Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.1996, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.1996, Blaðsíða 7
I. LAUGARDAGUR 1. JUNI1996 mw 90 manns sagt upp hjá kaupfélaginu og frystihúsi á Þingeyri: [ Tap á frystingunni er félaginu ofviöa - segir Sigurður Kristjánsson kaupfélagsstjóri > „Það er tap á bolíiskfrystingunni og við höfum ekki náð að snúa rekstri frystihússins í gróða þrátt fyrir aukna framleiðslu. Þess vegna var ekki annað til ráða en að segja öllum upp og skapa þannig svigrúm til endurskipulagningar," sagði Sig- urður Krisrjánsson, kaupfélagssrjóri hjá Kaupfélagi Dýrfirðinga á Þing- eyri, í samtali við DV í gær. í gær var öllum 90 starfsmönnum kaupfélagins og Fáfnis, dótturfyrir- tækis þess, sagt upp störfum. Sig- urður sagði að hallareksturin á frystihúsinu á Þingeyri hefði verið langvarandi og félaginu ofviða. Eru nú m.a. orðnir erfiðleikar við að greiða út orlof. Sigurður sagði að hagnaður væri á öðrum þáttum í rekstri kaupfélagsins. Sigurður staðfesti að hugmyndir væru uppi um sameiningu við fyrir- tæki norðar á Vestfjörðum. Hann vildi þó ekki greina frá hvaöa fyrir- Landsmenn tíni rusl - frambjóðendur hefja átakið í dag hefst umhverfisátak Ung- mennafélags Islands og Umhverfíssjóðs verslunarinnar. Æfiunin er að fá lands- menn til að hreinsa landið og stendur átakið til 17. júní. Ungmennafélögin verða með skipu- lagðar hreinsanir á tímabilinu og verða þau víða í samstaifi við sveitasrjórnir. Átakið hefst klukkan 10 í Bessastaða- hreppi og verður Vigdís Finnbogadóttir, forseti íslands, viðstödd. Klukkan 13 mun ungmennafélagið Fjölnir hefja hreinsun sina í Grafarvogi og hefur for- setaframbjóðendum verið boðið að lið- sinna fólki þar. í tengslum við hreinsunina verður taupoki undir naminu Græni hirðirinn settur á markaðinn. Taupokinn inni- heldur ruslapoka, bækling með fróðleik um umhverfismál og fjölda þátttöku- vinninga. Sérstök umhverfisverðlaun verða veitt fyrir bestan árangur i hreinsun á landinu. Tilnefningar eiga að berast til Ungmennafélags íslands. F*iar ^ í BMW Roadster - Bondbíllinn úr Gullauga - sómir sér vel í íslensku umhverfi sem annars staðar. Bílasýning B&L: Bondbíllinn í Perlunni Nú um helgina er BMW Roadster, þekktur úr kvikmyndinni og bók- inni Gullauga (Goldeneye) sem „Bondbíllinn", frumsýndur á Is- landi á mikilli bílasýningu sem Bif- reiðar og landbúnaðarvélar efna til í Perlunni. „Bondbíllinn" hefur vakið mikla athygli og langir biðlistar kaupenda myndast því framleiðslan svarar hvergi nærri eftirspurn. Hann er vel búinn, með 1800 rúmsentímetra vél, læsivörðum bremsum og al- vöruspólvörn, loffkælingu og ýms- um öðrum lúxusbúnaði. Auk BMW Roadsters verða aðrir bílar sem B&L hafa á boðstólum sýndir í Perlunni - BMW, Hyundai, Lada og Renault. Meðal annars verða sýndir þar Renault Premium vörubílarnir nýju, aðeins rúmum mánuði eftir heimsfrumkynninguna í Barcelona í lok apríl. Sýningin verður opin í dag, laug- ardag, kl. 10-17, og á morgun, sunnudag, kl. 12-17. tæki kæmu þar til greina, sagði að- eins að verið væri að kanna mögu- leikana. „Uppsagnirnar nú eru fyrst og fremst hugsaðar til að auka sveigjan- leika okkar í samningum við aðra," sagði Sigurður. Hann átti ekki von á að neinn missti vinnuna og sagðist aðspurður „rétt ætla að vona að allir héldu störfum sínum". -GK SEMENTSBUNDIN FLOTEFNI Uppfylla ströngustu gæöakröfur PR0NT0 PRESTO REN0V0 Rakaheld án próteina • Níðsterk Hraðþornandi • Dælanleg Hentug undir dúka og til ílagna IP Gólflagrtirh/f. IÐNAÐARGÓLF ^J HtmU^MMMMM Tft ibnaðarqólf *-T Sais^gga, 70, a» Kópewsgur Sknar. 56* 1740,992 4170, Fáse 5541769 ress og Katiir, unni.Fylgstu ævintýrum þeirra í sjónvarpinu nm 1 ?« v 0> 'rv^'«S63 föeffi Klipptu út myndir af Hress og Kát sem eru á 1/2 lítra og 2 lítra flöskum og sendu til Ölgerðarinnar. Þú mátt líka senda dósir. Þad eru tvær myndir af þeim á hverri flösku og dós, þess vegna er leikur einn að safna 20 myndum. Þátttökuseðill er á öllum SÖlUStÖðum. Leikurinn stendur til 30. júni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.