Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.1996, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.1996, Blaðsíða 12
i2 j mennmg LAUGARDAGUR 19. OKTÓBER 1996 JLí"V „Ég hef haft áhuga á fornbók- menntum frá því ég var í mennta- skóla og tók t.d. Njálu og Eglu með mér utan til Þýskalands í nám. Eft- ir að heim kom þurfti ég að ferðast mikið um landið starfs míns vegna og þá saknaði ég þess oft hvað ég kunni lítið í sögunum. Ég frétti þá af námskeiði sem Jón Böðvarsson var að fara af stað með um Njálu, en ég held mest upp á hana, og skráði mig til að fá aðstoð við að komast af stað við að lesa. Maður ætlar svo oft að gera eitthvað en svo verður ekk- ert af því fyrr en maður fær stuðn- ing,“ sagði Tryggvi Sigurbjarnarson ráðgjafarverkfræðingur. Tryggvi er sá eini sem hefur sótt öll 14 námskeiðin um fornbók- menntir sem Jón Böðvarsson hefur haldið á vegum Tómstundaskólans og Endurmenntunarstofnunar HÍ. Farið hefur verið yfir rúmlega 20 fornsögur á þessum námskeiðum og Átta manna hópur með ótakmarkaðan áhuga á fornsögunum: Hittist reglulega og les fornbókmenntir - var í þrjú ár að lesa og ræða Sturlungasögu alltaf endað á því að fara á söguslóð- ir og rifja atburðina upp. „Á þessum námskeiðum myndað- ist átta manna hópur sem hefur hist hálfsmánaðarlega sl. 5 ár til að lesa og spjalla um fornbókmenntir. Við vorum t.d. þrjú ár að lesa Sturlungu og erum núna með Heimskringlu. Við höfum það fyrirkomulag að einn á að undirbúa sig eitthvað og leiða hópinn, alltaf til skiptis, með því að viða að sér viðbótarupplýs- ingum eða kynna sér málið betur. Svo sitjum við og lesum upp úr sög- unni og spjöllum um hana,“ sagði Tryggvi. Hann sagðist nú ferðast um land- ið með aUt öðru hugarfari. „Maður horfir á aðra hluti og spekúlerar í öðru en áður. Maður rifjar upp sög- urnar og hvernig landið leit út á þeim tíma, hvemig samgöngurnar vora og annað. Eftir því sem menn fá meiri innsýn í þetta verður þetta skemmtilegra því þá fer maður að skilja tengslin betur,“ sagði Tryggvi. -ingo Tryggvi Sigurbjarnarson verkfræöingur. Leshópurinn hittist hálfsmánaöarlega til aö lesa upp úr fornsögunum. Núna er hann aö lesa Heimskringlu en var áöur þrjú ár meö Sturlungu. Frá vinstri: Sigurjón Páll ísaksson, Karl Örn Karlsson, Tryggvi Sigurbjarnarson, Árni Björn Jónasson, Guðmundur Ágústsson og Óiafur Sveinsson. 'lend bóksjá Metsölukiljur Bretland Skáldsögur: 1. Nlck Hornby: Hlgh Fldollty. 2. laln Banks: Whlt. 3 Bernard Cornwell: The Wlnter Klng. 4. Nlcholas Evans: The Horse Whlsperer. 5. Ellzabeth Jane Howard: Castlng Off. 6. Anonymous: Prlmary Colors. 7. Catherlne Cookson: The Obsesslon. 8. Josteln Gaarder: Sophle's World. 9. Patricla D. Cornwell: From Potter's Fleld. 10. Irvlne Welsh: Trainspotting. Rit almenns eölis: 1. Bill Bryson: Notes from a Small Island. 2. Andy McNab: Immedlate Actlon. 3. Lorenzo Carcaterra: Sleepers. 4. Danlel Goleman: Emotional Intelligence. 5. John Gray: Men Are from Mars, Women Are from Venus. 6. Blll Watterson: There’s Treasure Everywhere. 7. Paul Bruce: The Nemesis Flle. 8. Jung Chang: Wlld Swans. 9. Bill Bryson: The Lost Contlnent. 10. Susan Jeffers: Feel the Fear and Do It Anyway. innbundnar skáldsögur: 1. Colln Dexter: Death is Now My Nelghbour. 2. Meave Binchy: Evenlng Class. 3. Dlck Francis: To the Hilt. 4. Patrlcla D. Cornwell: Cause of Death. 5. Margaret Atwood: Allas Grace. Innbundin rit almenns eðlis: 1. Dave Sobel: Longltude. 2. K. Dalglish & H. Winter: Dalglsh: My Autoblography. 3. Norma Major: Chequers. 4. Monty Roberts: The Man Who Llstens to Horses. 5. Alec Gulnness: My Name Escapes Me. (Byggt á The Sunday Tlmea) Fjölmiðlafár vegna ævisögu Harolds Pinters Kunnur breskur blaðamað- ur, Michael Billington, hefur samið nýja ævisögu áhrifa- mesta leikskálds Breta á seinni hluta þessarar aldar. Bókin heitir The Life and Work of Harold Pinter og hef- ur vakið mikil skrif i bresk- um blöðum nú að undan- förnu. Það sem fyrst og fremst hefur valdið þessu fjölmiðla- fári eru frásagnir bókarinnar af ástarmálum Pinters og hvemig þau hafa endurspegl- ast, oft með mjög beinum hætti, í sumum leikrita hans. Framhjáhald og Betrayal Enskir fjöhniðlamenn hafa einkum fjallað um þær upp- lýsingar sem fram koma í ævisögunni um fjölskyldulif Pinters. Hann kvæhtist ung- ur leikkonunni Vivien Merchant sem varð drykkju- sjúklingur og lést árið 1982. Þau áttu einn son, David, sem fékk taugaáfall á meðan hann var við nám í Oxford og hefur lokað sig að mestu frá umheiminum - þar á meðal frá fóður sínum, en þeir urðu vist ásáttir um það árið 1993 að hittast ekki oftar. Pinter átti siðar í frægu ástar- sambandi við sagnfræðinginn Ant- oníu Fraser sem þá var gift öörum. Þau gengu í hjónaband fyrir nokkrum árum og búa nú saman. Þær upplýsingar í nýju ævisög- unni sem hafa orðið breskum fjöl- miðlum mest umfjöllunarefni varða ástarsamband Pinters á sjöunda frekari athygli gölmiðla. í ævisögunni staðfestir hún að þetta ástarsamband hafi staðið í sjö ár og að því sé lýst mjög nákvæmlega í leik- ritinu Betrayal sem Pinter sendi frá sér árið 1978 - og það jafnvel svo að hún hafi bæði þekkt atburðarásina og heilu samtölin. Nýtir eigin reynslu Það er reyndar ein meginnið- urstaða ævisögunnar, að sögn höfundarins, að Harold Pinter hefur nýtt mjög per- sónulega reynslu sina í leik- ritum sínum og þá gjarnan byggt á samskiptum sínum við ættinga, ástvini og kunn- ingja. Gagnrýnendur bókarinnar virðast samdóma um að Bill- ington hafi tekist mjög vel að draga þessi tengsl fram í dagsljósið og sýna fram á úr hvaða jarðvegi helstu leikrit Pinters séu runnin. Þetta á meðal annai's við um tvö frægustu verk hans, þ.e. The Birthday Party og The Car- etaker. Billington hefur lýst furðu sinni á viðbrögðum fjölmiðla, ekki síst fullyrðingum um að Pinter sé afar ósáttur við afhjúpanirnar í ævisögunni, og ítrekað í blaðagrein að bókin hafi verið samin í fullu samkomulagi við leikskáldið sem hafi vitað fyrir fram af öllum þeim persónulegu upplýsingum sem þar kæmu fram. The Life and Work of Harold Pint- er er gefið út af Faber & Faber for- laginu og kostar 20 sterlingspund. Harold Pinter: ný ævisaga vekur umtal í Bretlandi. Umsjón Elías Snæland Jónsson áratugnum við Joan Bakewell sem þá var gift nánum vini Pintershjón- anna. Joan var á þeim tíma kunn sjónvarpsstjama í Bretlandi og hef- ur málið af þeim sökum vakið enn Metsölukiljur Bandaríkin I 1 Skáldsögur: 1. Stephen King: The Green Mlle: Coffey on the Mlle. 2. Michael Crlctonl: The Lost World. 3. Ollvia Goldsmith: The Flrst Wives Club. 4. Steve Martlni: The Judge. 5. David Guterson: Snow Falling on Cedars. 6. Sue Grafton: „L“ Is for Lawless. 7. Sidney Sheldon: Morning, Noon & Night. 8. Stephen Klng: The Green Mlle: Night Journey. 9. Dick Francis: Come to Grief. 10. Catherlne Coulter: The Heir. 11. V.C. Andrew: Melody. 12. Stephen King: The Green Mile: The Bad Death of Eduard Delacrolz. 13. Pat Conroy: Beach Muslc. 14. Stephen King: The Green Mile: Two Dead Glrls. 15. Mlchael A. Stackpole: X-Wing: The Krytos Trap. Rlt almenns eðlis: 1. Ann Rule: A Fever in the Heart. 2. Mary Pipher: Revivlng Ophella. 3. Jonathan Harr: A Civil Action. 4. Mary Karr: The Liar’s Club. 5. Ellen DeGeneres: My Point... And I Do Have One. 6. Thomas Cahlll: How the Irish Saved Clvillzatlon. 7. Lorenzo Carcaterra: Sleepers. 8. J. Douglas & M. Olshaker: Mlndhunter. 9. Gail Sheehy: New Passages. 10. Andrew'Weil: Spontaneous Healing. 11. M. Scott Peck: The Road Less Traveled. 12. John Felnstein: A Good Walk Spolled. 13. Isabel Allende: Paula. ; 14. Thomas Moore: Care of the Soul. 15. EBetty J. Eadle & Curtis Taylor: Embraced By the Llght. : (Byggt á New York Times Book Revlew)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.