Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.1996, Qupperneq 16

Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.1996, Qupperneq 16
16 LAUGARDAGUR 1. JUNI 1996 Á mánudag verða opnaðar tvær ljósmyndasýningar á Listahátíð í Reykjavík undir yfirskriftinni Eitt sinn skal hver deyja. Þar er ætlunin að kryfja dauðann til mergjar. Á Sjónarhóli, Hverfisgötu 12, eru það ljósmyndir úr líkhúsi eftir hinn heimsþekkta og umdeilda listamann Andres Serrano sem prýða veggina. Á Mokka-kaffi hefur hins vegar ver- ið sett upp sýning á ljósmyndum í eigu Þjóðminjasafns íslands og er hún samvinnuverkefni myndadeild- ar safnsins við Mokka en sýningar- stjóri og frumkvöðull að þessum sýningum er Hannes Sigurðsson listfræðingur. Af þessu tilefni hefur Mokka- Press gefið út tæplega 200 blaðsíðna bók með ritgerðum eftir fjölmarga íslenska fræðimenn og er viðfangs- efni þeirra dauðinn í íslensku sam- félagi fyrr og nú. í tengslum við sýn- ingarnar verður einnig efnt til ým- issa uppákoma í bænum, þar á með- al dauðrokkstónleika á Ingólfstorgi i samvinnu við Hitt húsið og Götu- leikhúsið. En hvemig endurspeglast dauð- inn i okkar menningu og samfélagi? Það vekur athygli við kerfisbundna skoðun á ljósmyndanotkun fólks, tökum þeirra og varðveislu að ferlið fylgir ákveðnu mynstri æviferilsins. Við könnumst öll við áhuga foreldra á að taka myndir frá fæðingu barns- Þrjár konur viö barnslík í Reykjavík áriö 1938. Mynd Siguröur Guömundsson (Þjms.) f séu nefndir. Á þessu eru þó undan- tekningar. Til dæmis má finna at- hyglisverða mynd í nýlegri bók eft- ir Frank Ponzi, ísland fyrir alda- mót: Harðindaárin 1882-1888, þar sem breskir ferðamenn hafa verið beðnir um að ljósmynda látinn pilt í Kjósarsýslu. Þegar komið er nokkuð fram yfir aldamótin 1900 fjölgar myndum af látnum til mikilla muna og eru þær mest áberandi hérlendis á tímabil- inu frá 1910 til 1940. Eftir það fer slikum myndum skyndilega að fækka. Skýringuna má helst rekja til þess að upp úr síðari heimsstyrj- öld fer myndavélin að verða al- menningseign, þannig að algengara var að fólk ætti myndir af kvikum íjölskyldumeðlimum. Um svipað leyti og ljósmyndavélar verða al- menningseign gerist það einnig að hlutverk stofnana eins og spítala fer að verða æ ríkari þáttur í allri um- sjón og frágangi með líkum og útfór- um. Það sem áður var á ábyrgð skyldmenna hins látna (smíði lík- kistunnar, frágangur á líkinu til greftrunar) var nú orðið verkefni sérhæfðra starfsstétta. Af þeim ljósmyndum af látnum sem teknar voru hér á landi eru langflestar af bömum. Ljósmyndir af unglingum, fullorðnu fólki og gamalmennum finnast einnig inni á milli en þær em í minnihluta. Áber- Barnsiík í kistu 1908-10. Mynd Pétur Brynjólfsson (Þjms.) ins, við skímarmyndir, fermingar- myndir, tilhugalífsmyndir, brúð- kaupsmyndir, afmælismyndir og ferðamyndir eldra fólks. Myndun- um virðist hins vegar fækka eftir því sem líður á æviskeiðið. Ætla mætti að myndir af líkum eða látn- um ættingjum séu ekki teknar hér á landi, enda afar sjaldgjæft að finna þær í myndaalbúmum fólks eða á stofuveggjum íslenskra heimila nú á dögum. Ljósmyndir af látnu fólki voru hins vegar algengar hér áður fyrr og eiga sér í raun langa' sögu bæði hérlendis og erlendis. Frá líki til líkingar Ljósmyndatökur af látnum hafa verið stundaðar bæði af atvinnu- og áhugalj ósmyndurum allt frá fyrstu árum ljósmyndatækninnar. Sá mis- skilningur hefur lengi verið viðloð- andi (m.a. við söguritun ljósmynd- unar) að slíkar myndatökur hafi einungis verið stundaðar á fyrstu áratugunum eftir að tæknin kom fram á sjónarsviðið árið 1839. Nýleg- ar rannsóknir erlendis sýna að svo er ekki. Því hefur einnig verið haldið fram að ljósmyndatökur af látnum séu einskorðaðar við ákveðnar þjóð- ir (eins og ítali, Pólverja eða Japani) og að myndatökur af látnum fyrir- finnist eingöngu í bændasamfélög- um. Þetta reynist heldur ekki rétt. Ljósmyndatökur af látnum hafa ver- ið stundaðar óslitið frá fyrri hluta nítjándu aldar til dagsins í dag og það er ekki síður í stórborgmn sem þær eru teknar og varðveittar. Á þessu tímabili hafa hins vegar orðið breytingar á því hvernig líkið er ljósmyndað og fylgja þær breytingar breyttri þjóðfélags- gerð. Rannsóknir bandaríska mann- fræðingsins Jay Ruby á ljós- myndum af látnum hafa meðal annars leitt í ljós að fyrir alda- mótin reyndu ljósmyndarar þar í landi að sýna þann látna líkt og hann væri sofandi frekar en að draga fram að hann væri lát- inn. Þess vegna, segir hann, sjá- um við myndir af líkinu í eigin rúmi, oft í nærmynd eða jafnvel í örmum móður eða foður. Um aldamótin fara þessar myndatökur að breytast og hefur þá myndavélinni verið komið fyrir fiær líkinu en áður. Við sjáum líkið oftar í sjálfri kistunni og eru blóma- skreytingar orðnar mikilvægur þáttur í myndinni. Nokkru síðar má svo greina nýja áherslubreytingu þar sem ritúalið, jarðarfórin, er orðið helsta viðfangs- efnið. Ljósmyndun af látnum hverf- ur þó aldrei. Skýringuna á þessari breytingu, segir Ruby, má meðal annars finna í breyttu viðhorfi fólks til dauðans, hvernig lík hins látna er meðhöndlað og ekki síst í því hvemig aðstandendur hegða sér á þessari sorgarstund. Breytingarnar rekur Ruby til breytinga í þjóðfélaginu er þróaðist frá fábrotnu samfélagi, þar sem all- ir tóku meiri þátt í ferlinu en nú er gert, til hinnar flóknu samfélags- gerðar nútímans. Fyrrum voru eng- ar félagslegar stofnanir til, eins og spítalar eða útfararstofur, sem sér- Afþrykk af tréristu sem notaö var í Hólaprentverki hinu síðara 1783 - 1799 með áletruninni Memento Mori eöa Mundu aö þú átt aö deyja. Stimpillinn er jafnframt merki sýn- ingarinnar. hæfðu sig i meðhöndlim á látnum. I flóknari samfélögum nútímans bera einstaklingar og fiölskyldur þó jafnt sem áður þungann af fráfallinu. Oftast börn Hér á landi virðast ljósmyndatök- ur af látnum eiga upphaf sitt nokkru fyrir aldamótin síðustu en þær myndir voru eingöngu teknar af atvinnuljósmyndurum eins og Sigfúsi Eymundssyni (1837-1911) í Reykjavík og Birni Pálssyni (1862- 1916) á ísafirði, svo að einhverjir andi mikið af þessum myndum af látnum bömum sýna þau í rúmi eða þá í kistu. Nokkrar ljósmyndir frá fyrri- hluta þessarar aldar sýna mæður með andvana barn sitt í fanginu, þó að slíkt virðist hafa verið fremur fátítt. Enn hefur undirrit- aður enga slíka Ijósmynd séð frá síðustu áratug- um. Hvort það hefur al- veg horfið skal hins vegar ósagt látið. Ljósmyndimar af unglingum og fullorðnu fólki eru aftur á móti allflestar teknar af þeim í kist- unni. Blóm og kransa við kisturnar, á bringu líksins í opinni kistu eða ofan í kistunni, má finna á langflest- um Ijósmyndunum frá fyrri hluta þessarar aldar. Til samanburðar eru ljósmyndir sem teknar eru á spítölum af látnum börnum nánast undantekningarlaust án blóma. í bókinni Þú ert min, Selma Rún, og læknarnir ætla að bjarga þér, sem nýlega kom út, má sjá endurkomu blóma í myndum af látnum. Ljósmyndum af látnum er oftast haldið til hliðar. Af þeim fiölmörgu aðilum, sem undirritaður hefur rætt við, bæði um Ijósmyndir af látnum og ljósmyndir frá jarðarför- um, geyma fæstir þær myndir með öðrum ljósmyndum fiölskyldunnar. Þær eru iðulega varðveittar með persónulegum skjölum eða þá inni í Biblíunni. Marga sem komnir eru yfir fertugt rekur minni til þess að hafa séð ljósmyndir af látnum sem Lík ungs drengs í rúmi í Reykjavík 1912. Mynd Pétur Brynjólfsson (Þjms.)

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.