Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.1996, Blaðsíða 35

Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.1996, Blaðsíða 35
LAUGARDAGUR 1. JUNI1996 flÍ 43 f Ingibjörg Jónsdóttir lífeðlisfræðingur vekur athygli fyrir rannsóknir sínar: Iþrattaþjálfun vinnur gegn krabbameini og liðagigt Regluleg þjálfun hefur fyrirbyggj- andi áhrif gegn krabbameini, liða- gigt, alnæmi og fleiri sjúkdómum sem hrjá manninn og hjálpar lík- amanum að vinna bug á sjúk- dómum. Rannsóknir hafa sýnt að regluleg hreyfing hefur gíf- urlega jákvæð áhrif á vissan hluta af ónæmiskerfmu eða fyrstu viðbrögð þess þegar sýking berst i líkamann. Víða um lönd eru menn farnir að reka áróður fyrir aukinni hreyfingu og læknar eru jafnvel farnir að skrifa upp á tvenns konar lyfseðla, fyrir lyfj- um og hæfilegri leik fimi. Ingibjörg Jóns- dóttir heitir þrítug- ur lífeðlisfræðing- ur í Gautaborg í Svíþjóð sem hefur rann- sakað áhrif reglulegrar líkamsþjálf- unar á ónæmiskerf- ið og fengið doktorspróf fyrir rann- sóknir sín- ar. Hún hefur gert tilraunir á nokkur hundruð rott- um, sprautað í þær krabba- meinsfrumum og leyft þeim að hlaupa að vild í fimm vikur til að kanna hvaða áhrif hreyfingin hefur á rotturnar. Ingibjörg hefur komist að þeirri niður- stöðu að regluleg hreyfing sé gríðarlega jákvæð og hafi mikil og langvarandi fyrirbyggjandi áhrif. við hreyfingu og er sama efni og morfin, á mannslík- amann enda er talið að endor- fín brotna reyndar niður mjög fljótt?" segir Ingibjörg og kveðst líklega halda rannsóknum sínum áfram við Rigshospitalet i Kaupmannahöfn i haust. Þá muni hún vinna með al- næmi. „Um leið og við hófum víðtækari og betri skilning á því hvað það er sem er svona jákvaatt við þjálfun þá er hægt að vinna úr þvi í sambandi við sjúklinga," segir hún. er slæm „Atu upp" krabbameinið verða fyrir sýkingu," segir Ingi- björg. Hún segir ekkert vitað um það hvar mörkin milli hæfilegrar þjálfunar og ofþjálfunar liggi. „Þetta er svo flókið og getur farið eftir svo mörgu, íþróttagreinum, mataræði, nætursvefni, hvild og við komum aftur inn á þetta með fólk en það er alveg á hreinu að maður getur lent í því að þjálfa of mikið þannig að það hafi neikvæð áhrif á ónæmiskerfið," segir hún enda er „stór hluti af góðri íþróttaþjálfun góð hvíld. Það er alveg á hreinu," segir hún. „Ég hef verið að vinna við spurninguna um það af hverju virkni ónæmiskerfisins eykst við hreyfingu. Hvað er það sem gerist þegar við hreyfum okkur? Dýrin fengu að þjálfa sig eins mikið og þau vildu og við könnuðum hvernig ónæmiskerfið brást við krabba- meinsfrumum eftir fimm vikna hreyfingu. Þegar við sprautuðum frumunum í rotturnar brugðust þær sem hlupu miklu fljótar við og „átu nánast upp" allar frumurnar en þær sem ekki höfðu þjálfað svör- uðu ekki eins vel," útskýrir hún. Rannsóknir Ingibjargar sýna fram á langvarandi áhrif hreyfingar á rottur og segir hún að niðurstöð- urnar gildi líka um menn, rann- sóknir sem gerðar hafi verið á blóð- frumum úr mönnum styðji niður- stöðurnar. Sínar niðurstöður gildi fyrst og fremst um fyrirbyggjandi áhrif en þó segist hún telja að vís- indamenn hafi þegar komist að því að þjálfun hafi jákvæð áhrif á menn með ýmsa sjúkdóma. Það sé bara erfiðara að sanna slíkar niðurstöð- ur því að taka verði með í reikning- inn óteljandi aðra þætti, umhverfi, stress, mataræði og svo framvegis þegar menn eigi í hlut. Hafa hærri sársaukaþröskuld Ingibjörg liefur sérstaklega mik- inn áhuga á áhrifum endorfins, hormónsins sem losnar úr læðingi hækki eða hafi mikil áhrif á sársauka- þröskuld, blóð þrýsting og fleira í mannslík- aman- um. Ingi- björg segir að sýnt hafi verið fram á að íþróttamenn hafi til dæmis hærri sársaukaþröskuld. Hreyfing, og þar með endorfin, geti haft góð áhrif á krónískan sársauka, til dæmis vegna liðagigtar. „Ég er að rannsaka af hverju þjálfaður einstaklingur í hvíld er al- mennt með betra ónæmi gegn veiru- sýkingum en aðrir. Er það af því að taugarnar skilja eftir sig boðefni sem gera ónæmiskerfið virkara? Eru það hormón, sem eru hærri í þjálfuðum einstaklingum, sem gera þetta að verkum eða eru það endor- finin sem verða eftir í heilanum og Þó að mikil þjálfun hafi jákvæð áhrif á heilsu manna virðist of mikil þjálfun þó geta haft slæm áhrif. Ingi- björg segir að hópur visinda- manna í Kaup- mannahöfn hafi komist að því að of mikil þjálf- un geti haft nei- kvæð áhrif á ónæmis- kerfið og hún viti til þess að hlauparar í Svíþjóð séu í vandræðum því að þeir séu sífellt með kvef. „Það hefur oft verið tengt við það að þeir þjálfi of mikið," segir hún. „Ef einstak- lingurinn keyrir sig út og þjálfar það mikið að það minnki áhrif onæmis- kerfisins. í stað- inn fyrir að hafa aukna virkni ónæmis- kerfisins í hvíldarstöðu þá er einstaklingurinn kominn í það ástand að vera búinn að minnka ónæmissvörunina ef hann skyldi Ingibjörg Jónsdóttir lífeölisfræöing- ur hefur unniö aö rannsóknum á áhrifum hreyfingar á rottur í fjögur ár. Hún hefur komist að þeirri niöur- stööu aö regluleg hreyfing hafi langvarandi og fyrirbyggjandi áhrif á einstaklinga. DV-mynd PÖK Dýratilraunir eru umdeildar Ingibjörg hefur unnið að tilraun- um sínum á rottum í fjögur ár og • það er greinilegt að hún er við- kvæm fyrir því að hafa notað dýr enda hafa dýratilraunir verið mjög umdeildar. Hún segist ihuga það reglulega hvort þær rannsóknir sem hún er að vinna að hverju sinni geti réttlætt tilraunir með dýr. Hún telji rannsóknir sínar réttlæta dýratil- raunir núna en þann dag sem hún komist að annarri niðurstöðu muni hún hætta. „Til þess að komast að því hvaða áhrif hreyfingin hefur verður að vinna með dýr sem nærast eins og lifa eins," útskýrir hún og bendir á að erfitt sé að finna menn sem upp- fylli þessi skilyrði. Hins vegar séu hvítar rottur aldar upp sem til- raunadýr, þær séu allar eins og því sé hægt að nota þær. Þær lifi sínu lífi og séu svo látnar fara. Lifir eins oghúnlærir „í mörgum tilraunum vegna rannsókna á hlaupum og krabba- meini þá eru dýrin þvinguð til að hlaupa. Rotturnar eru settar í baðk- ar og látnar synda þó að það sé ekki eðli þeirra að synda en það er þeirra eðli að hreyfa sig og þeim finnst ofsalega gaman að hlaupa í hjólinu í búrinu. Við höfum verið mjög á móti tilraunum þar sem dýr- in eru þvinguð til að hreyfa sig því að streita hefur mjög stór áhrif á ónæmiskerfið. Maður reynir að ein- angra þessa hluti til að fá að vita hvað þjálfunin gerir," segir Ingi- björg. Ingibjörg hefur unnið að rann- sóknum sínum við rannsóknarstofu í lífeðlisfræði í Gautaborg í fjögur ár. Hún segist vera sannfærð um að þjálfun hafi fyrirbyggjandi og góð áhrif á mannslíkamann og lifir sjálf eins og hún lærir. Hún hleypur reglulega, er í eróbikk, spilar bad- minton og kennir i íþróttakennara- skóla í Svíþjóð. -GHS FISKVINNSLUHUS TIL SÖLU FISKVEIÐASJÓÐUR ÍSLANDS auglýsir til sölu fiskvinnsluhús viö Hafnargötu 4, Hauganesi, áður eign Auöbjargar sf. Tilboö í eignina óskast send á skrifstofu sjóösins fyrir kl. 15.00 föstudaginn 14. júní 1996. Allar nánari upplýsingar veitir Ragnar Guðjónsson á skrifstofu sjóðsins, Suðurlandsbraut 4, Reykjavík, sími 588 9100. Áskilinn er réttur til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum. FISKVEIÐASJOÐUR ÍSLANDS soíác frá \ Gufustraujárn með úðara, 4 lila Verð kr. 2.950 sh Snúrubust straujórn með gufu/damp úðara og lekavörn 1800 W Verö kr. 5.950 stgr. 4 Kaffikanna, 12 bolla (1,41) meo lekavörn og síu, 825 W. Verö kr. 2.190 sfgr. Samlokugrill fyrir 2 e&a 4 samlokur í einu. Veröfrákr. 1.690 stgr. 4 Djúpsteikingarpottur, 2,31,2000w Verökr. 3.950 stgr. Brauðristir Veröfrókr. 1.690-2.850 stgr. 4 Borögrillofn, undir- og yfirhiti, klukka. Verö kr. 3.540 stgr. Hraðsuðukanna, 2ja litra, með mæli, hita- einangruð 2.200 W. Verö kr. 2.150 stgr. 4 Mini matvinnsluvél, 5 hraða, 7 fylgihlutir. Verð kr. 4.260 stgr. Hraðsuðu- og hitakanna fyrir skyndikaffi drykki 3ja lítra. Verö kr. 7.450 stgr. Einnig oliufyfltir rafmagnsofnor og hondhægir bláíhirsoínar ó mjög hogstæðu verði. Síðumúla 34 (Fellsmúlamegin), s. 588 7332
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.