Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.1996, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.1996, Blaðsíða 8
Ételkerinn LAUGARDAGUR 1. JÚNÍ 1996 Börnin taka völdin í eldhúsinu þegar mamma fer í frí: Grænt salat með gras- lauki og rækjuhrísgrjón Flestir krakkar hafa gaman af því að taka til hendinni í eldhúsinu og búa til eitthvert góðgæti fyrir fjöl- skylduna. Nauðsynlegt er að nýta þennan áhuga og leyfa bórnunum að spreyta sig. Sælkerinn er í dag helgaður börnum og koma hér á eft- ir nokkrar einfaldar alvöruupp- skriftir, salat með graslauksdress- ing og hrísgrjón með rækjum. Rétt er að hafa í huga að réttirnir eru fyrir börn, sem eru að minnsta kosti komnir á grunnskólaaldur þó að myndirnar hér á síðunni séu af yngri börnum. Munið krakkar að réttina verður að gera undir hand- leiðslu fullorðinna. Grænt salat með graslaukssósu 2 msk. ólífuolía 1 msk. edik V2 tsk. Dijon sinnep K tsk. sykur 1 msk. ferskur, niðurskorinn graslaukur salt og svartur pipar epi og sykri. Bætið 1 msk. vatni út í og hristið vel. Salt- ið, piprið og serjið graslauk út í. Hristið aftur vel. 8 bollar þvegin og niður-i skorin salatblöð 1 bolli rifnar gulrætur 1 bolli þunnar agúrkusneiðar Y2 bolli ristað- ir brauðten- ingar og brauðteningum ofan á. Hrísgrjón með rækjum 1 msk. ólífuolía 1 laukur 1 græn paprika, skoluð, nið- urskorin og kjarninn tekinn úr 2 hvítíauksrif, hýðið tekið utan af og rif- in skorin smátt 1 bolli ósoðin hrís- grjón 1 dós niðursoðnir tómatar 400 ml kjúklingasoð 1 msk. Worchestershire-sósa 1 msk. timjan eða blóðberg y2 tsk. salt um 500 g rækjur, soðnar - 1 bolli frystar grænar baunir ]/4 bolli blanda af steinselju svórtum pipar og Sker- ið sal- atblöðin niður og setjið í stóra skál. Bæt- ið gulrótum, agúrkum Hitið olíuna á pönnu, bætið lauk, papriku og hvítlauk, hrærið með trésleif í 3-5 mínútur eða þangað til laukurinn er orðinn mjúkur. Bætið hrísgrjóum út i og hrærið stöðugt í eina mínútu. Hellið úr tómatadósinni í pottinn og hrærið saman kjúklingasoði, Worchestershire-sósu, timjan og salti. Þegar fer að sjóða stillið á lægsta hita og setjið lok yfir pönn- una. Sjóðið þar tíl hrísgrjónin eru mjúk og vökvinn er að mestu horfinn, um 20 mín. Hrærið rækjunum varlega saman við. Lokið pönnunni og sjóðið þar til mtigf Flestir krakkar hafa gaman af því að taka til hendinni í eldhúsinu og spreyta sig á nýjum uppskriftum. Sælkerinn er í dag helgaður uppskriftum fyrir krakka og auðvit- að vita allir að því yngri sem krakkarnir eru þeim mun meiri handleiðslu fullorðinna Blandið saman olíu, ediki, sinn- Þurfa Þeir í eldhúsinu. DV-mynd BG rækjurnar eru orðn- ar heit- ar í gegn, 3-5 mínútur. Kryddið. Berið fram uppáhaldssósuna. -GHS Qatgæðingur vikunnar Hildur Blumenstein hárgreiðslumeistari er matgæðingur vikunnar: Hörpuskel og innbakaður lax „Ég er mikið fyrir veislumat og tek gjarnan uppskriftir og breyti þeim og bæti sjálf. Ég hef ofsalega gaman af að bjóða heim gestum og þá er ég í essinu mínu. Á mínu heimili hefur þróunin verið sú að maðurinn minn sér um hversdags- matinn og ég um veislumatinn," segir Hildur Blumenstein hár- greiðslumeistari en hún er mat- gæðingur vikunnar að þessu sinni. Hildur gefur uppskriftir að hórpuskel í gráðostasósu í forrétt, innbakaðan lax því að „mér finnst þaö tilheyra þegar veiðitímabilið er að byrja," segir hún, og fersk jarðarber með kon- íakskremi í eftirrétt. Hörpuskel í gráoostasósu - fyrir sex 500 g hörpuskel 4 dl hvítvín 1 gul, rauð og græn paprika 4 hvítlauksrif blaðlaukur 200 g sveppir 1 peli rjómi 50 g gráðostur salt og pipar steinselja matarolía til steikingar Hörpuskelin er snöggsoðin í hvítvíni en þess gætt að hún sé ekki soðin of lengi. Hörpu- skelin er svo tekin upp úr pottinum og sett á disk. Smá- vegis matarolía er sett á pönnu og smátt brytjað grænmetið er steikt ásamt pressuðum hvítlauk. Soðinu af hörpuskelinni er hellt á pönnuna. Rjómanum og gráðostinum er bætt út í og þykkt með sósujafnara. Kryddað með salti og pipar eftir smekk. Hörpuskelin er svo sett út í sósuna örlitlu af saxaðri stein- selju stráð yfir. Borið fram með ristuðu brauði. 1 egg til að pensla með Laxafas 1 peli rjómi 200 g rækjur 200 g lax (má vera afskurður) 2 eggjarauður Season AU krydd Rækjusósa 2 dl fiskisoð 2 dl rjómi ldl hvítvín 100 pi smátt skornar rækjur 2 tsk. fiski- L kraft- ur salt sósujafh- Lax í smjördeigi -fyrir sex lax, 500 g nýr og beinlaus 400 g smjördeig 3 msk. söxuð steinselja salt og pipar 1 tsk. timjan 1 msk. sítrónusafi roðflettur ari f Smjördeigið er fiatt út eftir stærð í laxaflaksins. Fiskur- ' inn er kryddaður með / salti, pipar, timjan og |f- sítrónusafa. Laxafasið er h sett í matvinnsluvél og maukað, síðan látið jafnt ofan á flakið og söxuð steinselja stráð yfir. Deig- ið er pikkað gróflega með Jgaffli. |- Penslið í kringum fisk- SE inn með þeyttu egginu og leggið hinn helming smjördeigs- ins ofan á hann. Þrýstið létt á sam- skeytin með fingrunum. Skerið 2 cm brún frá fiskinum, fylgið lögun hans og þrýstið á brúnina með gaffli. Búið til haus og sporð úr utanafskurðinum. Setjið fiskinn varlega á smurða ofhplötu. Penslið fiskinn með egginu. Hitið ofninn í 200 gráður. Bakið fyrst í 20 mín. Lækkið ofninn í 140 gráður og bak- ið í 30 mín. í viðbót. Setjið beinin og hausinn af lax- inum í pott og ca 6 dl vatn. Setjið lárviðarlauf, lauk og gulrót út í, fiskikraft og smá salt og sjóðið í um 1 klst. Sigtið á soðið og notið það í sósuna. Setjið rjómann og hvítvínið út í og þykkið með sósu- jafnara. Síðan eru smátt skornar rækjur settar út í afganginn. Meðlæti má gjarnan vera smjörsteiktar kartöflur og spergilkál. Fersk jarðarber með koníakskremi - fyrir sex 2 pk fersk jarðarber 2 dl þeyttur rjómi dajmkúlur Sósa 4 eggjarauður 1 dl strásykur l/% dl koníak y4 dl kaffiduft 4 blöð matarlím Jarðarberin eru brytjuð í sex de- sertskálar og dajmkúlum stráð ofan á. Eggjarauðurnar eru stíf- þeyttar og sykrinum bætt smátt og smátt saman við. Matarlímið er lagt í bleyti í kalt vatn í 10-15 mín. Koníakið er velgt í skaftpotti og kaffiduftið leyst upp í því. Vatnið er kreist úr matarlíminu og brætt í koníakinu. Eggjarauðunum er blandað varlega saman við og þeytta rjómanum og síðan er mat- arlímsblöndunni hrært saman við. Sósunni er hellt yfir jarðarberin og kælt í 2 klst. Skreytt með 1 jarðar- beri í miðjunni og dajmkulum í kring. Hildur skorar á Báru Karls- dóttur frá Hólmavík. -GHS Ráðleggingar til krakkanna Þegar þið krakkarnir takið | völdin í eldhúsinu verðið þið að gganga skipulega jtil verks og helst að passa V uppá að *«tfV #*£$> skilja við hreint og fínt þegar þið eruð búín svo að pabbi og mamma verði ekki leið að koma að ðllu grútskítugu. Áður en þið byrjið á uppskrift- unum hér á síðunni verðið þið að taka til aUt sem þið þurfið, opna dósir, skera niður græn- meti og ávexti undir handleiðslu fullorðins og mæla það sem mæla þarf áður en þið byrjið. Byrjað á íssósunni Byrjið á því að gera sósuna í jarðarberja - ananasísinn og lát- ið hana til hliðar meðan hún er að kólna. Búið síðan til hrís- grjónaréttinn og skerið niður grænmetið og látið bíða. Gerið salatsósuna meðan hrísgrjónin eru í suðu. Hellið salatsósunni yfir salatblöðin og blandið sam- an við áður en salatið er borið fram. Athugið krakkar að það getur verið gott að taka salathöfuðið sundur og setja blöðin í stóra skál, fylla hana af vatni og skola sal- atblöðin með því að snúa skálinni. Sniðugt er að hafa salatið í forrétt, hrís- j grjónaréttinn í aðalréttinn og ís- | inn í eftirrétt þó að vissulega | megi bera þetta fram í annarri röð. Allt sem þarf Hvort sem maður er fullorðinn eða barn er gott aö vera búinn að taka fram bretti, dósaopnara, mæliskeiðar og þess háttar. Þeg- ar réttirnir hér á síðunni eru matreiddir er nauðsynlegt að hafa við hendina skurðarbretti, lítinn hníf (ath. undir hand- ;leiðslu | fullorð- i tas), i mæli- skeiðar og bollamál, salatskál, I lítil dós sem hægt er að loka og [ hrista í, rifjárn fyrir grænmetið, dósaopnara, pott eða pönnu með jfloki, trésleif, iskuluskeið og að i sjálfsögðu, diska, hnífapör, ísglös j og annað tilheyrandi. Munið að það verður alltaf að vera einhver fullorðinn tii staðar i til að fylgjast með eða skera fyr- ! ir ykkur salatið, passa upp á að | þið brennið ykkur ekki og gæta ! þess að það sé slökkt á eldavél- j inni. Það er lika bara skemmti- i legra því að þá tekst allt svo vel til. Góða skemmtun. -GHS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.