Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.1996, Blaðsíða 42

Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.1996, Blaðsíða 42
LAUGARDAGUR 19. OKTÓBER 1996 JL'Þ\r Deildakeppni Skáksambands Islands: Rússarnir eru komnir! - algjörir yfirburðir Hellis og TR eftir fyrri hluta keppninnar Fyrri hluti deildakeppni Skák- sambands íslands um siðustu helgi var með nokkuð öðru sniði en oftast áður. Fram að þessu hefur keppnin einkum verið athvarf þeirra sem hafa ánægju af því að tefla og marg- ir þátttakendur láta aldrei sjá sig á skákmðtum nema af þessu tilefhi. Nú brá svo við að forráðamenn Tafl- félags Reykjavikur vöknuðu upp við þann vonda draum að flestir sterk- ustu skákmennimir höfðu yfirgefið félagið. Því brugðu þeir á það ráð að leita út fyrir landsteinana eftir stuðningi. Niðurstaðan varð sú að alþjóðlegri sveit, m.a. frá Rússlandi, Umsjón Jón LÁrnason Lettlandi og Danmörku, var beitt gegn íslensku hugviti í Faxafeni um helgina. Engu að síður hefúr styrkt sveit Taflfélags Reykjavíkur einung- is hálfs vinnings forskot á öfluga sveit Taflfélagsins Hellis í Reykja- vík. Hellir hafði sterkustu sveitina á pappírunum, a.m.k. ef taliö er í skákstigum, og trúlega hefur það öðru fremur átt þátt í örvæntingar- fullum innflutningi TR-manna á vinnuafli. Forráðamenn TR munu hafa sett fleiri erlenda skákmeistara á félagaskrá sína í skiptum fyrir þá íslensku, m.a. stórmeistarana Jan Timman, Michael Adams og Paul Motwani. Breiðu spjótin verða e.t.v. dregin fram í seinni hluta keppn- innar. TR hefur því fengiö öllu al- þjóðlegra yfirbragð en önnur taflfé- lög landsins, þótt gárungamir í Faxafeni hefðu raunar haft það í flimtingum að skammstöfun félags- ins stæði fyrir „Taflfélag Rúss- lands“. Taflfélagið Hellir virðist vera orðið eina raunverulega Reykjavíkurfélagið. 1 fyrri hluta keppninnar vora tefldar flórar umferðir en þrjár síð- ustu umferðimar verða tefldar í febrúarlok á næsta ári. Staöan í 1. deild er þessi: 1. Taflfélag Reykjavíkur 25 v. 2. Taflfélagið HeUir 24,5 v. 3. Skákfélag Hafnarfjarðar 15,5 v. 4. Taflfélag Garðabæjar 14,5 v. 5. Skákfélag Akureyrar 14 v. 6. Taflfélag Reykjavíkur B-sveit 13.5 v. 7. Taflfélag Kópavogs 12,5 v. 8. Skáksamband Vestfjarða 8,5 v. í 2. deUd hefur C-sveit Taflfélags Reykjavíkur ömgga forystu, með 17 v. í 2. sæti er C-sveit Skákfélags Ak- ureyrar með 13,5 v., hálfum vinn- ingi meira en B-sveit sama félags (!) og Taflfélag Hólmavíkur, sem hafa 13 v. B-sveit HeUis er langefst í 3. deUd, með 20,5 v. en næst kemur Skákfé- lag Keflavíkur með 14,5 v. og B-sveit Garðabæjar er i 3. sæti með 13 v. í 4. deild vora sveitir HeUis sigur- sælar. HeUir (C-sveit) sigraði í A- riðli og HeUir (D-sveit) sigraði i B- riðli. Þessar sveitir ásamt Akureyri (D-sveit) og Kópavogi (B-sveit) munu tefla tU úrslita um sæti í 3. deUd að ári. Forskotið í 1. deUd getur TR þakkað stórsigri, 7 -1, gegn B-sveit sama félags. Keppinauturinn, HeU- ir, náði hins vegar aðeins 5 vinning- um úr taflinu gegn B-sveit TR. ÖUu óvæntari urðu úrslitin úr keppni HeUis við einvala liö Taflfélags Garðabæjar í 4. umferð, sem urðu 7.5 - 0,5, HeUisbúum í vfl! Jóhann Hjartarson á fyrsta borði Garðbæ- inga var sá eini sem náði jafntefli í stórmeistaraglímu gegn Hannesi Hlífari Stefánssyni. í útlendingahersveit TR tefldu fjórir stórmeistarar, þeir Igor Raus- is (Lettlandi) á 1. borði, Henrik Danielsen (Danmörku) á 2. borði, Þröstur ÞórhaUsson á 3. borði og MikhaU Ivanov (Rússlandi) á 4. borði. Þessi vígalega sveit sótti þó ekki guU í greipar landans. Rausis náði aðeins 50% vinningshlutfalli á 1. borði og Danielsen átti einnig erfitt uppdráttar, eins og eftirfar- andi dæmi sýnir: ÁskeU Öm Kárason hafði hvítt og átti leik gegn Henrik Danielsen í 2. rnnferð. Jafnt er á liði en hvítur á frelsingja á b-línunni, sem virðist hins vegar ekki standa mjög traust- um fótum: 25. Bfl! Hxb4? FeUur í gUdruna. 26. Ba3 Rd5 Þetta var hugmynd svarts - ef hvítur þiggur skiptamunsfómina er jafntefli svo gott sem tryggt. En ÁskeU hafði annað í huga. 27. Bc4! Nú er svartur vamarlaus. 27. - Hbl+ 28. Kg2 Rb4 29. Ba2! Laglegur leikur og nú fannst Danielsen tími tU kominn að gefast upp. Jóhann Hjartarson tefldi góða skák viö Rausis í 3. umferð. Jóhann hafði hvítt og tefldi rólega byrjun, fjögurra riddara tafl, sem lætur ekki mikið yfir sér. Frumkvæði hans var afar smátt en öruggt og greip Lett- iiin tU þess ráðs að stofiia tU upp- skipta tU að einfalda stöðuna. Nið- urstaðan varð þó önnur en hann hafði ætiað - tvöfalt hróksendatafl, þar sem hann reyndist vamarlaus gegn einfaldri áætiim hvíts, að arka fram borðið með kónginn.aUa leið tU b5, tvöfalda síðan hrókana í a-lin- unni og ráðast tU inngöngu. Hvltt: Jóhann Hjartarson Svart: Igor Rausis Fjögurra riddara tafl. 1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Rc3 Rf6 4. Bb5 Bb4 5. 0-0 0-0 6. d3 Bxc3 7. bxc3 d6 8. Bg5 Re7 9. Rh4 Rg6 10. Rxg6 fxg6 11. Bc4+ Kh8 12. f3 De7 13. Hbl b6 14. d4 Be6 15. Dd3 h6 16. Bd2 c5 17. Bxe6 Dxe6 18. a4 Hac8 19. d5 De8 20. Da6 Hc7 21. a5 Da4 22. Db5 Dxa5 23. Dxa5 bxa5 24. Hb5 Rd7 25. c4 a4 26. Ba5 Rb6 27. Hal Hb7 28. Hxa4 Hfb8 29. Bxb6 axb6 30. K£2 g5 31. Ha6 Kg8 32. Ke2 Kf7 33. Kd2 Ke7 34. Kc3 Kd7 35. Kb3 Kc7 36. Ka4 Hf8 37. Hb3 g4 38. Kb5 h5 39. Hba3 h4 40. Ha8 Hf7 41. fxg4 Hfl 42. Hg8 Hbl+ 43. Ka6 Hb8 44. Hxg7+ Kd8 45. Ka7 Hc8 46. Kb7 b5 47. Hb3 - Og svartur gafst upp. -JLÁ Landsbjörg, landssamband björgun- arsveita, og Slysavarnafélag Islands standa fyrir ráöstefnu og vörusýningu um helgina undir yfirskriftinni Björg- un 96. Björgunarsveitir. Ráðstefna og sýning haldin um helgina Ráðstefiian var sett í gærmorgun af forseta íslands, Ólafi Ragnari Grímssyni, á Scandic Hótel Loft- leiðum. Opnunarfyrirlestur ráð- stefnunnar var um björgunaraö- gerðir við slysið á feijimni Estonia sem sökk á Eystrasalti fyrir tveim- ur árum. Finninn Raimo TiUi- aanen flutti fyrirlesturinn en hann var yfirmaður björgunaraðgerða. í tengslum við sýninguna verða fjölmargar uppákomur um helgina í Perlunni. Sýnt verður það nýjasta í tækjum og búnaði tU björgunar- aðgerða, ferðalaga og útivistar. Þá verður þess freistað að slá heims- met í köfun innandyra í Perlunni. Haldinn verður ratleikur fyrir fjöl- skyldur, fjaUahjólakeppni fyrir böm og unglinga, íslandsmót í veggjaklifri innanhúss og margt fleira. -RR VELDU ÞÆGILEGRI GREIÐSLUMÁTA GREIDDU ÁSKRIFTINA MEÐ BEINGREIÐSLUM ATH. Allir sem greiða áskriftargjöldin nú þegar meö beingreiösl- um eöa boögreiöslum eru sjálfkrafa ípotti glæsilegra vinninga! Allar nánari upplýsingar um beingreiöslu færöu hjá viðskiptabanka þínum eöa DV í síma 550 5000 í beingreiðslu er áskriftorgjoldið millifært beint af reikningi þínum í banka/sparisjóði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.