Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.1996, Blaðsíða 31
LAUGARDAGUR 1. JUNÍ 1996
íennmg
39
Frumsýning íslenska dansflokksins á Listahátíð í Reykjavík:
Féhirsla vors herra
- eftir Nönnu Ólafsdóttur og Sigurjón Jóhannsson - byggt á sögu Guðmundar biskups hins góða
íslenski dansflokkurinn frumsýn-
ir nýtt verk eftir Nönnu Ólafsdóttur
og Sigurjón Jóhannsson á Listahá-
tíö í Reykjavík í Borgarleikhúsinu
nk. þriðjudagskvöld. Danssýningin
nefnist Féhirsla vors herra og er
byggð á sögu Guðmundar Arasonar,
biskups hins góða, sem Arngrímur
Brandsson, ábóti í Þingeyr-
arklaustri, skráði á sínum tíma.
Tónlistin er eftir Jón Leifs og Franc-
is Poulenc.
Að sögn Magnúsar Árna Skúla-
sonar, framkvæmdastjóra dans-
flokksins, fjallar sýningin um bisk-
upstíð Guðmundar góða og ófriðar-
bál það sem tendraðist af vígslu
hans til biskups á Hólum í Hjaltadal
árið 1202 og fylgdi honum til dauða-
dags 1237.
„Sem biskupi er honum vísað til
sætis með höfðingjum þjóðveldisins
en hann á erfítt með að lúta leik-
reglum þeirra vegna lífssýnar sinn-
ar og trúarskoðana. Hann stóð ekki
einungis vörð um rétt kirkjunnar
og þjóna hennar, heldur um sér-
hvem einstakling sem til hans leit-
aði,“ segir Magnús.
Eins og áður sagði verður tónlist
Jóns Leifs og Francis Poulenc flutt
af bandi í verkinu en tónlistin er
einn tákngervinganna fyrir tví-
hyggjuna í sýningunni. Verkin
Geysir, Landsýn og Hekla eftir Jón
Leifs, i flutningi Sinfóníuhljóm-
sveitar íslands undir stjórn Pauls
Zukofsky, og Karlakórs Reykjavík-
ur, verða flutt í átakasenunum.
Verkið sveiflast frá djöfullegum
átökum höfðingjans Kolbeins Tuma-
sonar og biskups til hæstu hæða
kristilegrar sannfæringar. Verkið
Gloría eftir Poulenc táknar hina
guðdómlegu dýrð og Paradísarhug-
mynd Guðmundar góða biskups.
Gloria verður flutt af bandi í flutn-
ingi Sinfóníuhljómsveitar Boston
undir stjórn Seiji Ozawa. Einsöng í
verkinu syngur Katheleen Battle
sópran en kórsöngur er í höndum
Hátíðarkórs Tanglewood. Deutsche
Grammophon gefur út 1989.
Hany Hadya fer með hlutverk
höfuðandstæðings Guðmundar, Kol-
beins Tumasonar stórhöfðingja.
Hany er gestadansari íslenska dans-
flokksins og dans- og leiklistarunn-
endum að góðu kunnur. Hann er
fæddur í Vínarborg og stundaði bal-
lettnám hjá Scapino og Nel Roos
Academie í Amsterdam og Rotterd-
amse Dansakademie. Hann var með-
limur íslenska dansflokksins á
árunum 1988-1995 og hefur starfað á
íslandi sem danskennari og sjálf-
stæður atvinnudansari. Hany er
þekktur tangódansari og hefur
kennt tangó í Kramhúsinu við góð-
an orðstír.
Jóhann Freyr Björgvinsson fer
með hlutverk Guðmundar biskups
en Jóhann er einn okkar fremsti
karldansari í ballettnum. Af öðrum
helstu hlutverkum má nefna Láru
Stefánsdóttur sem Maríu mey og
Júlíu Gold sem Selkollu. Þá fer Guð-
mundur Helgason með nokkur hlut-
verk. Alls taka 10 dansarar dans-
flokksins þátt í sýningunni, 3 nem-
endur Listdansskólans og 3 leikar-
ar, þeir Sigurður Karlsson, Theodór
Júliusson og Stefán Sturla Sigur-
jónsson. -bjb
Frá æfingu íslenska dansflokksins á Féhirslu vors herra, nýju dansverkl eft-
ir Nönnu Ólafsdóttur og Sigurjón Jóhannsson.
DV-mynd BG
Ný gjaldskrá fyrir
póstþjónustu
Frá og með 1. júní 1996 hækkar gjaldskrá fyrir
póstþjónustu. Hækkunin er að meðaltali um 15%.
Burðargjald fyrir bréfapóst innanlands og til útlanda hækkar að meðaltali
um 15%. Burðargjald fyrir 20 gr bréf innanlands hefur verið óbreytt frá
1/10 1991 eða í 56 mánuði. Gjaldskrá fyrir annan bréfapóst hækkaði
síðast 1/11 1992.
Samanburður á 20 gr bréfapóstsendingum á Norðurlöndunum
er eftirfarandi (ísl. kr., gengi 22/5 1996):
20 gr bréf innanlands 20 gr bréf til Evrópu 20 gr bréf til landa utan Evrópu
A-póstur B-póstur A-póstur B-póstur
ísland 35 45 35 65 40
Noregur 36 46 41 56 46
Svíþjóð 37 60 50 75 60
Finnland 40 46 37 49 34
Danmörk 43 43 40 57 54
Tekið verður upp 1 kg og 2 kg þyngdarþrep fyrir böggla innanlands.
Burðargjald fyrir þá verður 245 kr. fyrir 1 kg og 275 kr. fyrir 2 kg.
Gjald fyrir 3 kg, 5 kg, 10 kg og 15 kg böggla innanlands hækkar um
15% en gjald fyrir 20 - 30 kg böggla innanlands lækkar.
Gjaldskrá fyrir böggla innanlands hækkaði síðast 1/10 1991.
Gjaldskrá fyrir Póstgíróþjónustu til útlanda verður óbreytt frá 16/11 1995.
• Hámarks skaðabætur fyrir böggul sem glatast eða eyðileggst verða áfram 22.500 kr.
• Hámarks skaðabætur fyrir glatað ábyrgðarbréf verða áfram 3.500 kr.
• Skrásetningargjald fyrir verðbréf hækkar í 180 kr.
• Ábyrgðargjald hækkar í 180 kr.
• Skrásetningargjald fyrir verðböggla hækkar í 225 kr.
• Gjaldskrá fyrir EMS sendingar til útlanda verður óbreytt en hún hækkaði siðast 1/3 1995.
• Gjaldskrá fyrir EMS sendingar innanlands verður óbreytt en hún hækkaði síðast 1/11 1992.
• Gjaldskrá fyrir Póstfaxþjónustu verður óbreytt.
Burðargjald fyrir 20 gr
bréf innanlands hefur
verið óbreytt frá 01.10.
1991, eða í 56 mánuði.
Ný gjaldskrá liggur
frammi á ölium póst-
og símstöðvum.
Póstburðargjöld 01. 06.1996
Þyngd grömm INftlAW- LANDS
Bréfapóstur A-póstur B-póstur A-póstur B-póstur
20 35 45 35 65 40
50 45 85 60 125 70
100 55 110 70 210 90
250 105 215 145 440 210
500 145 410 215 815 390
750 185 575 315 1200 590
1000 200 700 410 1435 770
1250 215 820 480 1750 910
1500 235 950 550 2070 1050
1750 250 1060 625 2350 1200
2000 265 1150 685 2640 1320
POSTUR OG SIMI
Viö spörutn þér sporiu
0P\Ð
laugM®*6
KL. <\0'17
LANGUR LAUGARDAGUR
Á LAUGAVEGI OG í NÁGRENNI!
Allar verslanir verða opnar til kl. 17 í dag. Margt verður í boði, t.d. leiktæki á víö og dreif um
Laugaveg, Bankastræti og Skólavörðustíg, börnum verður boðið upp á andlitsmálun.
Vörukynningar verða á svæðinu, m.a. hjá versluninni Mitt í náttúrunni að Laugavegi 53 og
j flestar verslanir verða með margs konar spennandi tilboð.