Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.1996, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.1996, Blaðsíða 10
LAUGARDAGUR 19. OKTÓBER 1996 JLj"V" Þann 18. desember 1993 barst neyðarkall frá Bergvlk VE 505 sem strandaði i foráttubrimi í Vöðlavík, sem er norður af Reyðarfirði. Fimm skipbrotsmenn voru um borð. Björgunarsveitir frá Eskifirði, Reyðarfirði, Neskaupstað, Egilsstöð- um og Fáskrúðsfirði voru kallaðar út. Þegar varð ljóst að björgunar- störf yrðu mjög erfið. Einar Bjöms- son var varaformaður björgunar- sveitarinnar á Eskifirði þegar þetta gerðist og var einn verkstjórnenda á slysstað. Honum líður seint úr minni þegar fimm skipbrotsmenn, sem höfðu beðið björgunar nánast allan daginn, litu vonaraugum til björgunarsveitarmanna í fjörunni þegar þeir náðu loks að brjótast landleiðina að strandstað eftir mikl- ar hrakningar. Allt kolófært þegar útkall barst „Þegar útkallið barst til okkar var spænivitlaust veður á Eskifirði - mikil ofankoma og kolófært á milli staða. Strax varð ljóst að við færum ekkert af stað fyrr en við værum búnir að fá öflug snjóruðn- ingstæki og síðan snjóbíla frá Nes- kaupstað og Egilsstöðum. Við fengum fljótlega fregnir af bátum sem voru fyrir utan Vöðla- víkina - menn voru að reyna að koma taug yfir til mannanna á Bergvíkinni. TF-SIF, þyrla Land- helgisgæslunnar, var að leggja af stað frá Reykjavík. Það var strax kallað í snjóruðn- ingstæki frá Vegagerðinni til að láta opna veginn á milli Eskiijarðar og Reyðarfjarðar. Við gerðum okkur síðan ferðbúna en biðum svo eftir snjóbíl frá Egilsstöðum og Neskaup- stað. Á meðan byrjuöu snjóruðn- ingstæki að ryðja veginn út Helgu- staðahreppinn. Jeppar fylgdu síðan í kjölfar þeirra áleiðis að Vöðlavik. Þegar líða tók á daginn fréttum við að þyrlan hefði þmft frá að hverfa vegna gífurlegrar ókyrrðar skammt út af Vöðlavík. Þetta voru okkur mikil vonbrigði.“ Hugleiddu að stökkva í gummíbáta í fjörunni „Á leiðinni að Vöðlavík vorum við í sambandi við skipbrotsmenn- irna á Bergvík. Við fréttum að þeir væru að hugleiða að sjósetja gúmmíbjörgunarbát í briminu og freista þess að komast þannig upp í ijöru. Mennimir voru vissulega ótta- slegnir og uggandi yfir því hvað gerðist næst hjá þeim - hvort skipið færi jafnvel á hliðina í briminu eða eitthvað annað. Við töldum þá ofan af þessum ráðagjörðum enda er mjög áhættusamt þar sem hátt er niður frá borðstokk skipa þegar þau hafa strandað nálægt landi. Ég heyrði að skipbrotsmennimir voru smeykir enda var veðrið mjög slæmt og talsvert langur tími í að aðstoð bærist. Það hafði gengið mjög illa að aka út Helgustaðahreppinn því þar er mikill hliðarhalli að fjörunni sem er mjög slæmt fyrir jeppa og reyndar einnig snjóbíla sem ekki hafa tönn. Ferðin sóttist hroðalega seint út af veðri og ofankomu. Þegar snjóbíl- amir komu fór þetta að ganga aö- eins hraðar hjá okkur. Uppi á Vík- urheiði var hins vegar orðið marautt því þar hafði skafið og veg- hefil þurfti til að ryðja leiðina fyrir snjóbílana. Við héldum stöðugu sambandi við skipin úti á Vöðlavík og skipbrotsmennina á Bergvík. Þeir vora búnir að bíða lengi eftir okkur. Fjöldi bíla var kominn í lest- ina með samtals um 50-60 björgun- armenn.“ I adrenalínflæði í fjörunni „Þegar við komumst út á sandinn í Vöðlavík var kvöldið að nálgast. Nú var hafist handa við að setja upp fluglínutæki fyrir björgunarstóla. Vettvangsstjóri var Skúli Hjaltason frá Norðfirði en ég sá um verkstjórn vegna uppsetningar fluglínutækj- anna. Verkið sóttist okkur vel. Skip- brotsmennirnir vora í sambandi við Bergvíkin á strandstað. Áður en fimm manna áhöfn var bjargað á land í óveörinu þann 18. desember 1993 þurftu björgunarsveitir af Austurlandi að berjast í langan tíma í mikilli ófærö og ofankomu að strandstað. DV-mynd Einar S. Björnsson Einar S. Björnsson, formaður björgunarsveitarinnar á Eskifirði, segir að adrenalíniö hafi tekið að flæða um líkamann þegar hann virti mennina fimm fyrir sér þar sem þeir stóðu uppi á hvalbak Bergvíkur og biðu björgunar á meðan stöðugt braut á skipinu. DV-mynd Þórarinn Hávarðsson okkur og skutu línu til okkar í land sem notuð var til að draga svokall- aða tildráttartaug um borð í Berg- víkina. Síðan var líflínan dregin með henni og björgunarstóllinn settur á. Stöðugt braut á skipinu í fjörunni. Nú fór mikið adrenalínflæði um líkamann, enginn fann fyrir kulda eða þreytu - allir spenntir og ein- beittir með hugann við að koma mönnunum til bjargar sem allra fyrst. Ég reyndi að rifja upp allt sem við höfðum lært á námskeiðum og æfingum. Við vorum hræddir um að eitthvað gæti farið úrskeiðis. Slys geta vissulega orðið þegar búið er að festa allar taugar og skip kast- ast til á meðan með þeim afleiðing- um að allt slitnar." Brimmenn sóttu skipbrotsmennina „Eftir aðeins um 15-20 mínútur var fyrsti maðurinn kominn í stól- inn. Tveir björgunarsveitarmenn, svokallaðir brimmenn, óðu út í fjör- una til að sækja skipbrotsmanninn. Honum var síðan fylgt inn í hlýjan snjóbíl og honum gefið heitt kaffi. Þetta hafði gengið vel fyrir sig eft- ir að við komum á vettvang. Nú drógum við menninnina hvern áf öðrum í land. Þeir vora ekki bein- línis hraktir þar sem þeir höfðu strax eftir strandið komist í flot- galla. Þettá hafði gengið ótrúlega vel og áður en klukkustund var liðin höfðu allir skipbrotsmennirnir komist heilu og höldnu í land. Mér er það minnisstætt þegar við komum út á sandinn í Vöðlavíkinni og sáum mennina bíða eftir okkur þar sem þeir stóðu frammi á hval- bak bátsins. Það má segja að þeir hafi átt líf sitt undir okkur eftir mikla og erfiða baráttu þarna um borð.“ -Ótt io yiðtal ik iz Björgunarsveitarmenn á Austurlandi börðust í margar klukkustundir á slysstað: Fimm mönnum bjargað í foráttubrimi í Vöðlavík - mikil bið og þyrla þurfti frá að hverfa í ógnarókyrrð - skipbrotsmenn íhuguðu að sjósetja gúmmíbát
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.