Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.1996, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.1996, Blaðsíða 22
LAUGARDAGUR 19 OKTÓBER 1996 rstæð sakamál Siðsama nektardansmærin Þegar Sonja Herbst flutti inn á Royal-hótelið í Durban, í Natal-hér- aðinu í Suður-Afríku, gáfu margir karlmenn henni auga. Og það var Sonja Herbst. ekki að ástæðulausu, því hún var lagleg. Einn af þeim var móttöku- stjórinn, Lourens Snyman, en hann var tuttugu og eins árs. Hann hafði séð margar stúlkur sem gist höfðu á hótelinu, en í hans augum var Sonja Herbst einstök, því hún var ekki bara lagleg og vel vaxin. Yfir henni var nokkuð kuldalegur blær og hún virtist örugg með sjáifa sig. Það var nánast eins og hún vildi gera ásæknum karlmönnum ljóst að þeim væri hollast að halda sig frá henni. Það varð þó frekar til að auka áhuga Lourens en hitt. Mestan hluta dags var Sonja á ströndinni, en um áttaleytið á kvöldin fór hún út, án þess aö segja nokkrum hvert hún væri að fara. Á „Stardust" Þegar Sonja hafði dvalist á Royal- hótelinu í fimm daga fór Lourens Snyder ásamt nokkrum vinum sín- um á næturklúbbinn „Stardust", meðal annars til að sjá nektardan- smeyna Mavis Painnell. Ungfrú Painnell hafði ekki verið lengi á sviðinu þegar Snyman varð ljóst að hún var engin önnur en Sonja Herbst, sem bjó á herbergi 613. Þegar Sonja fór af næturklúbbn- um skömmu eftir miðnætti beið Lourens hennar og bauðst til að fylgja henni heim. Hún virtist ekki hafa mikið á móti því. Þegar hann spurði hana hvers vegna hún hefði lagt starf fatafellunnar fyrir sig, sagðist hún hafa gift sig fyrir þrem- ur árum, þá átján ára, en maður hennar John Painnell hefði týnt lif- inu í námaslysi í september 1968. „John bjóst ekki við að deyja svona ungur,“ sagði hún, „svo hann hafði ekki gert neinar ráðstafanir mín vegna. Bætumar sem ég fékk frá námafélaginu voru ekki háar, og þegar ég var búin með féð varð ég að fara að vinna fyrir mér, en þar sem ég hafði enga sérmenntun varð ég að hafa tekjur af því að sýna lík- ama minn.“ Ástfanginn Frá þessum degi reyndi Lourens allt sem hann gat til að vekja áhuga Sonju á sér. Frítíma sínum eyddi hann með henni á ströndinni, og hann sótti hana í næturklúbbinn á hverju kvöldi eftir að hún hafði komið þar fram. Föstudag einn í nóvember 1969 sagði Sonja honum að hún hefði fengið bréf frá móður sinni, sem byggi í Jóhannesarborg. Hún væri orðin veik, og þess vegna hefði hún orðið að segja starfl sinu í „Stard- ust“ upp. Á laugardeginum greiddi hún reikning sinn á hótelinu því hún ætlaði að leggja af stað klukkan fimm á sunnudagsmorgninum, með fyrstu lest til Jóhanesarborgar. Lourens vissi ekki hvenær hann myndi sjá hana aftur og bjó sig und- ir að halda kveðjuboð. Tilgangur Lourens var að komast í rúmið með stúlkunni sem honum leist svo vel á, og þess vegna keypti hann áfengi og maríjúana, sem hann vafði vindlinga úr. Um mið- nættið sótti hann Sonju og spurði hvort hann mætti ekki bjóða henni upp á glas í kveðjuskyni. „Ég hef ekkert ósiðlegt í huga,“ sagöi hann. „Það vona ég ekki,“ svaraði Sonja. „Ég er fatafella, en eini mað- urinn sem kemst upp í rúm hjá mér er sá sem setur giftingarhring á fingurinn á mér.“ Allt snerist upp í martröð Lourens blandaði sterkan drykk og bauð Sonju vindling. Hún saug að sér reykinn, en hafði orð á því að þetta væri óvenjulegt tóbak. „Já, það er blanda af tyrknesku og bandarísku tóbaki,“ svaraði hann. „Ég bý hana til sjálfur. Finnst þér hún góð?“ Eftir tvö glös og vindling fannst Lourens sem Sonja hefði ekki uppi sömu vamir og venjulega. Hann setti plötu á grammófóninn, en á henni var meðal annars lag sem hún lét leika þegar hún var á sviö- inu. „Dansaöu fyrir mig,“ sagði hann. Og hún fór að dansa fyrir hann eins og á næhu-klúbbnum. Þegar hún stóð loks nakin fyrir framan hann þreif hann í hana og ætlaði með hana upp í rúm, en þá snerist hún gegn honum af krafti. Hún rak að lokum upp óp, en þá tók hann fyrir munn hennar með annarri hend- inni, en um háls hennar með hinni. Nokkrum augnablikum síðar varð Sonja máttlaus. Hún var dáin. Lourens fannst hann upplifa mar- tröð. Hann stóð ráðalaus, en loks ákvað hann að losa sig við líkið því hann þóttist viss um að engin tryði honum ef hann segði að hann hefði i raun elskað Sonju og aldrei haft í huga að myrða hana. Lausn undir morgun Lourens fannst nóttin lengi að líða, en þegar leið að dögun þóttist hann loks hafa fundið leið til að koma sér úr vandanum. Hann tók saman allar föggur Sonju og setti í ferðatöskumar hennar. Þær fór hann svo með inn á sitt herbergi, þar sem líkið lá, en þvoði sér síðan og fór að lokum til starfa í móttök- unni. Enginn var undrandi yfir því að Sonja Herbst sást hvergi. Hún hafði jú ætlað með lestinni til Jóhannes- arborgar klukkan fimm. Þegar hlé gafst um morguninn fór Lourens niður í geymslu í kjallaran- unm, en þar vissi hann af reipum. Hann tók eitt þeirra, fór með það upp á herbergið sitt þar sem líkið var, brá því undir handleggi þess og kastaði enda reipisins upp á þak- brúnina. Svo lagði hann líkið í gluggakistuna. Að því búnu sótti hann ferðatöskumar hennar og fór með þær upp brunastigann og upp á þak. Bakhlið hótelsins sneri út að knattspyrnuvefli, og þar var að sjálfsögðu enginn svo árla morguns. Hann gat því dregið líkið upp á þak án þess að til hans sæist. Valið Hugmynd Lourens var einfóld, en ekki beinlínis hugnanleg. Á þaki hótelsins vora fjórir vatnsgeymar. Aðalgeymir og þrír aukageymar með vatni sem ætlunin var að nota ef til tímabundins vatnsskorts kæmi. Hugmyndin var að kom lík- inu og töskunum í einn varagey- manna þriggja. Vatn úr þeim var sjaldan notað og því litlar líkur á aö líkið hindraði rennsli úr honum, en það taldi Lourens í raun það eina sem gæti orðið til þess að það fynd- ist. Hann valdi nú þann geymanna sem honum fannst henta best, og kom líkinu og töskunum í hann. Svo fór hann aftur niður í móttök- una. Hálfum mánuði síöar fór Lourens í frí. Hann fór í heimsókn til móður sinnar í Pretoríu, en borgin er í um átta hundrað kílómetra fjarlægð frá Durban. En leyflð varð ekki eins langt og hann hafði reiknað meö. Nokkrum dögum eftir að hann fór kvörtuðu nokkrir gestir undan vatnsskorti. Menn vora sendir upp á þak, og kom þá í ljós að lík lá í aðalgeyminum og hafði lagst fyrir útrennslisopið. Lourens hafði valið rangan geymi. Láttur dómur Þegar fyrir lá að um líkið af Sonju Herbst var að ræða beindist grunur strax að Lourens. Það var á allra vitorði á hótelinu hve mikinn áhuga hann hafði sýnt henni. Og nokkrum klukkushmdum síðar var hann handtekin á heimili móður sinnar í Pretoríu. í mars 1970 kom Lourens Snyder fyrir dómarann Henrik Henning í sakadómi í Durban, ákærður fyrir ofbeldisverk sem valdið hefði dauða. Tárfellandi skýrði hann frá 2. Lourens Snyder. því að hann hefði verið ástfanginn af Sonju, og sagði að hann hefði orð- ið henni að bana af slysni. Dómarinn tók skýringu hans gilda og dæmdi hann í þriggja ára skilorðsbundið fangelsi, svo hann gat gengið úr réttinum frjáls maður. Hér hefði málinu átt að ljúka, en Frú Herbst. svo var ekki. Lourens hélt heim til móður Sonju í Pretoríu og bað hana um fyrirgefingu, og sagöist hafa í huga að láta setja legstein á leiði Sonju. „Snertu ekki gröf Sonju,“ sagði móðir hennar þá. „Þú varðst henni að bana. Dómarinn trúði þér, en það geri ég ekki.“ Barinn af kraftakörlum Lourens lét sér ekki segjast. Sonja hafði verið jarðsett í Durban, og hann kom oft að leiðinu og lagði á það blóm. Og þar kom að hann lét setja legstein á það. Móðir Sonju fluttist til Durban til að geta verið nærri leiöi dóttur sinnar, og lét fjarlægja legsteininn. Hún fékk því svo framgengt að Lourens var bannað að koma að leiðinu. En hann lét bannið sem vind um eyra þjóta og hélt áfram að leggja blóm á það. Næsta skref frú Herbst var að stefna Lourens Snyder fyrir rétt í þeim tilgangi að fá lagt endanlegt bann við því að hann kæmi að leið- inu. „Það er ekkert í lögum sem bann- ar fólki að koma að leiðum og leggja blóm á þau,“ sagði dómarinn þegar úrskurður var kveðinn upp. Lourens vildi þó koma að nokkru til móts við óskir frú Herbst, og kom aðeins að leiðinu einu sinni á ári, daginn sem hún hafði yfirgefið þennan heim. En i nóvember 1973 réðust tveir óþekktir kraftakarlar á hann við það og börðu hann. Var álitið að frú Herbst hefði ráðið þá til þess. Lokaorð Lourens um málið Árið 1984 lést frú Herbst, og þá lét Lourens Snyder verða af því að setja legsteininn aftur á leiði Sonju. Eftir það gat hann komið að því þeg- ar hann vildi. Lourens Snyder er nú fjöratíu og átta ára. Hann fer reglulega að leiði Sonju, og hann hefur aldrei kvænst. Og hann segir:. „Ég elskaði Sonju í raun og vera, og hún dó fyrir slysni. Ég vakna enn um nætur í svitabaði og sé hana fyrir mér þar sem hún lá dáin á rúminu. Sú minning mun alltaf fylgja mér og ég get ekki beðið nokkra konu um að deila henni með mér.“ Vatnsgeymarnir á þakinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.