Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.1996, Síða 12
12
íerlend bóksjá
Metsölukiljur
LAUGARDAGUR 18. MAI 1996
Bretland
Skáldsögur:
1. Joanna Trollope:
Best Friends.
2. Rosamunde Pilcher:
Coming Home.
3. Stephen Klng:
Mouse on the Mlle.
4. Josteln Gaarder:
Sophie's World.
5. Nick Hornby:
High Fidelity.
6. Robert Harris:
Enlgma.
7. Davld Lodge:
Therapy.
8. Kate Atklnson:
Behlnd the Scenes at the Museum.
9. Stephen Klng:
The Two Dead Girls.
10. John Grlsham:
The Ralnmaker.
Rlt almenns eölis:
1. Lorenzo Carcaterra:
Sleepers.
2. Graham Hancock:
Flngerprlnts of the Gods.
3. Margaret Humphreys:
Empty Cradles.
4. Isabel Allende:
Paula.
5. Alan Bennett:
Wrltlng Home.
6. Wlll Hutton:
The State We're in.
7. John Gray:
Men Are from Mars, Women Are from
Venus.
8. Brian Lowry:
The Truth Is out there.
9. Harry McCalllon:
Killing Zone.
10. Nelson Mandela:
Long Walk to Freedom.
(Byggt á The Sunday Tlmes)
Danmörk
1. Jane Austen:
Fornuft og felelse.
2. Jung Chang:
Vilde svaner.
3. Lise Norgaard:
Kun en pige.
4. Nat Howthorne:
Den flammende bogstav.
5. Terry McMlllan:
Ándenéd.
6. Llse Norgaard:
De sendte en dame.
7. Peter Heeg:
De máske egnede.
(Byggt á Politlken Sendag)
Márquez skrifar
sögu af mannráni
Það linnir ekki átökum í Kól-
umbíu, föðurlandi nóbelskáldsins
Gabriels Garcia Márquez, þar sem
eiturlyfjabarónar og gjörspilltir
stjórnmálamenn fara með aðalhlut-
verkin. Nú síðast gripu öfgasamtök
til þess ráðs að ræna þjóðkunnum
manni þar syðra og settu fram þá
meginkröfu að Márquez tæki við
embætti forseta landsins og gerðist
þar með bjargvættur þjóðar sinnar.
Hann hafnaði boðinu og sagðist
vera manna ólíklegastur til að taka
við slíku starfi.
Mannrán hafa hins vegar verið
honum ofarlega í huga síðustu miss-
eri af öðrum ástæðum. Nýjasta
skáldsagan hans, sem er að koma út
á spænsku um þessar mundir og
nefnist í lauslegri íslenskri þýðingu
„Fréttir af einu mannráni", fjallar
einmitt um slíkan atburð. Nánar til-
tekið um nokkra blaðamenn sem
eru teknir til fanga af handlöngur-
um kókaínbarónsins alræmda,
Pablo Escobar, í Kólumbíu.
Ævintýraleg veröld
Garcia Márquez fæddist árið 1927
í bænum Aractaca sem er í norður-
hluta Kómumbíu, skammt frá
strönd Karabíska hafsins.
Fyrstu átta árin bjó hann hjá afa
sínum og ömmu af móðurætt. Þau
bjuggu í stóru húsi þar sem alltaf
var margt um manninn; frænkur,
frændur og barnabörn. Þar kynntist
hann ævintýralegum sagnaheimi
sem átti eftir að hafa mikil áhrif á
líf hans og starf. Amma hans og
frænkur sögðu honum töfrandi sög-
ur og ævintýri þar sem ekkert var
ómögulegt, hversu fáránlegt sem
Gabriel Garcia Márquez.
Umsjón
Elías Snæland Jónsson
það annars hljómaði í mælikeri
veruleikans.
Hann hóf nám í lögfræði, gaf það
upp á bátinn, fór að selja alfræði-
orðabækur en settist síðan að í Bo-
gotá, höfuðborg landsins, og gerðist
blaðamaður. Þegar hann fór á nýjan
leik til Aracataca til að fylgja ömmu
sinni til grafar ákvað hann að ger-
ast rithöfundur.
Og Márquez leitaði til æskuár-
anna að efnivið. „Ég held að það sé
ekki ein einasta lína í öllum mínum
bókum sem ekki tengist á einhvern
hátt barnæsku minni,“ sagði hann í
blaðaviðtali. „Eg hef lifað á endur-
minningum mínum allt mitt líf. Og
ég hugsaði sem svo: fyrst amma mín
gat sagt mér ævintýralegar, yfirn-
áttúrulegar sögur og ég trúði þeim,
af hverju ekki að skrifa á sama
hátt?“
Býr í Mexíkóborg
Hann sló sem kunnugt er í gegn
sem rithöfundur með skáldsögunni
„Hundrað ára einsemd". Viðbrögðin
komu honum sjálfum á óvart: „Það
var eins og sprenging," segir hann.
Sagan seldist í milljónum eintaka,
var þýdd á fjöldamörg tungumál og
hlaut almenna viðurkenningu sem
sígilt verk. Og nóbelsverðlaunin
fylgdu í kjölfarið árið 1982.
í viðtölum játar Márquez að hafa
óttast áhrif þeirra verðlauna á rit-
störf sín. Hann var sammála þeirri
fullyrðingu að enginn rithöfundur
hefði skrifað almennilegt skáldverk
eftir að hafa hlotið verðlaunin. Það
sannaðist þó ekki á honum. Meðal
þeirra skáldsagna sem hann hefur
ritað síðan er „Ástin á tímum kóle-
runnar", sem hann fullyrðir sjálfur
að sé besta verk sitt.
Márquez býr í Mexíkóborg ásamt
konu sinni, Mercedes Baracha, sem
hann varð ástfanginn af á ung-
lingsárum; hann bað hennar fyrst
þegar hann var þrettán ára. Þau
giftu sig árið 1958 og hann kveðst
eiga henni mikið að þakka: „Ég hef
getað helgað mig ritstörfunum af
því að Mercedes hefur borið allan
umheiminn á herðum sér. Hún sér
um símann, skuldirnar, bréfaskrift-
irnar og fjármálin."
Metsölukiljur
Bandaríkin
Skáldsögur:
1. Stephen Klng:
The Green Mile: The Two Dead Girls.
2. Mary Higgins Clark:
Let Me Call You Sweetheart.
3. Robert Ludlum:
The Apocalypse Watch.
4. Davld Guterson:
Snow Falling on Cedars.
5. John Grisham:
The Ralnmaker.
6. John Sandford:
Mind Prey.
7. Nora Roberts:
True Betrayals.
8. Maeve Binchy:
The Glass Lake.
9. Willlam Diehl:
Primal Fear.
10 Jane Smiley:
Moo.
11. Anne Rlce:
Taltos.
12. Catherlne Coulter:
The Cove.
13. Josteln Gaarder:
Sophie's World.
14. Anne Tyler:
Ladder of Years.
15. Danielle Steel:
The Gift.
Rit almenns eðlis:
1. Ann Rule:
Dead by Sunset.
2. Mary Pipher:
Revlving Ophella.
3. James Carvllie:
We're Right, They’re Wrong.
4. Helen Prejean:
Dead Man Walklng.
5. Lorenzo Carcaterra:
Sleepers.
6. Thomas Cahlll:
How the Irish Saved Civlllzation.
7. Mary Karr:
The Liar’s Club.
8. Oliver Sacks:
An Anthropologlst on Mars.
9. Thomas Moore:
Care of the Soul.
10. M. Scott Peck:
The Road Less Traveled.
11. B.J. Eadle & C. Taylor:
Embraced by the Llght.
12. Rlchard Preston:
The Hot Zone.
13. Nlcholas Negroponte:
Being Dlgital.
14. Robert Fulghum:
From Beginning to End.
15. Clarlssa Pinkola Estés:
Women Who Run with the Wolves.
(Byggt á New York Times
Book Review)
vísindi
Sniglaeitur gæti orðið að
ýmsum nytsömum lyfjum
Taktmælar til
göngu
Þýskir visindamenn segja að
taktmælar geri Parkinsonssjúkl-
ingum auðveldara um gang. Þeir
komust að þessari niðurstöðu eft-
ir rannsóknir á 22 sjúklingum.
Um eitt prósent allra yfir sextugt
; fá sjúkdóminn.
í bréfi til læknablaðsins
Lancet segja þeir Wolfgang
Enzensberger og Peter Fischer
við Goethe háskólasjúkrahúsið í
Frankfurt aö sjúklingarnir hafi
verið látnir ganga við ýmsar að-
stæður. Þeir gengu óstuddir, við
taktmæli (96 takta á mínútu), við
hefðbundin göngulög, svo eitt-
hvað sé nefnt. Taktmælirinn
gerði sjúklingunum kleift að taka
lengri og styrkari skref. Ekki
gekk jafn vel hjá þeim sem gengu
við tónlist.
Ekki framar
risaeðlur
Þeir sem ala með sér þann
draum að sjá risaeðlur einhvern
Itíma æða um jörðina meðal okk-
ar ættu að láta af slíkum draum-
órum hið snarasta því svo mun
tæpast verða. Vísindamenn í
Bandarikjunum og Þýskalandi
segja að mjög litlar likur séu á
því að hægt verði að ná lífvæn-
legu DNA erfðaefni úr steingerv-
ðum leifum risaeðla. Niðurstöð-
ur rannsókna þeirra útiloka þó
ekki að hægt sé að ná fornu DNA
út forsögulegum skordýrum sem
hafa varðveist í rafi.
Umsjón
Guðlaugur Bergmundsson
Eitur úr banvænum hita-
beltiskeilusniglum gæti orðið vís-
indamönnum að liði við þróun lyfja
gegn kvillum af ýmsu tagi, allt frá
óreglulegum hjartslætti til floga-
veiki, að því er líffræð-
ingar segja í nýjasta
hefti tímaritsins Nat-
ure.
Sniglarnir sem hér
um ræðir eru hægfara
og purpurarauðir að lit
og þeir nota baneitrað
„hanastél" þriggja mis-
munandi eiturtegunda
til að lama fórnarlömb
sín og drepa.
Sniglar þessir halda
til í lónum á hitabeltis-
svæðum og eru ekkert
ósvipaðir venjulegum
brekkusnigli í útliti.
Þeir eru allt frá 2,5 til 5
sentímetra langir og af
þeim eru um fimm
hundruð mismunandi tegundir.
Sniglarnir éta orma, aðra snigla
eða, eins og purpurarauði keilusnig-
illinn, fisk. Keilusnigillinn notar
„einnota" tönn til að sprauta ban-
vænu eitrinu I fórnarlambið.
„Gott bit veldur algjörri lömun
nær samstundis og henni fylgja síð-
an miklir vöövakrampar," skrifar
líffræðingurinn Baldomero Olivera
við háskólann í Utah í tímaritið
Nature.
Sniglarnir nota viðkvæma blöndu
þriggja eiturtegunda á fiskana sem
frjósa samstundis áður en krampi
gagntekur síðan vöðva þeirra.
Vísindamennirnir segja að þróun
eiturs geti byggst á því hversu vel
rándýrið getur haldið í bráð sína.
Þannig hafi sæsnákur til dæmis
gott tangarhald á bráð sinni og
þurfi því aðeins eina eiturtegund.
Douglas Steel, sem stundar rann-
sóknir á eitri í tilraunastofu Oliver-
as, segir að niðurstöður rannsókn-
anna gætu haft mikla þýðingu fyrir
lyfjafyrirtæki.
„Við lítum á þetta allt sem hugs-
anleg ný lyf,“ segir Steel. „Það eru
þegar hafnar tilraunir á sjúklingum
með eitri úr einum keilusnigli. Það
stöðvar kalsíumflæði í frumum. Það
er notað við meðferð á sjúklingum
sem þjást af miklum sársauka."
Steel segir að vegna þess hve sér-
tæk verkun efnisins sé þrói sjúk-
lingar ekki með sér þol gagnvart
þvi. Þá gagnist sami skammturinn
af því í langan tíma, ólíkt
því sem gerist með
ávanabindandi efni.
„Það sem er áhugavert
er að til eru rúmlega
fimm hundruð tegundir
svona snigla. Engir tveir
þeirra búa til sömu eit-
urblönduna. Við erum
að tala um þúsundir og
aftur þúsundir af mis-
munandi sameindum
sem kunna að vera að
störfum í líkamanum
eða í heilanum," segir
Steel.
Hann segir að flestar eit-
urtegundirnar hafi til-
hneigingu til að verka á
efni sem stjóma örvun
frumunnar. Þær mundu því vera
mikilvægar fyrir heilafrumur og
frumur í hjartanu.
„Það kynni að vera hægt að
stjórna flogaveiki með þessum efn-
um, eða óreglulegum hjartslætti,"
segir Douglas Steel.
Mannskepnan hefur lengi notaö
dýraeitur. Til dæmis var eiturefnið
curare eitt fyrsta deyfilyfið sem
skurðlæknar notuðu en það er fram-
leitt af froskategund einni í Suður-
Ameríku og hefur lamandi áhrif á
vöðvana.
Alheimurinn
yngdur upp
Stjarnvísindamenn sem rýndu
upp í ómælisvíddir himingeims-
ins með Hubble geimsjónauk-
anum hafa komist að því að al-
heimurinn kunni að vera mörg-
um milljörðum ára yngri en
hingað til hefur verið talið.
Tveir aðskildir hópar vísinda-
manna komust að mismunandi
niðurstöðum. Annars vegar að
I alheimurinn væri 9-12 milljarða
ára gamall og hins vegar aö hann
væri 11-14 milljarða ára gamall.
Til þessa hefur verið talið að al-
heimurinn væri 15-20 milljarða
; ára gamall.
Þetta gerir það að verkum að
endurskoða verður aldur fasta-
j stjarnanna. Sérfræðingar hafa
talið þær elstu þeirra vera 12-16
jj milljarða ára gamlar.
Kófdrukknir
hamstrar
Vísindamenn við Harvard há-
skólann í Bandaríkjunum rann-
saka nú meðferð við alkóhólisma
með aðstoð drukkinna gull-
Ihamstra frá Sýrlandi. Þegar dýr-
in eiga að velja milli skálar með
hreinu vatni annars vegar og
skálar með vatni og áfengi hins
vegar velja þau ávallt áfengis-
Iskálina.
Þegar hömstrunum var gefin
jurtin Radix pueariae minnkaði
löngun þeirra til að drekka
áfengi um helming og þeir þjáð-
ust ekki af neinum aukaverkun-
um. Vísindamenn hafa nú ein-
angraö tvö efni, daidzin og
daidzein, sem líklegast bera
ábyrgð á þessum jákvæðu eigin-
; leikum jurtarinnar.