Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.1996, Blaðsíða 33
LAUGARDAGUR 1. JÚNÍ1996
,Gamlir" og „sigraðir" sjúkdómar leggjast á heimsbyggðina á ný:
útlönd
^-
41
Berklar og malaría bana milljónum
Almennt hefur verið talið að
læknavísindi nútímans hafi sigrast
á skæðum sjúkdómum eins og
berklum, malaríu og sótthita sem
lögðust á forfeður vora og lögðu
ófáa þeirra í gröfina. En nýjar tölur
frá Alþjóðaheilbrigðismálastofhun-
inni (WHO) benda til að þessir sjúk-
dómar valdi á ný verulegum usla og
ógni lífi og heilsu milljóna manna
um heim allan. Og ekki nóg með
það heldur hefur gnægð nýrra og
hræðilegra sjúkdóma ógnað mann-
inum. Fyrir utan þekkta sjúkdóma,
eins og alnæmi, hafa komið upp
stökkbreytt afbrigði streptókokka
sem éta hreinlega hold fórnarlamba
sinna, bjöllur eins og E-coli sem
leynast í mat og síðast en ekki síst
ebólaveiran sem mjög hefur verið
fjállað um undanfarin misseri.
Sumir hinna nýju sjúkdóma eru
afurðir nýrrar tækni meðan aðrir
hafa óvænt skotið upp kollinum
eins og væru þeir í hefndarhug eftir
bólusetningar og aðrar aðgerðir
sem ætlað var að útrýma þeim fyrir
fullt og allt. Ástæðan er yfirleitt fá-
tækt, slæm lífsskilyrði eða hreint og
beint hugsunarleysi.
Mannfjölda- og byggðaþróun þar
sem stöðug sókn er inn til borganna
hefur ýtt undir sjúkdóma, en sjúk-
dómar eins og berklar, sótthiti og
kólera þrífast afar vel í yfirfullum
borgum.
Margir læknar óttast mjög líf-
færaflutninga úr dýrum í manneskj-
ur þar sem þær aðgerðir muni or-
saka öldu nýrra og ógnvænlegra
sjúkdóma. Þessa dagana er rekið
mál fyrir dómstólum í London þar
sem skera á úr um hvort vaxtar-
hormón úr líkum, sem notuð hafa
verið til að örva vöxt ungbarna, hafi
orsakað hinn margumtalaða heila-
rýrnunarsjúkdóm sem gengur undir
nafninu Creutzfeld-Jakob. Viövar-
anir sérfræðinga í heilbrigðisnmál-
um verða sífellt háværari.
„Plágueyðir eykur á plágur og
fúkkalyf framkalla tilurð örvera
sem orðnar eru ónæmar fyrir áhrif-
um þeirra lyfja sem fáanleg eru í
dag," sagði Richard Levins, líffræð-
ingur frá Harvard-háskóla, á ráð-
stefnu í Edinborg í apríl.
Lyfin hafa aðeins tafið
Samkvæmt riti bandarísku
læknasamtakanna hefur dánartíðni
af völdum sjúkdóma eins og berkla,
kóleru og lifrarbólguveiru, sem
talið var að tekist hefði nánast að
útrýma, aukist um 58 prósent á
tímabilinu 1980-1992.
„Það kom heilbrigðisyfirvöldum í
opna skjöldu þegar „gamlir" sjúk-
dómar eins og barnaveiki, kólera,
malaría og berklar stungu upp koll-
inum á ný, svo ekki sé talað um al-
næmi, ebólaveiru og her-
mannaveiki," segir Levins.
Læknar um víða veröld
tóku sig saman í upphafi árs-
ins og skrifuðu greinar í
• lækna- og vísindatímarit þar
sem þeir vöruðu við hætt-
unni af smitsjúkdómum. Þeir
sögðu að miklar framfarir í
framleiðslu lyfja hefðu ein-
ungis tafið framþróun hættu-
legra sjúkdóma um stundar-
sakir. Bakteríur, veirur og
sníkjudýr sköpuðu enn gríð-
arlega ógn.
Berklar þykja gott dæmi
um hættuna en þeir urðu
tveimur milljónum manna að
bana á síðasta ári. Berklar
hafa þróast og breyst þrátt
fyrir lyfjakúra, mestmegnis
vegna þess að fólk hefur ekki
klárað kúrinn. Vegna afar
stutts líftíma getur orðið
mjög snör breyting á ýmiss
konar örverum sem valda
sjúkdómum og verða þær
smám saman ónæmar gagn-
vart sýklalyfjum eins og
pensillíni. Þetta er þekkt
vandamál í baráttunni við
berkla, inflúensu og jafnvel
alnæmi. Meðal lausna sem
læknar hafa gripið til er að
gefa fólki blöndu ýmissa lyfja
SMÍTSJUKOOMm I HEIMfNUM
Alþjóöaheilbrigöismálastofnunin (WHO) fer fram á
aukiö fjármagn til baráttunnar viö skæöa
smitsjúkdóma eins og malaríu, kóleru
og berkla sem geisa á ný og valda dauða
WHO metur að smitsjúkdómar hafi orðið 17 milljónum manna að
bana árið 1995, einkum í Afrlku og Suðaustur-Asíu.
Ffumudýrasýking af vðldum örveru
10 BANVÆNUSTU SJÚKDÓMARNIR (1995)
Niðurgangs-
pestir
3,1 millj.
Heilahimnubólga af völdum meninkokka
Berklar
3,1 millj.
1
Malaría
2,1 millj
Lifrarveiru-
bólga B
1,1 mfllj.
HIV/Alnæmi
1 millj.
UTBREIÐSLAOGENDUR
KOMASMITSJÚKDÓMA
Heilabólga sem
-" __ smitast af bjöllum
Bráðasmit
I öndunar-
færum
4,4 millj.
Mislingar
1 millj.
Nýbura-
stífkrampi
500.000
Hringormur og krókormur
165.000
Kíghósti
355.000
Hantaveirulungna-
bólga (af völdum
músahlands)
O
W
Aðrir sjúkdómar
Gula
Blettasótt af
völdum dengue
Barnaveiki
Kólera
Heímild: Atþjóöaheilbrigöismálastofmmin (WHO)
í þeim tilgangi að drepa skaðvald-
inn.
Borgirnar eru hættulegar
heilsunni
En berklar endurspegla einnig
aðra ástæðu þess að „gamlir" sjúk-
dómar ráðast á fólk í auknum mæli
en það eru yfirfullar borgir.
„Borgarsamfélagið er draumur
allra smitbera og einn veikasti
hlekkurinn í vörnum manneskjunn-
ar," sagði Cr. Richard Horton, rit-
stjóri breska læknablaðsins Lancet,
í grein fyrr á árinu. Allt sem berst
auðveldlega milli manna, til dæmis
þegar menn hnerra eða hósta, þrifst
í borgum.
Horton spáir ógurlegum inflú-
ensufaraldri, eins og þeim sem lagði
aö velli um 20 mJJJjónir manna á
árunum 1918-1920. Hann segir að þó
að stríðsrekstur verði tæknivædd-
ari og bani fleiri og tíðni alvarlegra
glæpa aukist muni flestir þeir sem
deyja um aldur fram liggja í valnum
eftir sjúkdóma.
Samkvæmt upplýsingum Alþjóða-
heilbrigðismálastofnunarinnar
urðu bráðasjúkdómar í öndunarfær-
um, eins og lungnabólga og barna-
veiki, 4,3 milljónum manna að bana
í fyrra og hefðbundin niður-
gangspest banaði tæpum 3 miUjón-
um. Hins vegar létust ekki nema
um 500 þúsund manns af völdum al-
næmis.
Svartidauði skýtur upp
kollinum
Hrun kommúnismans í fyrrum
Sovétríkjum hefur hrint af stað
nýrri bylgju þessara sjúkdóma.
Jafnvel svartidauði, sem hrelldi
íbúa Evrópu fyrir mörgum áratug-
um, hefur skotið upp kollinum á af-
mörkuðum svæðum í fyrrum Sov-
étlýðveldum. Alþjóðaheilbrigðis-
Aö nifiurlotum kominn vegna fitu. Heilbrigöisstofnanir í nútímasamfélagi óttast mjög offitu
og afleifiingar hennar sem talifi er afi valdi flófibylgju sjúkdóma verfii ekkert afi gert. Mafiur-
inn á myndinni er um 500 kíló og þjáist af hjartasjúkdómum, samföllnum æfium, vatnsósa
lungum og drepi f holdi. Sfmamynd Reuter
málastofnunin segir að það kosti
um 1,5 miUjarða króna að hindra
framrás sjúkdóma eins og barna-
veiki og kóleru en enginn hefur enn
viJjað útvega slíkt fjármagn.
í Bretlandi þurfti öflugar aðgerð-
ir af hjálfu yfirvalda svo bólusetja
mætti sjö milljónir skólabarna og
koma þannig í veg fyrir mislingafar-
aldur. Foreldrar barnanna, sem
bólusettir voru fyrir langalöngu,
höfðu einfaldlega gleymt að börnum
stafaði hætta af slíkum sjúkdómum.
Ný afbrigði sjúkdóma geta síðan
skotið upp kollinum fyrirvaralaust
og án augljósra skýringa. Gott dæmi
er ebólaveiran sem herjað hefur á
apa og manneskjur á afmörkuðum
svæðum Afríku. Ebólaveiran veldur
ólæknandi blettahitasótt með þeim
afleiðingum að 7 af hverjum 10 fórn-
arlömbum deyja. Læknar spá því að
slíkir sjúkdómar verði æ algengari
því „smærri" sem veröldin verður.
„Við erum ávallt á eftir nýjum
veirum og nýjar veirur munu
halda áfram að skjóta upp
kollinum svo lengi sem við
ferðumst til framandi staða og
iðkum frjálslegt kynlíf," segir
smitsj úkdómafræðingurinn
Lesley Kay.
Að niðurlotum kom-
in vegna fitu
Aö lokum má geta þess að
heilbrigðiskerfið í nútíma-
samfélagi stendur nú frammi
fyrir vandamáli sem líkt er
við meiri háttar farsótt. Þarna
koma eiginlegir smitberar
ekki við sögu þó spáð sé að
þessi vandi muni fara um
samfélagið eins og flóðbylgja.
Þetta er offita sem læknar frá
ýmsum löndum ræddu sér-
staklega á ráðstefnu í
Barcelona fyrir skömmu. Var
niðurstaða læknanna sú að
ofát og offita gæti orðið að
meira heilbrigðisvandamáli
en áður hefur þekkst verði
offita ekki litin alvarlegum
augum og tekið á henni eins
og um hvern annan krónískan
sjúkdóm sé að ræða.
Reuter
Súkkulaðimjólk
er fituskert mjólk
með súkkulaðibragði
- glænýr og spennandi
drykkur.
Súkkulaðimjólkin er
kælivara og alltaf fersk.
Hún er ljúffeng og
svalandi, beint úr
ísskápnum!
Kauptu
Súkkulaði-
mjólkina
í næstu
verslun
- hún er
bragðgóð
og létt!
L