Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.1996, Blaðsíða 56

Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.1996, Blaðsíða 56
JT" Alla íaugardaga Vertu vi$húin(n) vinningi! FRETTASKOTIÐ SlMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notaö í DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið I hverri viku greiöast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 LAUGARDAGUR 1. JUNI 1996 Vinnubrögö rannsóknaraðila stórlega ámælisverð í sakamáli gegn Magnúsi Hreggviðssyni: Fyrning vegna áralangra tafa hjá rannsóknaraðilum r í málsmeðferðinni fólust brot á ákvæðum laga, stjórnarskrárinnar og mannréttindasáttmála / Héraösdóraur Reykjavíkur telur vinnubrögð rannsóknaraðila stór- lega ámælisverð í máli ákæruvalds- ins gegn Magnúsi Hreggviðssyni, stjórnanda Frjáls framtaks, sem höfðað var vegna meintra skatt- svika og brota á lögum um hlutafé- lög. Magnús var alfarið sýknaður af sakargiftum í gær enda var vísað til þess að brot hans, sem dómurinn taldi hann þó að hluta til sekan um, voru fyrnd. Sérstaklega var tekið til þess að sakarefm' málsins hafi þeg- ar verið fyrnd þegar ákæra var gef- in út í málinu. Rannsókn skattrannsóknar- srjóra á ætluðum brotum Magnús- ar hófst í ágúst 1988. Fleiri en tveir starfsmenn unnu samfellt við rannsóknina fram i desember 1991, samkvæmt dóminum. Á þeim tíma var Magnús aldrei kallaður til skýrslutöku. Á Þorláksmessu þetta ár sendi skattrannsóknarstjóri sið- an bréf til Rannsóknarlögreglu rík- isins og vísað hann málinu þang- að. Beiðni var hins vegar lögð fram um að nauðsynlegar ráðstafanir yrðu gerðar til að koma i veg fyrir hugsanlega fyrningu sakarefna. Skýrsla var síðan tekin af Magn- úsi þann 30. desember 1991 en síð- an aðhafðist RLR ekkert í málinu fyrr en skýrsla var aftur tekin af honum í október 1995, tæpum fjór- um árum síðar. Yfirskattanefnd hafði í millitíðinni haft málið til meðferðar. Héraðsdómur telur að RLR hafi ekki átt að bíða eftir niöurstöðu skattkerfisins og að fyrirtakan í desember 1991 hafi ekki rofið fyrn- ingarfrest, þ.e. komið í veg fyrir fyrningu sem eru sex ár í þessu til- viki. Engu breytti að rannsóknar- lögreglusrjóri hafi þá verið við- staddur og tilkynnt Magnúsi að op- inber rannsókn væri hafin. Það að RLR hafi ekkert sinnt málinu í tæp 4 ár telur héraðsdóm- ur stórfelldan drátt og andstæðan lögum um að hraða skuli rannsókn mála og brjóta jafnframt í bága við 6. grein mannréttindasáttmála Evrópu - þar segi m.a. að sá sem borinn sé sökura um refsiverða háttsemi skuli án tafar fá vitneskju í smáatriðum um eðli og orsök þeirrar kæru er hann sætir. Magn- ús hafl hins vegar fyrst sætt yfir- heyrslu um sakarefnið í október 1995. „Þá er í 1. mgr. 6. gr. mannrétt- indasáttmálans kveðið á um rétt sakaðs manns um réttláta og opin- bera málsmeðferð innan hæfilegs tíma fyrir sjálfstæðum og óvilhöll- um dómstóli. Dráttur málsins hjá rannsóknaraðilum hefur komiö í veg fyrir að þetta væri unnt í máli þessu," segir í dóminum. Einnig var vísað til ákvæða stjórnarskrár lýðveldisins í þessum efnum. Guð- jón St. Marteinsson héraðsdómari kvað upp dóminn. Ótt Alþingi: Umdeildasta frumvarpið samþykkt Umdeildasta frumvarp þessa þings, sem nú fer senn að ljúka, frumvarpið um stéttarfélög og vinnudeilur, var samþykkt sem lög frá Álþingi í gær. Guðmundur Hallvarðsson, þing- maður Sjálfstæðisflokksins, greiddi einn stjórnarliða atkvæði einn gegn frumvarpinu. Frumvarpið var samþykkt eftir nafnakall með 31 atkvæði gegn 19. Þrir þingmenn höfðu fjarvistarleyfi og 10 voru fjarverandi. -sdór. . ii$ð ¦- ílít *Jv \^Æ \tff K>-J Opel Astra Verðkr. 1.199.000.- Bílheimar ehf. ^ *Sœvarhöföa 2a Sími: 525 900o\ Guðný Guðmundsdóttir, konsertmeistari Sinfóníuhljómsveitar Islands, grípur hér í nærri 330 ára gamla Amati-fiðlu sem uppboðsfyrirtækið Sotheby's í London lánaði vegna setningar Listahátíðar í Reykjavík í Listasafni ísiands í gærkvöldi. Guðný lék þar einleik á fiðiuna eftir Bach. Nicole Amati smíðaði fiðluna árið 1670 og er hún metin á um 15 milljónir króna. Hún verður til sýnis í Listasafni íslands um helgina. DV-mynd Brynjar Gauti 70 hestar f Ijúga út um helgina DC-8 flutningaflugvél fer frá Keflavíkurflugvelli til Calgary í Kanada á morgun með um 70 reið- hesta sem fara til kaupenda í Kanada og norðvesturrikjum Bandaríkjanna. Góður markaður hefur skapast þarna fyrir islenska hesta, að sögn Axels Ómarssonar, en hann og Sigurbjörn Bárðarson, hinn kunni hestamaður, hafa flutt hesta út til Kanada, Washington-, Idaho- og Oregonríkja. „Við gerum mjög strangar gæða- kröfur til þeirra hesta sem seldir eru út því að einn lélegur hestur getur skaðað þennan markað alvar- lega," segir Axel. Hann segir að þessi hestamarkaður hafi tekið mjög vel við sér fyrir um tveimur árum en mikil vinna hafi verið lögð í að kynna íslenska hestinn, sögu hans, ættfræði, dómakerfi, umhirðu og notkun á þessu svæði. Hestaútflutningur sé mjög við- kvæmur því að í raun sé verið að selja ákveðinn lífsstíl en ekki bara hrossakjöt á fæti. Þvi verði að skapa jafnframt góð og varanleg tengsl við kaupendurna og aðstoða þá, fræða og mennta í öllu sem viðkemur ís- lenska hestinum. -SÁ VERÐUR ÞÁ VINNUFRI0UR FYRIR ÞESSU VINNUDEILU-þ FRUMVARPI? (^ L O K I Veðriö á sunnudag: Slydduél norðanlands Veðrið á mánudag: Bjartviðri norðan- og vestanlands Minnkandi norðvestanátt, stinningskaldi verður norðaustanlands fram eftir degi en hægari vindur annars staðar. Slydduél verða norð- an- og norðaustanlands, skúrir vestanlands og hætt við síðdegisskúr- um sunnanlands. Hiti verður 1 til 10 stig, hlýjast sunnanlands Veðrið í dag er á bls. 61 Á mánudaginn veröur austanátt, stinningskaldi og fer að rigna suðaust- antil á landinu er líður á daginn en hægari vindur og lengst af bjartviðri norðan- og vestanlands. Hiti verður 8 til 13 stig, hlýjast vestanlands.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.