Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.1996, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.1996, Blaðsíða 15
LAUGARDAGUR 1. JUNI 1996 15 Sóknamefndin var eitt bros og friður í þossari guðs útvöldu sókn virtist í sjónmáli. Nú var bara eftir að veita klerkinum náðarhöggið og fá annan samvinnuþýðari. Daginn eftir kom þó babb í bátinn; prestur sagðist sitja sem fastast og ráðherrann kvaðst ekki hafa vald til að reka hann. Myndin er af formanni sóknarnefndar og sóknarprestinum á aðalfundi Langholts- safnaðar. Trúboði DV-mynd GS ekki trúður Trúarbragðastríö hafa fylgt manninum allt frá því sögur hófust. Allt frá því mannskepnan tók upp á því að trúa á stokka, steina eða hvað annað það sem þótti líklegt til að færa gæfu og gjörvileika. Jafnvel er hugsanlegt að einhverjir hafi talið mátt ein- hverra hluta slíkan að tryggð væri eilíf sæla ef trúin á steininn væri nógu sterk og einlæg. íslendingar hafa verið blessunarlega lausir við þær styrjaldir sem sprottið hafa af deilum um trúarbrögð. Þar má þó ekki gleymast að Jón Arason bisk- up var hálshóggvinn í kringum siðaskiptin. Innan lútersku kirkj- unnar á íslandi hafa verið smá- skærur af og til sem tekist hefur að setja niður á tiltölulega skömm- um tíma í flestum tilvikum. Þar má nefna deilur innan Fríkirkj- unnar í Reykjavík þar sem prest- urinn var á endanum flæmdur á brott og sátt komst á í framhald- inu. I Langholtssókn í Reykjavik hafa ófriðareldar geisað um nokkra hríð. Þar eru í aðalhlut- verkum sóknarpresturinn og org- anistinn auk eiginkonu hins síðar- nefnda. Þegar litið er fram hjá að- alleikurum þess sjónarspils má sjá hluta þeirra 5 þúsund einstaklinga sem sóknina byggja. Þeir eru margir hverjir utan við deiluna en fylgjast undrandi meö framvindu mála. Andspyrnuhreyf ing Eins og í öllum alvörustyrjöld- um er í sókninni orðin til and- spyrnuhreyfing sem nefnir sig Velunnara Langholtskirkju eða Þróttheimasamtökim. Þessi sam- tök voru stofnuð prestinum til höf- uðs og í því markmiði að koma honum úr starfi og úr sókninni. í því skyni var hafist handa við að safna undirskriftum þar sem geng- ið var í hús og fólki gérð grein fyr- ir meintri niðurrifsstarfsemi klerks og það beðið í guðanna bænum að rita nafn sitt við áskor- un til yfirvalda um að reka hann úr starfi. Söfnunaraðilar tíunduðu þau vandræði sem af veru klerks stöfuðu. Kórinn fékk ekki að syngja truflunarlaust og mömmumorgnar í kirkjunni voru í uppnámi. Svo mátti skilja að þetta væri ómenni sem ekki væri á vetur setjandi. Tæpur þriðjung- ur sóknarbarna reit nöfn sín á þessa áskorun sem þó leiddi ekki til brottvikningar prestins heldur áframhaldandi pattstöðu. Lág glæpatíðni Langholtssókn er meðal rólegri hverfa borgarinnar og glæpatíðni tiltölulega lág ef litið er til meðal- tals á höfuðborgarsvæðinu. Raun- ar er slíkur friður í sókninni, ef litið er fram hjá hinum geistlegu málum, að athygli vekur þeirra er koma að. Nokkurt afskiptaleysi ríkti meðal íbúa hvers um annars hag allt fram að því að styrjöld organista og prests gaus upp. Síð-, an þá eru íbúaskýrslur grandskoð- aðar og eitt aðalumræðuemið er hvort fólk sé með eða á móti prest- inum. Fólk er síðan fordæmt á víxl eftir því hver afstaða þess er. Nágrannar sem áður áttu með sér kunningsskap, þó ekki væri nema á þeim grunni að bjóða góðan dag- inn eða kvöldið eftir atvikum, tal- ast ekki lengur við. Einstaklingar sem aðeins nota kirkjulega þjón- ustu í kringum skírnir, fermingar, giftingar og jarðarfarir eru með hreina og klára afstöðu í þessari makalausu deilu. Púað á prestinn Á aðalsafnaðarfundi í sókninni hefur mæting á undanförnumn árum verið afar slök eða frá 20 til 50 manns. Fólk hefur væntanlega talið tíma sínum betur varið til annarra hluta en sitja klukku-. stundum saman undir löngum ræðuhöldum um afkomu orgel- sjóðs eða annarra sjóða í vörslu sóknarinnar. í síðustu viku brá þó svo við að húsfyllir var í kirkj- unni, enda hafði heyrst að megin- Reynir Traustason vettvangur átakanna í sókninni yrði á aðalfundinum. Það hafði jafnvel spurst út að prestur yrði settur í poka og fjarlægður úr sókninni i því skyni að koma á friði á ný. Allt myndi síðan falla í ljúfa löð og söngur fuglanna óma um hið friðsæla hverfi í bland við söng kórs Langholtskirkju. Ná- grannar myndu á ný brosa hver til annars ogvbjóða góðan daginn í tíma og ótíma. Andspyrnuhreyf- ingin yrði aflögð og meðlimir hennar tækju upp reglubundna kirkjusókn í stað klíkufunda í bakherbergjum. Það var lævi blandið loft í guðs- húsinu þegar aðalsafnaðarfundur- inn hófst fyrir fullu húsi. Við há- borðið sat sóknarnefndin og það mátti merkja af svip hennar að nú var runnin upp mikil alvörustund. Á fremsta kirkjubekk sat hin for- dæmdi klerkur auk organistans. Presti til halds og trausts var vígslubiskupinn í Skálholti sem á stundum hefur verið kallaður for- ingi svartstakka. Það hefði mátt heyra saumnál detta þegar fundur- inn hófst á því að prófastur sókn- arinnar byrjaði fundinn með bæn. Síðan upphófst darraðardansinn í þessu húsi Drottins. Ýmist var skorað á sóknarnefndina að segja af sér eða prestinn að láta sig hverfa. Einn fundarmanna vitnaði í Egil Skallagrímsson sem hann sagði hafa birst sér í draumi og beðið fyrir vísu á fundinn. Öskrað af hlátri Stór hluti fundarmanna klapp- aði, tók bakföll og öskraði af hlátri undir ræðunni. Aðrir sátu þungir á brún undir lestrinum og það var greinilegt að þeir töldu hann lltt við hæfi. Þegar nokkuð var liðið á fundinn sté klerkur í pontu og vildi gera að tillögu sinni að varamenn í sóknarnefnd færðust upp og tækju sæti í stað þeirra sem sögðu af sér. Það lagð- ist greinilega illa í suma fundar- manna að prestur vildi hafa af- skipti af málinu og frammíklöll hófust auk þess að einn and- spyrnumaðurinn púaði á klerk- inn. Samkoman var nú farin að líkjast svæsnum knattspyrnuleik með tilheyrandi fótboltabullum á bjórfylliríi fremur en safnaðar- fundi þrátt fyrir bænir prófasts- ins. Tillaga prestins var tekin af dagskrá. í máli guðfræðings nokkurs kom fram að sóknar- presturinn hefði gerst svo djarfur að fara á skrifborð sitt og nema þaðan á brott bækur sem hann að vísu átti sjálfur. Það mátti heyra andvörp í salnum við þessa upp- ljóstrun sem talin var sönnun þess að í presti bærðist fól. Guð- fræðingurinn, sem hafði óljósan starfsvettvang innan kirkjunnar, lýsti siðan aðdáun sinn i á klerki sem kennimanni en sagði hann skorta hæfileika til mannlegra samskipta. Undir lok fundarins bar eiginkona organistans upp til- lögu um að ráðherra kirkjumála tæki sig saman í andlitinu og ræki prestinn úr starfi. Sú tillaga var samþykkt með miklum meiri- hluta og þar meö lauk fundinum með fullum sigri sóknarnefndar og andófsmanna. Það mátti sjá á Velunnurum Langholtskirkju að þeir voru ánægðir með þessi málalok. Sókn- arnefndin var eitt bros og friður í þessari guðs útvöldu sókn virtist í sjónmáli. Nú var bara eftir að veita klerkinum náðarhöggið og fá annan samvinnuþýðari. Daginn eftir kom þó babb í bátinn; prestur sagðist sitja sem fastast og ráð- herrann kvaðst ekki hafa vald til að reka hann. Það fylgdi með í yf- irlýsingum prestsins að hann væri fyrst og fremst trúboði en ekki trúður sem hefði það hlutverk að skemmta fólki. Vonin um fugla- söng og daglegar kveðjur ná- granna voru þar með horfnar út I veður og vind. Neðanjarðarsam- tökin, sem þegar höfðu undirbúið að leysast upp i frumeindir sínar, sjá fram á annan stríðsvetur og vígbúnað í samræmi viö það. Venjulegt fólk með meðalþarfir til trúarlegra athafna mun enn um hríð þurfa að spyrja sig að því hvað í ósköpunum sé að gerast og um hvað átökin snúist. Langavit- leysan í Langholtinu verður leikin af fingrum fram enn um hríð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.