Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.1996, Síða 36
DV augl. Rogna
44
LAUGARDAGUR 15. JÚNÍ 1996 JLj’V
DV
% M
■ w
Þú faerð allar
upplýsingar um
stöðu þína í leiknum
og stöðu efstu
liðanna í síma
904 1015
Verð 39,90 mínútan
Snnviniuilsriir Lmásín 'gjg
(PRÓTTADEILD
0enning
Menningaróvitar á listahátíð
Tónleikar voru haldnir í Háskóla-
bíói sl. fímmtudagskvöld. Þar kom
fram kanadíski fiðluleikarinn Corey
Cerovsek en hann lék einleik með
Sinfóníuhljómsveit íslands. Á efnis-
skránni var fiðlukonsert í D- dúr op.
77 eftir Johannes Brahms og ball-
etsvítan Eldfuglinn eftir Igor Stra-
vinsky. Stjórnandi var Robert Hend-
erson.
Corey Cerovsek hefur greinilega
verið undrabarn. Aðeins níu ára
gamall hlaut hann fyrstu verðlaun í
kanadiskri tónlistarkeppni og skaut
þannig heilum þrjú þúsund hljóð-
færaleikurum ref fyrir rass. Samt er
hann enginn aulalegur fagidíót eins
og oft vill brenna við þegar undra-
börn eru annars vegar. Hann er
nefnilega virðulegur doktor i stærð-
fræði þótt hann sé aðeins tuttugu og
fjögurra ára gamall. Svo er hann líka
hinn ágætasti píanóleikari.
Nú mætti samt ætla að svo ungur
listamaður ætti lítið erindi við
grafalvarlegan og háleitan fiðlu-
konsertinn eftir Brahms. Það er
nefnilega ekki nóg að vera flinkur
með fullkomna tækni; tónlistin eftir
Brahms krefst mikils listræns
þroska sem venjulega kemur ekki
fram fyrr en síðar. En Corey Cerov-
sek sýndi samt mikinn aga í spila-
mennskunni; hver tónn var greini-
lega úthugsaður og var útkoman ein-
staklega falleg. Að vísu var stemn-
Corey Cerovsek.
Jara og Einar gera góð kaup!
Nú geröu þau Jara og Einar góð kaup.
Þau keyptu Siemens þurrkara sem var
auglýstur í smáauglýsingum DV síðastliðinn
laugardag. Hann er 4ra ára gamall og
þau fengu hann á aðeins 26.000 kr. en nýr
kostar um 60.000 kr.
Þessa dagana eru þau að flytja inn í
íbúðina sína og eru byrjuð að koma nýju
hlutunum fyrir.
Þau vantar enn allt milli himins og jarðar,
s.s. séfeborð, borðstofuborð og stóla,
hornskáp með gleri, náttborð, bókahillur,
þurrkare, vesk, blöndunartœkL eldhúsviftu,
standlampa, sjónvarp, örbylgjuofn, blóm
o.fl.
DV gefur þeim 300.000 kr. í brúðargjöf til
að byggja upp framtíðarheimili sitt með
hlutum sem þau finna í gegnum
smáauglýsingar DV.
Þau eiga 214.500 kr. eftir.
Hvað kaupa þau nœst?
Nú er tími til að selja!
Smáauglýsingar
550 5000
ingin eyðilögð þegar fjölmargir
menningaróvitar þurftu endilega að
klappa á milli þátta en slíkt gerir
maður einfaldlega ekki. Verk eins og
fiðlukonsertinn eftir Brahms er ein
órjúfanleg heild þó hann sé í
nokkrum köflum. Ef klappað er á
milli þáttanna er eins og klippt sé á
þráðinn og áheyrandinn tapar ein-
beitingunni. Afleiðingin er sú að
flutningurinn fær á sig yfirborðslega
blæ.
Tónlist
Jónas Sen
Eftir hlé lék Sinfóníuhljómsveit ís-
lands svo Eldfuglinn eftir Stravin-
sky. Því miður var túlkun hljóm-
sveitarstjórans, Roberts Hendersons,
dálítið bragðdauf fyrst framan af og
var þá stemningin eins og í sápu-
óperu. Eldfuglinn fer óneitanlega
hægt af stað en það er samt óþarfí að
inngangurinn sé tóm leiðindi. Sem
betur fór jókst krafturinn þegar á
leið og var margt glæsilega gert.
Þetta voru því nokkuð góðir tón-
leikar. Kannski var hápunktur
þeirra aukalagið sem Corey Cerov-
sek lék eftir fiðlukonsertinn, en það
var .„Recitatif og Scherzo" eftir
Kreisler. Fiðluleikarinn lék þá
gamminn geisa og var spilamennsk-
an svo yfirgengileg að maður stóð á
öndinni.
sviðsljós
Tom Cruise stígur um borð í þyrluna
til að forðast ösina í New York.
Tom Cruise í
þyrlu í vinnuna
Leikarinn og hjartaknúsarinn
Tom Cruise er orðinn hundleiður á
allri umferðinni í New York og
nennir ekki að leggja á sig að keyra
í vinnuna á morgnana. Hann hefur
heldur betur fundið upp á betri
lausn sem felst í því að ferðast í
þyrlu í vinnuna. Tíminn er að sjálf-
sögðu dýrmætur fyrir stórleikarann
en hann vinur að gamanmynd Jerry
McGuire. Cruise halaði inn sex
milljónir Bandaríkjadala fyrir hlut-
verk sitt í Mission Impossible. Það
er því ekki spuming um peninga
hvort Cruise getur farið með þyrlu í
vinnuna. Tom Cruise og eiginkona
hans, leikkonan Nicole Kidman,
gerðu með sér samning þegar þau
ættleiddu börnin tvö aö einungis
annað þeirra ynni í einu.