Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.1996, Qupperneq 12

Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.1996, Qupperneq 12
i2 erlend bóksjá LAUGARDAGUR 1. JÚNÍ 1996 1 iV Metsölukiljur Bretland Skáldsógur: 1. Joanna Trollope: The Best of Friends. 2. Nlck Hornby: High Rdellty. 3. Robert Harris: Enlgma. 4. Davld Lodge: Therapy. 5. Rosamunde Pilcher: Coming Home. 6. Jostein Gaarder: Sophie’s World. 7. Stephen Klng: Mouse on the Mile. 8. Kate Atklnson: Behind the Scenes at the Museum. 9. Kazuo Ishlguro: The Unconsoled. 10. Stephen Klng: The Two Dead Girls. Rit almenns eölis: 1. Seamus Heaney: The Splrit Level. 2. Isabel Allende: Paula. 3. Lorenzo Carcaterra: Sleepers. 4. Wlll Hutton: The State We’re In. 5. John Gray: Men Are from Mars, Women Are from Venus. 6. Graham Hancock: Rngerprlnts of the Gods. 7. John Cole: As It Seemed to Me. 8. J. Redfleld & C. Adrienne: The Celestlne Prophecy Experlmentlal Gulde. 9. Janlne Pourroy: Behlnd the Scenes at ER. 10. Alan Bennett: Writing Home. (Byggt á The Sunday Tlmes) Danmörk 1. Jane Austen: Fornuft og felelse. 2. Jung Chang: Vllde svaner. 3. Llse Norgaard: Kun en plge. 4. Nat Howthorne: Den flammende bogstav. 5. Terry McMlllan: Andenód. 6. Llse Norgaard: De sendte en dame. 7. Peter Hoeg: De máske egnede. (Byggt á Politlken Sendag) Éf ^ ■ ■■ visindi Skáldsaga fær tíu milljóna verðlaun Það færist í vöxt á vesturlöndum að öflug stórfyrirtæki leggi fram fé til menningarmála. Að því er skáld- skapinn varðar gerist þetta æ oftar með þeim hætti að slíkt fyrirtæki kostar bókmenntaverðlaun sem bera nafn þess, og eru þar oft veru- legir fjármunir í spilinu. Breski Bookerinn er vel þekkt dæmi um slíkt, en þau verðlaun draga nafn sitt af breska fyrirtækinu Booker sem hefur frá upphafi greitt verð- launaféð, rúmlega tvær milljónir króna á ári. Whitbread leggur fram enn meira fé til annarra bók- menntaverðlauna, sem bera nafn þess fyrirtækis, og þannig mætti áfram telja. Nú hefur írskt ráðgjafar- og hag- fræðingarfyrirtæki, IMPAC, hrund- ið af stað nýjum alþjóðlegum verð- launum þar sem í húfi eru hvorki meira né minna en eitt hundrað þúsund sterlingspund, en það gerir ríflega tíu milljónir íslenskra króna. Verðlaunin nefnast á ensku IMPAC Dublin Award og verða afhent ár- lega við hátiðlega athöfn í hinum fræga Trinity háskóla í Dublin á ír- landi - í fyrsta sinn síðar í þessum mánuði. Sjö keppinautar Þessi nýju bókmenntaverðlaun eru veitt fyrir skáldverk sem birt eru á ensku - frumsamin eða þýdd. Mikill fjöldi bóka var tilnefndur, að sjálfsögðu, en á lokasprettinum komu aðeins sjö til álita - flest verk eftir kunna rithöfunda. Ghosts, eftir Irann John Banville, kom út árið 1993 og hefur víða hlot- ið lof. Sögumaðurinn er eins konar Kaliban sem hefur búið um sig á IMPAC-verðlaunin verða afhent í Dublin. Umsjón Elías Snæland Jónsson eyðieyju, en fær síðan óvenjulega skipbrotsmenn í heimsókn. The Following Story er stutt skáldsaga Hollendingsins kunna, Cees Nootebooms, og hefur að geyma vangaveltur og endurminn- ingar bókmenntakennara á efri árum. í The Gospel According to Jesus Christ segir portúgalski höfundur- inn Jose Saramaga frá ævi Jesús í skáldsöguformi. A Way in the World er nýleg skáldsaga V.S. Naipauls, sem er ætt- aður frá Trinidad, og fjallar ekki síst um vanda rithöfundarins. í skáldsögunni The Laws segir Connie Palmen, Hollandi, frá sam- bandi konu nokkurrar við sjö karl- menn. Away er hins vegar ættar- saga eftir kandadískan rithöfund, Jane Urquhart, og gerist að mestu á írlandi. Frumbyggjar Sjöunda bókin á lokalistanum, og sú sem hlýtur þessi nýju verðlaun fyrsta sinni, nefnist Remembering Babylon og er eftir kunnan ástralsk- an rithöfund, David Malouf. Hún kom út árið 1993 og var þá tilnefnd til nokkurra verðlauna, þar á meðal Bookerins, en hlaut engin þeirra - fyrr en nú. Malouf, sem er 63 ára, hóf rithöf- undaferil sinn sem ljóðskáld og náði viðurkenningu sem slíkur. Á miðj- um áttunda áratugnum sneri hann sér að sagnagerð, einnig með góðum árangri - 1 skáldsögum á borð við The Imaginary Life (1978) og The Great World (1991). Remembering Babylon gerist í þorpi landnema í Queensland í Ástralíu um miðja síðustu öld og hefst þegar illa haldin og skelfingu lostin mannvera nálgast byggðina. Hér reynist vera á ferðinni ungur maður, Gemmy Fairley, sem varð skipreika sem barn, en bjargað af frumbyggjum og alinn upp á meðal þeirra. Koma hans veldur ótta og ör- yggisleysi meðal landnemanna, sem hafa engan skilning á menningu eða lífsháttum frumbyggjanna, og kallar fram margt hið versta í fari ný- lenduherranna. Metsölukiljur Bandaríkin Skáldsögur: 1. Mary Higgins Clark: Let Me Call You Sweetheart. 2. Stephen Klng: The Green Mlle: The Two Dead Glrls. 3. Robert Ludlum: The Apocalypse Watch. 4. Davld Guterson: Snow Falllng on Cedars. 5. Nora Roberts: True Betrayals. 6. Belva Plaln: The Carousel. 7. Stephen King: The Green Mlle: The Mouse on the Mile. 8. John Sandford: Mlnd Prey. 9. John Grisham: The Rainmaker. 10. Anne Tyler: Ladder of Years. 11. Maeve Binchy: The Glass Lake. 12. Jane Smliey: Moo. 13. Anne Rice: Taltos. 14. Wllllam Dlehl: Primal Fear. 15. Catherine Coulter: The Cove. Rit almenns eölis: 1. Mary Pipher: Revlving Ophelia. 2. James Carville: We're Right, They’re Wrong. 3. Ann Rule: Dead by Sunset. 4. Mary Karr: The Llar’s Club. 5. Helen Prejean: Dead Man Walking. 6. Lorenzo Carcaterra: Sleepers. 7. Thomas Cahlll: How the Irish Saved Civlllzation. 8. Isabel Allende: Paula. 9. Oliver Sacks: An Anthropologist on Mars. 10. Rlchard Preston: The Hot Zone. 11. M. Scott Peck: The Road Less Travelled. 12. Robert Fulghum: From Beglnnlng to End. 13. B.J. Eadie & C. Taylor: Embraced by the Llght. 14. Bailey White: Sleeping at the Starlite Motel. 15. Thomas Moore: Care of the Soul. (Byggt á New York Times Book Revlew) I I 1 Lífkoss blóðsugunnar Efni sem flnnst í munnvatni hinnar blóðþyrstu blóðsuguleð- urblöku kann að vera hin mesta blessun fyrir þá sem þjást af hjarta- og æðasjúkdómum. í munnvatninu hafa vísindamenn fundið efni sem kemur í veg fyr- ir að blóðið storkni. Efnið hefur fengið nafnið drakúlín og verið \ er að rannsaka notkunarmögu- leika þess í lyfjum. Efni þetta virkar samstundis, | ólíkt öðrum þekktum efnum sem koma í veg fyrir blóöstorknun, og það gegnir mikilvægu hlut- J verki þegar leðurblakan sýgur blóð úr bráð sinni. Sú aðgerð get- ur tekið allt að hálftíma og á meðan þarf blóðið að renna vel. Erfðabættur pilsner Vísindamenn á rannsóknar- j stofum breskra brugghúsa hafa búið til nýja tegund pilsners sem inniheldur meira áfengismagn en aðrar og var það gert meö að- : stoð erfðatækninnar. Þegar hefur í verið leyft að setja pilsner þenn- an, Nutfield Lyte, á markað. Vísindamennimir fluttu gen • úr bakaragri yfir í ölger til þess ; að fá meira áfengismagn án þess | að breyta bragðinu. Sérfræöingar segja að nýja ölið smakkist prýði- | lega. Umsjón Gufilaugur Bergmundsson Tónlist og myndmennt bæta lestrarkunnáttuna diner og félagar hans segja í grein í vísindaritinu Nature. Gardiner, sem er lífeðlisfræðing- ur að mennt og kennir jafnframt tónlist, segir að bömunum hafi ver- ið kennt að syngja eftir ungversku kerfi sem var þróað fyrir sextíu árum og byggist á skipulagi og aga. „Það er ætlast til að þau læri að syngja í hópi í réttri tón- hæð og í takt í réttri tónhæð og með tilfinningalegri næmni,“ segir hann. „Þetta er mjög skipulagt en að þvi er virðist einnig mjög skemmtilegt." Á öðru ári er börnunum kennt að lesa nótur. Börnunum var einnig kennt að mála og þau vörðu nokkrum tíma í formsköpun. Gardiner leggur áherslu á að börnin, sem tóku þátt í rannsókn- inni, séu ósköp venjuleg á allan hátt. „Þetta eru ekki krakkar sem búa í úthverfi háskólabæjar," segir hann. Gardiner sérhæfir sig í rannsókn- um á heilanum og hann segir að niöurstöðurnar veiti innsýn í hvernig heilinn starfi. Hann segir engan vafa leika á að færni í tónlist og stærðfræði séu nábúar í heilan- um. „Tökum Einstein sem dæmi. Það er vitað að hann hafði yndi af því að leika á fiðlu.“ Börn sem fá umframtilsögn í tón- list og myndlist auka ekki aðeins á þekkingu sína og færni í þessum greinum einum heldur bæta þau um leið getu sína í lestri, skrift og reikningi, undirstöðugreinum allr- ar skólagöngu. Að sögn bandarískra vís- indamanna, sem skýrðu frá þessum niðurstöðum sínum fyrir skömmu, renna þær stoðum undir kenningar þess efnis að geta í stærðfræði og tónlist séu tengdar á ein- hvern hátt. Þeir segja að hvetja eigi foreldra og skóla- menn til að bæta kennslu í tónlist og myndlist við nám barnanna. „Þetta færir heim raun- verulegar sönnur á því að þjálfun í listgreinum getur haft áhrif á framfarir í lær- dómi í öðrum greinum,“ seg- ir Martin Gardiner sem stjórnar rannsóknum við tón- listarskólann í borginni Providence á Rhode Island. Gardiner og samstarfs- menn hans prófuðu 96 skóla- börn á aldrinum fimm til sjö ára. Helmingur þeirra fékk eina klukkustund aukalega í bæði tónlist og sjónmennt en hinir nutu aðeins venjulegrar kennslu í tónlist og teikningu. Vísindamennimir prófuðu nem- endurna og báru niðurstöður próf- anna saman við próf sem krakkarn- ir höfðu tekið árið á undan, á með- an þeir voru enn í leikskóla. Börnin sem fengu viðbótarklukkustundina í tónlist og myndmennt sýndu greinilega framför í stærðfræðigetu. Einu gilti hvort þau voru í meðal- lagi, undir meðallagi eða yfir á með- an þau voru í leikskólanum. Aukinheldur gerðist þaö hjá þeim börnum sem voru undir meðallagi í lestrargetu í leikskóla að þau bættu sig mjög og náðu því að vera lesar- ar í meðallagi, ef þau sóttu aukatím- ana í listgreinunum, að þvf er Gar- Hér og þar samtímis Margur önnum kafmn nútíma- | maðurinn vildi gjaman geta ver- ið á tveimur stöðum í einu en : það stoðar lítið að gæla við slíka hugmynd. Að minnsta kosti ekki enn sem komið er, nema maður sé beryllíumatóm. Vísindamönnum vestur í j Bandaríkjunum tókst að ein- angra eina beryllíumjón (en jón ! er atóm sem hefur misst aðra af tveimur rafeindum sínum) í raf- segulgildru og síðan kældu þeir hana næstum niður að algjöru frostmarki með leysigeislum. | Þeim tókst svo leika sér með þá rafeind sem eftir var, þannig að hún gat verið á tveimur stöðum í einu. Frá þessu er skýrt í nýju hefti ! timaritsins Science. Furðulegt kvikindi I Steingervingur af mjög furðu- Ilegu kvikindi, sem lifði fyrir 450 milljónum ára, hefur verið graf- inn upp. Leifar skepnu þessarar hafa aldrei fundist áður og á meðan vísindamenn velta fyrir sér hvernig þeir eigi að flokka hana, kalla þeir hana einfaldlega Sue. Dýrið lifði í köldum og grunnum höfum þar sem nú er Suður-Afríka. „Þetta er mjög furðulegt," seg- ir Richard Aldridge, steingerv- ingafræðingur við háskólann í Leicester á Englandi. „Dýrið hef- ur mörg einkenni liðfætlu. Það kann að vera fjarskyldur ættingi rækjunnar en það er líka mjög ormalegt."

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.