Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.1996, Blaðsíða 56

Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.1996, Blaðsíða 56
TvöfaMur 1. vinningur mm VINNINGSTÓLUR 18.10/96 Vertu viðbúin(n) vinningi KIH FRETTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notað í DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö i hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 Frjálst,óháð dagblað LAUGARDAGUR 19. OKTÓBER 1996 Alþýðuflokkurinn: Jon Baldvin undir ofur- þrýstingi að halda áfram - yfirlýsing um helgina? „Ég tel líkurnar meiri en minni að okkur takist að fá Jón Baldvin ofan af því að hætta formennsku. Ég vinn að því öllum árum ásamt tug- um manna að fá hann til að halda áfrarn," sagði Ámundi Ámundason, einn nánasti ráögjafi Jóns Baldvins Hannibalssonar siðustu árin, í sam- tali við DV í gær. Segja má að Jón Baldvin sé undir ofurþrýstingi frá tugum ef ekki hundruðum ílokksmanna sinna að Tialda áfram formennsku í flokkn- um. Sumir segja að hik sé komið á hann við að hætta vegna þess að það komi honum á óvart hversu víð- tækan stuðning hann hefur. Þingmenn sem DV ræddi við í gær eru samt flestir á því að Jón Baldvin muni hætta. Þeir henda á að hann sé búinn að segja svo mik- ið að hann eigi erfitt með að snúa við. En á móti benda aðrir á að allt sé hægt i pólitík. -S.dór Við Hvolsvöll: Valt á veginum Fjögur ungmenni sluppu með minni háttar meiðsl þegar bíll þeirra valt á Suðurlandsvegi skammt fyrir austan Hvolsvöll um miðjan dag í gær. Ökumaðurinn hafði misst bílinn út fyrir bundna slitlagið og þar með stjórn á honum. Hann fór heila veltu á veginum og er ónýtur eftir. Farþegamir voru allir fluttir á heilsugæslustöðina á Hvolsvelli og tveir síðan á sjúkra- húsið á Selfossi. -sv Með brother auðvelt að merkja myndbands- spólurnar brother Verð frá kr. 6.995 Nýbýlaveqi 28 Sími 554 4443 SGMDIÐIL.ASXÖÐ 533 -tOOO Kvöld- og helgarþjónusta 7 L O K I Maður, sem hefur verið dæmdur fyrir fikniefnainnflutning, ákærður: Sveik út rækjur fyrir á aðra milljón króna - einnig gefið að sök að hafa svikið út heilt bílverð á stolinn tékka Hraðfrystihús Hellis- sands og íslandsbanki hafa krafið reykvískan karl- mann á fertugsaldri um tvær og hálfa milljón króna vegna fjársvika og skjalafals sem hann hefur verið ákærður fyrir gagn- vart þessum aðilum. Um- 'ræddur maöur hefur áður verið dæmdur fyrir fikni- efnainnflutning og auðgun- arbrot. Manninum tókst að fá afhentar rækjur fyrir 1,3 milljónir króna í hrað- frystihúsinu fyrir tvo inn- stæðulausa tékka og rúm- ar 1,2 milljónir fékk hann afhentar í íslandsbanka fyrir stolið ávísanaeyðu- blað frá Heklu hf. Maðurinn var á ferð með konu á Hellissandi í júlí og ágúst 1995. Honum er gefið að sök að hafa blekkt forráðamenn hrað- frystihússins með því að láta þá afhenda sér mikið magn af rækjum þótt hann vissi að innstæða væri ekki fyrir þeim tveimur tékkum sem hann afhenti. Sá fyrri var upp á 617 þús- und en sá síðari 735 þús- und krónur. Maðurinn seldi síðan rækjurnar ann- ars staðar á lægra verði en hann keypti þær fyrir á Hellissandi og notfærði sér síðan peningana. Síðari liður ákærunnar er vegna skjálafalsins. Þar er honum gefið að sök að hafa framvísað stolnum tékka frá Heklu hf. í ís- landsbanka við Lækjar- götu upp á 1.250 þúsund krónur. Á tékkanum var stimpill með nafni Heklu hf. sem maðurinn er ákærður fyrir að hafa stolið frá fyrirtækinu. Síð- an hafi nafn gjaldkera Heklu verið falsað á tékk- ann og stimplað yfir það með nafni fyrirtækisins. Félagi mannsins vélritaði textann á tékkann. Sakborningurinn fékk tékkann innleystan í úti- búinu við Lækjargötu en lagði alla upphæðina inn á eigin reikning í útibúi við Þarabakka - nema 150 þús- und krónur sem hann fékk greiddar. Síðan fóru menn- imir báðir í íslandsbanka i Hafnarfirði þar sem þeir leystu 1,1 milljón út af reikningnum. -Ótt Berglind Ingvarsdóttir og Benedikt Einarsson stóðu sig best íslensku dansaranna í London og sigruðu í þremur keppnum í flokki suöur-amerískra dansa. Hér eru þau hlaöin verðlaunagripum við komuna til landsins í gær. DV-mynd ÆMK Danskeppnin: Besti árangur til þessa DV, Suðurnesjum: „Þetta var alveg rosalega gaman en kom okkur verulega á óvart að vinna í þremur keppnum í suður- amerískum dönsum. Það var lang- skemmtilegast að vinna siðustu keppnina, sem var sú stærsta með öllum bestu danspöram heimsins. Því var ánægjulegt að fara með sig- ur af hólmi. Við vonuðumst alltaf eftir því að vinna en ekki svona glæsilega eins og nú. Þetta er okkar besti árangur til þessa,“ sögðu Berg- lind Ingvarsdóttir og Benedikt Ein- arsson við DV við komuna til lands- ins frá London siðdegis í gær. Þau voru í frækilegum hópi íslenskra dansara sem tóku þátt í þremur al- þjóðlegum danskeppnum í London og báru sigur úr býtum í þeim öll- um í flokki suður- amerískra dansa. Fimmtán pör frá Islandi kepptu og stóðu sig öll mjög vel. Systkinin Erla Sóley og Ámi Þór Eyþórsböm komust í úrslit í flokki 16-20 ára og Halldóra Sif Halldórsdóttir og Davíð Gill Jónsson sigruðu í flokki 11 ára og yngri. -ÆMK Veörið á morgun: Hlýjast sunnanlands Á morgun verður austan og norðaustan strekkingur. Það verður rign- ing af og til og hiti á bilinu 4 til 9 stig, hlýjast um landið sunnanvert. -ilk Veöriö á mánudag: Votviðri Á mánudaginn verður hvöss norðaustanátt, slydda og hiti á bilinu 1 til 3 stig norðvestan til. Annars verður hægari austan- og norðaustanátt og skúrir eða rigning. Hiti á bilinu 5 til 10 stig. Veðrið í dag er á bls. 57.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.