Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.1996, Blaðsíða 30
38
LAUGARDAGUR 19. OKTÓBER 1996 JLlV
Sautján ára stúlka lýsir reynslu sinni af fíkniefnum:
Var meðvitundarlaus af ne
„Ég og vinkonur mínar keyptum
okkur pillur sem við átum og viss-
um ekki af okkur aftur það kvöldið.
Ég fannst á torginu og vaknaði
þremur sólarhringum síðar á ung-
lingaheimili, önnur vinkona mín
vaknaði á geðdeild og hin fannst
með krampa heima hjá sér. Við vor-
um allar mjög tæpar þá,“ segir
sautján ára stúlka sem var djúpt
sokkin í eiturlyfjaneyslu og áfengis-
drykkju.
Stúlkan vill ekki láta nafns síns
getið og við skulum kalla hana
Ástu. Hún stal til þess að fjármagna
neysluna. Hún hefur verið án allra
vímuefna í eitt ár og segist stolt af
því að hafa aldrei stundað vændi á
þessum tíma.
„Það var ekki vitað hvort heilinn
í mér yrði eins og grænmeti þegar
ég vaknaði upp úr vímunni en sem
betur fer skaðaðist ég ekki. Einu
sinni var dælt upp úr mér þegar ég
var inni á unglingaheimili. Þá hafði
ég étið pillur í marga daga,“ segir
Ásta.
Byr[aði að drekka þrett-
án ara
Ásta byrjaði að drekka þrettán
ára gömul og eftir hálft ár var hún
farin að stela pillum úr pilluskáp
foreldra sinna og drekka áfengi með
þeim. Fljótlega varð hún til vand-
ræða í skólanum og strauk að heim-
an margoft.
Ásta segir að ástandið heima hjá
sér hafi ekki verið neitt sérstaklega
gott en hún telur það ekki ástæðuna
fyrir að hún fór út í eiturlyfja-
neyslu.
„Ég er stolt af því að hafa aldrei þurft aö stunda vændi,“ segir Ásta. (Sviðsett) DV-mynd GVA
Ásta hefur verið send á nokkur
unglingaheimili en það dugði lítið
því að hún hélt áfram að fara í bæ-
inn og detta í það og reykja hass.
Hún segir að eina greinilega ástæð-
an sem hún sjái haíí verið sjálfstæð-
isyfirlýsing og uppreisn af sinni
hálfu.
Á unplingaheimili í
sveitinni
„Ég gekk í gegnum eitthvert skeiö
sem mér leið mjög illa. Ég var ósátt
við lífið og stöðu mína. Á endanum
fannst ég rænulaus í bænum eftir
pilluneyslu og var send á unglinga-
heimili á landsbyggðinni. Þar var
ég í ár og ákvað að hætta allri
neyslu vímuefna.
„Þegar ég kom aftur í bæinn eftir
dvölina á unglingaheimilinu í sveit-
inni fór ég aftur á fyllirí um helgar
og ég vissi að ég var komin á sömu
braut aftur. Ég fann að það var ekki
nóg fyrir mig að hætta að dópa. Ég
varð að hætta að drekka líka því
það var prðið stutt í að ég hæfi dóp-
neyslu á ný,“ segir Ásta.
Gekk illa í skóla
„Mér gekk illa í skóla og ég átti
enga alvöruvini og hafði engan
áhuga á neinu. Ég var mjög reið.
Mér var strítt því ég var bursta-
klippt og öðruvísi klædd en hinar
stelpurnar. Maður fer út í neyslu til
þess að sýna sig fyrir öðrum. Ég
þóttist vera ofsalega töff þegar ég
var byrjuð að dópa. Þegar ég var
fjórtán ára vissi ég að það væri ekki
allt í lagi hjá mér,“ segir Ásta.
Mæður ungra fyrrum og núverandi eiturlyfjaneytenda:
Nær dauða en lífi á bráðavaktinni með bólgna tungu og krampa
„Eldri sonur minn hefur prófað
aUt, þar á meðal að sprauta sig.
Hann virðist ekki hafa þá bremsu
sem þarf til þess að neita vímuefn-
um,“ segir móðir fjórtán og fimmt-
án ára drengja sem eiga við eitur-
lyfja- og drykkjuvandamál aö stríöa.
Hún vill ekki láta nafns síns getið
og við skulum kalla hana Dag-
björtu. Dagbjört hefur í þrjá mánuöi
beðið þess að eldri sonur hennar
komist í meðferð en biðtíminn er
allt að átta mánuðir.
Sonur Dagbjartar hefur komist í
kast við lögin þegar hann hefur
þurft að fjármagna neyslu sína og
lent í steininum nokkrum sinnum.
Hann varð fyrir mjög alvarlegri lík-
amsárás fyrir skömmu þegar hann
átti í útistöðum við fólk úr eitur-
lyfjaheiminum.
Einelti sökum fötlunar
„Eldri strákurinn minn hefur átt
við aðra fötlun að stríða alla ævi.
Sökum þeirrar fótlunar varð hann
fyrir einelti frá bömum og fullorðn-
um. Hann lenti fljótt utan við skóla-
kerfið og leitaði viðurkenningar hjá
utangarðsunglingunum.
Báðir drengir Dagbjartar hafa
reynt meðferð á Vogi en ekki tollað
þar. Dagbjört segir meðferð þar ekki
henta óhörðnuðum unglingum.
„Yngri drengurinn minn var í
meðferð á Vogi á sama tíma og
morðingi frá Litla-Hrauni og í ann-
að skiptið lenti hann með afbrota-
manni í herbergi. Hann hefur verið
sendur í sveit þar sem hann gengur
í skóla.
Ekki er hægt að þvinga börnin til
þess að gangast undir meðferð á
Vögi ef þau vilja það ekki sjálf. Ekki
er í önnur hús að venda fyrir ungl-
ingana en á geðdeild Landspítalans
og meðferðarheimilið að Stuðlum ef
unglingar vilja ekki sjálfir fara í
meðferð.
„Ég er undrandi og ósátt við þá
ákvörðun félagsmálastjóra Reykja-
víkurborgar að loka eigi útideild-
inni og unglingadeild Félagsmála-
stofnunar. Þegar við foreldramir
höfum gefist upp á börnum okkar
og þau stunda afbrot og vændi eru
starfsmenn útideildar eina skjól
barnanna," segir Dagbjört.
Blindir og heyrnarlausir
„Sem foreldri er maður blindur
og heymarlaus þegar bömin manns
fara að neyta eiturlyfja," segir móð-
ir átján ára stúlku sem fyrir tveim-
ur ámm átti við alvarlegan eitur-
lyfjavanda að etja. Vegna nafnleynd-
ar skulum við kalla hana Ásdísi.
Stúlkan fjármagnaði neyslu sína
með innbrotum og var djúpt sokkin.
Ásdís segir frá því þegar dóttir
hennar var fimmtán ára gömul og
kom heim uppdópuð, fárveik og í
krampakasti. Stúlkan gat ekki and-
að og tungan var bólgin. Foreldrarn-
ir fóru með hana á bráðavaktina
þar sem hún var spurð hvort hún
væri komin aftur.
„Þá fyrst komst ég að því að þetta
var önnur heimsókn dóttur minnar
á bráðavaktina á einum og hálfum
sólarhring. Hún hafði verið þar fyrr
um kvöldið nær dauða en lífi en við
foreldramir vorum ekki látnir vita.
Hún var sprautuð niður og síðan
send út aftur. Ég sá á skýrslunni
hennar ógrynni efna sem fundust í
henni,“ segir Ásdís.
Enginn dauðadómur
„Sonur minn bíður eftir plássi í
meöferð og ég vona að hann hafi
fengið nóg af neyslunni. Það er úr-
lega ömurlegt að vera móðir tveggja
drengja sem báðir misnota vímu-
efhi,“ segir Dagbjört.
„Ég veit að alkóhólismi er enginn
dauðadómur ef það fæst meðferð og
barnið vill fara. Auðvitað er sárt að
horfa upp á þetta á meðan á því
stendur," segir Dagbjört.
Flakkað á milli stofnana
„Þegar bam er komið í þetta
ástand lætur það ekki að stjórn.
Stelpan mín var rúmlega þrettán
ára þegar fór að halla undan fæti
hjá henni. Hún var send til skólasál-
fræðings, hætti að mæta í skólann.
Stelpan var send i Efstasund og þar
vaknaði fyrst grunur um að hún
væri á einhverju,“ segir Ásdís.
Að vistinni í Efstasundi lokinni
tók við bama- og unglingageðdeild.
Hún fór tvisvar á Tinda en strauk. í
síðasta skiptið, 1994, fór hún sjálf-
viljug og var í þrjá mánuði og hefur
verið þurr síðan.
„Dóttir mín er yndisleg og gullfal-
leg stúlka. Hún leigir með vinkonu
sinni og lifir hamingjusömu lífi,“
segir Ásdís.
Sjálfsásökun sárust
Til að byrja með ásakaði Ásdís
vini dóttur sinnar og sjálfa sig fyrst
og fremst. Hún var við það að
brotna saman og fannst hún hafa
brugðist sem foreldri.
„Ég grét mikið og var að hruni
komin. Ég leitaði að lokum til geð-
læknis því sektarkenndin, vanliðan-
in og hræðslan fylgdi mér hvert fót-
mál,“ segir Ásdís.
Agnes á tvo syni sem neysla dótt-
ur hennar höfðu einnig áhrif á.
Böm sem eru á heimilinu fyrir
verða fyrir þessu líka. Það er ekki
nóg að neytandinn einn fari í með-
ferð heldur þarf fjölskyldan öll á
hjálp að halda.
Framtíðin brosir við
„Við hjónin vorum ekki alltaf
sammála um hvað ætti að gera og
fjölskyldulífið fór í rúst. Ég missti
þó aldrei vonina," segir Ásdís.
Að sögn Ásdísar kann hún betur
að bregðast við núna en áður og um
leið og yngri sonur hennar var kom-
inn í slæman félagsskap gátu for-
eldrarnir gripið inn í.
Stuðningsfundur
Konurnar eru báðar virkar í hópi
foreldra vímuefnabama sem halda
mun opinn fund á Grand Hótel í dag
kl. 14. Þar munu Davíð Oddssyni
forsætisráðherra verða afhentar
undirskriftir tíu þúsund íslendinga
um að stofnað verði meðferðarheim-
ili fyrir böm á ný. Skorað er á sem
flesta að mæta og sýna samstöðu
með foreldrunum. Farið er fram á
að opnað verði meðferðarheimili
fyrir unglingana og þar starfi fag-
fólk í áfengis- og vímuefnameðferð
barna og unglinga. Einnig að
biðlistar hverfi og unglingarnir
komist strax að í meðferð. -em
„Þaö er jafnauðvelt að nálgast fíkniefni í Reykjavík eins og það var að fá
sígarettur i gamla daga,“ segir móðir fjórtán og fimmtán ára drengja sem
eiga viö vímuefnavanda að etja. DV-mynd BG