Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.1996, Blaðsíða 51

Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.1996, Blaðsíða 51
LAUGARDAGUR 1. JUNI1996 #éff/r9 Bingóferðir gjaldþrota 4 I 4 f ! Enn ein samkeppnis- tilraunin í vaskinn - samgönguráðuneytið krefur Whilborg Rejser um úrlausn gagnvart farþegum Enn ein tilraunin til að sam- keppni um ódýrt millilandaflug til og frá íslandi hefur runnið út í sandinn þegar Bingóferðir lögðu upp laupana í fyrradag eftir aðeins tæplega hálfs mánaðar starfsemi. Skemmst er að minnast áður Emer- ald flugfélagsins sem hjarði lungann úr sumrinu í fyrrasumar áður en það gafst endanlega upp. Sú saga var rakin i fréttaljósi DV í mars- mánuði sl. Alls voru seldir um 1.400 farmið- ar milli íslands og Kaupmannahafn- ar á um 10 þúsund krónur hver miði, en hver miði gildir aðra leið. Miðar hafa því verið seldir fyrir um 14 milljónir króna. Kostnaður við hvert flug fæst ekki uppgefinn en samkvæmt markaðsverði fyrir 170 sæta Airbus, eins og All Leisure, flugrekstraraðili Bingóferða notaði, má gera ráð fyrir því að þær tvær ferðir sem flugfélagið flaug hafi þurft að greiða minnst sex milljónir króna, flugið sem Flugleiðir tóku að sér hafl kostað 1,5 milljónir króna, auglýsingar og launakostnaður og annar kostnaður hafi numið um þremur milljónum og útlagður kostnaður sé því 10,5 milljónir króna og til skiptanna sé því i hæsta lagi 4,5 milljónir. Tryggingafé sem Bingó lagði fram í samgögnu- ráðuneyti vegna rekstrar útibús Whilborg ferðaskrifstofunnar nem- ur um 10 milljónum króna. Sé gert ráð fyrir því að um 100 manns hafi getað notað miða sína að fullu, þá þarf ýmist að endur- greiða eða leysa á annan hátt mál 1.300 manns, sem ýmist standa með ónýta farmiða í höndunum eða eru strandaglópar og ólíklegt er að tryggingaféð í samgönguráðuneyt- inu og hugsanlegir sjóðir Bingós dugi þar til. Lélegur undirbúningur Forsaga Bingóferða hófst seint á síðasta ári þegar Hilmar A. Kristj- ánsson byrjaði að leita hófanna við bresk leiguflugfélög um samvinnu um flug milli London og Keflavíkur. Hilmar átti um tíma í viðræðum við samsteypu nokkurra flugrekstrar- aðila sem heitir IAG, eða Independent Aviation Group og hef- ur aðsetur á Gatwick flugvelli í London. Að sögn talsmanna IAG voru samningar langt komnir skömmu eftir sl. áramót. Engu að siður varð niðurstaðan sú að fyrir- tæki Hilmars, Bingó ehf. til samn- inga við flugfélagið All Leisure um flug tvisvar í viku frá Gatwick til Keflavíkur um Kaupmannahöfh og til baka til Gatwick um Kaup- mannahöfn. Flugið átti að hefjast um miðjan maí og standa fram á haustið, eða út septembermánuð a.m.k. Hilmar hugsaði sér þetta flug á svipaðan hátt og hugmyndin var á sínum tima hjá Freddy Laker Airways. Öll yfirbygging átti að vera í lágmarki og sjálft flugið hugs- að nánast eins og rútubíll, þannig að fólk keypti sér far aðra leiðina í einu á tilteknum degi og þá fyrst þegar búið væri að greiða miðann væri sæti frátekið í vélinni. Engar pantanir átti að vera hægt að gera fyrirfram og ef farþegi vissi ekki hvænær hann kæmi til baka, þá einfaldlega keypti hann sér miða aðra leiðina fyrst og síðan hina leið- ina þegar hann færi heim. Þannig kostaði farið frá London til Kaup- mannahafnar um sjö þúsund krón- ur aðra leiðina og milli Kaup- mannahafnar og íslands um 10 þús- und krónur aðra leið og var jafndýrt frá hvorum endanum sem ferðalag- ið hófst. Svo virðist sem undirbúningi fyr- ir starfsemina hafi verið mjög ábótavant af hálfu Bingó ehf. og lágu mjög lauslegar eða engar at- huganir fyrir um sólumöguleika á sætum milli London og Kaup- mannahafnar og engir samningar voru til við söluaðila í London þeg- ar flugið hófst. Það kom líka á dag- inn að í þau tvö skipti sem All Leisure flaug fyrir Bingó, voru eng- ir borgandi farþegar í vélinni milli London og Kaupmannahafnar og tapið í heild minnst fjórar milljónir króna. „Þetta var alveg að drepa okkur og því var ekkert annað að gera en að hætta þessu flugi," sagði Hilmar við DV, en með þvi að leggja þennan fluglegg niður var ekki leng- ur grundvöllur fyrir samstarfi við All Leisure og hætta það flugi fyrir Bingó. Þrjú flug og sagan Eftir að All Leisure var úr sögunni var næsta flugi, sem fljúgja átti þann 21. maí frestað og loks flugu Flugleið- ir því síðasta, þann 24. maí. I samtali við DV um það leyti sagði Hilmar að verið væri að ljúka samn- ingum við nýj- an flugrekstr- araðila og yrði ný ferðaáætlu- in tilbúin fyrir næsta flug þann 28. maí. Það gekk ekki eftir því að síðdegis daginn fyr- ir flugið var kominn á símsvari á símanúmer Bingós sem tilkynnti að flugið félli niður en ný ferðaáætlun yrði tilbúin á hádegi daginn eftir. Þessi skilaboð voru svo á símsvar- anum þar til á fimmtudagskvöld, en á föstudagsmorgni, í gærmorgun voru komin ný skilaboð sem sögðu að Bingó ehf. væri gjaldþrota og handhafar farmiða beðnir að snúa sér til sambönguráöuneytisins. Sölumál í ólestri Sölumálin hér heima voru alla hina stuttu starfstið Bingó í megn- um ólestri. Hilmar A. Kristjánsson leitaði til nokkurra ferðaskrifstofa um að þær seldu farmiða í flugið hér á landi en engin vildi taka að sér söluumboðið, enda krafðist Hilmar þess að ferðaskrifstofurnar ábyrgðust í raun flugið og stað- greiddu honum hvert sæti, en fengju síðan umboðslaunin greidd síðar. Ferðaskrifstofurnar kærðu sig lít- ið um að ábyrgjast flug fyrir ein- hvern mann úti í bæ sem hefði alla möguleika á að hlunnfara þær og farþegana, eins og stjórnandi reyk- vískrar ferðaskrifstofu orðar það við DV og bætir við að Bingó hafi hugsað sér að annast ferðaskrif- stofurekstur án þess að hafa til þess nein leyfi, en láta aðra bera alla ábyrgð gagnvart farþegum. Eftir að ferðaskrifstofurnar höfðu hafnað alfarið samstarfi á þessum nótum varð endirinn sá að lítil ferðaskrifstofa, Whilborg Rejser í Kaupmannahöfn tók að sér farmiða- söluna í Danmörku og á íslandi og voru ódýrar Kaupmnannahafnar- ferðir auglýstar hér á landi af skrif- stofunni í Kaupmannahöfn og fór af- Forsaga Bingóferða hófst seint á síðasta ári þegar Hilmar A. Kristjánsson byrjaði að leita hófanna við bresk leiguflugfélög um samvinnu um flug milli London og Kefla- víkur. Hilmar segir að hann hafi tapað verulegu fé á bílauppboðsmarkaðnum og nú síðast á Bingóævintýrinu og sé orðið ansi lítið í buddunni, eins og hann orðar það DV-mynd GVA Fréttaljós Stefán Ásgrímsson greiðslan fram í gegn um sima. Samgönguráðuneytið gerði alvar- legar athugasemdir við þetta og varð þá að ráði að Whilborg opnaði útibú í skrifstofuhúsnæði Hilmars og fyrirtækja hans, Bingó og Kvóta- markaðarins og tók að selja far- miða. Þetta var hægt á grundvelli laga um viðskiptafrelsi innan EES en Whilborg ferðaskrifstofan hefur tilskilin leyfi til reksturs i Dan- mörku og þar með á hinu evrópska efnahagssvæði. Ráðuneytið f'éllst á þetta eftir að hafa ráðfært sig við ESA, Eftirlitsstofnun EES, sem taldi að ferðaskrifstofuleyfi Whilborg gilti einnig hér á landi. Whilborg var þó krafin um að leggja fram jafnháa tryggingu vegna reksfrarins hér á landi eins og íslenskum ferða- skrifstofum er gert að gera, sem er um 10 milljónir króna. Auk þess hafði skrifstofan þegar lagt fram til- skilið tryggingarfé í Danmörku sem er mun minna, eða um tvær milljón- ir ísl. króna, en veitir um leið að- gang að öflugum tryggingasjóði danskra ferðaskrifstofa þannig að bótageta þeirra er verulega meiri en sem nemur dönsku tryggingarupp- hæðinni. 1.400 ferðir seldust Alls seldust um 1.400 farmiðar sem fyrr segir. „Það voru margir sem tóku þessu boði. Fargjöldin voru ódýr og fólk gat keypt annan legginn á tæplega 10 þúsund krón- ur," segir Helgi Jóhannesson deild- arstjóri í samgönguráðuneytinu. Helgi segir að ráðuneyt- ið hafi verið og sé í sam- bandi við ESA, Eftir- litsstofnun EES um þessi mál og um að hvaða marki rekstrarleyfi í öðrum EES löndum gildi hér á landi og von sé á samantekt um þau mál frá stofnun- inni. Hann segir að vegna þess hve miklar breytingar eru að verða í flugmálum í álfunni þá séu mál enn nokkuð í lausu lofti og hætta á óhöppum sem geta komið niður á neytenda- verndinni. Helgi segir að ekki sé orðið ljóst hver kostn- aður ráðu- neytisins vegna þrota Bingó verði þegar öll kurl verða komin til graf- ar. Þó sé þegar ljóst að á áttunda tug manna þurfi að koma til síns heima. Whilborg ber alla ábyrgð ' Ráðuneytið telur engan vafa leika á því að Whilborg ferðaskrifstofan danska sé að fullu ábyrg gagnvart öllum farþegunum, því það var ferðaskrifstofan sem seldi alla mið- ana, hvort sem það var ferðaskrif- stofan sjálf eða útibú hennar hér heima og hennar ferðaskrifstofu- leyfi var að baki viðskiptunum. Kurt Whilborg og Hilmar A. Kristjánsson lýstu því hins vegar báðir yfir í fjölmiðlum að Bingó væri ábyrgt gagnvart farþegunum þar sem ferðaskrifstofan hafi staðið skila á andvirði seldra miða til Bingós. Ráðuneytið ritaði Whilborg ferðaskrifstofunni bréf í fyrradag og krafði hana svara um hvernig hún ætlaði að standa að því að uppfylla skuldbindingar sínar gagnvart því fólki sem hafði keypt Bingófarmiða. Ráðuneytið krefst þess jafnframt í< bréfinu að ferðaskrifstofan sjái til þess að handhafar farmiða komist í ferðir sínar eða fái farmiða sína endurgreidda að öðrum kosti. Þá er þess krafist að ferðaskrifstofan standi straum af þeim kostnaði sem af málinu hefur hlotist og á eftir að hljótast eftir því sem tryggingar duga ekki til. Ferðaskrifstofunni er jafnframt tilkynnt að ráðuneytið hafi gert samkomulag við Flugleiðir að flytja þá farþega til síns heima sem eru strandaglópar í Danmörku og á íslandi. Um forsendur krafna ráðuneytisins á hendur ferðaskrif- stofunni saegir í bréfiunu í lauslegri þýðingu: „Ráðuneytið fékk i hendur þann- 15. maí sl. bréflega umsókn frá Whilborg Rejser um ferðaskrifstofu-- leyfi í sambandi við opnun útibús hér á landi. I framhaldi af því lagði umboðsmaður yðar, Bingó ehf. fram nauðsynlegar tryggingar vegna ferðaskrifstofuleyfisins. Ráðuneytið telur því að Whilborg Rejser hafi uppfyÚt öll skilyrði fyrir því að reka ferðaskrifstofu hér á landi og hafi öll réttindi og skyldur á sínum herð- um samkvæmt íslenskum lögum til rekstrarins." Ráðuneytinu hafði ekki borist svar ferðaskrifstofunnar síðdegis í gær. Hugmyndaríkur draumóramaður Hilmar A. Kristjánsson segir við DV að það sé alveg ljóst af viðbrögð- um við tilboði Bingós um ódýrar Kaupmannahafanarferðir að þörfin sé fyrir hendi. meginástæða þess hvernig fór sé sú að flugleiðin milli London og Kaupmannahafnar hafi reynst algerlega mislukkuð. - enb hver er þessi Hilmar? Hilmar A. Kristjánsson starfaði sem útgefandi blaða og tímarita upp úr miðjum sjötta áratugnum. Hann átti og rak prentsmiðjuna Hilmi og gaf m.a. út Vikuna, Úrval, Eimreið- ina og fleiri blöð af miklum mynd- arskap, sérstaklega var Vikan á þeim tíma stórveldi á timaritamark- aðnum. Á þessum tíma voru öll dagblöð sem gefin voru út á Islandi málgögn stjórnmálaflokka og gefin út undir þeirra stjórn. Hilmar réðist í það árið 1962 að gefa út dagblað algjör- lega óháð stjómmálaflokkum og hét það Mynd. Útgáfa þess varð ekki langlíf en alls munu hafa komið út 38 tölu- blöð, en það sem einkum varð því að aldurtila var prentaraverkfall sem skall á skömmu eftir að útgáfa Myndar hófst. Eftir að Mynd var gjaldþrota yf- irtók Axel Kristjánsson, kenndur við Rafha, rekstur Hilmis en Hilmar tók sig upp og flutti til S-Afríku þar sem hann byrjaði á að reka vinnu- miðlun, eða eins konar útvegunar- þjónustu fyrir hjúkrunarfræðinga, en einnig fékkst hann við bókaút- gáfu og við flugvélaleigu o.fl. Eftir að hann fluftist heim fyrir fáum árum síðan opnaði hann uppboðs- markað fyrir notaða bíla í Reykja- vík sem ekki seldi einn einasta bil á uppboði. Um svipað leyti hóf hann ásamt syni sinum rekstur kvóta- miðlunar sem enn starfar. Hilmar segir í samtali við DV að hann hafi tapað verulegu fé á bílauppboðs- markaðnum og nú síðast á Bingóævintýrinu og sé orðið ansi lítið í buddunni, eins og hann orðar það. -SÁ T
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.