Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.1996, Blaðsíða 10
10
LAUGARDAGUR 1. JÚNÍ 1996 UV
Tamara Mola Fonseca, eiginkona
Julians Duranona Larduets, eins
fræknasta leikmanns KA á síðasta
keppnistímabili, hefur engan áhuga
á íþróttum og hefur aldrei haft.
Tamara stundaði aldrei neinar
íþróttir sem krakki heima á Kúbu
og hún fylgdist aldrei með neinum
íþróttum. En tímarnir breytast og
mennirnir með. Þegar Tamara
kynntist Julian Duranona áttu þau
stefnumót á handboltaleikjum og
hvergi annars staðar. Nú stundar
Tamara eróbikk, heldur með KA og
sækir alla leiki KA á íslandi.
Duranona hefur unnið hug og
hjörtu allra handboltaáhugamanna
á Akureyri og þótt víðar væri leitað
með framkomu sinni á vellinum. Á
nokkrum mánuðum er hann orðinn
eitt helsta átrúnaðargoð handboltaá-
hugamanna og verðandi þjóðhetja
því að hann hefur fengið íslenskan
ríkisborgararétt og leikur hugsan-
lega með landsliði íslands á næsta
keppnistímabili. Það er þó ekki fer-
ill Duranona sem er til umræðu að
þessu sinni heldur konan á bak við
manninn. Það er að sjálfsögðu Tam-
ara sem verður fyrir svörum.
í dag er í dag
„Ég er fædd og uppalin í stórri
fjölskyldu," byrjar Tamara að segja
frá sjálfri sér þar sem við sitjum
þrjú, Tamara, Duranona og blaða-
maður DV, við borð á Greifanum á
Akureyri í síðustu viku, og bætir
við: „mamma er kennari og pabbi
leigubilstjóri. Ég á tvo bræður. Stóri
bróðir minn er flugumferðarstjóri.
Hann er giftur rússneskri konu og
býr í Rússlandi. Hinn bróðir minn
er að læra tölvunarfræði. Ég var í
fjögur ár að læra að verða barna-
kennari en ég kláraði það ekki,“
segir Tamara og játar að hana langi
til að kenna börnum á Islandi
spænsku.
„Fjölskyldan á Kúbu heldur mik-
ið saman. Ég er eina stelpan og nú
þegar stóri bróðir minn býr í Rúss-
landi og ég er farin burt eru foreldr-
ar mínir leiðir. Þetta er í fyrsta
skipti sem fjölskyldan er svona mik-
ið tvístruð," segir hún, „en í dag er
í dag og á morgun er á morgun. Mér
likar vel að búa á íslandi en ég veit
ekki hvernig framtíðin verður,
kannski fær Julian nýjan samning,
hver veit,“ segir hún.
Leita sár
að íbúð
Tamara og Julian hafa ákveðið að
búsetja sig á íslandi og eru farin að
leita sér að nýrri íbúð en gefa ekk-
ert upp um fyrirhugaðar barneignir
og ekki er vitað til þess að barn sé á
leiðinni. Þau hafa fram að þessu
búið í þriggja herbergja íbúð, sem
KA hafði milligöngu um að leigja
fyrir þau, og KA-konur settu íbúð-
ina í stand áður en Tamara kom í
haust, hengdu upp gluggatjöld og
gerðu íbúðina heimilislega.
En hvernig skyldu þau Duranona
hafa kynnst? Var það ást við fyrstu
sýn? „Nei,“ segir Tamara og brosir
breitt.
„Ég þekkti Julian ekki neitt og
vissi ekkert um hann þegar vinur
minn bað mig einu sinni um að
koma með sér í heimsókn til hans.
Ég fór með honum í heimsókn
árið 1990 en það var ekki fyrr en
1991 sem við byrjuðum saman.
Við giftum okkur 5. ágúst 1993 á
afmælisdegi móður minnar,“
segir hún og kveðst ekki eiga í
neinum vandræðum í heima-
landi sínu. Hún segist geta farið
þangað þegar hún vill. „Núna er
ég gift íslendingi,“ bætir hún og
skírskotar þar til þess að
Duranona er búinn að fá
nýjan ríkisborgararétt.
Hefur lært að prjóna
Duranona og Tamara hafa bæði
verið fljót að aðlagast íslensku þjóð-
félagi og kynnast fólki. Tamara kom
til eiginmanns síns á íslandi síðasta
haust og hefur verið að stússa ýmis-
legt síðan, meðal annars sest á
skólabekk til að læra íslensku, þar
sem hún kynntist fullt af erlendum
konum sem búa á Akureyri, og
farið á námskeið í matreiðslu, svo
eitthvaö sé nefnt. Hún hefur líka
lært prjónaskap því að nágranna-
kona vildi endilega sýna henni
hvemig hún ætti að bera sig að
Ekki fer neinum sögum af af-
rekum við prjónana og
Tamara segist
ekki vera
Tamara hefur tekið
þátt í vinnu
kvennanna í
KA en þær
hafa séð um
kaffisölu fyrir
leiki og í
hléi í vetur
og fallið vel
inn í hópinn.
Auðvitað
hafa mætt
Tamöru
Gjörbreyting
frá Kúbu
Tamara segir að ísland hafi kom-
ið sér verulega á óvart enda þjóðfé-
lagið allt öðruvísi, venjurnar og
loftslagið gjörólíkt því sem hún hef-
ur átt að venjast á Kúbu. Hér hafa
allir allt til alls, búa í góðu húsnæði
og líða engan skort og auðvitað
voru það viðbrigði fyrir hana að sjá
það. Og loftslagið er auðvitað sér á
parti. Hér segist hún verða að klæð-
ast skyrtu og úlpu en heima á Kúbu
hafi hún gengið um á skyrtu og
stuttbuxum eða pilsi. Tamara læt-
ur vel af lífinu á íslandi og seg-
ir að sér hafi þótt vænt um
það hvað sér hafi verið tek-
ið hlýlega og elskulega af
öllum á Akureyri strax
við komuna.
Tamara heldur að
sjálfsögðu sambandi
við fjölskyldu sína á
Kúbu og hefur reglu-
lega samband, ýmist
bréflega eða símleið-
is. Hún les mikið og
mamma hennar
sendir henni
stundum bækur
á spænsku
því að
bæk-
Tamara og Duranona hafa aðlagast lífinu á Akureyri mjög vel, eru á kafi í félagsstarfinu innan KA og bera
áhangendur liðsins þeim vel söguna. Tamara þykir jákvæð og glaðlynd og ákveðin í að spjara sig vel á ís-
landi þó að lífið hér sé allt öðruvísi en á Kúbu. Þau hafa ákveðið að setjast hér að. DV-mynd GHS
að prjóna neitt sérstakt í augnablik-
inu.
Erfitt um tíma
Á nokkrum mánuðum er Duranona orðinn eitt helsta átrúnaðargoð hand-
boltaáhugamanna fyrir noröan og verðandi þjóðhetja því að hann er nýbú-
inn aö fá íslenskan rikisborgararétt. Tamara tekur umstanginu kringum
Duranona meö jafnaöargeði og tekur þátt í starfinu kringum KA-liöið.
DV-mynd GHS
Tamara og Duranona hafa aðlag-
ast fólkinu kringum KA-liðið mjög
vel og eyða talsverðum tíma í KA-
heimilinu þar sem allir eru eins og
ein stór fjölskylda. Þau þykja já-
kvæð og glaðlynd og mjög skemmti-
leg og þeim líður, að sögn, vel á ís-
landi. Áhangendur KA, sem til
þekkja, segja að Tamara hafi strax
frá upphafi gert sér grein fyrir að
hún yrði líka að sækja í félagsskap-
inn, ekki væri nóg að sitja heima.
Duranona margir erfiðleikar því að
það er ekkert auðvelt að vera frá
jafnfjarlægu landi og Kúbu. Það var
vitanlega erfitt fyrir Tamöru eftir
að Duranona flúði frá Kúbu en
hann yfirgaf landslið Kúbumanna á
keppnisferðalagi í Argentínu fyrir
rúmu ári. Hún fékk þó að yfirgefa
landið á löglegan hátt. Um tíma í
vetur áttu þau hjónin erfitt því að
Duranona missti fóður sinn. Svo
var hann lagður inn á sjúkrahús
fyrir sunnan vegna höfuðkvala án
þess að nokkuð fyndist. Þessa erfið-
leika, eins og alla aðra, hafa þau
komist yfir.
ur eru svo til ófáanlegar á íslandi.
Svo fær hún stundum lánaðar bæk-
ur hjá vinafólki, íslenskri konu og
spænskumælandi manni á Akur-
eyri, sem hefur stutt vel viö bakið á
þeim.
Duranona og Tamara hafa reynt
að ferðast um ísland, farið aðeins
um Norðurland, og í sumar er mein-
ingin að fara í stærri reisu, keyra
suður og fara að Gullfossi og Geysi,
eins og sannir ísiendingar gera á
sumrin. -GHS