Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.1996, Blaðsíða 50
s> afmæli
.jl, ______
LAUGARDAGUR 1. JÚNÍ 1996 DV
Sigríður Jónsdóttir
Sigríður Jónsdóttir, húsfreyja í
Garði í Mývatnssveit, er níræð í
dag.
Starfsferill
Sigriður fæddist á Siglufirði og
ólst upp í foreldrahúsum í Blöndu-
dalshólum til 1913 og í Mýrarkoti í
Laxárdal í Húnavatnssýslu til 1921
en þá flutti fjölskyldan að Vatns-
leysu í Viðvikursveit.
Sigríður fór ung i vist, fyrst til
kaupmannsins á Sauðárkróki en
síðan til læknishjónanna á Kópa-
skeri, þeirra Valgerðar Sveinsdótt-
ur og Jóns Árnasonar frá Garði. Þar
hitti hún verðandi eiginmann sinn,
Halldór, yngri bróður Jóns.
Sigríöur og maður hennar bjuggu
alla sína búskapartíð í Garði. Mað-
ur hennar lést 1979 en hún heldur
enn heimili sitt í Garði og býr þar
ein í húsi sínu með tilsjón sonar
síns og tengdadóttur sem eru ábú-
endur í Garði.
Fjölskylda
Eiginmaður Sigríðar var Halldór
Árnason, f. 12.7. 1898, d. 28.7. 1979,
bóndi í Garði í Mývatnssveit. Hann
var sonur Árna Jónsson-
ar, bónda í Garði, og k.h.,
Guðbjargar Stefánsdóttur
húsfreyju frá Haganesi.
Böm Sigríðar og Hall-
dórs eru Valgerður Guð-
rún, f. 1929, búsett í
Reykjavík, gift Kristjáni
Sigurðssyni lækni og eru
börn þeirra Hildur, Hall-
dór, Sigurður, Hjalti og
Guðrún Þura; Anna Guð-
ný, f. 1930, búsett i Kefla-
vík en sonur hennar er
Ásþór Guðmundsson;
Ámi Arngarður, f. 1934,
bóndi í Garði, kvæntur Guðbjörgu
Eyjólfsdóttur og eru börn þeirra
Eyjólfur, Sigríður, Helga Þuriður og
Halldór; Guðbjörg, f. 1940, búsett í
Reykjavík en börn hennar og Ein-
ars Péturssonar eru Pétur Heimir
og Guðný Ingibjörg; Hólmfríður, f.
1945, búsett á Selfossi, gift Guð-
mundi Laugdal Jónssyni bílasmið
og eru börn þeirra Aðalheiður og
Árni; Arnþrúður, f. 1947, búsett í
Reykjavík, gift Jóni Albert Kristins-
syni bakarameistara og eru böm
þeirra Steinþór, Dýrleif og Sigríður.
Sigríður á nú þrjátíu og eitt
langömmubarn og eitt langa-
langömmubarn en af-
komendur hennar eru
því fimmtíu og fimm tals-
ins.
Sigríður er elst átta
systkina. Systkini henn-
ar eru Soffía, f. 1910,
fyrrv. matráðskona á
sjúkrahúsinu á Sauðár-
króki; Helga Lovísa, f.
1912, ekkja eftir Arnþór
Árnason frá Garði;
Hólmfriður, f. 1917, ekkja
eftir Berg Guðmundsson;
Guðrún, f. 1919, ekkja eft-
ir Árna Jósefsson; Jens
Jóhannes, f. 1921, kvæntur Sólveigu
Ásbjarnardóttur; Róar, f. 1923,
kvæntur Konkordíu Rósmundsdótt-
ur; Jón Jakob, f. 1925, d. 1988,
kvæntur Málfríði Geirsdóttur.
Foreldrar Sigríðar voru Jón
Kristvinsson, bóndi í Blöndudals-
hólum og í Mýrarkoti, og k.h., Guð-
ný Anna Jónsdóttir.
Sigríður er stödd í Reykjavík og
tekur á móti gestum í Safnaðar-
heimili Áskirkju á afmælisdaginn
milli kl. 15.00 og 18.00.
Sigríður Jónsdóttir.
Sigurborg Eyjólfsdóttir
Sigurborg Eyjólfsdóttir húsmóðir,
Sörlaskjóli 44, Reykjavík, er níræð í
dag.
Starfsferill
Sigurborg fæddist að Dröngum á
Skógarströnd á Snæfellsnesi og ólst
þar upp. Á unglingsárum var hún í
kaupavinnu og stundaði fisk-
vinnslu. Þá starfaði hún um skeið á
Sankti Jósepsspítala í Hafnarfirði.
Sigurborg og maður hennar
bjuggu sín fyrstu hjúskaparár í
Hafnarfirði en fluttu til Reykjavík-
ur 1936 þar sem þau hafa átt heima
síðan.
Fjölskylda
Sigurborg giftist 3.5. 1930 Guðleifi
Kristni Bjamasyni, f. 13.6.1906, sím-
virkja. Hann er sonur Bjarna Krist-
jánssonar, sjómanns í Hafnarfirði,
og Nikolínu Tómasdóttur
húsmóður.
Börn Sigurborgar og
Guðleifs Kristins eru
Kristín, f. 21.12. 1931,
fyrrv. kristniboði, búsett
í Kaupmannahöfn, gift
Felix Ólafssyni, presti við
dönsku þjóðkirkjuna, og
eiga þau þrjú börn; Anna,
f. 22.2. 1933, innkaupa-
stjóri í Reykjavík, gift
Stefáni Sigurkarlssyni lyf-
sala og eiga þau þrjú
böm; Bjarni Eyjólfur, f.
21.6. 1942, doktor í land-
búnaðarvísindum, búsettur að
Möðruvöllum í Hörgárdal en kona
hans er Pálína Sigríður Jóhannes-
dóttir sjúkraliði og eru börn þeirra
fjögur; Fjóla, f. 22.9.1944, hjúkrunar-
fræðingur í Reykjavík, gift Sigurði
Guðna Jónssyni lyfsala og eiga þau
tvö börn; Hanna Lilja, f. 5.2. 1951,
innkaupastjóri í Reykja-
vík, gift dr. Þorsteini
Loftssyni, prófessor í
lyfjafræði við HÍ, og eiga
þau tvö böm.
Sigurborg átti þrettán
systkini en eitt þeirra er
á lífi.
Foreldrar Sigurborgar
voru Eyjólfur Stefánsson
frá Dröngum, f. 20.11.
1868, d. 1959, bóndi og
bátasmiður að Dröngum
og síöar í Hafnarfirði, og
k.h., Jensína Kristín
Jónsdóttir, f. 11.11. 1869,
d. 1927, húsfreyja.
Ætt
Eyjólfur var sonur Stefáns, b. í
Frakkanesi og á Reynikeldu,
Sveinssonar og Jóhönnu Maríu Ey-
jólfsdóttur húsfreyju.
Jensína Kristín var dóttir Jóns,
söðlasmiðs og hreppstjóra í Arnar-
bæli í Fellsstrandarhreppi, Odds-
sonar, b. og formanns í Sælings-
dalstungu, Guðbrandssonar og Þur-
íðar Ormsdóttur, b. í Fremri-Langey
og ættfoður Ormsættarinnar, Sig-
urðssonar.
Móðir Jensínu Kristinar var Guð-
björg Jónsdóttir, b. í Glerskógum og
Ásgarði í Hvammshreppi, Árnason-
ar og Sigríðar Daðadóttur.
Sigurborg tekur á móti gestum í
Grillinu á Hótel Sögu þann 1.6. frá
kl. 14.00-17.00
SKAGASTRÖND
r//////////////////A
Nýr umboðsmaður DV
KRISTÍN ÞÓRÐARDÓTTIR
Bankastræti 3 - Síml 452 2723
Sigurborg
Eyjólfsdóttir.
Til hamingju
með afmælið
1» r r
.juni
75ára
Ottó Ryel,
Mánagötu 20, Reykjavík.
Hólmfríður Ellertsdóttir,
Viðilundi 24, Akureyri.
Ólafur HaUdórsson,
Eskihlíð 6A, Reykjavík.
70 ára
Einar Torfason,
Iðunnarstöðum,
Lundarreykjadalshreppi.
Sigurður Hannesson,
Villingavatni,
Grafningshreppi.
Jóhanna Sigurðardóttir,
Hjarðarholti 5, Akranesi.
HaUdór Rósmundur
Helgason,
Hlíðarvegi 58, Njarðvík.
Jóhann Indriðason,
Garðatorgi 17, Garðabæ.
60 ára
Einar Einarsson,
Bjólu II, Djúpárhreppi.
Guðrún Þorsteinsdóttir,
Þverspyrnu, Hmnamanna-
hreppi.
VUhjálmur Hjartarson,
Unufelli 35, Reykjavík.
Regína Anna Hallgríms-
dóttir,
Skeljagranda 1, Reykjavík.
Jóna Þorleifsdóttir,
Austurbrún 32, Reykjavík.
Elsa Ester Valdimarsdóttir,
Langholtsvegi 122, Reykjavík.
50 ára
Kolbeinn Kristinsson,
Haukabrekku, Skógarstrand-
arhreppi.
Takako Inaba Jónsson,
Brekkutúni 9, Kópavogi.
40 ára
Sveinn Jónsson,
Krosseyrarvegi 1, Hafnarfirði.
Hallur Mar Elíson,
Grundargötu 3, Akureyri.
Ólafur Haukur Ólafsson,
Þverási 4, Reykjavík.
Katrín Edda Magnúsdóttir,
Kirkjubraut 15, Seltjarnar-
nesi.
Þóra Magnúsdóttir,
Ránargötu 9, Reykjavik.
EUsabet A. Magnúsdóttir,
Eyjabakka 9, Reykjavík.
Árni Viðar Ámason,
Flétturima 25, Reykjavík.
Reynir Sæmundsson,
Huldubraut 48, Kópavogi.
Kristín Norðdahl,
Blátúni 5, Bessastaðahreppi.
111 hamingju
með afmælið
2* w r
. jum
80 ára
Sólveig Gunnarsdóttir,
Lagarási 17, Egilsstöðum.
75 ára
Stefanía Sigurðardóttir,
Sólheimum 8, Reykjavík.
Ólafur Sigurjónsson,
Vesturgötu 7, Reykjavík.
70 ára
Guðbjöm Scheving Jóns-
son,
Egilsbraut 9,
Þorlákshöfn.
Guðbjöm tekur
á móti gestum í
Kiwanishúsi
Þorlákshafnar
sunnudaginn
2.6. milli kl. 16.00 og 19.00.
Óskar Ingólfur Ágústsson,
Goðatúni 22, Garðabæ.
50 ára
Ásdís Ásmundsdóttir,
Blönduhlið 28, Reykjavík.
Áslaug Steingrímsdóttir,
Þúfuseli 3, Reykjavík.
Fanný Bjarnadóttir,
Jöklafold 1, Reykjavík.
Valdís Þorkelsdóttir,
Lækjarbergi 4, Hafnarfirði.
Hrafnhildur Karlsdóttir,
Galtarholti I, Borgarhreppi.
40 ára
Fanney Auður Baldursdótt-
ir,
Lerkilundi 22, Akureyri.
Kristín M. HaUvarðsdóttir,
Rósarima 6, Reykjavík.
Ármann Þór Baldursson,
Norðurgötu 22, Sandgerði.
Eiginkona hans er Sigurrós
Tafjord. Þau taka á móti gest-
um að heimili sínu þann 2.6.
eftir kl. 18.00.
Aðalheiður Sigurbjömsdótt-
ir,
Skúlagötu 70, Reykjavík.
Elísabet Guðbjömsdóttir,
Fálkagötu 8, Reykjavík.
Jóhanna Guðrún Jónsdótt-
ir,
Vegghömrum 45, Reykjavík.
Marnhild Hilma Kamb-
senni,
Bugðutanga 7, Mosfellsbæ.
GARNHÚSIÐ FLYTUR
Opnum í Aðalstræti 7 v/lngólfstorg
í dag, 1. júní, kl. 10.
Viðskiptavinir hjartanlega velkomnir
í hjarta borgarinnar.
Kaffi á könnunni í tilefni dagsins.
GARNHÚSIÐ
Aðalstræti 7 - Sími 561 8235
Sólmundur Sigurðsson
Sólmundur Sigurðsson
verktaki, Kambahrauni
23, Hveragerði, verður
fertugur á morgxm.
Starfsferill
Sólmundur fæddist í
Reykjavík en ólst upp í
Ölfusinu og í Hveragerði.
Hann gekk í Barna- og
gagnfræðaskólann í
Hveragerði og stundaði
síöan nám í bifvélavirkj-
un við Iðnskólann á Sel-
fossi en þaðan lauk hann
sveinsprófi 1975.
Sólmundur var lærlingur hjá
Bjarna Snæbjörnssyni. Hann keypti
síðar verkstæðisrekturinn af Bjarna
1976 og starfrækti bifreiðaverkstæð-
ið til 1981. Hann starfrækir nú
Vinnuvélaleigu Sól-
mundar hf. auk þess sem
hann stundar hrossa-
flutninga.
Fjölskylda
Sólmundur kvænist í
dag, 1.6. 1996, á Borg á
Mýrum, Margréti Ás-
geirsdóttur, f. 19.3. 1955,
fulltrúa hjá Pósti og síma
í Hveragerði. Hún er
dóttir Ásgeirs Björgvins-
sonar, trésmiðs í Reykja-
vík, og Sjafnar Magnús-
dóttur, húsmóður og
starfsmanns sjúkrahússins í Nes-
kaupstað.
Synir Sólmundar frá fyrra hjóna-
bandi með Hólmfríði Hilmisdóttur
eru Daði Sævar, f. 22.6. 1974, starfs-
maður hjá Reykjavíkurborg; Sigurð-
ur Magnús, f. 12.6. 1977, nemi; Sól-
mundur Hólm, f. 14.7. 1983, nemi.
Sonur Sólmundar og Margrétar
er Óli Steinar, f. 22.8. 1989.
Stjúpbörn Sólmundar, börn
Margrétar frá fyrra hjónabandi, eru
Ásta Sóley Sölvadóttir, f. 19.6. 1973;
Silvía Sölvadóttir, f. 30.3. 1980;
Magnús Grétar Sölvason, f. 19.3.
1985.
Foreldrar Sólmundar; Sigurður
M. Sólmundarson, f. 1.10.1930, d. 3.6.
1995, húsgagnasmiður og myndlist-
armaður, og k.h., Auður Guðbrands-
dóttir, f. 1.6. 1932, búsett í Hvera-
gérði.
Sólmundur og Madda taka á móti
gestum í veitingahúsinu Básnum,
Ölfusi, í kvöld, 1.6=, frá kl.
21.00-24.00.
Sólmundur
Sigurðsson.