Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.1996, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.1996, Blaðsíða 12
i2 erlend bóksjá LAUGARDAGUR 1. JÚNÍ 1996 1 iV Metsölukiljur Bretland Skáldsógur: 1. Joanna Trollope: The Best of Friends. 2. Nlck Hornby: High Rdellty. 3. Robert Harris: Enlgma. 4. Davld Lodge: Therapy. 5. Rosamunde Pilcher: Coming Home. 6. Jostein Gaarder: Sophie’s World. 7. Stephen Klng: Mouse on the Mile. 8. Kate Atklnson: Behind the Scenes at the Museum. 9. Kazuo Ishlguro: The Unconsoled. 10. Stephen Klng: The Two Dead Girls. Rit almenns eölis: 1. Seamus Heaney: The Splrit Level. 2. Isabel Allende: Paula. 3. Lorenzo Carcaterra: Sleepers. 4. Wlll Hutton: The State We’re In. 5. John Gray: Men Are from Mars, Women Are from Venus. 6. Graham Hancock: Rngerprlnts of the Gods. 7. John Cole: As It Seemed to Me. 8. J. Redfleld & C. Adrienne: The Celestlne Prophecy Experlmentlal Gulde. 9. Janlne Pourroy: Behlnd the Scenes at ER. 10. Alan Bennett: Writing Home. (Byggt á The Sunday Tlmes) Danmörk 1. Jane Austen: Fornuft og felelse. 2. Jung Chang: Vllde svaner. 3. Llse Norgaard: Kun en plge. 4. Nat Howthorne: Den flammende bogstav. 5. Terry McMlllan: Andenód. 6. Llse Norgaard: De sendte en dame. 7. Peter Hoeg: De máske egnede. (Byggt á Politlken Sendag) Éf ^ ■ ■■ visindi Skáldsaga fær tíu milljóna verðlaun Það færist í vöxt á vesturlöndum að öflug stórfyrirtæki leggi fram fé til menningarmála. Að því er skáld- skapinn varðar gerist þetta æ oftar með þeim hætti að slíkt fyrirtæki kostar bókmenntaverðlaun sem bera nafn þess, og eru þar oft veru- legir fjármunir í spilinu. Breski Bookerinn er vel þekkt dæmi um slíkt, en þau verðlaun draga nafn sitt af breska fyrirtækinu Booker sem hefur frá upphafi greitt verð- launaféð, rúmlega tvær milljónir króna á ári. Whitbread leggur fram enn meira fé til annarra bók- menntaverðlauna, sem bera nafn þess fyrirtækis, og þannig mætti áfram telja. Nú hefur írskt ráðgjafar- og hag- fræðingarfyrirtæki, IMPAC, hrund- ið af stað nýjum alþjóðlegum verð- launum þar sem í húfi eru hvorki meira né minna en eitt hundrað þúsund sterlingspund, en það gerir ríflega tíu milljónir íslenskra króna. Verðlaunin nefnast á ensku IMPAC Dublin Award og verða afhent ár- lega við hátiðlega athöfn í hinum fræga Trinity háskóla í Dublin á ír- landi - í fyrsta sinn síðar í þessum mánuði. Sjö keppinautar Þessi nýju bókmenntaverðlaun eru veitt fyrir skáldverk sem birt eru á ensku - frumsamin eða þýdd. Mikill fjöldi bóka var tilnefndur, að sjálfsögðu, en á lokasprettinum komu aðeins sjö til álita - flest verk eftir kunna rithöfunda. Ghosts, eftir Irann John Banville, kom út árið 1993 og hefur víða hlot- ið lof. Sögumaðurinn er eins konar Kaliban sem hefur búið um sig á IMPAC-verðlaunin verða afhent í Dublin. Umsjón Elías Snæland Jónsson eyðieyju, en fær síðan óvenjulega skipbrotsmenn í heimsókn. The Following Story er stutt skáldsaga Hollendingsins kunna, Cees Nootebooms, og hefur að geyma vangaveltur og endurminn- ingar bókmenntakennara á efri árum. í The Gospel According to Jesus Christ segir portúgalski höfundur- inn Jose Saramaga frá ævi Jesús í skáldsöguformi. A Way in the World er nýleg skáldsaga V.S. Naipauls, sem er ætt- aður frá Trinidad, og fjallar ekki síst um vanda rithöfundarins. í skáldsögunni The Laws segir Connie Palmen, Hollandi, frá sam- bandi konu nokkurrar við sjö karl- menn. Away er hins vegar ættar- saga eftir kandadískan rithöfund, Jane Urquhart, og gerist að mestu á írlandi. Frumbyggjar Sjöunda bókin á lokalistanum, og sú sem hlýtur þessi nýju verðlaun fyrsta sinni, nefnist Remembering Babylon og er eftir kunnan ástralsk- an rithöfund, David Malouf. Hún kom út árið 1993 og var þá tilnefnd til nokkurra verðlauna, þar á meðal Bookerins, en hlaut engin þeirra - fyrr en nú. Malouf, sem er 63 ára, hóf rithöf- undaferil sinn sem ljóðskáld og náði viðurkenningu sem slíkur. Á miðj- um áttunda áratugnum sneri hann sér að sagnagerð, einnig með góðum árangri - 1 skáldsögum á borð við The Imaginary Life (1978) og The Great World (1991). Remembering Babylon gerist í þorpi landnema í Queensland í Ástralíu um miðja síðustu öld og hefst þegar illa haldin og skelfingu lostin mannvera nálgast byggðina. Hér reynist vera á ferðinni ungur maður, Gemmy Fairley, sem varð skipreika sem barn, en bjargað af frumbyggjum og alinn upp á meðal þeirra. Koma hans veldur ótta og ör- yggisleysi meðal landnemanna, sem hafa engan skilning á menningu eða lífsháttum frumbyggjanna, og kallar fram margt hið versta í fari ný- lenduherranna. Metsölukiljur Bandaríkin Skáldsögur: 1. Mary Higgins Clark: Let Me Call You Sweetheart. 2. Stephen Klng: The Green Mlle: The Two Dead Glrls. 3. Robert Ludlum: The Apocalypse Watch. 4. Davld Guterson: Snow Falllng on Cedars. 5. Nora Roberts: True Betrayals. 6. Belva Plaln: The Carousel. 7. Stephen King: The Green Mlle: The Mouse on the Mile. 8. John Sandford: Mlnd Prey. 9. John Grisham: The Rainmaker. 10. Anne Tyler: Ladder of Years. 11. Maeve Binchy: The Glass Lake. 12. Jane Smliey: Moo. 13. Anne Rice: Taltos. 14. Wllllam Dlehl: Primal Fear. 15. Catherine Coulter: The Cove. Rit almenns eölis: 1. Mary Pipher: Revlving Ophelia. 2. James Carville: We're Right, They’re Wrong. 3. Ann Rule: Dead by Sunset. 4. Mary Karr: The Llar’s Club. 5. Helen Prejean: Dead Man Walking. 6. Lorenzo Carcaterra: Sleepers. 7. Thomas Cahlll: How the Irish Saved Civlllzation. 8. Isabel Allende: Paula. 9. Oliver Sacks: An Anthropologist on Mars. 10. Rlchard Preston: The Hot Zone. 11. M. Scott Peck: The Road Less Travelled. 12. Robert Fulghum: From Beglnnlng to End. 13. B.J. Eadie & C. Taylor: Embraced by the Llght. 14. Bailey White: Sleeping at the Starlite Motel. 15. Thomas Moore: Care of the Soul. (Byggt á New York Times Book Revlew) I I 1 Lífkoss blóðsugunnar Efni sem flnnst í munnvatni hinnar blóðþyrstu blóðsuguleð- urblöku kann að vera hin mesta blessun fyrir þá sem þjást af hjarta- og æðasjúkdómum. í munnvatninu hafa vísindamenn fundið efni sem kemur í veg fyr- ir að blóðið storkni. Efnið hefur fengið nafnið drakúlín og verið \ er að rannsaka notkunarmögu- leika þess í lyfjum. Efni þetta virkar samstundis, | ólíkt öðrum þekktum efnum sem koma í veg fyrir blóöstorknun, og það gegnir mikilvægu hlut- J verki þegar leðurblakan sýgur blóð úr bráð sinni. Sú aðgerð get- ur tekið allt að hálftíma og á meðan þarf blóðið að renna vel. Erfðabættur pilsner Vísindamenn á rannsóknar- j stofum breskra brugghúsa hafa búið til nýja tegund pilsners sem inniheldur meira áfengismagn en aðrar og var það gert meö að- : stoð erfðatækninnar. Þegar hefur í verið leyft að setja pilsner þenn- an, Nutfield Lyte, á markað. Vísindamennimir fluttu gen • úr bakaragri yfir í ölger til þess ; að fá meira áfengismagn án þess | að breyta bragðinu. Sérfræöingar segja að nýja ölið smakkist prýði- | lega. Umsjón Gufilaugur Bergmundsson Tónlist og myndmennt bæta lestrarkunnáttuna diner og félagar hans segja í grein í vísindaritinu Nature. Gardiner, sem er lífeðlisfræðing- ur að mennt og kennir jafnframt tónlist, segir að bömunum hafi ver- ið kennt að syngja eftir ungversku kerfi sem var þróað fyrir sextíu árum og byggist á skipulagi og aga. „Það er ætlast til að þau læri að syngja í hópi í réttri tón- hæð og í takt í réttri tónhæð og með tilfinningalegri næmni,“ segir hann. „Þetta er mjög skipulagt en að þvi er virðist einnig mjög skemmtilegt." Á öðru ári er börnunum kennt að lesa nótur. Börnunum var einnig kennt að mála og þau vörðu nokkrum tíma í formsköpun. Gardiner leggur áherslu á að börnin, sem tóku þátt í rannsókn- inni, séu ósköp venjuleg á allan hátt. „Þetta eru ekki krakkar sem búa í úthverfi háskólabæjar," segir hann. Gardiner sérhæfir sig í rannsókn- um á heilanum og hann segir að niöurstöðurnar veiti innsýn í hvernig heilinn starfi. Hann segir engan vafa leika á að færni í tónlist og stærðfræði séu nábúar í heilan- um. „Tökum Einstein sem dæmi. Það er vitað að hann hafði yndi af því að leika á fiðlu.“ Börn sem fá umframtilsögn í tón- list og myndlist auka ekki aðeins á þekkingu sína og færni í þessum greinum einum heldur bæta þau um leið getu sína í lestri, skrift og reikningi, undirstöðugreinum allr- ar skólagöngu. Að sögn bandarískra vís- indamanna, sem skýrðu frá þessum niðurstöðum sínum fyrir skömmu, renna þær stoðum undir kenningar þess efnis að geta í stærðfræði og tónlist séu tengdar á ein- hvern hátt. Þeir segja að hvetja eigi foreldra og skóla- menn til að bæta kennslu í tónlist og myndlist við nám barnanna. „Þetta færir heim raun- verulegar sönnur á því að þjálfun í listgreinum getur haft áhrif á framfarir í lær- dómi í öðrum greinum,“ seg- ir Martin Gardiner sem stjórnar rannsóknum við tón- listarskólann í borginni Providence á Rhode Island. Gardiner og samstarfs- menn hans prófuðu 96 skóla- börn á aldrinum fimm til sjö ára. Helmingur þeirra fékk eina klukkustund aukalega í bæði tónlist og sjónmennt en hinir nutu aðeins venjulegrar kennslu í tónlist og teikningu. Vísindamennimir prófuðu nem- endurna og báru niðurstöður próf- anna saman við próf sem krakkarn- ir höfðu tekið árið á undan, á með- an þeir voru enn í leikskóla. Börnin sem fengu viðbótarklukkustundina í tónlist og myndmennt sýndu greinilega framför í stærðfræðigetu. Einu gilti hvort þau voru í meðal- lagi, undir meðallagi eða yfir á með- an þau voru í leikskólanum. Aukinheldur gerðist þaö hjá þeim börnum sem voru undir meðallagi í lestrargetu í leikskóla að þau bættu sig mjög og náðu því að vera lesar- ar í meðallagi, ef þau sóttu aukatím- ana í listgreinunum, að þvf er Gar- Hér og þar samtímis Margur önnum kafmn nútíma- | maðurinn vildi gjaman geta ver- ið á tveimur stöðum í einu en : það stoðar lítið að gæla við slíka hugmynd. Að minnsta kosti ekki enn sem komið er, nema maður sé beryllíumatóm. Vísindamönnum vestur í j Bandaríkjunum tókst að ein- angra eina beryllíumjón (en jón ! er atóm sem hefur misst aðra af tveimur rafeindum sínum) í raf- segulgildru og síðan kældu þeir hana næstum niður að algjöru frostmarki með leysigeislum. | Þeim tókst svo leika sér með þá rafeind sem eftir var, þannig að hún gat verið á tveimur stöðum í einu. Frá þessu er skýrt í nýju hefti ! timaritsins Science. Furðulegt kvikindi I Steingervingur af mjög furðu- Ilegu kvikindi, sem lifði fyrir 450 milljónum ára, hefur verið graf- inn upp. Leifar skepnu þessarar hafa aldrei fundist áður og á meðan vísindamenn velta fyrir sér hvernig þeir eigi að flokka hana, kalla þeir hana einfaldlega Sue. Dýrið lifði í köldum og grunnum höfum þar sem nú er Suður-Afríka. „Þetta er mjög furðulegt," seg- ir Richard Aldridge, steingerv- ingafræðingur við háskólann í Leicester á Englandi. „Dýrið hef- ur mörg einkenni liðfætlu. Það kann að vera fjarskyldur ættingi rækjunnar en það er líka mjög ormalegt."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.