Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.1996, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.1996, Blaðsíða 6
6 útlönd LAUGARDAGUR 1. JUNÍ 1996 ^ Bíbí baö viö grátmúrinn þegar sigurinn á Simoni Peres var í höfn: Ottaslegnir arabar hvetja til framhalds á friðarferli Benjamin Netanyahu, formaður Likud-bandalagsins, sigraði Simon Peres, formann Verkamannaflokks- ins, naumlega í kosningunum um forsætisráðherra ísraels. Þegar ut- ankjörfundaratkvæði höfðu verið talin í gærdag og tölumar rúnnaðar af hafði Netanyahu fengið 50,4 pró- sent atkvæðanna en Peres 49,5 pró- sent. Þegar úrslitin voru endanlega kunn hélt Netanyahu strax að grátmúrnum í Jerúsalem og baðst fyrir. Fjöldi heittrúaðra gyðinga fylgdu honum þangað og hrópuðu í stuttar fréttir 50 fórust í lestarslysi Um 50 manns fórust þegar íjór- | ir vöruflutningavagnar losnuðu og runnu stjórnlaust á farþegalest I í Síberíu. í hungurverkfall Fulltrúar stjórnarandstöðunnar í Albaníu fóru í hungurverkfall og kröfðust þess að þingkosningarn- | ar yrðu ógiltar. Hvöttu þeir kjós- 1 endur til að hunsa aðra umferð | kosninganna á sunnudag. allur Timothy Leary, sá er hvatti ungt fólk til að nota LSD á sjöunda áratugnum, dó úr krabba- meini í gær. Síðustu orð hans voru „Why not?“ eða Af hverju ekki? í 10 ára bann Bernard Tapie, iyrrum auðjöfur og eigandi knattspyrnufélagsins | Marseilles i Frakklandi, var dæmdur í annað sinn vegna skatt- svika og annars misferlis í gær og bannað að stunda viðskipti næstu 10 ár. Viöræöum frestaö Viðræðum fulltrúa tsjetsj- enskra uppreisnarmanna og rúss- neskra embættismanna, sem halda átti í dag, hefur verið frestað. Lofar eðlilegu lífi í kosningastefnuskrá sinni lof- ar Boris Jeltsín Rússiandsforseti Rússum eðlilegu lffi eftir fimm ára kvöl. Hann sagði sársaukann vera eðlilegan þegar umbætur væru framkvæmdar. Hann hefði gert mistök en vissi betur en nokkur annar hvemig bæri að leiðrétta þau. Brenndi páfagaukinn Sænskur maður hefur verið sak- aður um grófa dýramishöndlun eft- Íir að hafa kveikt í páfagauki vin- konu sinnar í reiðikasti. Reuter Bensín á heimsmarkaði: Lækkunin heldur áfram Bensínverð á heimsmarkaði held- ur áfram að lækka. Frá því í byrjun maí hefur verðið á 95 og 98 oktana bensíni lækkað um 15 prósent. Meg- inástæðan fyrir mikilli lækkun und- anfarið er samningur um að írakar fái að selja eldsneyti að nýju á heimsmarkaði eftir sex ára við- skiptabann. Óverulegar breytingar urðu í vik- unni á hlutabréfaverði í helstu kauphöllum heims, ef marka má hlutabréfavísitölurnar. Þegar við- skipti hófust í gærmorgun var verð- ið á uppleið, a.m.k. í New York og London. Stöðugleiki myndaðist þeg- ar þýski seðlabankinn ákvað að hreyfa ekki við vöxtum. -Reuter sífellu gælunafn hans: Bíbí, Bíbí. Simon Peres, friðarverðlaunahafi Nóbels og arkitekt friðarsamning- anna við Frelsissamtök palestínu- araba, PLO, og Jórdaníu, óskaði for- ingja Likud-bandalagsins til ham- ingju með sigurinn en boðaði um leið að hann mundi halda barátt- unni fyrir friði áfram. Kosningaúrslitin strekktu á taug- um araba sem efast um að Natanya- hu muni fullkomna friðarferlið sem Peres og forveri hans, Yitzhak Rabin, höfðu hrundið af stað. Enda veittu yfirlýsingar Netanyahus í Thomas Hamilton, sá er myrti 16 sex ára börn og kennara þeirra í leikfimisal grunnskólans I Dunbla- ne á Skotlandi í vetur og framdi síð- an sjálfsmorð, virðist hafa undirbú- ið ódæðið í allt að tvö ár. Nú standa yfir réttarhöld þar sem reynt er að raða framburði vitna saman í heild- stæða mynd er skýrt geti hvemig Hamilton fór að því að fremja morð- in jafn áreynslulítið og raun bar vitni. Samkvæmt framburði níu ára drengs hafði Hamilton, 43 ára, spurt kosningabaráttunni þeim nægilegt tilefni til ótta. Úrslitin komu eins og köld vatnsgusa framan í stjórnvöld i Washington en þar á bæ hafa menn byggt stefnu sína gagnvart Miðaust- urlöndum á Verkamannaflokknum. Netanyahu, 46 ára og yngsti for- sætisráðherra Israels til þessa, hef- ur 45 daga til að mynda samsteypu- stjórn. Ekki er talið að honum muni veitast erfitt að afla sér 61 sætis meirihluta í 120 manna þingi með stuðningi flokka heittrúaðra gyð- inga, flokki rússneskra innflytj- hann í þaula um skipulag skólans og stundatöflu. Hann spurði sér- staklega um leiðina inn í leik- fimisalinn, hvaða bekkir væru í leikfimi á ákveðnum tímum og um aðalinngöngudyr skólans. „Hamilton spurði mig þessara spuminga í hverri viku. Hann hafði spurt mig svona í langan tíma eða tvö ár,“ sagði drengurinn fyrir rétti. Nágranni Hamiltons, 63 ára kona, segist hafa séð myndbandsupptökur hans sem sýndu unga drengi mars- era í röð á ofurlitlum sundskýlum. „óþægra“ þingmanna Verkamanna- flokksins sem eru á móti brottflutn- ingi ísraelsmanna frá Golanhæðum. Yasser Arafat, leiðtogi PLO, neit- aði að tjá sig um úrslitin fyrr en á morgun en haft var eftir konu hans að friðarferlið yrði að halda áfram, það væri báðum aðilum fyrir bestu. Talsmenn nokkurra arabaríkja tóku í sama streng. Náinn samstarfsmað- ur Arafats sagði að friðarsamning- arnir hefðu verið gerðir við ísraels- ríki en ekki stjórnmálaflokk og menn væntu þess að þeir yrðu haldnir. Reuter Hamilton hafði mikið dálæti á ung- um drengjum en nágranni hans seg- ir að sér hafi fundist myndimar óeðlilegar. Móðir Hamiltons kom í vitna- stúkuna í fyrradag og staðhæfði að sonur hennar hefði verið ástríkur og alúðlegur maður sem hringt hefði í móður sína á hverjum degi. Þá hefði hann oft hringt á kvöldin og spurt hvort ekki væri allt í lagi. Daginn fyrir morðin eyddi hann eft- irmiðdeginum í samtal við móður sína í síma. Reuter sýnir hér klæðislítið bíkini eftir þýska hönnuðinn Karl Lagerfeld. Myndin minnir á að í næsta mánuði eru 50 ár frá því franski viðskiptajöf- urinn Louis Renard kynnti fyrstu bíkinibaðfötin. Símamynd Reuter Gerðu aðsúg að Elísabetu drottningu Fjórir stúdentar við háskólann í Wales voru handteknir eftir að í hafa stokkið yfir öryggisgiröingar og gert aðsúg að bíl Elísabetar Eng- I landsdrottningar þar sem hún heimsótti bæinn Anerystwyth í Wales í gær. Atvikið varð til þess aö drottning hætti við að heim- sækja háskólann en þar var ráð- gert að hún vígði nýja rannsóknar- stöð í jöklafræðum. Öryggisráðgjafar drottningar í töldu of hættulegt fyrir hana að heimsækja skólann en fjöldi stúd- I enta mótmælti heimsókninni með því að hengja lök út um glugga her- bergja sinna á heimavistinni. Á þau voru máluð slagorð gegn ; drottningunni á ensku og velsku. Reykingar að !( drepa eskimóa og indíána Tíðni krabbameins hefur rokið upp í nyrstu héruðum Norður- Am- eríku, bæði meðal eskimóa og indíána. Sérfræðingar eru ekki í nokkrum vafa um að orsökina sé að finna í reykingum. Þá þykir sýnt að óbeinar reykingar ógni mjög heilsu barna sem lokuö eru inni í híbýlum allan veturinn með reykjandi foreldrum. Þá er fæðing- arþyngd barna þeirra mæðra sem reykja mjög lítil. Á vikulangri ráðstefnu sérfræð- inga í heilbrigðismálum, sem hald- in var í Alaska í vikunni, kom ffarn að krabbamein hefði leyst berkla af hólmi sem helsti ógnvald- ur innfæddra í heimskautabyggð- um. Enn eitt fórnarlamb umferðarbræði Maður frá Gana var skotinn til bana á götu í London eftir æsileg- an bílaeltingaleik. Lögreglan segir að hér sé á ferðinni fórnarlamb | svonefndar umferðarbræði sem | geisað hefur á yfirfullum vegum Bretlands síðustu misseri og kost- I að hefúr tvo lffið i þessum mánuði. IEltingaleikurinn hófst eftir smáá- rekstur morðingjans og fómar- lambsins og endaöi með því að Ganamaðurinn var myrtur og ann- ar tvegggja farþega hans særður. Fyrir um tveimur vikum var maður um tvítugt stunginn til bana á vegamótum eftir deilur við annan ökumann. Lögregla leitar enn beggja ódæðismannanna. Reuter Leary enda, sem bætti við sig fylgi, og Þjóðernissinninn Vldadimír Zhírínovskí, t.h., og Vladimír Bryntaslov, leiðtogi Síosíalistaflokks Rússlands, keppa báðir um hylli kjósenda í forsetakosningunum sem fram fara 16. júní. Þeir hittust yfir málsverði í gær og virtist fara vel á með þeim enda borðið hlaðið mat og áfengi. Símamynd Reuter Réttað vegna morðanna á sextán skólabörnum í Dunblane: Virtist hafa undirbúið fjöldamorðin í tvö ár
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.