Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.1996, Side 7

Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.1996, Side 7
JLlV LAUGARDAGUR 1. JÚNÍ 1996 fréttir 7 BMW Roadster - Bondbíllinn úr Gullauga - sómir sér vel í íslensku umhverfi sem annars staðar. Bílasýning B&L: Bondbíllinn í Perlunni Nú um helgina er BMW Roadster, þekktur úr kvikmyndinni og bók- inni Gullauga (Goldeneye) sem „Bondbíllinn", frumsýndur á Is- landi á mikilli bílasýningu sem Bif- reiðar og landbúnaðarvélar efna til í Perlunni. „Bondbíllinn" hefur vakið mikla athygli og langir biðlistar kaupenda myndast því framleiðslan svarar hvergi nærri eftirspurn. Hann er vel búinn, með 1800 rúmsentímetra vél, læsivörðum bremsum og al- vöruspólvörn, loftkælingu og ýms- um öðrum lúxusbúnaði. Auk BMW Roadsters verða aðrir bílar sem B&L hafa á boðstólum sýndir í Perlunni - BMW, Hyundai, Lada og Renault. Meðal annars verða sýndir þar Renault Premium vörubUarnir nýju, aðeins rúmum mánuði eftir heimsfrumkynninguna í Barcelona í lok aprU. Sýningin verður opin í dag, laug- ardag, kl. 10—17, og á morgun, sunnudag, kl. 12-17. Landsmenn tíni rusl - frambjóðendur heQa átakið í dag hefst umhverfisátak Ung- mennafélags íslands og Umhverfissjóðs verslunarinnar. Ætiunin er að fá lands- menn tti að hreinsa landið og stendur átakið tU 17. júní. Ungmennafélögin verða með skipu- lagðar hreinsanir á tímabUinu og verða þau víða í samstarfi við sveitastjómir. Átakið hefst klukkan 10 i Bessastaða- hreppi og verður Vigdís Finnbogadóttir, forseti íslands, viðstödd. Klukkan 13 mun ungmennafélagið Fjölnir hefja hreinsun sina í Grafarvogi og hefur for- setaframbjóðendum verið boðið að lið- sinna fólki þar. í tengslum við hreinsunina verður taupoki undir nafninu Græni hirðirinn settur á markaðinn. Taupokinn inni- heldur ruslapoka, bækling með fróðleik um umhveríismál og fjölda þátttöku- vinninga. Sérstök umhverfisverðlaun verða veitt fyrir bestan árangur í hreinsun á landinu. Tilnefningar eiga að berast til Ungmennafélags íslands. 90 manns sagt upp hjá kaupfélaginu og frystihúsi á Þingeyri: Tap á frystingunni er félaginu ofviöa - segir Sigurður Kristjánsson kaupfélagsstjóri „Það er tap á bolfiskfrystingunni og við höfum ekki náð að snúa rekstri frystihússins í gróða þrátt fyrir aukna framleiðslu. Þess vegna var ekki annað til ráða en að segja öllum upp og skapa þannig svigrúm til endurskipulagningar," sagði Sig- urður Kristjánsson, kaupfélagssljóri hjá Kaupfélagi Dýrfirðinga á Þing- eyri, í samtali við DV í gær. í gær var öllum 90 starfsmönnum kaupfélagins og Fáfnis, dótturfyrir- tækis þess, sagt upp störfum. Sig- urður sagði að hallareksturin á frystihúsinu á Þingeyri hefði verið langvarandi og félaginu ofviða. Eru nú m.a. orðnir erfiðleikar við að greiða út orlof. Sigurður sagði að hagnaður væri á öðrum þáttum í rekstri kaupfélagsins. Sigurður staðfesti að hugmyndir væru uppi um sameiningu við fyrir- tæki norðar á Vestfiörðum. Hann vildi þó ekki greina frá hvaða fyrir- tæki kæmu þar til greina, sagði að- eins að verið væri að kanna mögu- leikana. „Uppsagnimar nú eru fyrst og fremst hugsaðar til að auka sveigjan- leika okkar í samningum við aðra,“ sagði Sigurður. Hann átti ekki von á að neinn missti vinnuna og sagðist aðspurður „rétt ætla að vona að allir héldu störfum sínum“. -GK *7 ss; ,\vý'VýP • * ' \í) & . >zr Á J . í£ ■ n n T1 lV 0 Klipptu ut myndir af Hress og Kát sem eru á 1/2 lítra og 2 lítra flöskum og sendu til Ölgerðarinnar. Þú mátt líka senda dósir. Þad eru tvær myndir af þeim á hverri flösku og dós, þess vegna er leikur einn að safna 20 myndum. Þátttökuseðill er á öllum SÖluStÖðum. Leikurinn stendurtil 30. iúní. SEMENTSBUNDIN FLOTEFNI Uppfylla ströngustu gæöakröfur PR0NT0 PRESTO REN0V0 • Rakaheld án próteina • Níðsterk • Hraðþornandi • Dælanleg • Hentug undir dúka og til ílagna Gólflagnirhf. IÐNAÐARGÓLF Onút&iwviitfTA Sxwðn*/egur70,200 Kópætogur Sénar 664174ð, 882 4170, fSK §64176S Gísli B.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.