Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.1996, Page 14
14
LAUGARDAGUR 15. JÚNÍ 1996 I iV
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnartormaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON
Ritstjóri: JÓNAS KRISTJÁNSSON
Aðstoðarritstjóri: ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON
Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON
Auglýsingastjóri: PÁLL STEFÁNSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLTI 11,
blaðaafgreiðsla, áskritt: ÞVERHOLT114, 105 RVÍK, SÍMI: 550 5000
FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999
GRÆN númer: Auglýsingar: 800 6272. Áskrift: 800 6270
Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/
Ritstjórn: dvritst@centrum.is - Auglýsingar: dvaugl@centrum.is. - Dreifing: dvdreif@centrum.is
AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 461 1605
Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Filmu- og plötugerð: (SAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF.
Áskriftarverð á mánuði 1700 kr. m. vsk. Lausasöluverð 150 kr. m. vsk., helgarblað 200 kr. m. vsk.
DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds.
Betur má, ef duga skal
íslenzkir stjórnmálamenn hafa loks vaknað til vitund-
ar um þjóðlega og siðferðilega nauðsyn þess, að íslenzka
ríkið taki til höndum í forræðismáli Sophiu Hansen og
dætra hennar. Mál hennar vinnst ekki með fjársöfnun-
um almennings og þrautseigri lögmennsku eingöngu.
Málsefni eru ljós. Fyrir fjórum árum var Sophiu dæmt
forræði yfir dætrum sínum. Deiluaðilar og málsaðilar
voru allir íslenzkir ríkisborgarar og því var farið með
málið að íslenzkum lögum. Tyrklandi ber samkvæmt
fjölþjóðasamningum að virða þennan lögmæta úrskurð.
Fyrir sex árum rændi faðirinn dætrunum og hefur
síðan einhliða mótað viðhorf þeirra eins og þau hafa
komið fram og munu koma fram fyrir dómstólum í
Tyrklandi. í 63 skipti hefur hann brotið úrskurð dóm-
stóls í Tyrklandi um rétt Sophiu til að umgangast börn-
in.
Réttarfarslega er meðferð málsins í Tyrklandi skrípa-
leikur einn. Er þar ekki eingöngu að sakast við héraðs-
dóminn í Istanbúl, sem aldrei hefur þorað að dæma eft-
ir tyrkneskum lögum af ótta við hefndaraðgerðir ofsa-
trúarmanna, sem fara ekki dult með hótanir sínar.
Hæstiréttur Tyrklands er ekki síður sekur í málinu. í
stað þess að úrskurða hreint og beint í málinu hefur
hann hvað eftir annað vikið sér undan með því að vísa
því til baka á tæknilegum forsendum og þannig fram-
lengt hinn réttarfarslega skrípaleik.
Mesta og þyngsta ábyrgð ber þó ríkisstjórn Tyrklands,
sem hefur árum saman látið undir höfuð leggjast að
framkvæma fjölþjóðlegar skuldbindingar sínar, sem fel-
ast í að hafa hendur í hári mannræningjans og frelsa
stúlkurnar með valdi úr greipum ofsatrúarmanna.
Það er fyrst með tilkomu Halldórs Ásgrímssonar utan-
ríkisráðherra, að íslenzk stjórnvöld eru farin að taka af
festu á þessu augljósa broti Tyrklands á fjölþjóðasamn-
ingum, sem það er aðili að. En betur má, ef duga skal,
þar sem aðstæður í Tyrklandi fara versnandi.
Djúpstæður klofningur er kominn milli veraldlegu
stjórnmálaflokkanna, sem hafa ráðið ríkjum í Tyrklandi
og reynt að gera landið evrópskt. Nú biðla þeir til flokks
ofsatrúarmanna, sem vill færa landið og þar með réttar-
far þess frá Evrópu nútímans í átt til miðalda.
Þegar slíkar hræringar eru i stjórnmálum, dregur það
úr áhuga veraldlegu stjórnmálaflokkanna að stuðla að
framkvæmd evrópskra hugmynda um lög og rétt, þegar
þær stangast á við hugmyndir ofsatrúarmanna, sem ver-
ið er að ræða við um aðild að ríkisstjórn.
Við þurfum því að taka upp tyrkneska mannréttinda-
hneykslið á víðara vettvangi en í tvíhliða viðræðum ein-
göngu. Utanríkisráðuneytið þarf að taka málið upp á öll-
um þeim vettvangi, sem er sameiginlegur okkur og
Tyrklandi, svo sem í Evrópuráði og Atlantshafsbanda-
lagi.
Það er ófært, að Tyrkland komist upp með að virða að
vettugi aðild sína að margs konar samningum og sátt-
málum á íj ölþj óðavettvangi, allt frá fjöldamorðum á
Kúrdum og háskalegum hernaðaraðgerðum á Eyjahafi
yfir í ofsóknir Tyrklands gegn Sophiu Hansen.
Þess vegna þarf að fara fram á öllum vígstöðvum í
senn, með tvíhliða og marghliða þrýstingi. Utanríkis-
ráðuneytið þarf að koma upp fastri skrifstofu í Tyrk-
landi og skipuleggja um leið harðar aðgerðir í ýmsum
fjölþjóðasamtökum, þar sem heitt er undir Tyrkjum.
Síðast en ekki sízt þarf íslenzka ríkið að sanna sig með
því að taka snöggtum meiri fjárhagsþátt í þessu mikil-
væga prófmáli mannréttinda, laga og réttar.
Jónas Kristjánsson
Búist við einvígi
tveggja efstu
Takmörkuð reynsla Rússa af
frjálsum kosningum og lítt þróað
flokkakerfi sem af þeirri fortíð
hlýst er meginástæðan fyrir því að
þeir sem best þekkja til rússneskra
stjórnmála virðast sammála um að
fífldirfska væri að reyna að spá
fyrir um úrslit forsetakosninganna
á sunnudaginn.
Þó virðast þeir sem fylgjast með
framvindu kosningabaráttunnar
nokkuð sammála um tvennt. Ann-
að er að enginn frambjóðandi sé
líklegur til að ná hreinum meiri-
hluta atkvæða og því þurfi að kjósa
til úrslita milli tveggja efstu fyrir
miðjan júlí. Hitt er að þá séu mest-
ar horfur á því að lokahrinan
standi milli Borís Jeltsíns forseta
og Gennadís Zjúganovs, frambjóð-
anda kommúnista.
Eins og vant er, þegar mikið er í
húfí, hefur Jeltsín sýnt baráttu-
þrek sem vart er að vænta af
manni sem þurft hefur að fást við
tvö hjartaáföll á sama árinu. Hann
gerir sér far um að skírskota til
yngri kynslóðarinnar og þeirra
sem þrátt fyrir þrengingar og
óreiðu gera sér enn von um að um-
skiptin frá miðstýringu til markað-
skerfis eigi eftir að skila betra
Rússlandi.
Jeltsín hefur meira að segja tek-
ist að vinna nokkurn bug á óvin-
sældunum sem hann bakaði sér
með því að ana út í stríð í
Tsjetsjeníu sem kostað hefur um
40.000 mannslíf og orðið Rússlands-
her til smánar. Þar tókst að tjasla
saman vopnahléi viku fyrir kosn-
ingar, þótt enn sé ósýnt hversu vel
það heldur. Kemur þar bæði til að
sumir rússneskir herforingjar vilja
berjast til þrautar úr því sem kom-
ið er og sú stjórn Tsjetsjena sem
Rússar settu á stofn er algerlega
mótfallin þvi að fresta kosningum í
lýðveldinu fram yfir fyrirheitna
brottför rússneskra hersveita í
ágústlok.
Zjúganov varð fyrirsjáanlega al-
vöru keppinautur um forsetaemb-
ættið við sigur kommúnista í síð-
ustu kosningum til Rússlands-
þings. Hann hefur ásamt félögum
sínum reist nýjan, rússneskan
kommúnistaflokk á rústum deilda
Erlend tíðindi
Magnús Torfi Ólafsson
Kommúnistafiokks Sovétríkjanna í
Rússlandi. Það starf hófu þeir jafn-
skjótt og Sovétrikin liðuðust í
sundur og árangurinn er eini
stjórnmálaflokkurinn í Rússiandi
með skipulag á landsmælikvarða
og verulegan fjölda virkra flokks-
manna.
Stofninn í fylgi kommúnista er
fólk af eldri kynslóðinni sem farið
hefur varhluta og orðið hefur utan-
veltu í umróti síðustu ára, hefur
séð sparifé sitt eyðast í verðbólgu
og eftirlaunin rýrna að sama skapi.
Þetta er fólk sem telur ævistarf sitt
i stríði og friði nú vanmetið og lít-
ilsvirt.
Samfara því að fylkja um sig óá-
nægjufylgi hinna afskiptu, hefur
Zjúganov skírskotað óspart til
þjóðerniskenndar stórveldissinn-
aðra Rússa, sem ekki vilja sætta
sig við upplausn Sovétríkjanna,
sem í raun er upplausn Rússaveld-
is yfir framandi þjóðum. Frambjóð-
andi kommúnista heitir því að
hefla Rússland til vegs á ný og
safna nágrannaþjóðunum aftur
undir veldi þess, að sjálfsögðu með
friðsamlegum hætti. í þessu skyni
einkenna fundi og göngur stuðn-
ingsmanna Zjúganovs forn veldis-
tákn, ekki aðeins sovétfáninn
rauði heldur merki gamla keisara-
veldisins að ógleymdum helgi-
myndum í höndum skrýddra
presta rússnesku rétttrúnaðar-
kirkjunnar.
Svo vel hefur Zjúganov orðið
ágengt að laða til sín þjóðernis-
sinna, að mesti móðurinn virðist
runninn af fyrri merkisbera þjóð-
ernisstefnunnar, Vladimir
Zhírínovskí, sem í kosningabarátt-
unni hefur sparað sér stóryrði og
afkáralegar yfirlýsingar en vill nú
koma fram sem mannasættir.
Fari svo að komi til viðureignar
tveggja efstu til að fá úrslit í for-
setakosningunum, tekur við af
hálfu þeirra tveggja sem þar eigast
við keppni um stuðningsyfirlýsing-
ar frá frambjóðendum sem næstir
koma. Auk Zhírínovskís er búist
við að hershöfðinginn Alexander
Lebed og umbótasinnaði hagfræð-
ingurinn Grigorí Javlinski raði sér
í þau sæti.
Einkum hefur Jeltsín sóst eftir
stuðningi Lebeds og Javlinskis.
Eftir fundi hans með þeim fyrr í
kosningabaráttunni, var altalað í
Moskvu að Javlinski stæði til boða
embætti forsætisráðherra og Lebed
embætti varnarmálaráðherra fyrir
að stuðla að endurkjöri forsetans.
Borís Jeltsín forseti skálar í bjór við unga stúlku á kosningaferðalagi um þorp nærri kósakkaborginni Novosér-
kassk. Símamynd Reuler
skoðanir annarra
Til að spara fé og fyrirhöfn
„Árið 1961, þegar hernaðaríhlutun Bandaríkj-
anna í Víetnam var að færast í aukana, hafði CIA
frumkvæði að leynilegum aðgerðum sem fólust í að
| þjálfa víetnamska skemmdarverkamenn og koma
| þeim inn í Norður-Víetnam. Sumir voru drepnir en
1 margir voru teknir höndum, pyntaðir og stungið í
i; fangelsi. Vamarmálaráðuneytið lýsti þá hins vegar
: látna árið 1965, til að spara fé og fyrirhöfn, þótt vit-
að væri að tugir mannanna væru enn á lífí. Til
þessa dags neitar það að greiða þeim laun aftur í
I tímann.“
Úr forystugrein New York Times 12. júní.
Major í blindgötu
„Major hefur, í viðleitni sinni til að leika sterka
: manninn gegn ESB til að þóknast efasemdarmönn-
! um um Evrópusamstarfið í sínum eigin flokki og
i þeirri útbreiddu tortryggni gegn meginlandinu sem
ríkir í Bretlandi, ekið landi sínu inn í blindgötu.
Fyrirrennari hans, Margaret Thatcher, háði sinar
orrustur við ESB en hún valdi sér verðugri víg-
velli.“
Úr forystugrein Politiken 12. júni.
íslamskt afturhvarf
„Enda þótt 99 prósent Tyrkja séu íslamstrúar hef-
ur Tyrkland í nokkrar kynslóðir hallað sér í vestur
með þá ósk og þann metnað efst í huga að verða nú-
tímaríki. Núna prédikar Erbakan (leiðtogi flokks
bókstafstrúarmanna og handhafi sfjómarmyndun-
arumboðs) afturhvarf til íslamskra siðferðisgilda og
segir að hagsmunum Tyrklands sé betur borgið
með því að vera númer eitt meðal íslamskra þjóða
en að vera stjúpbarn Vesturlanda. Sá söngur hlýtur
sífellt meiri hljómgrunn, því rniður."
Úr forystugrein Jyllands-Posten 11. júní.