Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.1996, Síða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.1996, Síða 19
r enning LAUGARDAGUR 18. MAI 1996 Bændur GIRÐINGAREFNI í ÚRVALI MR búðin • Laugavegi 164 Símar: 551 1125 • 552 4355 • Fax: 581 4450 19 Áskell Másson Tónlistarhátíðinni ErkiTíð ’96 lauk um þarsíðustu helgi með söngtónleik- um á Sóloni íslandusi þar sem flutt voru verk íslenskra tónskálda. Á fimmtudeginum voru haldnir kammertónleikar þar sem nemendur Tónlist- arskólans í Reykjavík fluttu verk íslenskra höfunda. Fullt var út úr dyrum á þeim tónleikum og sérlega ánægjulegt að vitna hve mikill áhugi virðist vera hjá unga fólkinu á nýrri innlendri tónlist, enda skein einbeitingin úr andlitum flytjendanna og var margt mjög vel gert hjá þessum framtíðartúlk- endum okkar í tónlistinni. Á föstudagskvöldið voru síðan tónleikar þar sem Caput-hópurinn flutti þrjú verk jafnmargra höfunda. Fyrst er þar að telja Impromtu fyrir klarí- --------------------------------- nettu og strengjasveit eftir ítalska TÁnlig'l tónskáldið Aldo Clementi. Þetta er I OllIISl fremur hæglát og líðandi tónlist að yf- — irbragði en þar fléttast í þykkum vefnaði kontrapunktískar línur, sem, eins og hent var á í umræðum sem fram fóru eftir tónleikana, minna nokkuð á sönglínur í ítölskum óperum. Síðan var flutt verkið Grand Duo Concertante III: Opnar dyr, eftir Atla Heimi Sveinsson, sem hann samdi á síðasta ári. Það voru þeir Kolbeinn Bjamason og Guðni Franzson sem léku verkið ásamt tónbandi. Verkið er í fjórum þáttum og a.m.k. titillinn er fenginn að láni hjá meistara Schumann. Mars konar hljóð koma við sögu á tónbandinu og eru þar nokkuð áberandi barnshljóð, bæði hjal og grátur. Þriðji þátturinn er hárytmískur, þar sem hljóðfærin og tónbandið skiptast stöðugt á köllum og reynir hann töluvert á flytjendurna. Áður en verkinu lauk lék m.a. höfundurinn nokkra hljóðláta moll- hljóma með og var síðan sem verkið fjaraði út. Flutningur þessara verka var í alla staði frábær, hvorki meira né minna, og átti það einnig við um síðasta verkið en það er eftir Danann Lars Graugaard og heitir Tongues Evrobed, skrifað á síðasta ári fyrir bassaflautu, gítar, píanó, slagverk, fiðlu og selló. Þetta verk er einstaklega dimmtónað og málað dökkum litum, er yfirleitt hægt og liðandi en verður undir lokin kröftugar upphrópanir eftir allmörg tremolando sem risa og hníga í styrk. Eftir einleik á pákm- með berum höndum endar verkið á hljómum leiknum af öllum hópnum. Aðstandendum ErkiTíðar ’96 er hér með bæði þakkað og óskað til ham- ingju með gott og ánægjulegt framtak, vonandi verður þessi hátíð regluleg- ur listviðburður hér í höfuðborginni. Caput-hópurinn var meðal þeirra sem komu fram á tónlistarhátíðinni ErkiTíð '96 á dögunum. SÍÐUMÚLA 2 • SÍMI 568 9090 • OPIÐ LAUGARDAGA AKAI FISHER GRUnDIG HITACHI KDL5TEF Schneider TEtiSAÍ LiMiTEO GEORGE MICHAEL , ____________ OLDER__tllDOU í eina viku réttverð 1899 tilboðsverð 1499 17. maí - 24. maí S K-Í F A N KRiniGLUMMI (OPIÐ VIRKA DAGA TIL 21:00, LAUGARDAGA OG SUNNUDAGA TIL 18:00) S. 525 5030 STÓRVERSLUN LAUGAVEGI 26 (OPIÐ ALLA DAGA TIL 22:00) S. 525 5040 • LAUGAVEGI 96 S. 525 5065

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.