Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.1996, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.1996, Blaðsíða 20
LAUGARDAGUR 19. OKTÓBER 1996 JjV 20 Iéttir Þegar augndeild Landakotsspltala var lokað á degi hvíta stafsins, bar- áttudegi blindra í upphafi vikunnar, má segja að lokið hafi á táknrænan hátt sjö ára sögu vandræðagangs og uppákoma í rekstri elsta starfandi spítala á íslandi. Þá voru liðin rétt 94 ár síðan St. Jósefsspítali í Landa- koti var vígður. „Þetta er eiginlega ekki annað en lokapunkturinn aftan við það sem gerst hefur í málum Landakotsspítala undanfarin ár,“ segir systir Emanuella, príorinna St. Jósefssystra, við DV. St Jósefssystur reisa spítala Saga Landakotsspitala hófst með komu fimm þýskra St. Jósefssystra til landsins árið 1896 í þeim tilgangi að sinna sjúkum. Þörfin var þá mik- il og augljós og þar kom að systum- ar buðust til þess að reisa sjúkrahús í Reykjavík gegn því að stjórnvöld ábyrgðust lán vegna byggingarinn- ar og tækju síðan þátt í rekstri spít- alans. Alþingi hafnaði árið 1901 að standa við vilyröi fyrir lánafyrir- greiöslu sem gefið hafði verið. Systumar hófúst engu að síður handa við byggingu Landakotsspít- ala árið 1902, en fyrir fé sem safnað Þrátt fyrir að stefnt hafi verið að því að gera Landakotsspítala að öldrunarspítala hefur samtímis verið stöðugt unn- ið að endurbótum á húsnæði og búnaði spítalans og framkvæmdirnar miðaðar við fulla spítalastarfsemi eins og hún var. Þessar fjárfestingar hafa ekki nýst nema örskammt því að nýendurnýjaðar tæknideildir hafa verið rifnar niður jafnharðan til að húsnæðið geti mætt nýjum þörfum eftir því sem sameiningin gekk fram. Myndin er tekin nýlega af vinnu við að innrétta aðstöðu hjúkrunarstjórnar. Sameining í gegnum þykkt og punnt Af þeim gögnum sem DV hefúr undir höndum um aðdraganda og stofnun Sjúkrahúss Reykjavíkur má ráða að þeir sem ferðinni réðu í þeim málum hvikuðu aldrei frá markmiði sínu þrátt fyrir nokkuð misjafnar skoðanir heilbrigðisyfir- valda á hverjum tíma og þrátt fyrir að sameiningarhugmyndir þeirra færu í bága við samning St. Jósefs- systra og rikisins og væru gegn vilja stórs hluta starfsmanna Landa- kots. í kjallaragrein í DV 17. mars 1992 gagnrýnir Kristinn Sigurjónsson, verkfræöingur og þáverandi ritari starfsmannaráðs, sameiningarhug- myndimar mjög harðlega og vitnar í þá nýgerða skýrslu hollensks ráð- gjafarfyrirtækis um hagkvæmni nokkurra sameiningarkosta sjúkra- húsa í Reykjavík, en í þeirri skýrslu er sameining Landakots og Borgar- spítala talinn versti kosturinn. Kristinn gerir að umtalsefni samning Jósefssystra og ríkisins um spítalann og að þær hafi selt hann á mjög lágu verði gegn því að rekstur hans yrði með sama hætti og var í þeirra tíð. Síðan segir Kristinn: Landakotsspítali orðinn að hjúkrunarstofnun fyrir aldraða: Sjö ára vandræðagangur - 94 ára sögu farsæls einkasjúkrahúss lokið var erlendis fyrir tilstilli rithöfund- arins og jesúítaprestsins Jóns Sveinssonar, Nonna, og var fyrsti sjúklingurin lagður inn 1. septem- ber 1902 og spítalinn svo vígöur þann 16. október sama ár. St. Jósefssystur ráku spítalann óslitið fram til ársins 1975, en þá var gerður samningur milli þeirra og ríkisins um að ríkiö keypti spítal- ann og greiddi hann upp á 20 árum og eignaðist hann að fullu í árslok yfirstandandi árs. í samningi systr- anna og ríkisins var kveðið á um að reka skyldi Landakotsspítala með sama hætti og veriö haföi. Geröur var samningur um rekstur spítal- ans sem sjálfseignarstofnunar sem laut stjóm 21 manns hóps, fólks víðs vegar að úr þjóðfélaginu. Daglegur rekstur var í höndum læknaráös og var formaður þess jafnframt yfir- læknir spitalans. Allar breytingar sem hugsanlega yrðu gerðar á rekstri og stjórn spítalans skyldu vera háðar samþykki St. Jósefs- systra þar til samningstíminn væri úti í árslok 1996. Lokun augndeildarinnar í vik- unni segir systir Emanuella vera / endi atburðarásar sem hófst árið 1989 með umræðum um að sameina Landakotsspítala Borgarspítalanum og systumar túlkuðu sem brot og rof á fyrmefndum samningi milli þeirra og ríkisins. í yfirlýsingu sem systumar sendu frá sér 11. febrúar árið 1992 um mál- ið lýstu þær vonbrigðum sínum með samskiptin við ríkisvaldið og kváðust hafa haldið að ríkið myndi standa viö orö sín, en í ljós væri komið að þær hefðu verið of auð- trúa. „Við byggöum upp sjúkrahús, ekki hjúkrunarheimili fyrir aldraða - þó það þýði ekki að við séum þeirrar skoðunar að gamalt fólk þurfi ekki á hjálp að halda.“ Systir Emanuella ítrekar þessa skoðun sína í samtali við DV og að ekki megi blanda þessu tvennu sam- an. „Við erum ósáttar við það hvemig að þessu máli hefur verið staðið og enn verra er hvemig farið hefur veriö með starfsfólkið: Nú síð- ast á mánudaginn sagði einn augn- læknanna mér að starfsfólkið hefði heyrt af lokun augndeildarinnar í útvarpinu. Enginn hefði tilkynnt því það fyrirfram. „Sameiningu Landakots og Borgarspítala er ekki hægt að kalla því nafni, Landakots- spítali var gleyptur," segir systir Emanuella. Hún segir að eftir að sameining- arhugmyndirnar höföu verið bit- bein þriggja heilbrigðisráðherra, stjórnvalda, hefðu systumar ein- faldlega fengið nóg og þvi ákveðið fyrir tveimur áram að falla frá ákvæðinu í samningnum viö ríkis- valdið um óbreyttan rekstur Landa- kotsspítala og hætta afskiptum af málinu. Rekstur St Jósefssystra Landakotsspítali var rekinn und- ir yfirstjóm St. Jósefssystra frá upp- hafi og fram til ársins 1975 sem fyrr segir. Spítalinn var í raun eini al- menni spítalinn á landinu allt frá stofnun og fram til 1930 er Landspít- ali tekur til starfa. Landakotsspítali var alla tíð stefnumótandi í spítala- þjónustu og heilsugæslu. Þar vom fyrstu skurðaðgerðir á íslandi gerð- ar strax árið 1906. Fyrsti vísir að bamadeild varð til á Landakotssp- ítala árið 1935 og röntgendeild er opnuð þaö sama ár. Augndeild var stofnuð árið 1969 og smásjáraögerð- ir á augum hefjast árið 1972 og leysi- geislameðferðir árið 1980. VerÚeg kennsla læknanema fór öll fram á Landakoti allt þar til Landspítali tók til starfa og kennslan færðist þangað. Hluti þessarar kennslu var svo aftur færður nokkrum árum síðar í Landakotsspítala. Auk þess hafa fleir heilsugæslustéttir fengiö starfsþjálfun og kennslu á spítalan- um aÚa tíð, þeirra á meðal sjúkra- liðar en kennsla þeirra hófst fyrst þar árið 1965. Stjóm St. Jósefssystra á Landa- koti þótti alla tíð einkennast af skynsemi og aðhaldssemi án þess að það kæmi niður á gæðum lækninga, þjónustu við sjúklinga eða aðbúnaði að þeim eða starfsfólki. Ástæða þessa var e.t.v. sú að spítalinn naut lengi vel ekki neinnar opinberrar fyrirgreiöslu, en eftir að þaö breytt- ist vom framlög ríksisins til hans í formi daggjalda eða framlaga á fjár- lögum alltaf mun lægri en til ann- arra sjúkrahúsa. í yfirlýsingu sem Fréttaljós á laugardegi Stefán Ásgrímsson St. Jósefssystur sendu frá sér 11. febrúar 1995 segir um þetta atriði: „í öll þau ár sem við höfum rekið Landakotsspítala ... höfum við mætt litlum skilningi frá stjómvöldum... Vandamálin byrja Segja má að stjómunarvandamál Landakots, sem komu í ljós með út- tekt Ríkisendurskoðunar árið 1989, hafi verið upphafið að sameining- unni við Borgarspítala sem nú er gengin í gegn. í þeirri skýrslu er los- araleg fjármálastjórn spítalans gagnrýnd, svo og tilviljanakenndar fjárfestingar, m.a. í húseignum í ná- grenni hans og geysilegar tekjur einstakra lækna. í framhaldi af mik- illi fjölmiðlaumræöu um málefhi Landakotsspftala, sem eftir fylgdi, óx sameiningarhugmyndinni við Borgarspítala ásmegin. Sjúkrahús Reykjavíkur byrjaði að verða til. í minnisblaði, sem DV hefur und- ir höndum og ritað er af þáverandi yfirlækni Landakotsspítala, er til- laga að verkaskiptingu milli hinnar nýju stofnunar og Ríkisspítala og gert ráö fyrir því að á Landakoti verði framvegis einungis öldrunar- lækningar og langleguvistun. Nefnd sem skipuö var um þetta leyti um málið og skipuð fulltrúum Landa- kotsspítala og Reykjavíkurborgar leggur til að sameining eigi sér stað á þessum nótum, eins og fram kem- ur í fundargerð hennar frá 25. októ- ber 1989. Upphaflega fóm þessar samein- ingarhugmyndir leynt, en þegar þær tóku aö kvisast út meðal starfs- manna Landakotsspítala mættu þær mikilli andstöðu, auk þess sem þær bmtu gegn fyrmefndu samkomu- lagi St. Jósefssystra og ríkisins. Á þessum tíma var hins vegar efna- hagskreppa að ríða yfir þjóðfélagið og hörö krafa uppi um aðhald í op- inberum rekstri og sameining þýddi spamað. Starfsmenn bentu hins vegar á að rekstur spítalans væri þrátt fyrir allt mjög hagkvæmur og að fátt benti til þess að nokkuð sparaðist við sameiningu. Spítalinn sinnti í miklum og vaxandi mæli bráðaþjón- ustu og ýmsum aðgerðum á mun ódýrari hátt en aðrir spítalar, með skipulegri nýtingu á tæknibúnaði og sérþekkingu lækna og starfs- fólks. í yfirlýsingu starfsmanna spítalans í október 1991 er skorað á yfirvöld heilbrigðismála og yfir- stjóm spítalans að standa vörð um sjálfstæði spítalans og starfsmenn lýsa sig reiöubúna til samstarfs um að leita leiða til að auka spamað og hagkvæmni í rekstri Landakotsspít- ala. Betri krókur en kelda Ekki er að sjá að yfirlæknir spít- alans hafi haft hug á að eiga samleið með starfsmönnunum því að í minnisblaöi hans frá 8. mars 1992 em enn viöraðar hugmyndir um sameiningu spítalanna tveggja og þar segir m.a: „St. Jósefssystur eru mótfallnar sameiningu og munu ekki samþykkja nauðsynlegar breytingar á skipulagsskrá Sjálfs- eignarstofnunar St. Jósefsspítala." Þá segir yfirlæknirinn að systumar hafi þegar fallist á að bráðavaktir verði fluttar og hluti spítalans verði öldrunarspítali. Síðan segir: „Mark- miði sameiningar ætti því aö vera hægt að ná á grundvelli þeirra hug- mynda sem lagðar hafa verið fram, en fara verður krókóttari leiðir. Spítalamir starfi áfram sem sjálf- stæðar stofnanir." „Því má segja að systumar hafi fært ríkinu tvöfalda gjöf á siifúrfati, annars vegar góðan og vel búinn spítala fyrir lítiö fé og hins vegar rekstrarform sem hefur tryggt skattgreiðendum afkastamikinn spítala sem kostar innan við þriðj- ung rekstrarkostnaðar Borgarspítal- ans og innan við fimmtung rekstr- arkostnaöar Landspítalans. Þótt spítalinn sé ekki eins umfangsmik- iU og hinir spítalamir þá tekur hann á sig 27% af bráðavöktunum og er það ótrúlega stór hluti miðað við stærð hans og rekstrarkostnað.“ Meðan unnið hefur verið stöðugt frá 1989 að framgangi sameiningar- hugmyndarinnar við Borgarspítala, sem miðaði að því að gera Landakot að öldrunarspítala og leggja af alla aðra starfsemi spítalans, þá hafa all- an tímann og fram á þennan dag verið gerðar endurbætur með æm- um tilkostnaöi á húsnæði og tækni- búnaði spítalans, sem ekki hefur nýst vegna þess að hann hefur ver- ið fjarlægður jafiiharðan eftir því sem sameiningin gekk fram. Þannig hefur röntgendeildin verið flutt til innanhúss og endumýjuð, skurð- stofur hafa veriö endumýjaðar og endurbættar og m.a. lagt í mikinn kostnað við að endurnýja loftræsti- og -hreinsibúnað þeirra. Gjörgæslu- deild var fyrir rúmum þremur árum flutt til innanhúss og endur- nýjuð og m.a. lagðar nýjar lagnir fyrir súrefhi og annað sem til þarf með miklum tilkostnaði. Að sögn starfsmanns á Landakoti, sem ekki vill koma fram undir nafni, fékk gjörgæsludeildin ekki að standa lengi því að fyrir tæpu ári hafi veriö ákveðið að flytja launa- skrifstofur Landakots í húsnæðiö. Þá hafi gjörgæslubúnaðurinn nýi allur verið rifinn niður og skrif- stofuhúsnæði innréttað. Því hafi varla verið lokið fyrr en ný skipun kom um að breyta húsnæðinu enn og nú i legudeild langlegusjúklinga og nú sé verið að ljúka við að rífa niður skrifstofuinnréttingamar nýju. -SÁ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.