Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.1996, Síða 26
26
nlist
LAUGARDAGUR 15. JUNI1996
G30»ie>li
Topplag
Þaö er nýtt topplag á íslenska
listanum en lagiö sjálft er ekki
nýtt. Hér er um að ræða nýja út-
gáfu af titillaginu úr þáttunum
Mission Impossible sem sýndir
voru á áttunda áratugnum. Nú
hefur verið gerð ný kvikmynd
sem byggist á þessum þáttum og
leikur Tom Cruise aðalhlut-
verkið.
Hástökkið
Rokkgoðin úr Metallica sýna
með nýja laginu sínu, Until it
sleeps, að fáir komast nálægt
þeim í lagasmíðum. Lagið fer
beint upp í 20. sæti og fer upp
um heil 17 sæti. Það má búast
við því að fleiri lög með hljóm-
sveitinni komi inn á vinsæld-
alista eftir því sem nýja platan,
Load, hlustast.
Hæsta nýja lagið
Hann Robert Miles sló líeldur
betur í gegn með lagi sínu
Children. Nú er hann kominn
með nýtt lag sem heitir Fable.
Honum dugar nú ekkert minna
en að fara beint upp í 11. sæti
fyrstu vikuna á íslenska listan-
um. Spurningin virðist ein-
göngu vera hvenær það fer að
að keppa við efstu lögin.
Crowded House
er hætt
Það fór eins og okkur grunaði
í síðustu viku, hin ágæta hljóm-
sveit Crowded House er hætt.
Hljómsveitin hélt tónleika i
Lundúnum í síðustu viku og að
þeim loknum tilkynnti for-
sprakki hennar, Neil Finn, að
hún væri hætt. Aðdáendur
sveitarinnar þurfa þó ekki að
örvænta því eins og við sögðum
líka frá í síðustu viku hafa þeir
Finn-bræður Neil og Tim tekið
upp samstarf og koma fram und-
ir nafninu The Finn Brothers.
Skuldaði
milljarð!
Það er nú ljóst að rapparinn
góðkunni M.C. Hammer er
gjaldþrota þrátt fyrir að hafa um
skeið verið einn tekjuhæsti
poppari heimsins. Stanley Kirk
Burrell, eins og Hammer heitir
réttu nafni, var formlega lýstur
gjaldþrota af dómstóli í Oakland
á dögunum og þar kom fram að
vinurinn skuldaði tæpan millj-
arð króna! Skuldunautar hans
fara þó ekki alveg slyppir og
snauðir frá viðskiptum viö
hann því alls tókst Hammer að
skrapa saman rúmum 600 millj-
ónum upp í skuldimar.
íboði
á Bylgjunni á laugardag kl. 16.00
asiia - c—1. VIKA NR. 1...
m 3 7 4 | THEME MISSION: IMPOSSIBLE ADAM CLAYTON & LARRY MULLEN
G) 11 14 4 TONIGHT TONIGHT SMASHING PUMKINS
3 1 1 11 LEMON TREE FOOL'S GARDEN
O) 5 10 3 CHARITY SKUNK ANANSIE
G) 7 8 5 5 O'CLOCK NONCHALANT
6 2 2 6 READY OR NOT FUGEES
7 6 4 7 SALVATION CRANBERRIES
8 8 9 4 MACARENA LOS DEL RIO
12 23 4 PRETTY NOOSE SOUNDGARDEN
10 4 3 8 BREAKFAST AT TIFFANY'S DEEP BLUE SOMETHING
... NÝTTÁ USTA ..
<33) N YT T 1 FABLE ROBERT MILES
QD 17 - 2 SOMEBODY TO LOVE JIM CARREY
(3D 15 17 7 L'OMBELICO DEL MONDO JOVANOTTI
14 9 5 8 CAN'T GET YOU OFF MY MIND LENNY KRAVITZ
M. 23 tik 3 JUSTAGIRL NO DOUBT
CÍ6) 1 WE ARE FAMILY GOLDMAN GIRLS
17 13 12 7 THREE IS A MAGIC NUMBER BLIND MELON
<3D 20 20 4 STRANGE WORLD KE
19 10 6 11 KILLING ME SOFTLY FUGEES
... HÁSTÖKK VIKUNNAR...
<5e) 37 - 2 UNTIL IT SLEEPS METALLICA
21 14 14 10 1, 2, 3, 4 (SUMPIN' NEW) COOLIO
22 16 11 6 OLD MAN 8. ME (WHEN I GET TO HEAVEN) HOOTIE & THE BLOWFISH
(23) 26 - 2 WRONG EVERYTHING BUT THE GIRL
(24) 25 32 3 THROW YOUR HANDS UP L.V.
25 18 16 6 DOIN'IT LL COOL J
(26) 32 38 3 IN THE MEANTIME SPACEHOG
27 19 19 9 BECAUSE YOU LOVED ME CELINE DION
pa NÝTT 1 HVERSVEGNA VARSTU EKKI KYRR REAGGIE ON ICE
da) 29 33 5 CECILIA SUGGS
30 31 - 2 THEY DON'T CARE ABOUT US MICHAEL JACKSON
31 39 - 2 LOVE IS A BEAUTIFUL THING ALGREEN
32 24 25 3 OOH AAH JUST A LITTLE BIT GINAG
dD 34 34 3 OOH BOY REAL MCCOY
(34) 21 12 10 FASTLOVE GEORGE MICHAEL
NÝTT 1 ÓHEMJA GREIFARNIR
36 22 18 6 IT'S RAINING MAN WEST END GIRLS
© NÝTT 1 SKRÍTIÐ SÓLSTRANDARGÆJARNIR
dD NÝTT 1 FOREVER LOVE GARY BALOW
39 27 21 8 RETURN OF THE MACK MARK MORRISON
NÝTT 1 ONE FOR THE MONEY HORACE BROWN
Eno þreyttur
Frá því var skýrt á dögunum
að Brian Eno myndi ekki
stjórna upptökum á næstu plötu
U2 eins og við hafði verið búist.
Töldu menn að einhver snurða
hefði hlaupið á þráðinn milli
Enos og Bonos en til að taka af
allan vafa um að svo væri ekki,
hefur Eno sent frá sér tilkynn-
ingu þar sem hann segist ein-
faldlega þreyttur og þurfi hvíld.
Allt sé í besta lagi milli sín og
U2 manna og alls ekki loku fyr-
ir það skotið að þeir taki upp
samstarf að nýju síðar.
Etheridge
sem Joplin
Þessa dagana er verið að
vinna að undirbúningi kvik-
myndar um Janis heitna Joplin
sem lést af ofneyslu heróíns árið
1970 þegar hún stóð á hátindi
frægðar sinnar. Framleiðendur
hafa verið að prófa söngkonur í
hlutverk Joplin og sú sem þyk-
ir líklegust til að hreppa hnoss-
ið er rokksöngkonan og gítar-
leikarinn Melissa Etheridge.
Hún tróð á dögunum upp ásamt
liðsmönnum Big Brother and
the Holding Company sem var
hljómsveit Joplin á sínum tíma
og flutti klassísk Joplin-lög á
borð við Down on Me, Ball and
Chain and Piece of My Heart.
Var ekki annað að heyra á
gömlu rokkbrýnunum en að
Etheridge hefði staðist prófið
með prýði.
Gahan hætt kom-
inn
Dave Gahan, söngvari
Depeche Mode, var hætt kom-
inn á dögunum vegna ofneyslu
eiturlyija og var bjargað á síð-
ustu stundu. Gahan hefur átt
við margvíslega erfiðleika að
glíma að undanförnu, reyndi
sjálfsmorð í fyrra og margir
telja að ferill hans sé í raun á
enda. Ofan í kaupið bíður hans
nú ákæra fyrir meðferð ólög-
legra vímuefna og gæti hann
fengið þungan dóm.
-SþS-
Kynnir: Jón Axel Ólafsson
t og i . . .... __ ^.... ___. ___________________________________„. ________________________'_______________________
listinn tekurþátt i vali "Worfd Chart"sem framleiddur er af Radio Expressi Los Angeles. Einnig hefur hann áhrifá Evrópulistann sem bi'rtur erltónlistarblaðinu Music
& Media sem er rekið af bandariska tónlistarblaðinu Billboard.
,989
rfiEOEH!3E7
GOTT ÚTVARP!
Yfirumsjón með skoðanakönnun: Hrafnhildur Kristjánsdóttir - Framkvæmd könnunar: Markaðsdeild DV - Tölvuvinnsla:,Dódó - Handrit: Sigurður Helgi
Hlöðversson, Ágúst Héðinsson og ívar Guðmundsson -Tæknistjórn og framleiðsla: Þorsteinn Ásgeirsson og Þráinn Steinsson - Útsendingastjórn: Halldór Backman
og Jóhann Garðar Ólafsson - Yfirumsjón með framleiðslu: Ágúst Héðinsson - Kynnir: Jón Axel Ólafsson -