Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.1996, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.1996, Blaðsíða 2
LAUGARDAGUR 19. OKTÓBER 1996 JLlV *|i **' éttir Lánastofnun stefndi Suðureyrarhreppi, nú ísaQarðarbæ, vegna 20 milljóna króna láns: Dæmdur til að greiða ábyrgð vegna bátakaupa - sveitarstjóri kom fyrir dóminn og sagði að umdeild skjöl fyndust ekki ísafjaröarbær, fyrir hönd Suöur- eyrarhrepps, hefur verið dæmdur til að greiða Lánasjóði Vestur- Norðurlanda 8,4 milljónir króna með vöxtum frá mars 1993 vegna ábyrgðar sem hreppurinn gekkst í fyrir Útgerðarfélagið Stekk hf. þeg- ar Faxafell GK 110 var keypt. Kaupverð bátsins var 39 milljón- ir króna árið 1989. Það átti m.a. að greiðast með 20 milljóna króna láni frá umræddum Lánasjóði. Útgerð- arfélagið óskaði þess í mars 1990 að Suðureyrarhreppur veitti einfalda ábyrgð fyrir láninu í samræmi við skilyrði Lánasjóðsins. í maí sama ár lýsti hreppsnefndin yfír ein- dregnum vilja til að veita einfalda hreppsábyrgð- vegna lánsins en æskilegt var talið að fyrir lægi gagnábyrgð, eða sjáifskuldarábyrgð útgerðaraðila við Suðureyrarhrepp upp á 6 milljónir króna sem átti aö falla niður þegar veiðiheimildir næðu 170 þorskígildistonnum. Á fundi í júní 1990 samþykkti hreppsnefndin að veita ábyrgðina svo fremi að sjálfskuldarábyrgð- inni yrði fullnægt. Einn fundar- manna gerði grein fyrir atkvæði sínum með því að lýsa því yfir að verið væri að auka atvinnuöryggi í sveitarfélaginu og meiri kvóta. Síð- an var bókað að sveitarstjóra skyldi falið að afgreiða málið. Hreppsnefndarmenn undirrituðu síðan samþykkt um ábyrgðina og sagði þar að sjálfskuldarábyrgðin lægi fyrir. Lánið fór siðan í vanskil og var Faxafellið selt á uppboði í desem- ber 1992. Lánasjóöurinn leysti skip- iö þar til sín fyrir 20 milljónir króna en honum tókst ekki að selja bátinn fyrir þá upphæð sem skuld- in nam samkvæmt skuldabréfmu. Kröfum var lýst í þrotabú Stekks hf. en skiptum lauk án þess að sjóð- urinn fengi nokkuð upp í þær. Suðureyrarhreppur hafnaði síð- an innheimtubréfi Lánasjóðsins í mars 1994 og vísaði til þess að þar sem ábyrgðaryflrlýsingin fullnægði ekki skilyrðum sveitarstjómarlaga teldist hún ekki hafa gildi. Lánasjóðurinn byggði stefnu sína fyrir dómi á þvi að með því að sjóðnum heföi hvorki tekist að fá kröfu sína greidda með kaupum og endursölu á Faxafelli né skiptum á þrotabúinu - því hafl hin einfalda krafa orðið virk. Stefndi, það er sveitarfélagið, sem nú er ísafjarðar- bær, benti á að framangreind „sam- þykkt“ hefði ekki veriö gerð á hreppsnefndarfundi og þeir aðilar sem undirrituðu hafi ekki „verið saman komnir". Einnig var vísað til þess að samkvæmt sveitarstjórn- arlögum geti sveitarstjórn enga ályktun gert nema meira en helm- ingur sveitarstjórnarmanna sé við- staddur fundi. Dómurinn féllst ekki á að skilyrði hafi skort til þess að ábyrgðin yrði veitt. Þrír fyrrverandi hreppsnefndar- menn komu fyrir dóminn og báru að þeir hefðu verið kallaðir á skrif- stofu hreppsins til að undirrita ábyrgðina. Halldór Karl Hermanns- son, fyrrverandi sveitarstjóri, sem tók við af Ragnari Jörundssyni, skömmu eftir undirritun skulda- bréfsins, kom fyrir dóminn. Hann kvað tryggingabréf og önnur skjöl hafa verið geymd í læstum eld- traustum skáp en sagðist á sínum tíma hafa leitað að þeim tveimur skjölum sem um var fjallað - en án þess að finna þau. Dómurinn telur að hreppurinn beri hallann af þeim vafa sem lék á um hvort umrædd trygging hafi í raun legið fyrir. Þær 8,4 milljónir króna, sem ísafjarðarbær á nú að greiða Lánasjóðnum, er sá mis- munur sem fékkst fyrir bátinn og þeirrar upphæðar sem lánið stóð í. Bærinn er einnig dæmdur til að greiða sjóðnum 450 þúsund krónur' í málskostnað. Valtýr Sigurðsson, héraðsdómari í Reykjavík, kvað upp dóminn. -Ótt Edda Báröardóttir varð fyrir áreitni þriggja manna í Breiðholti: Bað um hjálp með tárin í augunum - en fólk lokaði bara dyrum, segir hún „Mér finnst það svo ótrúlegt að enginn skyldi viija hjálpa mér. Ég hringdi bjöUu á að minnsta kosti fimm íbúðum og bað um hjálp með tárin í augunum en fólkiö bara lok- aði dyrunum á mig,“ segir Edda Bárðardóttir, ung stúlka sem varð fyrir árás og áreitni þriggja manna í Breiðholti sl. laugardagskvöld. Edda segist hafa leitað eftir hjálp í íbúðum í Bakkahverfmu þar sem árásarmennirnir veittu henni eftir- för. Edda segist hafa verið búin að drekka pínulítið fyrr um kvöldið en verið með réttu ráði og vitað hvað hún var aö gera. „Ég var að fara út frá kærasta vinkonu minnar og viUtist aðeins hjá öUum blokkunum þama. Þá komu þrír menn skyndUega að mér og hrintu mér. Þeir hótuðu mér með ljótum orðum og gerðu sig líklega tU að ráðast á mig. Þeir voru greini- lega nokkuð fuUir og æstir. Ég hef aldrei orðið eins hrædd á ævi minni en tókst að hlaupa burtu. Þeir eltu mig en ég komst inn í blokk og hringdi bjöUum í nokkrum íbúðum. Fólk kom til dyra en lokaði þeim síðan aftur þegar það sá mig. Ég hef ekki getað litið hættiUega út því ég var grátandi og mjög hrædd. Loks hleypti kona mér inn og leyfði mér að hringja tU vinkonu minnar en eftir það vísaði hún mér á dyr og ég varð að bíða úti. Ég fór að skima um eftir vinkonu minni en var svo hrædd um að hitta mennina aftur. Ég rakst á tvo vakt- menn frá Securitas og hélt að mér væri þá borgið. Ég bað þá um hjálp og sagði þeim frá mönnunum en þeir keyrðu bará burtu og skUdu mig eftir. Ég er sjálf alveg örugg um að ég myndi gera aUt sem ég gæti tU að aðstoða fólk í neyð en síðan lendi ég í svona lífsreynslu. Þeir sem ég hef sagt frá þessu eru mjög hneykslaðir og ég vona bara að fólk læri af reynslunni og hjálpi náunganum í neyð,“ segir Edda. -RR Edda Báröardóttir varö fyrir árás og áreitni þriggja manna f Breiðholti um síöustu helgi. Hún vildi ekki láta þekkja sig á myndinni af ótta viö árásar- mennina. DV-mynd ÞÖK Söluturninn Örnólfur: Tólf lottómiðar sem gáfu hæsta vinning Tóku örbylgjuofn Lögreglan í Borgamesi fékk í gær tUkynningu um að brotist hefði verið inn í hús Skátafélags Akraness í Skorradal. Eini hlut- urinn sem menn söknuöu úr húsinu var örbylgjuofninn. Hurð var spennt upp til þess að kom- ast inn en frekari skemmdir voru ekki unnar. -sv „Það er gaman að geta sagt frá því aö þetta er í tólfta skiptið sem hæsti vinningur í lottóinu kemur upp á miða sem er keyptur hjá okk- ur,“ segir Ögmundur Gíslason, eig- andi sölutumsins Ömólfs við Snorrabraut. Stóri fimmfaldi lottóvinningur- inn á dögimum var einmitt keyptur í Ömólfi en eigandi hans fékk rúm- ar 18 milljónir króna i vinning. Sölutuminn Ömólfur er í öðm sæti yfir þá staði þar sem stóra vinning- amir hafa verið keyptir. Metið á Nætursalan á Akureyri en 16 sinn- um hefur miði með hæsta vinning verið keyptur þar. „Mér skilst að þetta sé einn hæsti vinningur sem komið hefur á einn miða. Við eram auðvitað í skýjun- um hér í Ömólfi. Við höfum trú á að það sé eitthvert happ sem fylgir staðnum. Árið 1987 komu hér 5 toppvinningar og við vonumst til að það sé að koma önnur vinninga- syrpa núna,“ segir Ögmundur. -RR Þú getur svaraö þessari spurningu meö því aö hringja í síma 9041600. 39,90 kr. mínútan Já 0 Nei (Z j rödd FOLKSINS 904 1600 Á kirkjan að leggja blessun sína yfir sambúð samkynhneigðra ? j rödd FOLKSINS 904 1600 Á Jón Baldvin að hætta sem formaður Aiþýðuflokksins? 1 stuttar fréttir 6 mánaða fangelsi Héraðsdómur Suðurlands hef- , ur dæmt 23 ára Selfyssing í sex i mánaða fangelsi fyrir líkams- | árás og fyrir að rjúfa reynslu- j lausn vegna eldri dóms. Sam- í kvæmt RÚV var maðurinn j ákærður fyrir að slá og sparka í margsinnis í andlit tveggja 1 manna á Selfossi. Matvæladagur Matvæladagur Matvæla- og j næringarfræðingafélags íslands ii er haldin á Grand Hótel Reykja- i vík í samráði við Samtök iðnað- | arins. Yfirskrift dagsins er vöru- þróun og verðmætasköpun og | veita Samtök iðnaðarins viður- kenningu fyrir lofsvert framtak | á matvælasviði. Skorað á sveitarfélög Aðalfundur Leigjendasamtak- 5 anna skorar á þau sveitarfélög i sem ekki hafa greitt húsaleigu- - bætur að taka þær upp. Banni aflétt Almannavarnir ríkisins hafa | ákveðið að létta af banni við ferðalögum á Vatnajökli eftir að | hafa fengið formlega staðfest- ingu frá jarðvísindamönnum I um að gosinu væri lokiö. Skaðleg styrkveiting Samkeppnisráð hefur bent j samgönguráðherra á að styrkur | sem 11 heilsárshótelum á lands- S byggðinni var veittur á sl. ári | geti haft skaðleg áhrif á sam- j keppni innan viðkomandi mark- í aðar og farið gegn markmiði f samkeppnislaga. Undanþága úr gildi Þá hefur samkeppnisráð bent | menntamálaráðherra á að und- * anþága sem Háskólabíó og Laug- arásbíó njóta frá greiðslu skemmtanaskatts skekki sam- | keppnisstööu kvikmyndahús- ; anna og geti skaðað samkeppni i á markaðnum. Bati í Mosfellsbæ Heildartekjur bæjarsjóðs i Mosfellsbæjai- verða um 40 millj- j óntun króna hærri en reiknað I var með í fjárhagsáætlun í byrj- i un ársins. Flugleiðir kaupa Hluthafar í Ferðaskrifstofu ís- £ lands hafa selt Flugleiðum þriðj- £ ungshlut í fyrirtækinu. Sam- | kvæmt RÚV ætlar Ferðaskrif- i stofan að taka þátt i uppbygg- i ingu hótela viða um land. -bjb
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.