Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.1996, Page 26
26
tónlist
•k k
LAUGARDAGUR 18. MAI1996
Topplag
Killing Me Softly gæti orðið
eitt af vinsælli lögum ársins ef
heldur fram sem horfir. Lagið er
búið að vera sjö vikur á lista,
þar af sex vikur í toppsætinu.
Þetta er endurgerð gamals lags
Robertu Flack frá árinu 1973.
Hástökkið
Hástökk vikunnar á hin
fræga írska hljómsveit, Cran-
berries, með lag sitt, Saivation.
Dolores O’Riordan og félagar
voru í 33. sæti í síðustu viku en
stökkva upp í það tíunda í þess-
ari viku.
Hæsta nýia lagið
Hæsta nýja lagið á hljómsveit-
in Nonchalant með lag sitt 5
O’clock. Það lag kemur beint inn
i 26. sæti listans í fyrstu viku
sinni.
Oasis illir
Liðsmenn og aðstandendur
Oasis eru rasandi þessa dagana
út í lögregluna í Manchester. Og
sama er reyndar að segja um
marga fleiri, þar á meðal örygg-
ismálayfirvöld í borginni. Til-
efnið er tvennir tónleikar sem
Oasis hélt á Main Road leik-
vanginum fyrir nokkru þar sem
færri komust að en vildu. Og
sökum mikillar aðsóknar urðu
þúsundir aðdáenda að láta sér
lynda að híma utan valiar og
hlusta á dýrðina úr fjarska.
Ýmsir í þessum hópi voru afar
óánægðir með þetta hlutskipti
og gengu í skrokk á nærstödd-
um, rændu þá og rupluðu. Brut-
ust út mikil ólæti og lögreglan
réð ekki við neitt enda mjög fá-
liðuð. Talsmenn Oasis og fleiri
hafa gagnrýnt lögregluyfirvöld
harðlega fyrir þetta og er málið
í rannsókn.
LaToya skilin
Ekki er efn báran stök hjá
Jackson-slektinu því litla systir
Michaels, óþekktaranginn
LaToya Jackson, er að skilja,
rétt eins og stóri bróðir. Hún var
gift umboðsmanni sínum, Jack
nokkrum Gordon, sem að henn-
ar sögn hefur iðulega barið hana
eins og harðflsk.
Hli ififll
/ V \
í boði
á Bylgjunni á laugardag kl. 16.00
vikuna IÍí.Tí. -
24.5
I ÞESSI VIKA SÍÐASTA VIKA FYRIR 2 VIKUM VIKUR Á LISTANUM TOpp 4f{j
1 1 1 7 ...6. VtKANR. 1— KILLING ME SOFTLY FUGEES
2 2 2 7 LEMON TREE FOOL'S GARDEN
qr: 5 9 4 BREAKFAST AT TIFFANY'S DEEP BLUE SOMETHING
4 3 3 5 I REALLY LOVED HAROLD EMILIANA TORRINI
JE 9 - 2 READY OR NOT FUGEES
6 4 7 5 BECAUSE YOU LOVED ME CELINE DION
(D 10 11 4 CAN'T GET YOU OFF MY MIND LENNY KRAVITZ
8 6 6 6 1,2,3,4 (SUMPIN' NEW) COOLIO
|T 25 - 2 OLD MAN & ME (WHEN I GET TO HEAVEN) HOOTIE & THE BLOWFISH
33 40 3 ... HÁSTÖKK VHOJNNAR... SALVATION CRANBERRIES
11 8 8 7 FIRESTARTER PRODIGY
18 23 6 FASTLOVE GEORGE MICHAEL
13 7 4 6 STUPID GIRL GARBAGE
14 24 24 3 THREE IS A MAGIC NUMBER BLIND MELON
15 19 28 4 RETURN OF THE MACK MARK MORRISON
16 16 - 2 IT'S RAINING MAN WEST END GIRLS
17 11 15 3 L'OMBELICO DEL MONDO JOVANOTTI
(18 ; 40 - 2 DOIN'IT LL COOL J
ÍT) 13 13 8 YOU DON'T FOOL ME QUEEN
20 20 20 4 I WILL SURVIVE CHANTAY SAVAGE
21 12 14 7 GAS FANTASÍA OG STEFÁN HILMARSSON
22 15 26 5 SWEET DREAMS LA BOUCHE
23 17 25 5 PIU BELLA COSA EROS RAMAZZOTTI
24 21 22 5 GIVE ME A LITTLE MORE TIME GABRIELLE
25 28 - 2 DIZZY SPOON
&) is m ' ... NÝTTÁ USTA ... 5 O'CLOCK NONCHALANT
27 EX 1 THE ONLY THING THAT LOOKS GOOD BRYAN ADAMS
36 I 37 3 SOMETHING DIFFERENT SHAGGY
| NÝTT SILENT WINGS TINA TURNER
30 30 32 4 MISSION OF LOVE SIX WAS NINE
31 31 - 2 SATURNUS VINIR VORS OG BLÓMA
32 22 12 6 DEAD MAN WALKING BRUCE SPRINGSTEEN
33 34 - 2 ALWAYS BE MY BABY MARIAH CAREY
34 37 - 2 SINGIN IN THE SUN VIRIDIAN GREEN
35 29 39 4 JOURNEY PAPA DEE
36 14 5 4 X-FILES DJ. DADO
Jlí NÝTT CECILIA SUGGS
JD 39 I ~ I 2 BEFORE PET SHOP BOYS
ísn NÝTT 1 YOU SHOULD BE DANCING E. SENSUAL
jA NÝTT 1 YOU STILL TOUCH ME STING
Jackson-fjöl-
skyldan í vanda
Jackson-familían getur vart á
heilli sér tekið þessa dagana því
útlit eru fyrir að dagblað í Suð-
m-- Kóreu ætli sér að hirða
Encino- búgarðinn í Kaliforníu
af henni. Málavextir eru þeir að
blaðið Segye Times borgaði
Jackson-fjölskyldunni tæpar
400 milljónir króna fyrir tón-
leika með Mikjáli Jacksyni sem
voru síðan aldrei haldnir. Blað-
ið fór í mál vegna samningsrofs
og vann málið. Jackson-hjónin
neituöu að borga og þegar að var
gáð virtust þau hreinlega ekki
eiga neitt sem væri hægt að taka
upp í skuldina. Naskir snápar
blaðsins komust hins vegar að
því að Encino- búgarðurinn
hafði verið fluttur yfir á nafn
Michaels skömmu eftir að for-
eldrar hans töpuðu málinu og
þes'sari eignayfirfærslu ætla
Kóreumennirnir að hnekkja.
Super-gabb
Aðdáenaur bresku hljóm-
sveitarinnar Supergrass voru
heldur beiur dregnir á asnaeyr-
unum fyrir nokkru. Einhverjir
prakkarar gerðu sér það að leik
fyrir nokkru að hengja upp til-
kynningar hér og þar í Oxford
þar sem fólk var beðið að koma
og leika statista í myndbandi
fyrir Supergrass. Var fólk sér-
staklega beðið að koma í klæðn-
aði frá áttunda áratugnum. Und-
irtektir voru feiknagóðar; alls
mættu um 300 manns á svæðið,
margir í múnderingu af skraut-
legasta tagi. Gallinn var bara sá
að þetta var allt saman gabb og
engin Supergrass myndataka að
sjálfsögðu.
Tóbak er hið mesta böl eins
og dæmin sanna. Þetta fengu
hljómsveitin Shed Seven og að-
dáendur hennar heldur betur að
reyna á tónleikum í Edinborg á
dögunum. Sveitin var rétt stig-
in á svið þegar einn liðsmanna
hennar, Rick Witter, kveikti sér
makindalega í sígarettu. Vissu
menn þá ekki fyrri til en bjöll-
urnar gullu, slökkvilið mætti á
staðinn og allir voru reknir út í
snatri. Enginn fannst eldurinn
en Rick kallinn var frekar rjóð-
ur á vangann þegar sveitinn sté
á svið að nýju.
-SþS-
Kynnir: Jón Axel Ólafsson
Islenski listinn er samvinnuverkefni Bylgjunnar, DVog Coca-Cola á Islandi. Listinn er nidurstaða skoðanakönnunar sem er framkvæmd af markaðsdeild DVihverri viku.
Fjöldi svarenda er á bilinu 300 til 400, á aldrinum 14 til 35 ára af öllu landinu. Jafnframt er tekið mið afspilun þeirra á islenskum útvarpsstöðvum. Islenski listinn birtist
a hverjum laugardegi i DV og er frumfluttur á Bylgjunni kl. 14.00 á sunnudögum i sumar. Listinn er birtur, að hluta, i textavarpi MTV sjónvarpsstöðvarinnar. Islenski
listinn tekur þátt i vali “Woríd Chart" sem framleiddur er af Radio Express i Los Angeles. Einnig hefur hann áhrif á Evrópulistann sem birtur er i tónlistarblaðinu Music
& Media sem er rekið af bandariska tónlistarblaðinu Billboard.
GflTT UTVARP!
Yfirumsjón með skoðanakönnun: Hrafnhildur Kristjánsdóttir - Framkvæmd könnunar: Markáðsdeild DV - Tölvuvinnsla:,Dódó - Handrit: Sigurður Helgi
Hlöðversson, Ágúst Héðinsson og Ivar Guðmundsson -Tæknistjórn og framleiðsla: Þorsteinn Ásgeirsson og Þráinn Steinsson - Útsendingastjórn: Halldór Backrr
og Jóhann Garðar ólafsson - Yfirumsjón með framleiðslu: Ágúst Héðinsson - Kynnir: Jón Axel Ólafsson