Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.1996, Blaðsíða 46

Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.1996, Blaðsíða 46
54 afmæli LAUGARDAGUR 19. OKTÓBER 1996 Gísli Konráðsson Gísli Konráðsson, fyrrv. framkvæmdastjóri Útgerðarfélags Akureyr- inga hf., Oddagötu 15, Akureyri, er áttræður í dag. Starfsferill Gísli fæddist að Hafra- læk í Aðaldælahreppi. Hann lauk stúdentsprófi frá MA 1937. Gísli var skrifstofu- maður hjá KEA og Út- gerðarfélagi KEA hf. á 1937-44, starfsmaður UNRRA (Hjálp- arstofnunar SÞ) í Washington DC 1945- 46, deildarstjóri KEA og jafn- framt framkvæmdastjóri Útgerðar- félags KEA hf. og Njarðar hf. 1946- 58, fulltrúi Akureyrarbæjar hjá Útgerðarfélagi Akureyringa hf. 1958 og framkvæmdastjóri þess 1958-89. Gisli hefur setið í stjóm Amts- bókasafnsins, Sparisjóðs Akureyr- ar, Vinnuveitendafélags Akureyrar, Kaupfélags Eyfirðinga, Lífeyris- sjóðsins Sameiningar, Slippstöðvar- innar hf., Sölumiðstöðvar hrað- frystihúsanna, Coldwater Seafood Corporation, Samlags skreiðarfram- leiðenda, Sambands fiskvinnslu- stöðvanna, Garðræktarfélags Reyk- Gísli Konráðsson. hverfinga hf., Karlakórs- ins Geysis, Heklu (sam- bands norðlenskra karla- kóra) og í stjórn Stúd- entafélags Akureyrar. Hann var fyrsti varamað- ur Framsóknarflokksins í bæjarstjóm Akureyrar 1954-62, vararæðismaður Danmerkur 1971 og ræð- ismaður frá 1974. Gísli er riddari dannebrogsorð- unnar frá 1979 og riddari fálkaorðunnar frá 1981. Akureyri FjÖlskylda Gísli kvæntist 29.12.1944 Sólveigu Axelsdóttur, f. 4.2. 1922, húsmóður. Hún er dóttir Axels Kristjánssonar, kaupmanns og norsks ræðismanns á Akureyri, og k.h., Hólmfríðar Jónsdóttur húsmóður. Börn Gísla og Sólveigar eru Axel, f. 1.7. 1945, forstjóri VÍS, búsettur í Garðabæ, kvæntur Hallfríði Kon- ráðsdóttur húsmóður og eiga þau tvö böm, auk þess sem hann á bam frá því áður; Hólmfríður, f. 26.6. 1947, deildarstjóri á Hagstofunni og húsmóðir í Reykjavík, gift Jakobi V. Hafstein líffræðingi og eiga þau tvö börn; Þórhalla, f. 10.2. 1949, frumu- greinir og húsmóðir í Reykjavík, gift Samúel J. Samúelssyni lækni og eiga þau fjögur börn, auk þess sem hún á barn frá því áður; Sólveig, f. 12.3. 1951, meinatæknir og húsmóð- ir á Akureyri, gift Herði Blöndal Bjömssyni verkfræðingi og eiga þau þrjú börn; Katrín, f. 10.9. 1953, húsmóðir í Hafnarfirði, gift Birni I. Sveinssyni verkfræðingi og eiga þau fimm böm; Hildur, f. 6.1. 1957, læknir og húsmóðir í Sviþjóð, gift Sigurði M. Albertssyni lækni og eiga þau fjögur börn; Björg, f. 5.5. 1960, húsmóðir í Kópavogi, gift Har- aldi Baidurssyni flugstjóra og eiga þau þrjú böm. Systur Gísla voru Kristín, f. 30.8. 1910, d. 2.5. 1978, húsmóðir á Akur- eyri; Hólmfríður, f. 27.4. 1912, d. 1932; Steinunn, f. 5.10. 1914, d. 21.10. 1988, húsmóðir á Akureyri. Foreldrar Gisla vom Konráð Vil- hjálmsson, f. 23,7. 1885, d. 20.6. 1962, kennari og b. að Hafralæk og síðar rithöfundur á Akureyri, og k.h., Þórhalla Jónsdóttir, f. 25.11. 1886, d. 15.10.1970, húsfreyja að Hafralæk og á Akureyri. Ætt Konráð var sonur Vilhjálms, b. á Hafralæk, Jónassonar, bróður Þor- kels á Syðra-Fjalli, afa Indriða ætt- fræðings og Þorkels Jóhannessonar, rektors HÍ. Jónas var einnig bróðir Kamma Andrésdóttir Kamma Andrésdóttir, húsmóðir og matráðskona, Ölduslóð 27, Hafn- arfirði, er sextug í dag. Starfsferill Kamma fæddist á Ströndum í Færeyjum og ólst þar upp. Á ung- lingsárunum starfaði hún við versl- un foreldra sinna samhliða skóla- göngu en hún lauk prófi frá Versl- unarskólanum í Þórshöfn 1956. Kamma flutti til Neskaupstaðar 1957 þar sem hún kynntist manni sínum. Fyrstu hjúskaparárin helg- aði Kamma sig aifarið heimilisstörf- um en 1970 hóf hún ýmis störf utan heimilisins, einkum við elda- mennsku. Hún stofnaði eigið fyrir- tæki 1977, starfrækti veitingastað í fimm ár og matvælafyrirtæki í þrjú ár. Þá var hún kjötiðnaðarmaður hjá Kaupfélaginu Fram um skeið eða til 1986. Hún opnaði þá blómaverslun sem hún starfrækti í Nes- kaupstað þar til hún flutti til Hafnarfjarðar 1993 en nú er hún mat- ráðskona. Fjölskylda Kamma giftist 16.2. 1959 Linberg Þorsteins- syni, f. 15.8. 1936, skipa- smið. Hann er sonur Þor- steins Jónsson, sjómanns frá Norðfirði, og k.h., Sig- ríðar Elíasdóttur húsmóður ættuð er úr Mjóafirði. Börn Kömmu og Linberg eru Steinunn, f. 10.12. 1958, nemi í rönt- gentækni, búsett í Reykjavík en son- ur hennar er Elvar Atli; Jóhanna, f. 26.5. 1960, húsmóðir á Eskifirði, gift Kamma Andrésdóttir. sem Gísla Guðjónssyni raf- virkja og eru böm þeirra Berglind, Guðjón, Kamma Dögg og Sóley; Andri, f. 28.6. 1961, nemi í sálfræði við Maharisha háskólann í Iowa í Bandaríkjunum, kvæntur Huldrúnu Þor- steinsdóttur húsmóður og eru böm þeirra Margrét Rós, Andrea Eik og Elías Andri; Sigríður, f. 15.10. 1963, húsmóðir í Dan- mörku, gift Bimi Krist- jánssyni húsgagnasmið og eru böm þeirra Krist- ján Linberg og Anna Karen; Þor- steinn Norðfjörð, f. 2.7. 1968, túlkur hjá Mexis í Mexíkó, kvæntur Gabriellu Guittéres Espinosa, nema í mannfræði við háskólann í Mexikó; Friðrik, f. 2.5. 1978, nemi í Flensborg. Systkini Kömmu eru John Ras- mussen, f. 4.4. 1935, rafverktaki á Ströndum í Færeyjum , kvæntur Margit Rasmussen húsmóður; Sámal Andrésson, f. 24.2. 1938, skipasmiður í Reykjavík, kvæntur Bergþóm Ásgeirsdóttur húsmóður; Símin Rasmussen, f. 20.9.1944, báta- smiður í Danmörku, kvæntur Jovinu Rasmussen húsmóður; Jef- frey Rasmussen, f. 12.4. 1952, raf- virki á Ströndum í Færeyjum, kvæntur Káru Rasmussen húsmóð- ur. Foreldrar Kömmu vom Andreas Frederik Rasmussen, f. 1.9. 1910, d. 20.1. 1991, bátasmiður og skipstjóri, og k.h., Jóhanna Davina Rasmus- sen, f. Olsen 17.9. 1912, d. í nóvem- ber 1970. Þorsteinn Bergsson Þorsteinn Bergsson, 'ramkvæmdastjóri vlinjaverndar, sjálfs- ngnastofnunar, Vestur- götu 29, Reykjavík, er fer- tugur í dag. Starfsferill Þorsteinn fæddist í teykjavík og ólst þar 4pp. Hann lauk stúdents- oróf. frá MH 1976 og 'tundaði nám í sögu og fé- agsfræði við HÍ 1976-79. Þorsteinn var framkvæmdastjóri 'orfusamtakanna 1979-85 og hefur íðan verið framkvæmdastjóri jálfseignarstofnunarinnar Minja- emd írá stofnun 1985. Þorsteinn Bergsson. Þorsteinn hefur sinnt ýmsum félags- og trúnað- arstörfum á námsárunum og síðar, bæði á vegum opinberra aðila sem og á almennum vettvangi. Fjölskylda Þorsteinn kvæntist 29.12. 1984 Ingibjörgu Ástu Pét- ursdóttur, f. 10.6. 1948, veitingakonu. Hún er dóttir Péturs O. Nikulás- sonar, stórkaupmanns í Reykjavík, og k.h., Sigríðar Guð- mundsdóttur húsmóður. Sonur Þorsteins og Ingibjargar er Bergur Þorsteinsson, f. 21.11. 1984. Sonur Þorsteins frá því fyrir hjónaband er Ólafur Þorsteinsson, f. 13.9. 1977, nemi við Fjölbrautaskól- ann í Ármúla. Fósturbörn Þorsteins og börn Ingibjargar trá fyrra hjónabandi eru Kristín María Blin, f. 4.12. 1972, við- skiptafræðingur í Noregi; Nikulás Pétur Blin, f. 8.6. 1967, líffræðingur, nú búsettur í Frakklandi, kvæntur Helenu Gunnarsdóttur og eru börn þeirra Nikulás Stefán, f. 15.9. 1987, og Kolfinna, f. 31.10. 1990. Systkini Þorsteins eru Páll Ólafur Bergsson, f. 14.10. 1942, fram- kvæmdastjóri í Reykjavík; Valgerð- ur Bergsdóttir, f. 13.11. 1943, mynd- listarmaður í Reykjavík. Foreldrar Þorsteins: Bergur Guð- mundur Pálsson, f. 6.12. 1911, d. 3.6. 1984, deildarstjóri í Stjómaráði ís- lands, og k.h., Valgerður Briem, f. 16.6.1914, myndlistarkennari. Bergur var sonur Páls Vídalín Bjamasonar, sýslumanns í Stykkis- hólmi, og k.h., Margrétar Ámadótt- ur frá Höfhum á Skaga. Valgerður er dóttir séra Þorsteins Briems, prófasts á Akranesi og ráð- herra, og Valgerðar Lárusdóttur, söngkennara frá Grund í Eyjafirði. Þorsteinn og Ingibjörg taka á móti vinum og vandamönnum í Komhlöðunni á Bemhöftstorfunni laugardaginn 19.10. milli kl. 17.00 og 19.00. 1 - Tll hamingju með afmælið 19. október 80 ára Sigurbjargar, móður Guðmundar skálds á Sandi og Sigurjóns, skálds og alþm. á Litlu-Laugum, Friðjóns- sona. Jónas var sonur Guðmundar, b. á Sílalæk, Stefánssonar. Móðir Konráðs var Kristín Jakob- ína, hálfsystir Þorgríms Pétursson- ar í Nesi, afa Steingríms Baldvins- sonar skálds. Kristín var dóttir Kristjáns, b. í Nesi í Aðaldal, Steins- sonar. Þórhalla var dóttir Jóns Frí- manns, b. í Brekknakoti, Jónssonar, en föðursystir hans var Sigríður, móðir Jóns Sveinssonar, Nonna. Móðir Þórhöllu var Hólmfríður, systir Jóns, alþm. á Arnarvatni, foð- ur Árna, alþm. frá Múla, foður Jóns Múla tónskálds og Jónasar, rithöf- undar og fyrrv. alþm. Hálfbróðir Hólmfríðar var Sigurður, skáld á Arnarvatni, faðir Málmfríðar, fyrrv. alþm. Hólmfríður var dóttir Jóns, skálds á Helluvaði, Hinrikssonar, á Tunguhálsi í Skagafirði, Hinriks- sonar, b. þar, Gunnlaugssonar. Móð- ir Hinriks yngra var Þórann Jóns- dóttir í Mörk, ættfóður Harðabónda- ættarinnar. Móðir Hólmfríðar var Friðrika, systir Stefáns, fóður Þor- gils gjallanda. Friðrika var dóttir Helga, ættföður Skútustaðaættar- innar, Ásmundssonar. Gísli er erlendis á afmælisdaginn. Jónína Símonardóttir, |* Eyrarvegi 7A, Akureyri. 75 ára : Einar Ámason, Brekkubraut 4, Akranesi. Ingibjörg Finnsdóttir, Túngötu 18, ísafirði. Kristín Friðbjörnsdóttir, Víðimýri 12, Neskaupstað. 70 ára 1 Ililda Árnadóttir, Lindasíðu 4, Akureyri. 60 ára Kári Pálsson, húsasmíðameistari, Lækjarfit 12, Garðabæ. Kona hans er Ólöf Ingimundar- dóttir húsmóðir. Kári er að heiman. : Ardís Ólöf Arelíusdóttir, Bogabraut 18, Höfðahreppi. 50 ára Völundur Sigurbjörnsson, Fálkakletti 8, Borgamesi. Guðrún E. Hreiðarsdóttir, Frostaskjóli 117, Reykjavík. Sigríður Kolbrún Guðjónsdóttir, ^ Hásteinsvegi 21, Stokkseyri. Jónasína Oddsdóttir, : Laugabrekku, Ólafsvik. María Birna Friðriksdóttir, i Brunnum 16, Patreksfirði. 40 ára Heiðrún Elsa Harðardóttir, Vesturgötu 29, Reykjavík. Rúnar Vífill Araarson, Hátúni 33, Keflavík. Oddný Hervör Jóhannsdóttir, Hafnartúni 14, Siglufirði. Ásta Ámadóttir, Efstasundi 39, Reykjavík. Hjörtur Sigurðsson, Tjamarlundi 19G, Akureyri. Guðbjörg Jóhanna Björasdóttir, Blönduhlíð 14, Reykjavík. fréttir Ljósmynda- maraþon í Ráðhúsinu Miðbærinn mun iða af lifi í dag þar sem ungt fólk verður á hverju strái með myndavélar að vopni. Ljósmyndamaraþon Unglistar hefst í dag kl. 12. Keppendur á aldrinum 16-25 ára geta skráð sig í Ráðhúsi Reykjavíkur. Þeir fá í hendur eina tólf mynda filmu, tólf myndverkefni og tólf tíma til að setja verkefnið á filmuna. Keppendur skila fiimunum í Hitt húsið fyrir miðnætti á laugar- dag. Hans Petersen og DV styrkja keppnina. -em Leiðrétting: Svanurinn er í Borgarleik- húsinu Leikritið Svanurinn verður frum- sýnt í Borgarleikhúsinu í kvöld eins og fram kom í DV í gær. Á forsíðu blaðsins misritaðist hins vegar að verkið væri á fjölum Þjóðleikhúss- ins. Því er ítrekað að svo er ekki. Beðist er velvirðingar á mistök- unum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.