Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.1996, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.1996, Blaðsíða 4
fréttir LAUGARDAGUR 1. JUNI1996 Hörð gagnrýni á frumvarpiö um fjármagnstekjuskatt: Þekkist hvergi að skattleggja liknarfélög - sagði Steingrímur J. - Ákveðið að hafa engar undanþágur, segir Pétur H. Blöndal Mjög hörð gagnrýni kom fram hjá stjórnarandstöðunni á frumvarpið um fjármagnstekjuskatt við 2. um- ræðu þess á Alþingi í gær. „Það þekkist hvergi á byggðu bóli að skattleggja líknarfélög eins og lagt er til að gert verði í þessu frum- varpi," sagði Steingrímur J. Sigfús- son á Alþingi í gær. Hann gagn- rýndi einnig undanþágurnar frá skattgreiðslum af hagnaði af arði og hvernig menn geta uppfært hluta- bréf í fyrirtækjunum og greitt hlut- höfum út stórfé sem þeir þurfi síðan aðeins að greiða 10 prósent skatt af í stað 40 til 47 prósent eins og verið hefur. „Nefndin, sem samdi þetta frum- varp, vildi að þetta væri án undan- tekninga þannig að hægt væri að komast hjá öllu undanskoti því það á að halda bankaleyndinni eftir sem áður. Ég hef einnig bent á að ég vor- kenni ekki líknarfélögum og stéttar- félögum sem eru með fjármagnstekj- ur að greiða af þeim 10 prósent skatt. Ég vorkenni hins vegar gamla fólkinu sem hefur lagt eitthvað fyr- ir og hefur hugsað sér að lifa á vöxt- unum í ellinni að greiða skattinn," sagði Pétur H. Blöndal, einn aðal- talsmaður stjórnarflokkanna í þessu máli. Sighvatur Björgvinsson kallaði frumvarpið mestu eignartilfærslu til hinna ríku í landinu sem sögur fari af. Hann segir frumvarpið hneyksli eins og það er en gert er ráð fyrir flötum 10 prósent fjár- magnstekjuskatti á vaxtatekjur og hluta af arðgreiðslum. 2. umræðu um frumvarpið lauk í gær þannig að það verður að lögum strax eftir helgina. -S.dór ¦ ¦¦:; )t rr ? ; smáauglýsinga á* 1 Móttaka •ir f ¦ m f. . i.í «*» * 'i Frá og með deginum í dag fá smáauglýsingasíður DV nýtt og bætt útlit. Myndin sýnir móttöku smáauglýsinganna. DV-mynd BG Smáauglýsingar DV fá breytt og bætt útlit: Gerum þær enn aðgengilegri fyrir lesendur - segir Ingibjörg L. Halldórsdóttir, deildarstjóri smáauglýsingadeildar „Með þessum breytingum á upp- setningu erum við að gera síðurnar enn aðgengilegri fyrir neytendur. Mun auðveldara verður fyrir fólk að leita að ákveðnum dálkum og finna það sem það þarf á að halda," segir Ingibjörg L. Halldórsdóttir, deildar- stjóri smáauglýsingadeildar DV, en eins og lesendur geta séð í blaðinu i dag hafa smáauglýsingasíðurnar fengið breytt og bætt útlit. Tíu yfirflokkar Ingibjörg segir að uppsetning- unni hafi verið breytt þannig að smáauglýsingadálkunum verði skipt upp i níu yfirflokka og undir hverjum komi fjölmargir undir- flokkar í stafrófsröð. Tíundi flokk- urinn verði síðan myndasmáauglýs- ingar. Sem dæmi um uppsetninguna má nefna að heimilið er yfirflokkur númer tvö í röðinni og undir hon- um má finna undirflokkana antik, barnagæsla, barnavörur, dýrahald, fatnaður, gefins, heimilistæki, hús- gögn, málverk, parket, sjónvörp, teppi og video. Yfirflokkarnir eru annars eftirfarandi: Markaðstorgið; heimilið; bílar, farartæki, vinnuvél- ar o.fl.; tómstundir og útivist; þjón- usta; húsnæði; atvinnuauglýsingar; vettvangur; einkamál og mynda- smáauglýsingar. Hver yfirflokkur er sérstaklega afmarkaður með við- eigandi mynd. Mynda meiri heild „Við ætlum með þessu að halda smáauglýsingunum meira út af fyr- ir sig. Hver fiokkur fær greinileg einkenni en saman mynda þeir eina heild," segir Ingibjörg. Upphaf smáauglýsinganna í blað- inu markast af nýju merki deildar- innar, allt milli himins og jarðar, og þær enda síðan á þjónustuauglýs- ingunum. Myndasögurnar verða færðar aftur fyrir smáauglýsinga- pakkann. „Hálsskurðarmálið": Játa að hafa barið manninn og skorið Tveir ungir karlar og ein kona hafa játað fyrir Rannsóknarlög- reglunni að hafa barið hálfsextug- an sjómann og veitt honum áverka með hnífi um hvítasunnu- helgina. Fólkið var handtekið skömmu eftir árásina, sem þótti óvenju fólskuleg, og úrskurðað í gæslu- varðhald til 5. júni. Það situr enn í haldi en óvíst er hvort farið verður fram á framlengingu varð- haldsins eftir helgina. Fjármunir úr eigu mannsins fundust hjá fólkinu. Hann hlaut ýmsa áverka og skarst m.a. á kinn, kjálka og niður á háls. Mað- urinn þekkti ekki umrætt fólk og hafði fyrst séð konuna sama kvöld og ráðist var á hann. -GK Sjómannadagurinn á Akureyri: Hátíðahöldin -hefjast í dag DV, Akureyri: Hátíðahöld Sjómannadagsráðs Akureyrar vegna sjómannadagsins, sem er á morgun, hefjast strax í dag en þá verður keppt bæði í róðri og knattspyrnu. Kl. 13.10 hefst kappróðurinn og verður best fyrir áhorfendur að koma sér fyrir við hús Slysavarna- félagsins við Strandgötu. Þar er góð aðstaða til að fylgjast meö, en auk þess geta hugrakkir stokkið „teygju- stökk" og notið veitinga sem verða til sölu í húsi Slysavarnafélagsins. Kl. 16 hefst síðan knattspyrnu- keppni sjómanna í KA-húsinu og þar verður tekið á því ef að líkum lætur. Á morgun hefst dagskráin með sjómannamessu I Glerárkirkju kl. 11 og þar verða einnig heiðranir og athöfn við minnisvarða sjómanna. Fjölskylduhátíð hefst við sundlaug- ina kl. 13.30 þar sem m.a. verður sundkeppni, bæjarfulltrúar og út- gerðarmenn reyna með sér í flot- gallasundi, pitsuáti og fleiru, auk þess sem ýmislegt annað verður á boðstólum. Boðið verður í ókeypis siglingu um Pollinn kl. 16 á vegum Pizza 67 og Sæfara. Annað kvöld verður svo sjómannadagshátíð í íþróttahöllinni með borðhaldi og veglegri skemmtidagskrá sem stendur yfir fram eftir nóttu. -gk Heimsfrægur flygill sem sjálfur snillingurinn Vladimir Horovitz lék á til fjölda ára er kominn til landsins og verður til sýnis og spilunar í Hljóðfæraverslun Leifs Magnússonar næstu daga. Leifur er hér á myndinni við flygillinn. Að sögn Leifs tók það hann tvö ár að fá flygillinn til íslands. Hann hefur verið til sýnis undanfarin þrjú ár á vegum fyrirtækisins Steinwaý & sons og farið um nær allar heimsálfur. Ekkja Horowitz, Wanda, erfði fyrirtækiö að flyglinum en Horowitz lést árið 1989. Steinway gaf Vladimir og Wöndu flygil þegar þau gengu í hjónaband árið 1934. Árið 1941 skipti fyrirtækið um flygil við Vla- dimir og fékk honum þann flygil sem kominn er nú til landsins. Nemendur og atvinnupíanóleikarar munu spila daglega á þennan fræga flygil í verslun Leifs. -bjb/DV-mynd ÞÖK
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.