Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.1996, Síða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.1996, Síða 4
LAUGARDAGUR 15. JUNÍ 1996 #éfí/r Kjarasamningar vegna Hvalfjarðarganga stranda á launatöxtunum: Viljum aukagreiðsl- ur inn í taxtann - segir Guðmundur Gunnarsson, formaður Rafiðnaðarsambandsins „Vinnuveitendasambandið vill gera við okkur kjarasamning til verkloka Hvalfjaröarganga, sem eru 3 ár. Við gerum það ekki nema að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Við höfum líka sagt, og það er yfir- lýst stefna hjá okkur, að við munum ekki undirrita kjarasamning þama fyrr en launataxtar verða færðir að greiddum launum að minnsta kosti. Hvers konar yfirborgamir, uppbæt- ur og eingreiðslur, sem nú tíðkast, verði færðar inn í sjálfa launataxt- ana. Hvað varðar Rafiðnaðarsam- bandið verða engir kjarasamningar undirritaðir fyrr en þetta hefúr ver- ið gert. Enda þótt Vinnuveitenda- sambandið hafi fært sig nær okkar tillögum varðandi kjarasamninga við gerð Hvalfjarðarganga í seinna tilboði sínu vantar enn mikið upp á að sambandið nálgist okkur hvað launataxta varðar,“ sagði Guðmund- ur Gunnarson, formaður Rafiðnaðar- sambandsins, í samtali við DV. Þeir aöilar sem koma nærri gangagerðinni em sammála um að gera sérstaka kjarasamninga vegna þeirra. Stéttarfélögin sem þama eiga aðild að samræmdu kröfúr sínar og sendu til Vinnuveitendasambands- ins. Það svaraði síðan með gagntil- boði sem verkalýðsfélögin sögðu að væri óviðunandi. VSÍ gerði síðan annað tiiboð síðastliðinn fimmtudag. „í síðara tilboðinu nálgast þeir okkur umtalsvert. Þar á ég við at- riði hvað varðar aðbúnað á vinnu- stað, vaktir og annað því um líkt. Eins hefur verið tekist á um hvort þarna sé um venjulegar byggingar- framkvæmdir að ræða eða hvort um er að ræða sértæka byggingar- vinnu þar sem þarf að greiða sér- stakar álögur fyrir erfiðustu og hættulegustu störfin. En þeir eru enn víðs fiarri því sem við getum sætt okkur við hvað launin varðar,“ sagði Guðmundur Gunnarsson. -S.dór Körfuknattleikur: Teitur með tilboð frá Grikklandi Teitur Örlygsson, besti körfu- knattleiksmaður íslands, hefur fengið óformlegt atvinnutilboð frá grisku 1. deildar félagi um að leika með því á næsta keppnistímabili. Gríska félagið hefur skoðað myndband af landsleik Islands og er jafnframt að afla sér frekari upplýs- inga um Teit, samkvæmt heimild- um DV. „Ég er mjög spenntur fyrir þessu og bíð eftir því hvað gerist. Þetta á að ráðast fljótlega. Gríska deildin er einhver sú sterkasta í Evrópu og þar leika fyrrum NBA-stjömur á borð við Dominique Wilkins. Eftir að Bosman-dómurinn féll í knatt- spymunni hafa allar dyr opnast í öðrum greinum, í þessu tilfelli er ég ekki talinn sem útlendingur í Grikklandi, sem er í Evrópusam- bandinu, og þar með eru möguleik- amir á að komast í atvinnumennsk- una mun meiri en áður,“ sagði Teit- ur í samtali við DV í gær. Grikkir eru í fremstu röð í evrópskum körfuknattleik og bæði landslið þeirra og félagslið hafa unniö Evr- ópumeistaratitla á undanförnum árum. Það yrði því mikill heiður fyrir Teit og íslenskan körfúknatt- leik ef hann kæmist til gríska fé- lagsins. -ÆMK/VS ár haída friðawökur á eftirtöldum stöðum: LAUGARDAGUR If. JÚNÍ: REYHAVIK itingahúsiðArtún, mgnhöfða lf kl. 22:00 ian dansleik meo hljomsveitinm "Furstamir' SUNNUDAGUR 16. JÚNÍ hkmni verour blysfór að Keflavíkurkirkju,þar sem sr. Ólafur OddurJonsson mun flytja friðamgvekju. Kaffi á könnunni, allir hjartanlega velkomnir. $SA ST ^ Lögreglan í Reykjavík hefur fengið fjögur ný mótorhjól af gerðinni Kawasaki 1000 og ieysa þau þrjú Harley Davidson hjól af hólmi. Hér er um að ræða bandaríska útgáfu af japönsku hjólunum og hafa þau að sögn gefið góða raun vestra. DV-mynd S Max von SydQW leikur á Islandi í næstu viku hefjast tökur hér á landi á sjónvarpsseríunni Hestaferð (Pony Trek) sem er samvinnuverk- efni íslenska og flnnska sjónvarpsins og franska kvikmyndafyrirtækisins Quartier Latin. Þetta er leikin þátta- röð og eru leikarar af mörgum þjóð- emum. Þekktastur leikara er sænski leikarinn Max von Sydow sem er án efa frægastur norrænna leikara í dag og er virtur beggja vegna Atlants- hafsins en leikarar koma frá Finn- landi, Englandi, Þýskalandi og að sjáifsögðu eru íslenskir leikarar einnig með. Leikstjóri er hin finnska Titta von Martens. Hestaferð er sex þátta sjónvarpss- ería sem fjallar rnn nokkra erlenda ferðamenn sem koma til íslands í hestaferð og lenda í ýmsum ævin- týrum og uppákomum. Meðal is- lensku leikarana eru Edda Heiðrún Backman, Hilmir Snær Guðnason, Ingvar E. Sigurðsson og Öm Áma- son. Max von Sydow er væntanleg- ur til landsins í ágústbyrjun. -HK Max von Sydow leikur eitt hlutverk- ið í Hestaferð.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.