Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.1996, Page 2
'k
iz
méWr
LAUGARDAGTIR 15. JÚNÍ 1996
Ólíkar frásagnir tyrkneskra Qölmiöla af máli Sophiu Hansen og dætranna: Stuttar fréttir
Faðirinn er eins
og djöfullinn sjálfur
- segirH'rj álsly ndu blaði en í öðrum er talað um endanlegan ósigur íslands
„Faöirinn er eins og djöfullinn
sjálfur,“ sagði í stríösfyrirsögn í
tyrkneska dagblaðinu Sabah í gær
þar sem sagt var frá réttarhöldun-
um í máli Sophiu Hansen og dætra
hennar. Blað þetta tekur yfirleitt
ekki afstöðu eftir trúarskoðunum og
er þekkt fyrir tæpitungulaust tal.
Ekki eru allir tyrkneskir fjölmiðl-
ar þó svo harðorðir í garö Halims
Als. í einu blaða bókstafstrúar-
manna er t.d. sagt að systurnar séu
nú „loksins hamingjusamar". Það
er sagt að fimm ára baráttu sé lokið
með endanlegum ósigri íslands.
Öll þrjú blöð bókstafstrúarmanna
tala um sigur trúarinnar og fóður-
ins og nefna ekki að Sophiu var
dæmdur réttur til að umgangast
dætumar í tvo mánuði á hverju ári.
Hin hófsamari blöð fjalla öll ítar-
lega um málið og þar er gangur þess
fyrir rétti rakinn í smáatriðum. Þar
er skýrt dregið fram að Halim hafi
ítrekað brotið gegn úrskurðum um
umgengni dætranna og Sophiu.
Þá er það talið mjög óheiðarlegt
af hálfu Halims að koma í réttinn
með dætumar slæðuklæddar í stór-
um hópi stúlkna þannig að þær
væm óþekkjanlegar. í Húrriet, einu
stærsta blaöi Tyrklands, er þetta
kallað slæðuleikur og þar er spurt:
„Hvers konar framkoma er þetta
gagnvart börnunum, móðurinni og
réttinum?"
í fleiri blöðum er framkoma
Halims gagnrýnd og einnig látinn í
ljós ótti við að hann stingi af með
stúlkumar. í bæði Millet og Túrkiye
er því spáð að Halim fari í felur þeg-
ar komi að því að Sophia fái bömin
og þar er skorað á stjómvöld að
koma í veg fyrir að slíkt gerist.
í Millet er einnig rætt við tvo lög-
menn sem segja að málsmeðferð
dómarans hafi tæpast verið réttmæt.
Þá telja þeir það umtalsverðan sigur
fyrir Sophiu að umgengnisréttur í
tvo mánuði skyldi viðurkenndur.
í frjálslyndari blööunum er
einnig lögð áhersla á að á íslandi
ríki trúfrelsi og að ekki þurfi að ótt-
ast að íslenska kirkjan beiti sér fyr-
ir að stúlkurnar verði kristnaðar.
Slíkt og þvOíkt þekkist ekki. -GK
Utanríkisráðherra:
Munum
tryggja
Sophiu um-
gengnisrétt-
inn
Tveir ungir piltar stálu hjólastól í Þjóðarbókhlöðunni:
Þjófarnir myndaðir
í öryggiskerfinu
- síðast sást til þeirra við Þjóðminjasafnið með stólinn
Sophia Hansen.
„Viö krefjumst þess að sjálfsögöu
að farið verði eftir úrskurði dóm-
stóla og tyrknesk. stjómvöld hafa
skyldum að gegna í þeim efnum í
samræmi við mannréttindasáttmála
Evrópu. Viö munum að sjálfsögðu
tryggja þann umgengnisrétt sem
hún hefur fengið dæmdan," sagöi
Halldór Ásgrimsson utanríkisráð-
herra í samtali við DV í gær, að-
spurður um hver viðbrögð utanrík-
isráðuneytisins og stjómvalda yrðu
í máli Sophiu Hansen. Halldór er
staddur á ráðstefnu um málefni
Bosníu og Hersegovínu sem stendur
yfir í Flórens á Ítalíu.
„Ég fundaöi um mál Sophiu með
aðstoðarutanríkisráðherra Tyrk-
lands sem er á ráðstefnunni hér í
Flórens og hann hefur heitið því að
ríkisstjórn Tyrklands muni tryggja
að þetta mál fái eðlilega meðferð og
úrskurðinum verði fylgt. Það ríkir
að vísu einhver óvissa um hvað ger-
ist ef málinu verður vísað til hæsta-
réttar en ég mun verða áfram í sam-
bandi við þennan aðila sem ég má
leita til og við munum gera allt sem
í okkar valdi stendur til að málið sé
í eðlilegum farvegi," sagði Halldór.
-RR
„Það sást síðast til strákanna við
Þjóðminjasafnið þar sem þeir voru
með hjólastólinn á undan sér. Viö
höfum hins vegar myndir af þeim
úr öryggiskerfinu," segir Hjalti Jó-
hannesson, gæslumaður í Þjóðar-
bókhlöðunni, í samtali við DV.
Skömmu fyrir hádegi laugardags-
ins 8. júní komu tveir pörupiltar
inn í anddyri bókhlöðunnar og tóku
þar traustataki hjólastól sem þar er
hafður viö lyftu til aö auðvelda fótl-
uðum aðgang að bókasafninu. Stóll-
inn er metinn á um 100 þúsund
krónur.
Öryggiskerfi er í húsinu og tók
það sjálfvirkt myndir af piltunum.
Lögreglu er því kunnugt um hvern-
ig þeir líta út en enn hafa þeir ekki
komið í leitirnar þrátt fyrir eftir-
grennslan. Stóllinn er og ófundinn.
„Þetta er bara tilgangslaust
hrekkjabragð því stóllinn er einskis
virði fyrir svona náunga. Það er
ekki hægt að koma honum í verö.
Það er því óskiljanlegt hvers vegna
svona er gert og við mælumst til að
Hjalti Jóhannesson, gæslumaður í Þjóðarbókhlöðunni, við öryggiskerfið
sem geymir myndir af hjólastólaþjófunum. DV-mynd ÞOK
strákarnir skili stólnum," segir arbókhlöðunni.
Ólafur Guðnason, húsvörður í Þjóð-
-GK
Piltarnir koma inn í Þjóöarbókhlöðuna.
Annar er greinilega með gleraugu. Hann er hér við stól-
inn.
Þú getur svaraö þessari spurningu
meö þvt aö hringja í síma 9041996.
39,90 kr. mínútan
1 Ástþór Magnússon
:JÍ: Quörún Agnarsdóttir
3 Quörún Pótursdóttir
4 Ólafur Ragnar Qrímsson
5 Pótur Hafstein
Fomm
904 1996
Hvaða frambjóðanda vilt þú
sem forseta íslands?
Þetta er dagleg atkvæðagreiösla en ekki skoöanakönnun
j rödd
FOLKSINS
904 1600
•mmmjrUE 4 V€
Er sýnt of mikið frá EM í
knattspyrnu í ríkissjónvarpinu?
Karlrembuhlaup
Um leið og Kvennahlaup ÍSÍ;
verður hlaupiö í Hveragerði á
morgun fer fram árlegt Karl-
rembuhlaup á vegum ungmenna-
félagsins Hamars. í fyrra hlupu
100 karlar.
490 kandídatar
Háskóli íslands brautskráir
490 kandidata í Laugardalshöll
17. júní, auk 67 sem lokið hafa
viðbótamámi. Athöfhin hefst kl.
13.30 með ræðu rektors.
Nýr sigiingastjóri
Hermann Guðjónsson, vita- og
hafnarmálastjóri, hefur veriö
ráöinn forstjóri Siglingamála-
stofnunar íslands.
Breyttar strætóleiðir
Stjórn SVR hefur ákveðið i
breytingar á leiðakerfinu frá 15.
ágúst nk. Meginbreytingar felast
í aukninni ferðatíðni á mestu
annatímunum, þ.a. að morgni og
síðdegis á virkum dögum og á
laugardögum.
Forsetaefni í Perlunni
JC á íslandi og Rikisútvarpið
efna til fundar í Perlunni í dag
kj. 14 með forsetaframbjóðend-
unum. Fundinum verður útvarp-
að beint.
Krafa um gjaldþrot
Auglýsingastofan Eureka
hefur krafist gjaldþrotaskipta
hjá Friðarlandi, rekstrarfyrir-
tæki Ástþórs Magnússonar for-
setaframbjóðanda. Stöð 2 greindi
frá þessu.
íslenskt efni vestra
Bandarísk sjónvai'psstöð hef-
ur ákveðið að sýna tíu klukku-
stundar langa þætti vikulega í
sumar um Island. Myndbær hf.
gerði þættina fyrir kennslusjón-
varpið SCOLA í Bandaríkjunum
í vetur.
1.200 hafa kosið
í gær höfðu ríflega 1.200
manns kosið utan kjörfundar hjá
sýslumannsembættum landsins
vegna forsetakosninganna 29.
júni. Samkvæmt Bylgjunni er
þetta svipuð kjörsókn og í síð-
ustu kosningum.
Toyota í útflutningi
Toyota, P. Samúelsson, hefur
hafið útflutning á sérútbúnum
jeppum frá íslandi. Frá þessu er
greint í fréttabréfi Útflutnings-
ráðs.
Sjóður flytur
Samvinnusjóður íslands, sem
starfar sem fjárfestingarbanki,
flytiu' sig um set eftir helgi frá
Ingólfsstræti í Sigtún 42.
Sumarhús sem útihús
Nefnd, sem fjallað hefur um
málefni sumarhúsaeigenda, legg-
ur til að sumarhús verði í fram-
tíðinni skattlögð sem útihús en
ekki sem sambærilegar eignir í
Reykjavík. Bylgjan greindi frá.
Esso veitir styrki
Olíufélagið, Esso, hefur ákveð-
ið að veita Styrktarfélagi vangef-
inna og Vímuvarnarskólanum 1
milljónar króna styrk hvoru.
Tvö tonn af smokkum
íslendingar fluttu inn 2,2 tonn
af smokkum á síðasta ári fyrir 9
milljónir króna. Bylgjan greindi
frá þessu.
Berlínarflug
Flugleiðir hetja áætlunarflug
til Berlínar á þriðjudag. Sam-
kvæmt Bylgjunni verða Flugleið-
ir i samvinnu við flugfélagið
LTU um þessa leið.
Tennur rifnar úr
Tannlæknir, sem deildi við
sjúkling sinn um greiðslur, fór
til hans á vinnustað og reif úr
honum gervitennurnar. Þetta
koma fram á Stöð 2 -bjb