Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.1996, Side 14

Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.1996, Side 14
14 LAUGARDAGUR 18. MAÍ 1996 T>V Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjóri: JÓNAS KRISTJÁNSSON Aðstoðarritstjóri: ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL STEFÁNSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLT111, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI 14,105 RVÍK, SIMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 6272. Áskrift: 800 6270 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Ritstjórn: dvritst@centrum.is - Auglýsingar: dvaugl@centrum.is. - Dreifing: dvdreif@centrum.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 461 1605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Filmu- og plötugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverð á mánuði 1700 kr. m. vsk. Lausasöluverð 150 kr. m. vsk., helgarblað 200 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Lærum af ísfirðingum Stjórnmálamenn gömlu flokkanna og nýrra samfylk- inga gömlu flokkanna á sameinuðum ísafirði eru ekki verri en aðrir stjórnmálamenn í landsmálum eða sveit- arfélagamálum þjóðarinnar. Samt eiga þeir skilið rass- skellingu fönklistans í kosningunum um síðustu helgi. Eins og aðrir hefðbundnir stjórnmálamenn í landinu eiga þeir gömlu ekkert erindi í valdastóla. Þeir eru hug- myndafræðilega innantómir framagosar eins og aðrir hefðbundnir stjórnmálamenn í landinu. Þeir eru gamal- kunna tegundin, sem hefur gert þjóðina fátækari. Við hressumst við að sjá ungt framhaldsskólafólk skáka hinum hefðbundnu stjórnmálaflokkum og nýjum samfylkingum þeirra. Við spyrjum, hvað sé hægt að gera á landsvísu, úr því að hægt er að ná mörg hundruð manna stuðningi og tveimur bæjarfulltrúum á ísafirði. íslenzkir kjósendur hafa hagað sér aumlega á undan- fórnum áratugum. Þeir hafa vísvitandi kosið yfir sig öm- urlega gasprara og vilja gera einn slíkan að forseta lýð- veldisins. Sigur fönklistans á ísafirði er ljós í þessu sam- einaða svartnætti kjósenda og stjórnmálamanna. Oftast hefur ástandið verið svo slæmt, að menn and- varpa og segja ekkert geta bjargað þjóðinni, nema skipt verði um kjósendur fyrst. Raunar er ótrúlegt, hvað ís- lenzkir kjósendur hafa leyft stjórnmálaflokkum og póli- tíkusum að komast upp með áratugum saman. Við erum að dragast aftur úr nágrannaþjóðunum og stéttaskipting er um leið að aukast innanlands. Fólk hef- ur í vaxandi mæli verið að flýja til útlanda frá lágtekjun- um og stéttaskiptingunni, sem hér á landi stafa eingöngu af mannavöldum, en ekki af slökum gæðum landsins. Eymdarbotn landsins er í sölum Alþingis, þar sem leikarar fara hamförum í ræðustóli, láta eins og þorps- fífl, semja ferskeytlur og haga sér eins og þeir séu ger- samlega úr sambandi við umhverfið. Þeir blaðra klukku- stundum saman án þess að finna kjarna neins máls. Á Alþingi og i ríkisstjórn er talað um allt milli himins og jarðar og samdar um það ferskeytlur, en hvergi minnst orði á neitt sem máli skiptir, svo sem viðbrögð íslendinga við óðfluga efnahagssamruna Evrópu og um stöðu landsins í breyttri heimsmynd 21. aldar. Þegar tölvur og sími eru að búa til nýja tegund af upp- lýsingaþjóðfélagi og framleiða óendanlega athafnamögu- leika á nýjum sviðum, efna stjórnmálamennirnir til hverrar nefndarinnar á fætur annarri til að skoða málið og framleiða um það doðrant á doðrant ofan. Ekkert skortir á umfjöllun um upplýsingahraðbraut- ina, nema að ráðherrar yrki um hana fleiri ferskeytlur. Hins vegar er ekki gert það, sem gera þarf. Ekki er séð um, að bandvídd þessarar brautar sé á hverjum tima mun rýmri en sem svarar notkun líðandi stundar. Núverandi stjórnmálamenn eru upp til hópa ófærir um að búa þjóðina undir 21. öldina. Hingað til hefur ver- ið talið, að þetta væri tröllheimskum kjósendum að kenna, umbjóðendum stjórnmálamanna. En glætan frá ísafirði sýnir, að kjósendum er ekki alls varnað. íslenzkir kjósendur þurfa að læra af ísfirðingum. Þeir þurfa að muna eftir pólitískum afglöpum umboðsmanna sinna og byrja að rjúfa sauðtryggð sína við hina hefð- bundnu stjórnmálaflokka og forustumenn þeirra. Þeir þurfa að fara að gera tilraunir í stjórnmálum. Þegar búið er að skipta út stjórnmálaflokkunum og pólitikusunum er loksins komin forsenda þess, að unnt verði að lifa vel í landinu á 21. öldinni. Jónas Kristjánsson Aðþrengt forsetaefni grípur Fyrir rúmri viku birti skoðana- könnunarstofnun Louis Harris niðurstöðu af könnun á stöðu væntanlegra frambjóðenda stóru flokkanna í Bandaríkjunum í for- setakosningunum í nóvember. Hún var á þá leið að fylgi Bills Clintons forseta, fyrirsjáanlegs merkisbera demókrata, væri næstum tvöfalt á við það sem skipar sér um Bob Dole, sem sam- kvæmt forkosningum á visa tiln- efningu repúblikana til forseta- framboðs. Af þeim sem afstöðu tóku voru 64 af hundraði hlynntir Clinton en aðeins 31 af hundraði stóð með Dole. Þessi úrslit í skoðanakönnun eru rækilegasta staðfestingin til þessa á því stjórnmálaástandi í Bandaríkjunum sem birst hefur í margs konar myndum síðustu mánuði. Clinton forseti hefur rifið sig upp úr fylgislægð undanfar- inna missera en Repúblikana- flokkurinn er í fylgiskreppu með- al þess kjósendahóps sem úrslit- um ræður í kosningum. Eins og endranær þegar á móti blæs í stjómmálum hafa komið upp erjur innbyrðis hjá repúblikönum út af því hverjum helst sé um að kenna mótgangur- inn í almenningsálitinu. Sér í lagi hefur Dole sætt ákúrum fyrir að reka slæglega baráttu, hafa óljós stefnumið og kunna ekki að ná til almennings með málflutning sinn. Einkum hefur Dole verið legið á hálsi fyrir að helga sig allt of mik- ið starfi leiðtoga meirihluta repúblikana í Öldungadeild þings- ins. Bragðvísi við meðferð mála og útsjónarsemi við óhjákvæmi- legar málamiðlanir á þeim vett- vangi séu ekki þeir eiginleikar sem mest þörf sé á til að afla vænt- anlegu forsetaefni alþýðuhylli. Margir frammámenn repúblik- ana hafa því um skeið lagt að Dole að afsala sér leiðtogahlutverkinu fyrir þingflokkinn til að geta beitt sér betur i undirbúningi raun- verulegrar kosningabaráttu. Nú hefur Dole brugðist við þessum óskum með því að lýsa yfir að hann hafi ákveðið að segja af sér þingsetu að fullu og öllu og ein- beita sér þaðan í frá að því að koma málstað sínum á framfæri við bandarísku þjóðina. En þá á eftir að greina frá því í einstökum atriðum hver sá mál- staður á að vera. Almenn óánægja með Repúblikanaflokkinn stafar einmitt af því að honum hefur með málatilbúnaði á þingi og mál- flutningi forsetaefna í nýafstað- inni forkosningabaráttu tekist að koma sér út úr húsi hjá veruleg- um hluta þeirra kjósenda sem ómissandi eru, eigi flokkurinn að geta gert sér vonir um sigur í for- setakjörinu í nóvember. Dæmigerðir fyrir þá frammá- til örþrifaráðs Erlend tíðindi Magnús Torfi Ólafsson menn sem komið hafa óorði á Repúblikanaflokkinn eru Newt Gingrich á þingi og Pat Buchanan meðal keppinauta Dole um til- nefningu í forsetaframboð. Eftir þingkosningar 1994, þegar repúblikanar urðu í meirihluta í báðum þingdeildum í fyrsta skipti í næstum hálfa öld, taldi Gingrich, leiðtogi flokksins í Fulltrúadeild- inni, sér alla vegi færa og boðaði byltingu í bandarískum þjóðfé- lagsháttum. Nú telst hann óvin- sælastur bandarískra stjórnmála- manna. Skrá um löggjafarmálefni, sem Gingrich skírði „Sáttmála við Bandaríkin", hefur ýmist runnið út í sandinn eða reynst illa þokk- uð af almenningi, einkum niður- skurður á fé til skólamála og um- hverfismála. ítrekuð lokun rikis- stofnana vegna fjársveltis af völd- um þingmeirihlutans hefur komið repúblikönum í koll. Á síðastu vikum hefur vart ann- ar stjórnmálaviðburður verið rúmfrekari í bandarískum fjöl- miðlum en hvernig Alfonse D’Amato, öldungadeildarmaður frá New York, tók í hnakkadramb- ið á Gingrich og Buchanan. D’Amatao er einhver áhrifamesti stuðningsmaður Dole á þingi og átti mestan þátt í að tryggja hon- um yfirburðasigur í forkosning- um í New York. Að dómi D’Amatos eru repúblikanar vísir til að bíða af- hroð í nóvember, fái mann eins og Gingrich og Buchanan að móta mynd flokksins í almenningsálit- inu. Kallar hann þá og þeirra nóta „heimspekilega erkiklerka“ vegna hugmyndafræðilegrar mótunar á málflutningi hópsins. Árásir Buchanans á konur, svertingja og samkynhneigða séu óþolandi fyrir flokkinn og hann ætti sem minnst að fá að koma fram á flokksþing- inu í ágúst. Bob Dole á því verk fyrir höndum ef hann á að sýna sigurstranglegan flokk í sjónvarpi frá því þingi. Dole hefur sætt ákúrum fyrir að reka slælega baráttu, hafa óljós stefnumið og kunna ekki að ná til almennings með málflutning sinn. skoðanir annarra____________________r>v Jafnvægi nauösynlegt í „Það er nauðsynlegt aö finna jafnvægi á milli I þess að gæta efnahagslegra hagsmuna Bandaríkj- : anna og beita viðskiptaþvingunum til þess að hafa I áhrif á hegðun Kína. Bandarísk fyrirtæki hagnast á : viðskiptum við Kína og viðskiptin skapa atvinnu. I En þau styrkja einnig stjórnvöld sem brjóta mann- I réttindi á þegnum sínum, kúga nágranna sína og c grafa undan stefnu Bandaríkjanna í vopnaeftirlits- * málum með því að selja parta í kjarnavopn til ann- I arra ríkja.“ Úr forystugrein New York Times 13. maí. Aukið bil milli ríkra og fátækra I „Munurinn milli ríkra og fátækra í Noregi vex aug- ljóslega. Áður óbirtar tölur frá Hagstofu sýna að frá I því að Gro tók við völdum 1986 hefur munurinn milli ríkra og fátækra aukist á hverju ári. Tölumar sýna að árið 1986 voru nettótekjur 10 prósent þeirra heimila sem fátækust voru 4,1 prósent af heildar- tekjunum. Árið 1994 voru nettótekjumar 2,9 pró- sent.“ Úr grein í Dagbladet 14. maí. Áhyggjur vegna flugslysa „Hið hræöilega flugslys í Everglades í Flórída hef- ur gefið tilefni til nýrra, alvarlegra áhyggjuefna. Eftir að hafa rannsakað ValuJet flugfélagið í nokkra mánuði skrifaði blaðamaðurinn Elizabeth Marchak í Cleveland að óhöpp hjá flugfélaginu væru að minnsta kosti fjórum sinnum fleiri en hjá þremur stærstu félögunum, United, American og Delta. Hefði það ekki átt að vera tilefni til aðgerða?“ Úr forystugrein Washington Post 15. maf.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.