Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.1996, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.1996, Blaðsíða 6
6 LAUGARDAGUR 19. OKTÓBER 1996 Stjórnmálaskýrendur um brottrekstur Lebeds: Uppreisn hersins talin ósennileg stuttar fréttir Talebanar hórfa Fyrrum stjórnarherinn í Afganistan kvaöst í gær hafa náð herflugvellinum viö Bagram ásamt bandamönnum sínum. Viöræöum frestaö Samningamenn ísraela og Palestínumanna frestuðu í gær viöræöum sínum þar til á mánu- dag. Dæmdur fyrir skrif Tyrkneskur áí'rýjunardómstóll staðfesti í gær 20 mánaða skil- orðsbundinn fangelsisdóm ýfir þekktasta rithöfundi Tyrklands, Yasar Kemal. Staðfestingin var gerð degi eftir að Tansu Ciller utanríkisráðherra lofaði að gerðar yrðu úrbætur í mann- réttindamálum. Kemal var dæmdur fyrir að hafa stutt að- skilnaðarstefnu Kúrda með grein í bók um tjáningarfrelsi. Kemal kveðst hafa hvatt til friðar auk þess sem hann sé andvígur skipt- ingu ríkisins. PLO Austurríkis Austurríski stjómmálamaður- inn Jörg Haider, sem vann stórsig- ur í kosningunum til Evrópuþings í síðustu viku, lýsir Frelsisflokki sinum sem PLO Austurríkis. Stöðva flóttamenn Starfsmenn SÞ sögðu í gær að Bosníukróatar hefðu hindrað heimför múslímskra flótta- manna. Ók á barnahóp Maður á dráttarvél ók inn á skólalóð í austurhluta Albaníu. Sex börn slösuðust áður en tókst að yfirbuga manninn sem sagðist vilja drepa alla nemendurna og kennarana. Leit að nasista Simon Wiesenthalstofnunin hvatti Jacques Chirac Frakk- landsforseta, sem er á fór- um til Sýr- lands til að ræða ástandið í Miðaustur- löndum, til að krefjast fram- sals nasistans Alois Brunn- er. Talið er að Brunner fari huldu höfði í Damaskus í Sýrlandi. Hlynntir einræði Yfir þriðjungur Suður- Amer- íkumanna er hlynntur því að fá aftur yfir sig einræöisstjórn eða lætur í ljós hlutleysi gagnvart því hvort hann býr við lýðræði eða ekki. Tugir þúsunda á flótta Nær 30 þúsund flóttamenn frá Búrúndi flúðu búðir sínar í Zaire vegna bardaga milli hersins í Zaire og uppreisnarmanna tútsa. Reuter Erlendar kauphallir: Brottreksturs Lebeds hafði áhrif Þegar fregnir bárust á fimmtudag um að Jeltsin hefði rekið öryggis- fulltrúan Lebed varð vart við óróa á hlutabréfamörkuðum í Evrópu. Hlutabréf í kauphöllunum í Þýska- landi og Frakklandi lækkuðu í verði en náðu sér aftur á strik undir lok dagsins. Brottreksturinn hafði eng- in áhrif í London og New York. I vikunni voru söguleg met sett í flestum helstu kauphöllum heims hvað hlutabréfavísitölurnar varð- aði. Bensínverð heldur áfram að hækka á heimsmarkaði og hefur ekki verið hærra í marga mánuði. Segja má að kaupendur hamstri eldsneyti þessa dagana vegna ótta við óróa við Persaflóa og í Rúss- landi. -Reuter Evrópskir stjórnmálaskýrendur gáfu í skyn í gær að brottrekstur Al- exanders Lebeds, yfirmanns örygg- ismála Rússlands, kynni að koma í bakið á Borís Jeltsín Rússlandsfor- seta og veita Lebed tækifæri til að komast til valda. „Fáir trúa því að brottrekstur Al- exanders Lebeds marki lok sögunn- ar,“ skrifaði leiðarahöfundur Fin- ancial Times í gær. Höfundur for- ystugreinar Berlingske Tidende skrifaði að Lebed væri vinsælasti stjómmálamaður Rússlands og að hann gæti nú snúið sér beint til kjósenda í baráttu sinni gegn Moskvu og klíkunni sem vísaði hon- um á dyr. Háttsettur foringi í rússneska sjó- hernum sagði í gær að sænska her- þotan, sem hrapaði í Eystrasalt í að- eins nokkurra metra fjarlægö frá kjarnorkuknúnu rússnesku her- skipi á miðvikudaginn, hefði rétt áður gert æfingarárás á skipið. Sænsk yfirvöld segja þotuna, sem var af gerðinni Viggen, hafa verið í eftirlitsflugi og harðneita ásökunum um æfmgarárás. Rússneska frétta- stofan Interfax hafði það eftir Igor Nú velta menn því fyrir sér hvort Jeltsín lifi af hjartaaðgerðina sem hann á að gangast undir í nóvember eða hvort vænta megi nýrra forseta- kosninga. Stjórnmálaskýrendur telja víst að herinn sé ekki ánægður meö brott- rekstur Lebeds en jafnframt að þess sé ekki að vænta að óánægjan leiði til skipulagðrar byltingar. Lebed hafi góða möguleika á að sigra í næstu kosningum og því sé ekki lík- legt að hann steypi sér út í ævintýri sem geti gert hann að útlaga. Bent er á að jafnvel þó að Lebed snúi sér til hersins geti hann varla verið viss um að fá aðstoð. Margir Rússar hafa fagnað friðarsamkomu- Kasatonov, yfirmanni í rússneska sjóhernum, að flugmaðurinn hefði verið aö æfa árás. „Slíkar árásir, sem einnig hafa verið gerðar áður á rússnesk skip, eru brot á öllum alþjóðlegum regl- um,“ hafði fréttastofan eftir Kasatonov. Augljóst þykir að hann hafi átt við meintar æfingarárásir fleiri en Svía á rússnesk skip. Rússneskir embættismenn segja að Viggenþotan hafi flogiö yfir skip- laginu sem Lebed gerði í ágústlok við Tsjetsjena. En margir hermenn litu á friðarsamkomulagið sem nið- urlægingu. Einnig er bent á að her- inn sé of sundraður til þess að hann geti gripið til sameiginlegra að- gerða. Hermenn séu uppteknir af því að komast af, að þrauka frá degi til dags og það geri skipulögð mót- mæli ósennileg. Sjálfur spáir Lebed heitu hausti. Hann á þá meðal annars við þá stað- reynd að háttsettir herforingjar hafa sent ríkisstjóminni bréf þar sem segir að hafi hún ekki greitt hermönnum sínum laun fyrir 25. þessa mánaðar verði hún að horfast í augu við afleiðingarnar. Reuter ið og hrapað þegar flugmaðurinn missti stjórn á henni er hann reyndi að taka skarpa hægri beygju í lág- flugi. Yfirmaður sænska flughersins segir þotuna hafa verið að reyna að komast hjá árekstri við rússneska eftirlitsflugvél. Itar-Tass fréttastofan í Rússlandi segir að rússneska herskipið hafi verið á leið frá St. Pétursborg til Baltiisk þegar atburðurinn átti sér stað. Reuter Kauphallir og vöruverð erlendisl I 1300 Hang Seng i 1200 12436,80 J A S 0 25 $/ tunna 24,65 J A S Ö Fjöldi manna efndi í gær til mótmæla fyrir utan dómhúsiö í Brussel í Belgíu til stuönings dómaranum í barnaníöings- málinu sem varð aö víkja eftir aö hafa þegið spagettímáltíð af hópi sem styöur foreldra týndra barna. Símamynd Reuter Háttsettur rússneskur flotaforingi: Sænska herþotan fórst þegar hún æfði árás Vissi ekki að | hann hafði unn- I ið 30 milljónir IBreti, sem lagði undir 1 pund og vann yfir 300 þúsund pund eða rúmlega 30 milljónir islenskra króna í veðreiðum, þaut örvænt- ingarfúllur út frá veðmangaran- um eftir að hafa horft á kappreið- amar í sjónvarpi. Hann taldi sig hafa tapað því hann mundi ekki hvaða hest hann hafði veðjað á. Þegar hann sneri aftur til veð- mangarans sex dögum síðar sagði starfsfólkið honum tíðind- | in. Vinningshafinn sagði aö sér Íhefði brugðið rosalega en að hann væri að jafna sig. Franskur lög- maður sakaður um kynmök við börn IFranskur lögmaður var hand- I tekinn i Rúmeníu vegna meintra I kynmaka við tvo unga rúmenska I drengi. Honum hefur verið sleppt en verður að dvelja í Rúmeníu á meðan rannsókn málsins fer fram. Að sögn rúmensku lögregl- unnar var Frakkinn handtekinn á fimmtudaginn í íbúð nálægt aðaljárnbrautarstöðinni í Búkarest. Lögreglan hafði áður greint frá þvi að Frakkinn hefði komið til Rúmeniu í síðastliðn- um mánuði sem ferðamaður og að hann hefði játað að hafa haft kynmök við 50 af þeim 200 drengjum sem hann hefði kynnst í heimsóknum sínum síðasfliðin tvö ár. Einkasjónvarpsstöð í Ef Rúmeníu sýndi á fimmtudaginn : myndir sem eiga aö hafa verið teknar af lögmanninum á nær- klæðunum uppi í rúmi með tveimur drengjum. | Hundruð fátækra rúmenskra Ibarna yfirgefa heimili sín til þess að reyna að draga fram lífið á götum Búkarest. Þau verða auð- veld bráð barnaníðinga frá Vest- urlöndum. Tyrkneska lög- reglan barði blaðamann til bana Tyrkneskur blaðamaður bar fyrir rétti í Aydin i Tyrklandi í | gær að tyrkneska lögreglan berði grunaða með kylfum þar til þær bromuðu. Kvaðst blaðamaðurinn f hafa séð slíkan atburð í íþrótta- miðstöð i Istanbúl í janúar síðast- liðnum. Tyrknesk yfirvöld ;; ákváðu í gær að flytja réttarhöld yfir 48 lögreglumönnum, sem sakaðir eru um að hafa barið blaðamann til dauða, úr dómsal f yfir í íþróttahöll vegna mann- | fjölda sem fyllti réttarsalinn. Um 300 manns höfðu komiö til að fylgjast með réttarhöldunum, þar | á meðal fiöldi Vesturlandabúa. | Meðal þeirra voru fréttamenn og þingmaður. Mannréttindasam- j tökin Amnesty International hafa ? hafið herferð til að vekja athygli | á mannréttindabrotum í Tyrk- S landi. IFær ekki að nota sæði látins eiginmanns Dómstóll í Bretlandi hefur úr- skurðað að ung bresk ekkja fái ekki að nota sæði látins eigin- ; manns síns til gervifrjóvgunar Iþar sem skriflegt samþykki hans liggi ekki fyrir. Ekkjan, Diane Blood, má ekki fara með sæðið til Bandaríkjanna eða Belgiu þar sem læknar höfðu þegar sam- þykkt að meðhöndla hana. Blood hélt því fram að hún og eigin- I maður hennar hefðu reynt í heilt I ár að eignast barn og að þau [ hefðu rætt möguleikann á gervi- I frjóvgun. Sæðið var tekiö úr eig- ; inmanni hennar að hennar I beiðni er hann lá meðvitundar- || laus vegna veikinda sinna. Reuter
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.