Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.1996, Side 35

Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.1996, Side 35
LAUGARDAGUR 15. JUNÍ 1996 43 iiyiglingaspjall Helgi, Ingólfur og Tinna í badmintonmaraþoni: Safna fé til að æfingabúðir „Við ætlum að fara til Danmerkur í æfingabúðir og efn- um því til badmintonmaraþonkeppni til þess að safna fyr- ir ferðinni með áheitum," segir Helgi Jóhannesson, 13 ára verðlaunahafi í badminton í sínum aldursflokki, í samtali við DV. Helgi kynnti ásamt félögum sínum Ingólfi Þórissyni, 14 ára, og Tinnu Gunnarsdóttur, 13 ára, badmintonmaraþon- keppni sem fyrirhuguð er í dag og á morgun í TBR. EUefu krakkar í Tennis- og badmintonfélagi Reykjavíkur halda maraþonið í 32 klukkustundir til þess að safna fyrir ferð til Danmerkur þar sem þau hyggjast dvelja í æfingabúðum í eina viku. Um er að ræða þá krakka sem fremstir eru á landsvísu í badminton. „Hópurinn verður ásamt kennara í æfingabúðunum í viku en síðan verðum við einhverja daga í Kaupmanna- höfn. Það var eiginlega tilviljun að ég fór að æfa badmin- ton. Pabbi og mamma settu mig á námskeið þegar ég var fimm ára og mér fannst þetta svo gaman að ég byrjaði að æfa á fullu,“ segir Helgi. Krakkarnir leggja öll á það áherslu að íþróttin sé skemmtileg og það hafi mikið að segja fyrir íþróttina að komast í æfingabúðir einu sinni á ári. Þau telja einnig að þeir sem stundi íþróttir haldi sig frekar frá því að reykja og drekka og þyki neysla vímuefna fáránleg. Þau eru öll sammála um að það sé mjög skemmtilegt að dvelja í æf- ingabúðunum. „Systir mín plataði mig til að fara að æfa badminton og mér fannst svo gaman að ég fór að æfa á fullu fyrir fimm árum. Maður verður háður því að spila badminton. Ég fór í fyrra í æfingabúðir og ég bætti tæknina talsvert," segir Ingólfur Þórisson, 14 ára badmintonleikari. „Ég byrjaði á stuttu sumarnámskeiði þegar ég var fimm ára og fannst þetta svo gaman að ég hélt áfram að æfa,“ seg- ir Tinna Gunnarsdóttir, 13 ára badmintonleikari. -em Helgi, Ingólfur og Tinna eru á leið til Danmerkur í æfingabúðir til þess að bæta tækni sína í badminton. Demi Moore óttast að dætrum henn- ar verði rænt. Demi Moore óttast mannræningja Leikkonan Demi Moore lifir í ei- lífri hræðslu við mannræningja. Sem hæst launaða leikkona Hollywood veit hún að líf þriggja dætra hennar gæti verið freisting fyrir sjúkar manneskjur í Los Ange- les. Hræðsla Demi jókst frekar eftir að hún lék á móti Alec Baldwin í kvikmyndinni The Juror en þar leikur hún konu sem verður fyrir ónæði af brjáluðum manni. Bruce Willis, eiginmaður hennar, gerir einnig allt til þess að vernda dæturnar. Hann kom sér í ónáð í Englandi þar sem hann átti að vera á kvikmyndahátíð en vildi fremur verja tímanum meö ijölskyldunni í New York. m hliðin. Ætla að mennta mig og stofna fjölskyldu - segir Sólveig Lilja Guðmundsdóttir, fegurðardrottning íslands Sólveig Lilja Guðmundsdóttir er nítján ára Njarðvík- urmær sem var á dögunum kjörin fegurðardrottning íslands 1996. Hún varð hlutskörpust í stórum hópi friðra snóta og bjóst alls ekki við því að vinna. Hún sýnir nú á sér hina hliðina. Fullt nafh: Sólveig Lilja Guðmundsdóttir. Fæðingardagur og ár: 30. desember 1976. Unnusti: Kristján Ásgeirsson. Böm: Engin. Bifreið: Peugeot. Starf: Er starfandi í Suðumes hf. Laun: Ágæt. Áhugamál: Fara út að borða og kynnast nýju fólki. Hefur þú unnið í happdrætti eða lottói? Nei. Hvað finnst þér skemmtilegast að gera? Vera í góðra vina hópi. Hvað finnst þér leiðinlegast að gera? Mér finnst leiðinlegast að rífast. Uppáhaldsmatur: Rjómalagað pasta með hvítlauksbrauði. Uppáhaidsdrykkur: Egils appelsín. Hvaða íþróttamaður stendur fremstur í dag, að þínu mati? Teitur Örlygsson. Uppáhaldstímarit: Vikan. Hver er fallegasti maður sem þú hefur séð, fyrir utan kærastann? Pabbi. Ertu hlynnt eða andvíg ríkis- stjórninni? Hlutlaus. Hvaða persónu langar þig mest aö hitta? Michael Jackson. Uppáhaldsleikari: Robert de Niro. Uppáhaldsleikkona: Meg Ryan. Uppáhaldssöngvari: Björk. Uppáhaldsstjómmálamaður: Það er enginn stjórnmálamaður í uppáhaldi. Uppáhaldsteiknimyndapersóna: Tommi í Tomma og Jenna. Uppáhaldssjónvarpsefni: Þáttur Dav- id’s Letterman. Uppáhaidsmatsölustaður: Ítalía. Hvaða bók langar þig mest að lesa? Enga sérstaka eins og er. Hver útvarpsrásanna finnst þér best? FM 95,7. Uppáhaldsútvarpsmaður: Helgi á Bros- inu 96,7. Sóiveig Lilja Á hvaða sjónvarpsstöð horfir þú mest? Stöð 2. , Uppáhaldssjónvarpsmaður: Siggi Hall. Uppáhaldsfélag í íþróttum: UMFN. Uppáhaldsskemmtistað- ur: Astró. Stefnir þú að ein- hverju sérstöku í framtíðinni? Mennta mig og að stofna íjöl- skyldu. Ég ætla að vinna, ferðast og búa mig undir keppnina um ungfrú Evrópu. -em Guðmundsdóttir er fegurst kvenna á Islandi árið 1996. Eric Cantona: Óska félögunum góðs gengis Fótboltakappinn frægi, Eric Cant- ona, vill gjarnan njóta sveitasæl- unnar með fjölskyldunni í Ölpunum þegar hann á frí frá hinum harða heimi knattspyrnunnar í Englandi. Á ýmsu hefur gengið í lífi kappans, nú síðast hefur það efalaust valdið honum vonbrigðum að fá ekki að leika með franska landsliðinu í Evr- ópukeppninni í knattspyrnu. Cant- ona neitar því þó með öllu og segist óska félögum sínum alls hins besta. „Ég er ekki skelfingu lostinn. Ég er kominn yfir það. Og ég óska fé- lögum mínum í franska liðinu góðu gengi í Evrópukeppninni. Að öðru leyti er þetta eins og að standa uppi á þaki í New York, horfa niður og sjá fullt af litlu fólki gangi hjá,“ hef- ur þessi þrítugi knattspyrnumaður sagt í viðtali við erlend blöð. Cantona kemur úr stórri og sam- heldinni fjölskyldu I Frakklandi en býr með eiginkonu sinni, Isabelle, og tveimur börnum, Raphael og Jos- ephine, í Bretlandi enda leikur hann með Manchester United. Hann segist elska Frakkland og fara þang- að eins oft og hann getur enda ekki nema klukkutíma ferð til Parísar með flugi. Cantona hefur valdið miklu um- tali fyrir framgöngu sina á fótbolta- vellinum. Hann segir að það hafi ekki háð fjölskyldu sinni fram aö þessu en auðvitað hafi lífið stund- um reynst erfitt. Fjölskyldan hafi þó staðið vel við bakið á sér, hann hafi stöðugt áhyggjur af þeim og þau sjálfsagt af honum. Eric Cantona fer með fjölskyldunni í frí þegar illa gengur á knattspyrnuvell- inum. Hann vill þó ekki viðurkenna að sér svíði að hafa ekki verið valinn í franska liðið fyrir Evrópumeistaramótið í knattspyrnu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.