Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.1996, Síða 23
: LAUGARDAGUR 18. MAÍ 1996 menmng
Hindemith
Meðal þekktustu og áhrifamestu
tónskálda á fyrri hluta þessarar ald-
ar var þýska tónskáldið Paul Hinde-
mith (1895-1963). Hann var mjög af-
kastamikið tónskáld og samdi m.a.
mörg hljómsveitarverk af ýmsu
tagi. Merkilegur þáttur í starfi
Hindemiths voru ýmis verk samin
fyrir áhugamenn í hljóðfæraleik og
nemendur. Með
því reyndi hann
að ná til nýrra
hópa tónlist-
arunnenda og iðk-
enda og barðist
með því gegn
þeirri tilheigingu sem hann þóttist
verða var við að fögur tónlist ein-
angraðist hjá menningarlegri há-
stétt. Eftir síðari heimsstyrjöld fór
Hindemith úr tísku. Tónlist hans
þótti of hefðbundin í stíl til þess að
eiga upp á pallborðið hjá hinum rót-
tæku serialistum sem þá réðu ríkj-
um í nýrri tónlist. Nú hefur serial-
isminn ýst til í straumi tímans og á
síðustu áratugum hafa fjölbreytt
viðhorf verið uppi sem m.a. hafa
birt mönnum sýn til allra átta og
einnig aftur í hinn forna arf. Við
þessar aðstæður hafa menn getað
aftur notið framlags Hindemiths og
veitt honum þann sess sem hann á
skilið.
í hljómdiskaverslunum er fáan-
legur diskur sem nefnist Paul
Hindemith, Orchestral vorks. Þar
leikur Queensland Symphony
Orchestra undir stjórn Werners A.
Alberts ýmis hljómsveitarverk eftir
tónskáldið. Þótt verk Hindemiths
hafi hljómað gamaldags í eyrum
serialista verður með engu móti
sagt að þau séu ekki frumleg.
Stefræn úrvinnsla og hefðbundin
form eru að sönnu áberandi í verk-
um hans en hvort tveggja með-
höndlar hann þó á einkar persónu-
legan hátt. Þá er hljómfræði hans
mjög sjálfstæð. Hindemith var ágæt-
ur hljóðfæraleik-
ari sjálfur og set-
ur það svip á
verkin. Segja má
að þau séu spil-
aramúsík í þeim
skilningi að þau
sýna mikinn skilning á list hljóð-
færaleikarans.
Meðal ágætra verka á diski þess-
um má nefna Nobilissima Visione,
hljómsveitarsvítu við ballett byggð-
um á lífi heilags Franz frá Assisi og
Philharmonic Concerto, tilbrigði
fyrir hljómsveit við stef eftir
Hindemith sjálfan. Þetta verk sýnir
vel færni Hindemiths í hljómsveit-
arútsetningum. Þá má nefna
Symphonic Metamorphoses sem
einnig er balletttónlist. Þetta er eitt
þekktasta verk Hindemiths og mik-
ið flutt um allan heim. Það byggist
á stefjum eftir Carl Maria von
Weber.
Flutningur Queenslands hljóm-
sveitarinnar á verkum þessum er
yfirleitt góður þótt heyra megi
snurður á stöku stað. Hljómsveitin
er áströlsk og sýnir að þeir andfætl-
ingar okkar geta látið til sín taka í
flutningi á fagurri tónlist.
Tónlist
Finnur Torfi Stefánsson
PFAFF
Sauma- og Pijónavéla
Sýning
AÐ GRENSASVEGI 13
Guðbjörg Anfonsdóttir
Fatahönnuður
kynnir nýju 7570 saumavélina
ósamt
Júlíu, Erling og Magnúsi.
með7570
vélinni getor þú saumað ra.a. kiossaum,
bútasaum, útsaum, applikerað auk þess
að sauma öll þau spor sem þari til
aðsauma nœstumallt!!!
Þórunn
kynnir okkar
frábæru passap
prjónavélar
verðui með sýnishom a og pruíui
19 md. kl.12.00 til 17“
PFAFF
GRENSÁSVEGI 13 SÍMI 533 2222 FAX 533 2230
23
Guðrún Pétursdóttir og Ólafur Hannibalsson hitta
stuðningsmenn og aðra áhugasama í Gyllta salnum,
Hótel Borg, sunnudaginn 19. maí kl. 20.30.
Kynnir verður Einar Thoroddsen læknir. Éj . v
Örstutt ávörp flytja Lára V. Júlíusdóttir
lögfræðingur, Sigurður Guðmundsson læknir
og Sigríður Halldórsdóttir húsmóðir.
Skáldin Ingibjörg Haraldsdóttir og Thor Vilhjálmsson lesa ljóð
Helga Þórarinsdóttir lágfiðluleikari flytur ljúfa tóna.
Jórunn Viðar og Lovísa Ljeldsted leika saman á píanó og selló.
Valgeir Guðjónsson tekur lagið.
Borgardætur skemmta með söng.
Aðgangur ókeypis og allir velkomnir svo lengi sem húsrúm leyfir!
Húsið verður opnað kl. 20.