Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.1996, Síða 34
42 íþróttir
LAUGARDAGUR 18. MAÍ 1996
Ryan Giggs hafði betur í baráttunni
við Ginola á knattspyrnuvellinum
en ekki á meðal kvenþjóðarinnar.
Vinsælustu
„folarnir"
Ryan Giggs, Manchester United og Frakkinn
David Ginola hjá Newcastle eru af bresku kven-
þjóðinni taldir með kynþokkafyllstu leikmönnum
ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu.
Nýverið birti breskt blað umsagnir fimm kvenna
um þá félaga og var samanburðurinn Giggs mjög
óhagstæður. Beradette Hunt hafði þetta að segja:
„Sonur minn styður Man Utd og Giggs er hans upp-
áhaldsleikmaður. Ég er hins vegar mun hrifnari af
Ginola. Giggs hefur barnalegt útlit og er ekki min
týpa. Ginola er mun karlmannlegri. Ef þeir myndu
bjóða mér út að borða mýndi ég þiggja boðið frá
Ginola.“
Breski spjótkastarinn Tessa Sanderson sagði:
„Báðir eru frábærir leikmenn. Ef ég ætti aö velja á
milli stefnumóta með þeim myndi ég velja Ginola.
Við erum að tala um mjög myndarlegan mann þar
sem Ginola er og þessi harði svipur er mun meira
freistandi en bamalegt útlit Giggs.“
Giggs hefúr greinilega færri stig hjá kvenþjóð-
inni en fleiri á stigatöflunni sem máli skiptir í lok
keppnistímabilsins. -SK
Breskar meyjar halda varla vatni þegar
David Ginola er annars vegar. Hann
þykir kynþokkafullur í meira lagi.
Bara talað um
knattspyrnu
- segir Tracey Meville, systir Man. Utd bræðranna
Bræðurnir Phil og
Gary Neville hjá
Manchestér United lifa
fyrir knattspyrnu og það
kemst ekkert annað að
hjá þessum snjöllu leik-
mönnum framtíðarinnar.
Bræðurnir hafa um 900
þúsund krónur í viku-
laun hjá Man. Utd og þeir
búa enn hjá foreldrum
sínum.
Á heimilinu er ekki tal-
að um annað en knatt-
spyrnu. Bræðurnir ræða
vitanlega fátt annað, faðir
þeirra er starfsmaður hjá
Bury og móðir þeirra er
aðstoðarritari hjá 3.
deildar liðinu.
Þriðja barn þeirra
hjóna hefur, þótt ótrúlegt
megi virðast, lítinn
áhuga á knattspyrnu. Það
er tvíburasystir Phils,
Tracey. Hún hefur mátt
þola ýmislegt um dagana
og hefur fengið meira en
nóg af öllu fótboltablaðr-
inu í fiölskyldunni.
Var alltaf látin
leika í markinu
Tracey hefur þetta að
segja: „Þegar ég var lítil
var ég alltaf dregin út að
spila fótbolta með strák-
unum. Það skipti engu
máli hvernig veðrið var.
Og ég var alltaf látin
leika í markinu. í dag er
þetta lítið breytt. Það er
alltaf verið að horfa á fót-
bolta í sjónvarpinu. Ég
varð fljótlega leið á þessu
sem krakki en það bar
engan árangur að malda í
móinn. Það var annað
hvort að láta sig hafa leik
dagsins eða fara í rúmið
og sofa. Vinir mínir fóru
að stríða mér á þessu.
Þeir sögðu að það væri
hægt að gera margt betra
við tímann en að glápa á
fótbolta daginn út og
inn,“ segir Tracey. Og
þrátt fyrir stóru orðin er
orðin breyting á viðhorfi
hennar til knattspyrn-
unnar á síðustu árum.
Stolt af því sem
þeir eru að gera
„Mér finnst skemmti-
legt að fylgjast með þeim
í dag og ég er stolt af því
hvað þeir eru góðir. Það
var alltaf draumur þeirra
að leika með Man Utd og
sá draumur er nú að ræt-
ast. Þeir hafa mikil laun
og ég er ánægð þeirra
vegna og það er aldrei
rígur á milli okkar,“
segir Tracey Neville. -SK
Tracey Neville með bræðrum sínum, Phil til vinstri og Gary. Hún segir að ekki hafi verið talað um annað
en knattspyrnu á heimilinu og hún hafi verið við það að fá nóg. í dag er hún aftur á móti sátt við sitt
hlutskipti innan fjölskyldunnar og segir draum bræðra sinna loks vera að rætast.
Hvað gerist í sumar?
Tími sumaríþróttanna er runninn upp
enn einu sinni. Mörg ár eru siðan knatt-
spymumenn og kylfingar, svo að dæmi séu
tekin, hafa getað undirbúið sig svo snemma
fyrir átök sumarsins. Tíðarfar hefur verið
óvenju gott. Knattspymu- og golfvellir lands-
ins voru orðnir iðagrænir fyrr en nokkum
varði og raunar má segja að hægt hafi verið
að leika golf utan dyra í svo að segja allan
vetur.
Fyrst um knattspyrnuna: Það hefur oft
verið kvartað yfir því að erfitt væri fyrir ís-
lenska knattspyrnumenn að búa sig undir
keppnistímabil. Þetta er rétt og vissulega
hafa knattspyrnumenn okkar verið lengi að
ná sér á strik og komast í svokallaða leikæf-
ingu. Á komandi tímabili ætti þessu að vera
öðruvísi farið. Leikmenn hafa getað æft á
grasi mjög snemma og veðurfar hefur verið
gott. Ef allt er eðlilegt á þetta að skila sér i
mun betri knattspyrnu en boðið hefur verið
upp á síðustu árin.
Vorleikirnir undanfarið, leikir Reykjavík-
urmótsins og Deildabikarsins, hafa margir
hverjir verið mjög góðir. Þeir lofa góöu fyr-
ir komandi tímabil
svo ekki sé meira
sagt. Ég minnist
þess ekki að hafa
heyrt nokkurn
mann minnast á
vorbrag á leik-
mönnum þetta vor-
ið eins og svo oft áður.
Golfið verður skemmtilegt
Keppnistímabil kylfinga er að hefiast. Ein-
stök veðurblíða hefur ekki síður verið
kylfingum landsins kærkomin en knatt-
spyrnumönnum.
Um síðustu helgi var veður mjög ákjósan-
legt til golfiðkunar. Ég fór að grennslast fyr-
ir um golfmót en mér til nokkurrar furðu
komst ég að því að engin golfmót voru á dag-
skrá hjá klúbbun-
um. Þegar ég leit-
aði skýringa á
þessu kom í ljós að
golfklúbbar lands-
ins höfðu ekki
reiknað með marg-
nefndu tíöarfari.
Þegar mótum var raðað niður í vetur var
einfaldlega ekki gert ráð fyrir því að hægt
yrði að halda golfmót á þessum árstíma.
íslandsmótið fer í ár fram í Vestmannaeyj-
um á einum skemmtilegasta og fallegasta
golfvelli landsins. Kylfingar ættu að hafa
komið „vel undan vetri" ekki síður en knatt-
spyrnumenn og menn bíða golfvertíðarinnar
með mikilli óþreyju.
Golfið á meiri
athygli skilið
Að mínu mati er golfið mjög vanmetin
íþrótt hér á landi. Fjölmiðlar sinna grein-
inni ekki sem skyldi og alls ekki vel, ef tek-
ið er mið af tölum í nýbirtu iðkenda- og fé-
lagatali íþróttasambands íslands. Þar kemur
í ljós að þeir íslendingar sem iðka golf eru
aðeins helmingi færri en þeir sem iðka
knattspyrnu. Ef við gefum okkur að fiöldi
iðkenda hverrar greinar eigi að ráða ein-
hverju um umfiöllun fiölmiöla, þá er með
góðu móti hægt að fullyrða að golfið verð-
skuldar meira pláss í íslenskum fiölmiðlum.
íþróttir í vikulokin
- eftir Stefán Kristjánsson