Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.1996, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.1996, Blaðsíða 16
16 LAUGARDAGUR 1. JUNI1996 Á mánudag verða opnaðar tvær ljósmyndasýningar á Listahátíð í Reykjavík undir yfirskriftinni Eitt sinn skal hver deyja. Þar er ætlunin að kryfja dauðann til mergjar. Á Sjónarhóli, Hverfisgötu 12, eru það ljósmyndir úr líkhúsi eftir hinn heimsþekkta og umdeilda listamann Andres Serrano sem prýða veggina. Á Mokka-kaffi hefur hins vegar ver- ið sett upp sýning á ljósmyndum í eigu Þjóðminjasafns íslands og er hún samvinnuverkefni myndadeild- ar safnsins við Mokka en sýningar- srjóri og frumkvöðull að þessum sýningum er Hannes Sigurðsson listfræðingur. Af þessu tilefni hefur Mokka- Press gefið út tæplega 200 blaðsíðna bók með ritgerðum eftir fjölmarga íslenska fræðimenn og er viðfangs- efni þeirra dauðinn 1 íslensku sam- félagi fyrr og nú. í tengslum við sýn- ingarnar verður einnig efnt til ým- issa uppákoma í bænum, þar á með- al dauðrokkstónleika á Ingólfstorgi í samvinnu við Hitt húsið og Götu- leikhúsið. En hvernig endurspeglast dauð- inn í okkar menningu og samfélagi? Það vekur athygli við kerfisbundna skoðun á ljósmyndanotkun fólks, tökum þeirra og varðveislu að ferlið fylgir ákveðnu mynstri æviferilsins. Við könnumst öll viö áhuga foreldra á að taka myndir frá fæðingu barns- Þrjár konur viö barnslík í Reykjavík árið 1938. Mynd Siguröur Guðmundsson (Þjms.) séu nefndir. Á þessu eru þó undan- tekningar. Til dæmis má finna at- hyglisverða mynd í nýlegri bók eft- ir Frank Ponzi, ísland fyrir alda- mót: Harðindaárin 1882-1888, þar sem breskir ferðamenn hafa verið beðnir um að ljósmynda látinn pilt í Kjósarsýslu. Þegar komið er nokkuð fram yfir aldamótin 1900 fjölgar myndum af látnum til mikilla muna og eru þær mest áberandi hérlendis á tímabil- inu frá 1910 til 1940. Eftir það fer slíkum myndum skyndilega að fækka. Skýringuna má helst rekja til þess að upp úr síðari heimsstyrj- öld fer myndavélin að verða al- menningseign, þannig að algengara var að fólk ætti myndir af kvikum fjölskyldumeðlimum. Um svipað leyti og ljósmyndavélar verða al- menningseign gerist það einnig að hlutverk stofnana eins og spítala fer að verða æ ríkari þáttur í allri um- sjón og frágangi með líkum og útfór- um. Það sem áður var á ábyrgð skyldmenna hins látna (smíði lík- kistunnar, frágangur á likinu til greftrunar) var nú orðið verkefni sérhæfðra starfsstétta. Af þeim ljósmyndum af látnum sem teknar voru hér á landi eru langflestar af börnum. Ljósmyndir af unglingum, fullorðnu fólki og gamalmennum finnast einnig inni á milli en þær eru í minnihluta. Áber- Ljósmyndir af látnum íslendingum Á þessu tímabili hafa hins vegar orðið breytingar á því hvernig líkið er ljósmyndað og fylgja þær breytingar breyttri þjóðfélags- gerð. Rannsóknir bandaríska mann fræðingsins Jay Ruby á ljós- myndum af látnum hafa meðal annars leitt í ljós að fyrir alda- mótin reyndu ljósmyndarar þar í landi að sýna þann látna líkt og hann væri sofandi frekar en að draga fram að hann væri lát- inn. Þess vegna, segir hann, sjá- um við myndir af líkinu í eigin rúmi, oft í nærmynd eða jafnvel í örmum móður eða föður. Um aldamótin fara þessar myndatökur að breytast og hefur þá myndavélinni verið komið fyrir fjær líkinu en áður. Við sjáum likið oftar í sjálfri kistunni og eru blóma- skreytingar orðnar mikilvægur þáttur í myndinni. Nokkru síðar má svo greina nýja áherslubreytingu þar sem ritúalið, jarðarförin, er orðið helsta viðfangs- efnið. Ljósmyndun af látnum hverf- ur þó aldrei. Skýringuna á þessari breytingu, segir Ruby, má meðal annars fmna í breyttu viðhorfi fólks til dauðans, hvernig lík hins látna er meðhöndlað og ekki síst í því hvernig aðstandendur hegða sér á þessari sorgarstund. Breytingarnar rekur Ruby til breytinga í þjóðfélaginu er þróaðist frá fábrotnu samfélagi, þar sem all- ir tóku meiri þátt í ferlinu en nú er gert, til hinnar flóknu samfélags- gerðar nútimans. Fyrrum voru eng- ar félagslegar stofnanir til, eins og spítalar eða útfararstofur, sem sér- Afþrykk af tréristu sem notaö var í Hólaprentverki hinu síöara 1783 - 1799 meö áletruninni Memento Mori eða Mundu aö þú átt að deyja. Stinipillinn er jafnframt merki sýn- ingarinnar. hæfðu sig i meðhöndlun á látnum. í flóknari samfélögum nútimans bera einstaklingar og fjölskyldur þó jafnt sem áður þungann af fráfallinu. Oftast börn Hér á landi virðast ljósmyndatök- ur af látnum eiga upphaf sitt nokkru fyrir aldamótin síðustu en þær myndir voru eingöngu teknar af atvinnuljósmyndurum eins og Sigfúsi Eymundssyni (1837-1911) í Reykjavik og Birni Pálssyni (1862- 1916) á ísafirði, svo að einhverjir andi mikið af þessum myndum af látnum börnum sýna þau í rúmi eða þá í kistu. Nokkrar ljósmyndir frá fyrri- hluta þessarar aldar sýna mæður með andvana barn sitt í fanginu, þó að slíkt virðist hafa verið fremur fátítt. Enn hefur undirrit- aður enga slíka ljósmynd séð frá síðustu áratug- um. Hvort það hefur al- veg horfið skal hins vegar ósagt látið. Ljósmyndirnar af unglingum og fullorðnu fólki eru aftur á mðti allflestar teknar af þeim í kist- unni. Blóm og kransa við kisturnar, á bringu líksins í opinni kistu eða ofan í kistunni, má finna á langflest- um ljósmyndunum frá fyrri hluta þessarar aldar. Til samanburðar eru ljósmyndir sem teknar eru á spítólum af látnum börnum nánast undantekningarlaust án blóma. í bókinni Þú ert min, Selma Rún, og læknarnir ætla að bjarga þér, sem nýlega kom út, má sjá endurkomu blóma í myndum af látnum. Ljósmyndum af látnum er oftast haldið til hliðar. Af þeim fjölmörgu aðilum, sem undirritaður hefur rætt við, bæði um Ijósmyndir af látnum og ljósmyndir frá jarðarfbr- um, geyma fæstir þær myndir með öðrum ljósmyndum fjölskyldunnar. Þær eru iðulega varðveittar með persónulegum skjölum eða þá inni í Biblíunni. Marga sem komnir eru yfir fertugt rekur minni til þess að hafa séð ljósmyndir af látnum sem Barnslík í kistu 1908-10 ins, við skírnarmyndir, fermingar- myndir, tilhugalífsmyndir, brúð- kaupsmyndir, afmælismyndir og ferðamyndir eldra fólks. Myndun- um virðist hins vegar fækka eftir því sem líður á æviskeiðið. Ætla mætti að myndir af líkum eða látn- um ættingjum séu ekki teknar hér á landi, enda afar sjaldgjæft að finna þær í myndaalbúmum fólks eða á stofuveggjum islenskra heimila nú á dögum. Ljósmyndir af látnu fólki voru hins vegar algengar hér áður fyrr og eiga sér í raun langa" sögu bæði hérlendis og erlendis. Frá líki til líkingar Ljósmyndatökur af látnum hafa verið stundaðar bæði af atvinnu- og áhugaljósmyndurum allt frá fyrstu Mynd Pétur Brynjólfsson (Þjms.) árum ljósmyndatækninnar. Sá mis- skilningur nefur lengi verið viðloð- andi (m.a. við söguritun Ijósmynd- unar) að slíkar myndatökur hafi einungis verið stundaðar á fyrstu áratugunum eftir að tæknin kom fram á sjónarsviðið árið 1839. Nýleg- ar rannsóknir erlendis sýna að svo er ekki. Því hefur einnig verið haldið fram að ljósmyndatökur af látnum séu einskorðaðar við ákveðnar þjóð- ir (eins og ítali, Pólverja eða Japani) og að myndatökur af látnum fyrir- finnist eingöngu í bændasamfélög- um. Þetta reynist heldur ekki rétt. Ljósmyndatökur af látnum hafa ver- ið stundaðar óslitið frá fyrri hluta nítjándu aldar til dagsins i dag og það er ekki síður í stórborgum sem þær eru teknar og varðveittar. Lfk ungs drengs f rúmi í Reykjavfk 1912. Mynd Pétur Brynjólfsson (Þjms.)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.