Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.1996, Blaðsíða 36
44 >
Qiglingaspjall
Laugardagur 1. Júní 1996
Unglingar á Krnknum sitja ekki auðum höndum:
Dansa freestyle og gera stuttmyndir
„Myndirnar okkar eru byggðar
upp á húmor og þær heita allar
„Hvað er að...?; til dæmis „Hvað er
að samræmdu?" Sú mynd er um
fylliríið eftir samræmdu prófin,"
segir Hugi Halldórsson, 15 ára gam-
all nemandi í grunnskólanum á
Sauðárkróki, en hann hefur gert
garðinn frægan með því að gera
þrjár stuttmyndir ásamt tveimur fé-
lögum sínum. Þeir hafa sýnt mynd-
irnar á nokkrum stöðum, meðal
annars í félagsheimilinu á Krókn-
um.
Félagar Huga voru á skólaferða-
lagi þegar DV kom við á Króknum i
síðustu viku svo að
það kom í hlut Huga
að segja frá mynd-
unum. Stuttmynd-
irnar hafa félag-
arnir gert á einum
degi hverja en í
allt hefur vinn-
an við þær
kannski
tekið 3-4
daga. á
Síð- £
asta F"i
stuttmyndin um samræmdu prófin
var tekin upp á Hótel Mælifelli og
var starfsmaður hótelsins fyrirvara-
laust fenginn til að leika í mynd-
inni. Aðdragandinn var litill sem
enginn og ekkert handrit var skrif-
að.
„Hann stóð sig með prýði," segir
Hugi um starfsmanninn.
Klippibúnað og aðrar græjur hafa
félagarnir fengið lánuð hjá ýmsum
á Sauðárkróki.
Náðu þriðja sæti
Hugi og félagar hans eru ekki
þeir einu sem eru að gera sniðuga
hluti á Króknum. Vinkonurnar
Erna María Þrastardóttir og íris
Ösp Sveinbjörnsdóttir, 15 ára, náðu
góðum árangri í dansi í freestyle-
danskeppninni í Tónabæ í vetur.
Þær tóku þátt í keppninni ásamt
þremur öðrum stelpum. Hópurinn
keppti undir nafninu E-rotic og náði
þriðja sæti með frumsaminn dans,
Rotation.
„Við æfðum á hverjum degi í tvo
mánuði. Þetta var mikil vinna og
við höfum sýnt rosamikið. Við
erum að semja nýjan dans en hann
er ekki kominn með neitt heiti enn-
þá," segja vinkonurnar.
Þær segjast aldrei hafa lært neitt
að ráði í dansi en hafa hins vegar
brennandi áhuga og eru stað-
ráðnar í að halda áfram að
æfa og keppa aftur í Tóna-
bæ á næsta ári.
-GHS
Sauökrækingarnir Erna María Þrastardóttir, Hugi Halldórsson og íris Ösp Sveinbjörnsdóttir hafa öll sfn brennandi
áhugamál. Stelpurnar æfa og keppa í freestyle-dansi ásamt þremur öörum og Hugi hefur gert þrjár stuttmyndir
ásamt félögum sínum. DV-mynd GHS
ín hliðin
Fer í nám í fatahönnun í sumar
/
-segir Guðrún Árdís Össurardóttir sem vann í fatasaumskeppni Burda og Eymundssonar
Guðrún Ardís Össurardðttir bar
sigur úr býtum í fatasaumskeppni
Burda og Eymundssonar sem fram
fór um síðustu helgi. Hún lenti
bæði í fyrsta sæti og því þriðja í
flokki þeirra sem voru lengra
komnir. Guðrún Árdís er í
námi og starfar við ræst-
ingar og á kaffihúsi en
hefur fullan hug á að
hasla sér völl í fatahönn-
•un og saumaskap í fram-
tiðinni. Hún sýnir hér á
sér hina hliðina.
Fullt nafn: Guðrún Ár-
dís Össurardóttir.
Fæðingardagur og ári
10. október 1975.
Unnusti: Örvar Þór
Ólafsson.
Börn: Engin.
Bifreið: Fiat Punto
'95.
Starf: Nemi, þjónn
og ræstitæknir.
Laun: Ágæt.
Áhugamál: Fata-
hönnun, saumaskap-
ur, ferðalög og að
skemmta mér i góðra
vina hópi.
Hefur þú unnið í
happdrætti eða
lottói? Fékk einu
sinni þrjá rétta í
Lottói.
Hvað finnst
þér skemmtileg-
ast að gera? Eiga
góða stund með
fjölskyldu og vin-
um.
Hvað finnst þér
leiðinlegast að
gera? Ryksuga.
Uppáhaldsmat-
ur: Hamborgarhryggur.
Uppáhaldsdrykkur: Islenskt
vatn.
Hvaða íþróttamenn standa
fremstir í dag að þínu mati? Atli
Einarsson og Arnar Sigurðs-
son, körfubolta KR.
Uppáhaldstímarit:
k Burda.
Bk Hver er fallegasti
^ karl sem þú hef-
ur séð, fyrir utan
kærastann? Brad
Pitt.
Ertu
Guörún Árdís Örvarsdóttir bar sigur úr býtum í
fatahönnunarkeppni Burda og Eymundssonar.
Áhugamálin eru fatahönnun og saumaskapur.
DV-mynd GS
hlynnt eða andvíg ríkisstjórn-
inni? Hlynnt.
Hvaða persónu langar þig
mest að hitta? Bestu vinkonu
mína, hana Ragnheiði Gunnars-
dóttur.
Uppáhaldsleikari: Robert de
Niro.
Uppáhaldsleikkona: Emma
Thompson.
Uppáhaldssöngvari: Cat
Stevens.
Uppáhaldsstj órnmálamaður:
Ólafur Örn Haraldsson.
Uppáhaldsteiknimyndaper-
sóna: Andrés.
Uppáhaldssj ónvarpsefni:
Dallas.
Uppáhaldsmatsölustaður:
Humarhúsið.
Hvaða bók langar þig mest að
lesa? Að elska er að lifa.
Hver útvarpsrásanna finnst
þér best? Bylgjan.
Á hvaða sjónvarpsstöð horfir
þú mest? Hef sjaldnast tíma til að
horfa á sjónvarp.
Uppáhaldssjónvarpsmaður:
Sigmundur Ernir.
Uppáhaldsfélag í iþróttum:
KR.
Uppáhaldsskemmtistaður:
Þj óðleikhúskj allarinn.
Stefnir þú að einhverju sér-
stöku í framtíðinni? Standa mig
vel i því sem ég tek mér fyrir
hendur og eignast stóra og góða
fjölskyldu.
Hvað ætlar þú að gera í sum-
arfríinu? Fara til Ford Lauder-
dale þar sem ég mun stunda nám í
fatahönnun.
-GHS
Grínistinn Bob Hope orðinn 93 ára:
Vinsælli meðal
kvenna en Mel Gibson
Glansliðið i Hollywood hélt partí
á fimmtudag. Ekki til að fagna
hvaða smámunum sem er, heldur
hinu að 50 ár eru liðin frá þvi grín-
istinn ástsæli Bob Hope kom fyrst
fram í sjónvarpi. Og hann hefur
ekki enn sungið sitt síðasta vers á
þeim vettvangi.
En Bob hafði í nógu öðru að snú-
ast í vikunni. Hann hélt nefnilega
upp á 93 ára afmælið sitt á miðviku-
dag, alltaf jafn unglegur og hress.
Ward Grant, blaðafulltrúi gamla
mannsins, segir að Bob Hope
sé við góða heilsu, þótt fréttir
hafi heyrst um annað.
„Hann hefur átt í vand
ræðum með sjónina í
nokkur ár en hann er
við góða heilsu
og spilar golf á
hverjum ein-
asta degi," seg-
ir Grant. „Þeg-
ar fólk spyr
hann hvernig
dæmigerður dag-
ur hjá honum sé
segist hann alltaf hafa
eitthvað að gera. Hann
fer á fætur, gerir
það sem hann þarf
að gera og fer
síðan aftur i
bælið."
Grant segir
að Hope sé að
undirbúa
skemmtiþátt
sem verði sýndur á NBC-sjónvarps-
stöðinni í haust og hann sé jafn-
framt að leggja síðustu hönd á
brandarabók um Bandaríkjaforset-
ana ellefu sem hann hefur þekkt.
Bob Hope var mjög skemmt á dög-
unum þegar tímaritið People birti
niðurstöður skoðanakönnunar þar
sem fram kom að meirihluti kvenna
sagðist heldur vilja eyða síðdegi
með Bob gamla en hjartaknúsaran-
um Mel Gibson.
Og hver skyldu nú vera markmið
manns sem orðinn er 93 ára?
„Meira af þessu sama: golf,
hlátrasköll og áköf
löngun til að verða
94 ára," segir Grant.
Bob Hope fæddist á
Englandi og
gegndi nafninu
Leslie Townes
Hope framan
af, fimmti í
róðinni af
sjö sonum múrara í
Eltham í Kent. Bob
litli flutti svo með
foreldrum sínum
til Cleveland í
Ohio þegar hann
var þriggja
ára en
þangað fór
faðir hans
til að vinna
við kirkju-
byggingu.
Díana prinsessa huggar súpermann
Díana prinsessa er kona með
stórt hjarta og viðkvæmt sem ekk-
ert aumt má sjá. Hún hefur verið
iðin við að rétta bágstöddum hjálp-
arhönd og hugga þá sem þarfnast
huggunar. Bandaríski kvikmynda-
leikarinn Christopher Reeve, sem
varð þekktur fyrir að leika í kvik-
myndunum um súpermann, hefur
fengið að njóta þessarar gæsku
prinsessunnar að undanförnu.
Christopher lamaðist sem kunnugt
er þegar hann datt af hestbaki í
fyrra og mænan í honum skaddað-
ist. Díana hefur verið i bréfasam-
bandi við leikarann til að stappa í
hann stálinu.
í siðustu viku ræsti prinsessan
þrjá fatlaða íþróttamenn sem lögðu
upp í tæplega tvö þúsund kílómetra
kappakstur á hjólastólum sinum.
Ferðalagið stendur í tvo mánuði og
tilgangurinn er að safna fé til rann-
sókna á mænuskaða. Christopher
Reeve féllst á að vera verndari at-
burðarins. í sameiginlegri yfirlýs-
ingu hans og Díönu er lögð áhersla á
þá trú þeirra að róttæk meðferð við
mænuskaða sé alveg á næsta leiti.
En helgina áður en Díana ræsti
fötluðu íþróttamennina dvaldi hún
í góðu yfirlæti á Mallorka, enda
svo sannarlega hægt að ætlast til
þess að fá öll hugsanleg þægindi á
hóteli þar sem nóttin kostar um 45
þúsund krónur. Eigandi hótels
þessa er Virgin-kóngurinn Ric-
hard Branson. Diana var þar með
vinkonu sinni, lafði Cosimu
Somerset, sem stundar sálgæslu-
meðferð og sérhæfir sig í þung-
lyndi.
Vinkonurnar tvær brugðu sér í
sundlaug hótelsins, eins og margra
er siður, en þar mátti Díana þola
svívirðingar af hálfu spænskra
ljósmyndara sem létu stúlkurnar
ekki í friði. „Sýndu okkur appel-
sinuhúðina," hrópuðu ljósmyndar-
arnir.
Ekki herma fréttir hver viðbrögð
Díönu voru en eins og lesendur DV
muna eflaust þóttust æsiljósmynd-
arar í Bretlandi hafa náð mynd af
slíkri húð á læri prinsessunnar.
Hún þrætti hins vegar fyrir og
sagði meinta appelsínuhúð aðeins
vera far eftir bílsætið.
Díana er prúð og frjálsleg í fasi