú skilur maður hvers vegna... Guðni sagði að með þessa reynslu að baki væri honum orðið ljóst hve líkaminn er vanmáttugur að takast á við reyk og hita þegar kviknar í. Kona hans tók undir þetta: „Nú skilur maður hvers vegna fólk er stundum ekki megnugt að fara inn í hús að bjarga börnum eða fólki i eldsvoða," sagði Júlíana. Hjónin eru a.m.k. að einhverju leyti tryggð gegn brunatjóni. Eftir brunann hefur fólk hins vegar sett sig í samband við sjúkrahúsið tO að bjóða fram aðstoð. Vilborg Halldórs- dóttir hefur stofnað bankareikning vegna framlaga tii fjölskyldunnar sem missti allt sitt í brunanum. Þau höfðu verið að gera húsið sitt upp síðustu 5 árin. Reikningurinn er í aðalbanka Búnaðarbankans. Bank- anúmerið er 301 en reikningurinn nr. 26 6670. -Ótt Guðni Þór segir að það hafi verið að hrökkva eða stökkva við að bjarga fjölskyldunni enda við þykk- an og banvænan tjörureyk að efja og gífurlegan hita: „Við vöknuðum bæði samtímis. Ég fann megnan tjörureyk í and- rúmsloftinu og stóð upp til að kanna hvað væri að gerast. Ég sá ekki neitt og þreifaði mig áfram að hurð- inni og opnaði. Júlíana var fyrir aft- an mig. Þá kom þessi rosalegi hita- veggur og enn svartari reykur, bara eins og þykk tjara. Það var ekki hægt að anda,“ sagði Guðni Ragnar. Júlíana taldi sig vera sofandi til að byrja með þegar maður hennar dró hana áfram: erfitt með að starfa. Ég varð að nota alla þá orku sem ég átti. Ef við hefð- um farið til baka til að ná í strákana hefði verið úti um okkur. Við hefð- um öll dáið.“ Drengurinn eins og hann væri dáinn „Þegar við komumst út, nakin, náðum við súrefni og fórum fyrir endann á húsinu. Ég tók upp blóma- pott til að bijóta svefnherbergis- gluggann okkar þar sem drengirnir voru,“ sagði Guðni Ragnar. „Potturinn brotnaði bara á glugg- anum en þá tók ég upp múrstein og barði honum í gegnum rúðuna. Síð- an reif ég hana úr með höndunum. Niðurstaða rannsóknar á tannheilsu barna: Mjög góður árangur „Ég óska heilbrigðisyfirvöldum á íslandi til hamingju, sem og tann- læknum," sagði Sigfús Þór Einars- son, prófessor í tannlækningum, á fundi sem heilbrigðisráðherra, Ingi- björg Pálmadóttir, boðaði til þar sem kynntar voru niðurstöður könnunar á tannheilsu meðal barna og unglinga á fslandi. Á fundinum kom meðal annars fram að síðastliðin tíu ár hafa tann- skemmdir minnkað yfir 70% að meðaltali í fulloröinstönnum. Tann- skemmdatíðni hefur lækkað heldur minna í barnatönnum eða um rúm- lega helming hjá sex ára bömum. Þetta er þriðja könnunin af þessu tagi, sú fyrsta var gerð 1986, þá 1991 og svo aftur nú í ár. Árið 1986 voru skemmdar, tapað- ar eða fylltar fullorðinstennur að meðaltali 6,6 á landinu öllu hjá 12 ára börnum. Nú tíu árum siðar er þessi tala hjá sama aldurshópi að- eins 1,5 eða 77% lægri. Þessi lækk- un í tannskemmdum fullorðinst- anna er 72% hjá 15 ára bömum og 90% hjá 6 ára bömum á sama tíma- bili. „Árangurinn er góður og áróðri, flúori og aukinni notkun flúortann- .krems er fyrir að þakka. Neysla á sykri, sælgæti og gosdrykkjum hef- ur aukist eða staðið í stað og er með því mesta í heiminum. Marktækur munur er á tannskemmdum á höf- uðborgarsvæðinu og á minni stöð- um úti á landi þar sem sjoppan er félagsheimilið og krakkar hafa meira fjármagn handa á milli,“ seg- ir Sigfús Þór. -sv Þú getur svaraö þessari spumingu meö því aö hringja í síma 904-1600. 39,90 kr. mínútan. já iJ nei _2| ,r o d o FOLKSINS 904-1600 Á að tryggja nafnleynd kynfrumugjafa? því ég heyrði enn þá grátinn í þeim yngri og vissi að hann var á lífi. Reykurinn var rosalega þykkur og ég hafði ekkert súrefni. Ég tók stærri strákinn upp og rétti hann út um gluggann. Því næst þreifaði ég mig áfram eins og blindur maður að Sverri, yngri stráknum. Um leið og ég rétti hann út í súrefnið hætti hann að gráta,“ sagði Guðni. „Þegar drengurinn kom út var hann eins og dáinn,“ sagði Júlíana. „Það var rosalegt áfall. Vilborg Hall- dórsdóttir, nágranni okkar, hristi hann og reyndi að koma í hann lífi. Þá var eins og hann kipptist við,“ sagði móöirin. eitthvað væri að,“ sagði Júlíana. „Vöðvi hafði rifnað í handlegg Guðna Ragnars við að brjóta rúð- una og bundu nágrannar hans um blóðugt skurðsárið. Hann heyrði síðan fólk í kringum sig kalla: „Hvar er slökkviliðið, hvar er slökkviliðið.“ Stuttu síðar heyrði ég að sjúkrabílarnir voru komnir," sagði Guðni Ragnar. Móðirin hafði miklar áhyggjur af yngri drengnum eftir að honum var bjargað: „Hann var meðvitundarlítill í sjúkrabíln- um og líka eftir að við komum með hann upp á spítala. Hjúkrunarfólkið var heillengi að koma honum i gang,“ sagði hún. Júlíana sagði að um leið og !stuttar fréttir Ólíkar væntingar Samkvæmt atvinnukönnun Þjóðhagsstofnunar í apríl eru væntingar atvinnurekenda um | eftirspurn eftir vinnuafli ólíkar 1 eftir búsetu. Atvinnurekendur á höfuðborgarsvæðinu vildu t fækka starfsfólki um 200 en á | landsbyggðinni vildu atvinnu- rekendur fjölga fólki um sama fjölda. Háeffun frestað | Hlutafélagið Póstur og sími I tekur til starfa um næstu ára- | mót en ekki 1. október nk„ nái | breytingartillögur meirihluta i samgörigunefndar Alþingis | fram aö ganga. RÚV greindi frá | þessu. !! Hagstæð vöruskipti Vöruskipti við útlönd í mars sl. voru hagstæð um 2,7 millj- arða króna. Þá voru fluttar inn vörur fyrir 10,5 milljarða en út fyrir 13,2 milljarða. Skóli dæmdur Hæstiréttur hefur dæmt Þelamerkurskóla í Eyjafirði og nærliggjandi hreppa til að greiða ungum pilti um 1 millj- ón í bætur vegna slyss sem hann varð fyrir við skólann fyrir fimm árum. Forræðisdeila leyst Utanríkisráðherra Tyrk- lands er umhugað um að forræðisdeila Sophiu Hansen verði leidd til farsælla lykta. RÚV greindi ft-á þessu. Látinna minnst Alnæmissamtökin standa fyrir guðsþjónustu i Fi-ikirkj- unni á morgun þar sem þeirra | verður minnst sem látist hafa S af völdum alnæmis. Þetta er : oröinn árlegur viðburður i | starfi samtakanna. SÁÁ-álfur til sölu „ Árleg sala SÁÁ á álfinum stendur yfir um helgina, tU | styrktar forvarnarstarfs á veg- | um samtakanna. Gengið verð- ur í hús og álfurinn boðinn við j fjölfarna staöi. -bjb Pétur Kr. Hafstein varð fyrstur forsetaframbjóðenda til að skila inn meðmæl- endalistum. Tveir af stuðningsmönnum hans, Óskar Friðriksson og Valgerð- ur Bjarnadóttir, fóru á fund Jóns Steinars Gunnlaugssonar, formanns yfir- kjörstjórnar í Reykjavík, í gærmorgun og skiluðu inn listum stuðnings- manna úr höfuðborginni. Síðar um daginn var listum skilað til kjörstjórnar í Reykjaneskjördæmi. DV-mynd S Guðrún Pétursdóttir var þriðja í röð forsetaframbjóðendanna til að skila inn meðmælendalistum hjá yfirkjörstjórn Reykjavíkur svo hún gæti vottað með- mælendur gilda. í millitíðinni fór fulltrúi Ólafs Ragnars á fund Jóns Steinars Gunnlaugssonar, formanns yfirkjörstjórnar. Þau Guðrún og Ólafur Hanni- balsson voru varla lent eftir flug frá ísafirði um miðjan dag í gær þegar þau sáust storma inn á skrifstofu Jóns Steinars með listana. Listum Guðrúnar Agnarsdóttur verður skilað eftir helgi. DV-mynd ÞÖK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.